Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1992 £ 1134 GIGA Álitsgerð Sigrirðar Líndals eftirJón Steinar Gunnlaugsson Þann 8. ágúst sl. birti Morgun- blaðið álitsgerð Sigurðar Líndals lagaprófessors um stjórnskipulegt gildi 3. gr. Iaga nr. 38/1990 um stjórn fískveiða. í lagaákvæði þessu er sjávarútvegsráðherra fengið vald til að ákveða „þann heildarafla" sem veiða má á ákveðnu tímabil eða vertíð úr þeim einstökum nytja- stofnum við ísland sem nauðsynlegt er talið að takmarka veiðar á“. Tekur prófessor Sigurður til athug- unar hvort vald hafí hér verið fram- selt til ráðherra umfram það sem stjórnlög heimila. í álitsgerðinni kemst Sigurður Líndal að þeirri niðurstöðu að vald- framsal laganna fái ekki staðist. Byggir hann það á tvennum rök- semdum. í fyrsta lagi telur hann að þetta framsal á ákvörðunarvaldi frá löggjafanum til sjávarútvegs- ráðherra samrýmist ekki 69. gr. stjórnarskrárinnar svo sem Hæsti- réttur hafí túlkað hana, en í 69. greininni segir að lagaboð þurfi til að leggja bönd á atvinnufrelsi manna. Nefnir hann þar til sögunn- ar dóm Hæstaréttar frá 15. desem- ber 1988 í máli leigubifreiðarstjóra, sem hafði verið sviptur atvinnuleyfí sínu fyrir að vilja ekki vera félags- maður í félagi leigubifreiðarstjóra. Felldi Hæstiréttur sviptingu leyfís- ins úr gildi, þar sem sú takmörkun á atvinnufrelsi leigubifreiðarstjóra að skylda hann til aðildar að félag- inu var ekki lögákveðin. Þá telur prófessor Sigurður í annan stað að ákvörðun um heildar- afla skerði athafnafrelsi manna og snerti mjög mikilvæga hagsmuni margra. Slíka ákvörðun beri að taka með lögum en ekki fela hana ráð- herra svo sem gert sé. Byggir hann þetta á ólögfestri meginreglu, sem hann telur gilda, þess efnis að lög séu nauðsynleg þegar legga eigi byrðar á menn, svo sem með því að skerða eignir þeirra og frjáls- ræði. Eftir að hafa komist að þessari niðurstöððu segir prófessorinn, að hann sé einungis að lýsa eigin skoð- unum. Hann spái hins vegar engu um hver niðurstaða yrði ef mál þar sem á þetta reyndi kæmi til kasta dómstóla. Dómstólar fari varlega í að lýsa lög andstæð stjómarskrá. Það sem prófessor Sigurður Lín- dal er að segja með þessu er að hann telji íslensk stjórnlög fela það í sér að valdframsal eins og það sem birtist í 3. gr. laganna um stjórn fiskveiða sé óheimilt. Hins vegar sé ástæða til að ætla, að dómstól- amir muni ekki dæma eftir þeim stjómlögum sem hann telur að gildi í landinu á þessu sviði. Hann varar menn við dómstólunum. Þegar gefín eru lögfræðiálit má segja að í þeim eigi aðeins að fel- ast einhvers konar forspá um það, hvernig dómstólar muni leysa úr álitaefninu ef á það reynir fyrir dómi. Þetta byggir á því að gild- andi réttur í landinu er sá sem dóm- stólarnir beita við úrlausnir sínar. Það lýsir þess vegna sérkennilegu ástandi þegar álitsgefandi þarf að hnýta aftan í álit sitt athugasemd um dómstólana á þann hátt sem Sigurður gerir. Með því er hann í raun og vem að segja að eðileg lögfræðisjónarmið leiði til einnar niðurstöðu en að dómstólarnir muni (hugsanlega) komast að annarri. í þessu felst því áfellisdómur yfír vinnubrögðum dómstóla. Ég get að öllu vemlegu tekið undir sjónarmið Sigurðar Líndals í þessari álitsgerð. Eg held að rétt skýring á 69. gr. stjórnarskrárinnar feli það í sér, að valdframsal þess- ara