Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKDTIfólVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1992 Einkavæðing Allir hagnast á aukinni einkavæðingu - segir Jónas Haralz í viðtali við Dagens Nærmgsliv JÓNAS Haralz, fyrrverandi bankastjóri Alþjóðabankans, segir í viðtali við norska dag- blaðið Dagens Næringsliv að jafnt iðnríki á borð við Noreg sem fátæk þróunarríki muni hagnast á því að leggja áhersla á aukna einkavæðingu. Hann segir hið opinbera eiga að ein- beita sér að þremur meginverk- efnum: I fyrsta lagi samgöngu- málum í víðum skilningi, í öðru lagi heilbrigðismálum og í þriðja lagi menntamálum. Aðra hluti eigi einkaaðilar að sjá um. Blaðið segir Jónas nú vera í þann mund að ljúka rannsókn fyr- ir norska utanríkisráðuneytið á því hvernig efla megi einkageirann. Það segir meginniðurstöðuna vera að efla beri starfsemi einkaaðila en tekur samt fram að lýðræðisleg- ir stjórnhættir virðist vera forsenda vel heppnaðar einkavæðingar. „í Afríku er erfítt að þróa fram einka- geira áður en lýðræðislegar um- 9.1% \j sávöxtun uml'ram vcröbólgu s.l. mán. SJOÐSBREF 5 Mjög öruggur sjóður sem eingöngu fjárfestir í ríkistryggðum skuldabréfum. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 68 15 30. PALLAR '# , 118B(lí§£ilalÉ ’Z'U'1, KYNNA VANDADA VINNUSKÚRA 06 SKEMMURÁ VIÐRÁÐANLEGU 359.000/- kr. stgr. m/vsk. 299.000/- kr. stgr. m/vsk. ósamsettur. Lengd: 384 sm, breidd: 257 sm, hceð: 250 sm Lengd: 510 sm, breidd: 260 sm, hœð: 200 sm 92.080/- kr. stgr. m/vsk. Lengd: 425 sm, breidd: 260 sm, hœð 200 sm 84.693/- kr. stgr. m/vsk. Ijsngd: 170 sm, breidd 170 sm, hœð 200 sm 49.470/- kr. stgr. m/vsk. Carpedil Vinnuskúrar ♦ Fulleinangraður ♦ Sérstakir krókar til hífinga ♦ Rafmagn Carpedil vinnuskúramir henta vel fyrir íslenskar aðstæður, einangrunin er úr Urethan efni, sérstakir styrktarbitar eru í öllum homum og innbrennt blikk er utan og innan í öllum einingum (þarf ekki að mála). Auðvelt er að hólfa þá niður og ráða staðsetningu glugga og hurða -fáanlegir í mörgum stœrðum. Carpedil Skemmur Sterkar, meðfærilegar og viðhaldsfríar skemmur úr galvaniseraðu blikki með innbrenndum lit, það tekur einn mann ca. 1 klst. að setja Carpedil skemmurnar upp. Hentugar sem tímabundin geymsla, bílskúr, beituskúr, bátaskýli ofl. ofl... -fáanlegar í mörgum stærðum. fiiS® Pallar hf Dalvegi 16. Kópavogi, Sími 64 10 20 bætur hafa átt sér stað. Zambía er gott dæmi. í nýja fjölflokkakerf- inu er nú hægt að framkvæma víðtæka einkavæðingu með stuðn- ingi Alþjóðabankans, sem ekki var mögulegt áður,“ segir Jónas í við- talinu. Dagens Næringsliv segir Jónas byggja niðurstöður sínar m.a. á nýlegri skýrslu frá Alþjóðabankan- um og Bostonháskóla. í þeirri skýrslu var rætt um hvernig einka- væðing hefur áhrif á almenna vel- megun og hvort að jafn ólíkir aðil- ar á borð við ríki, fjárfesta, launa- fólk og neytendur hagnist eða tapi á einkavæðingu. Rannsóknin, sem var mjög umfangsmikil, spannaði tólf dæmi frá einu iðnríki, Bret- landi og þremur „velmegandi" þró- unarríkjum, Mexíkó, Chile og Mal- asíu. „Með einni undantekningu högnuðust allir aðilar nettó á einkavæðingu. Meginástæða þess eru aukin afköst. Það kom í ljós að eignarhald skiptir máli,“ segir Jónas. Dæmin sem tekin voru voru mjög ólík. Ekki bara var einkavæð- ingin framkvæmd á mismunandi hátt heldur var hún einnig fram- kvæmd af ólíkum ástæðum, allt frá hreinum efnahagslegum ástæðum til hugmyndafræðilegra ástæðna. Jónas segir jafnt þessa skýrslu sem sína könnun benda til að aukin einkavæðing muni leiða gott af sér í iðnríki á borð við Noreg og bendir á bresk dæmi máli sínu til stuðnings. Að sögn Jónasar er einkageirinn nauðsynlegur til að þróun haldi áfram og til að ná fram markmið- um á borð við útrýmingu fátæktar og umhverfisvemd. Hann leggur áherslu á að einkageirinn sé leið til að ná þessum markmiðum en ekki markmið í sjálfu sér. „Hið opinbera getur aðstoðað einkageir- ann með því að skapa rétt skilyrði og með því að einkavæða. Á sama tíma getur einkageirinn stuðlað að umbótum á hinu opinbera. Það gerist með því að hið opin- bera einbeiti sér að einungis þrem- ur meginverkefnum, samgöngum, heilbrigðismálum og menntamál- um. Þó að þessi mál geti verið í höndum einkaaðila á hið opinbera fyrst og fremst að sjá um þau,“ segir Jónas. Nýjungar Ný tækni til geymslu gagna AMERICAN Telephone & Telegraph Co. tilkynnti ný- lega að hópur vísindamanna á rannsóknarstofum þeirra hefðu fundið nýja og öflugari tækni til geymslu gagna. Að sögn fyrirtækisins er hin nýja tækni allt að því hundrað- falt öflugri en þær aðferðir sem nú tíðkast. Með nýju aðferðinni má geyma 45 milljón bita á sex og hálfum fersentimetra, en það þýðir að geyma má tvö eintök af Stríði og frið á títupijóns- haus. Tæknin notast við leysigeisla til að lesa og skrifa gögn og er í raun endurbót á vel þekktri aðferð. Forsvarmenn AT&T telja að nýta megi aðferðina til að þróa nýja og öflugari tækni innan upplýsingatækniiðnaðar- ins. Til dæmis mætti útbúa nýjan lófastóran tölvudisk sem rúmaði 17 klukkustundir af myndbandsefni. Á sama tíma kynnti Sony nýjan áfanga í þróun hálfleið- ara, áfanga sem gæti orðið til að auka enn geymslurými geisladiska. Skrifstofutækni • INNRITUN HAFIN • Við leggjum áherslu á vandað nám sem sniðið er að kröfum vinnumarkaðarins og nýtist þér í atvinnuleit. Kenndar eru eftirtaldar námsgreinar: § Bókfærsla § Ritvinnsla § Verslunarreikningur § Tölvubókhald § Töflureiknir § Tollskýrslugerð § Gagnagrunnur § Windows og stýrikerfi Athugið okkar hagstæðu greiðslukjör, kr. 5000 á mánuði til tveggja ára eða 15% staðgreiðsluafsláttur. Tölvuskóli íslands sími 67 14 66 • opið til kl. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.