laga fái ekki staðist. Með ákvörðun um heildarafla er, eins og Siguður bendir á, tekin ákvörðun sem skerðir athafnafrelsi manna og snertir mjög mikilvæga hags- muni margra. Efni ákvörðunarinnar getur hreinlega orðið ráðandi um, hvort þeir sem þessa atvinnu stunda lifí og deyi. Ekki skiptir neinu máli um þetta, þó að það sé í sjálfu sér rétt sem Jónas Haraldsson lögfræð- ingur segir í grein hér í blaðinu 13. ágúst sl., að lögin um stjórn físk- veiða gangi öll út á takmörkun fisk- veiða og ákvörðun á hámarksafla. Efni ákvörðunarinnar um hámarks- aflann er jafn afdrifaríkt (og skerð- andi fyrir atvinnufrelsið) eftir sem áður. Ástæða er líka til að taka undir með prófessor Sigurði, þegar hann varar við dómstólunum. Sýnist m.a.s. mega ganga þar lengra en hann gerir. Stafar það af því, að Hæstiréttur hefur með dómum sín- um talið mjög víðtækt valdframsal til ráðherra standast í skattamálum, en þar eru ákvæði stjórnarskrárinn- ar um að taka beri ákvarðanir með lögum miklu ákveðnari heldur en í 69. gr. þar sem fjallað er um at- vinnufrelsið. Þannig segir um skatt- ana í 40. gr. stjórnarskrárinnar að engan skatt megi „á leggja né breyta né af taka nema með lög- um“. Þetta eru miklu ákveðnari fyrirmæli um að lög þurfi til ákvörð- unar, heldur en ákvæði 69. gr., þar sem einungis segir að „lagaboð" þurfí til að leggja bönd á atvinnu- frelsi. Hæstiréttur hefur á sviði skatta talið að valdframsal til ráð- Jón Steinar Gunnlaugsson „Ef lög-fræðiálit gengur út á að greina hvaða niðurstaða verði af beitingu hlutlausra og eðlilegra lagarök- semda, þá brýtur vald- framsal 3. gr. laganna um stjórn fiskveiða í bága við íslensk stjórn- lög. Ef lögfræðiálit gengur á hinn bóginn út á að spá fyrir um niðurstöður dómstóla, verður niðurstaðan önnur. Þá stenst vald- framsalið.“ herra standist, þó að það hafí aug- ljóslega verið miklu víðtækara, heldur en valdframsal 3. gr. lag- anna um stjóm fískveiða. Að mínu viti hafa þessir dómar í skattamál- um meira fordæmisgildi heldur en dómurinn í máli leigubílstjórans frá desember 1988. Má fallast á það með Jónasi Haraldssyni að sá dóm- ur hafí hér takmarkaða þýðingu. Nýlega kom út mikið ritverk eft- ir prófessor Sigurð Líndal um stjórnkerfí búvöruframleiðslunnar og stjórnskipan íslands. Þó að ritið sé mjög tyrfíð og erfitt aflestrar (ræðst sjálfsagt að hluta af því hversu efnið er þvælið) eru þar færð fram mjög sterk lagarök fyrir því að löggjöf á sviði búvörufram- leiðslu standist ekki stjórnlög, m.a. sé vald framselt til ráðherra um- fram það sem heimilt sé. í bókinni víkur höfundur sérstaklega að dóm- stólunum. Á bls. 62 minnir hann á varfæmi dómstóla við að grípa fram fyrir hendur löggjafans og segir að hennar hafí ekki síst gætt þegar löggjafínn hafí talið sig þurfa að grípa til ráðstafana á sviði efna- hags- og atvinnumála, einkum í skattamálum og fjármálum ríkisins að öðru leyti. Sigurður segir orð- rétt: „Hafa þá iðulega verið svo mikilvægir hagsmunir í húfi að jafn- vel hefur verið talið að þeir rétt- lættu að gengið væri að einhveiju leyti á stjórnarskrárvernduð mann- réttindi." Þetta er þungur en réttur áfellisdómur um dómstólana. Því miður eru engar líkur til annars en að svona muni einnig fara um þau stjómarskrárvernduðu réttindi borgaranna, sem Sigurður Líndal hefur verið að skrifa um að undan- förnu; að á þau verði gengið ef á reynir við dómstólana. Til þess að svo verði ekki þarf einfaldlega hug- arfarsbreytingu hjá Hæstarétti. Rétturinn þarf þá að ákveða að láta gild lögfræðileg rök taka við af þeirri pólitísku lögfræði sem hann hefur iðkað, þegar stundlegir hags- munir ríkissjóðs eða atvinnulífsins em látnir víkja til hliðar þeim grundvallarréttindum, sem við þykjumst hafa í heiðri. Niðurstaðan af þessum hugleið- ingum er þessi: Ef lögfræðiálit gengur út á að greina hvaða niður- staða verði af beitingu hlutlausra og eðlilegra lagaröksemda, þá brýt- ur valdframsal 3. gr. laganna um stjóm fískveiða í bága við íslensk stjórnlög. Ef lögfæðiálit gengur á hinn bóginn út á að spá fyrir um niðurstöður dómstóla, verður niður- staðan önnur. Þá stenst valdfram- salið. Höfuadur er hæstaréttarlögmaður Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími 671800 53* Plymouth Laser RS Twln Cam 16v '90, grásans, 5 g., ek. 32 þ. mílur, rafm. í öllu o.fl. Glæsilegur bíll. V. 1490 þús. stgr., sk. á ód. Toyota Corolla XL ’91, 5 dyra, rauður, 5 g., ek. 26 þ., vökvast., o.fl. V. 850 þús. stgr. Chevrolet C-1500 Plck Up 4x4 '88, m/húsi, V-8 (305), sjálfsk., ek. 55 þ. míl- ur, snjódekk á felgum o.fl. V. 1160 þús. stgr., sk. á ód. BMW 325I M-týpa '87, steingrár, 5 g., ek.. 70 þ, ABS, sóllúga, álfelgur, rafrúður o.fl. Fallegur bíll. V. 1490 þús. stgr., skipti. MMC Lancer GLXI Hlaðbakur ’91, brúns- ans, sjálfsk., m/overdr., ek. 25 þ., hiti í sætum, rafm. í öllu. V. 930 þús. stgr. Nissan 200 SX turbo interc. '89, rauður, sjálfsk., rafm. í öllu, geislaspilari o.fl. V. 1490 þús. stgr., sk. á ód. Renault 19 GTS '90, 5 dyra, 5 g., ek. 17 þ'. V. 830 þús. stgr. Ford Sierra 1800 GL Sedan '88, 5 g., ek. 53 þ. Fallegur bfll, V. 590 þús. stgr. Ford Bronco II XL '90, 5 g., ek. 32 þ. V. 1950 þús. stgr., sk. á ód. Daihatsu Feroza DX 4 x 4 '89, 5 g., ek. 70 þ., sóllúga o.fl. V. 930 þús. stgr. MMC Lancer GLX '89, rafm. í rúðum o.fl., 5 g., ek. 63 þ. V. 690 þús. stgr. Vantar á skrá og á staðinn árg. ’90-’92 hoZeiock GARÐLJOS lógspennt raflýsing í garðinn. Auðvelt að leggja. Fœranleg án fyrirhafnar. ÞÓRr ÁRMÚLA 1*1 - BÍrvil B81BOO IjjöIhrvyU og spennandi námskdð fjrir alla. ungar stiilkur, dönmr og licrra á öllum aldri og vcróandi sýnlngarfólk Hvaða hópur hentar þér? l 2 3 4 Un^/u* koiiur BtfiUlttM fyrlrteltfwM Snyrtlng Snyrtlng rtarftfólk Átt ttðrgrelöslo framKoma rramKoma A) SnyrUng framl«3ma Borðslölr ivuiteisi rramkoma Qestaboö fataval Slmapjönusta Qestahoö BorösWlr HreinlseU HrelnlæU Boröatðlr fataval Oanga Klæönaður Mannleg samsKlpU HrelnteH Munnley samsKipti Mannleg samsKlptí StörUng Mannleg samsKipU B) IJtflrelnlng 5 6 7 8 tk rmr á ftlbun SknanUIvgt A) Andlltsfikðun fnijrtllníiitiiiÍtftO aUbrt Utaknrt B) Undir 4 augu tlandanyrtlng Húðtueinsun rramkoma fataval og söll Upprtjun fbmdataha réðleiSlnaar 'crsónuleg ráðgjóf um HArgrelösla Ikrröslöli ElnKaUmar eftir Oanga Mannleg samsklpU samkomulagl Upptýsingar: Slnuir 687580-687480 Unnur, slnai 643340 frá kl. 16-19 Nútíð - Faxafeni 14 Módelnámskeið: Dömur - Herrar ★ Ganga - Snúningar ★ ★Sviðsframkoma - Snyrting ★ ★Hárgreiðsla - Ljósmyndun ★ ★Allt sem viðkemur sýningarstörfum ★Prófverkefni og sýning í lokin ★ ★Viðurkenningarskjal ★ Munið gjafakortin CD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.