Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 12
<2 - Pökkunar límbönd Gæbalímbönd sem bregðast ekki. Hrabvirk leib við pökkunarstörfin. J.S.Helgason Draghálsi 4 S: 68 51 52 gírmótorar rafmótorar Þýsk gæöavara á góöu veröi. Einkaumboð á íslandi. GÍRAMÓTORAR verö m/VSK 0.37KW 40SN Kr. 22.993.- 0.75KW 40SN - 28.894.- 1.50KW63SN - 29.776.- 2.20KW63SN - 38.897.- 4.00KW63SN - 50.700.- 5.50KW63SN - 73.693.- 7.50KW 100SN - 83.772.- RAFMÓTORAR verð m/VSK 0.37KW 1500SNJ<r. 6.820.- 0.75KW 1500SN - 8.380.- 1.50KW 1500SN - 12.220.- 2.20KW 1500SN - 15.110.- 4.00KW 1500SN - 22.360.- 5.50KW 1500SN - 28.800.- 7.50KW 1500SN - 36.410.- Ef mótorinn er ekki til á lager okkar þá útvegum við hann á skömmum tlma. Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN ^ SUOURLANDSdRAUT 8, SlMI 614670 J MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1992 Þriðjudagstónleikar í Signrjónssafni: Dramatísk 20. aldar verk „ÞETTA eru allt saman 20. ald- ar verk,“ segja þeir Sigurður Halldórsson sellóieikari og Daníel Þorsteinsson píanóleik- ari, um efnisskrá tónleika þeirra í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar næstkomandi þriðjudag. „Við leikum þijár sónötur fyrir selló og píanó eftir þá Debussy, Snitke og Martinu en við verðum einnig með stutt verk eftir Sjostakó- vítsj.“ Þeir féiagar munu og flytja þessa sömu efnisskrá á tónleikum á Isafirði fimmtu- daginn 20. ágúst en tónleikarn- ir í Siguijónssafni hefjast eins og venjulega kl. 20:30. Daníel hefur verið við píanónám í Amsterdam undanfarin ár en Sigurður hefur starfað hér heima síðan 1990 er hann lauk námi í -London. Þeir félagar hafa leikið mikið saman og komið víða fram hér heima og erlendis. Meðal ann- ars fóru þeir í tónleikaferð um Bandaríkin og Kanada fyrir um ári. Samstarf þeirra má rekja allt aftur til ársins 1982 er þeir hófu að leika í spunasveitinni Vormenn íslands sem síðar varð Loftfélag íslands. „í þessari sveit spiluðum við eingöngu spuna í ein sjö ár áður en við snertum eitthvað klassískt saman,“ segir Sigurður. Daníel bætir því við að þessi spunavinna hafi komið þeim mjög til góða þegar þeir fóru að fást við og túlka klassísk verk. Að sögn Daníels eru verkin á efnisskránni einfaldlega þannig til komin að þetta voru allt verk sem þá langaði til að leika. „Við Morgunblaðið/Kristinn Daníel og Sigurður; „frumatriðið er að reyna gleðja fólk“. vildum spila þessi verk og vorum þá ekkert að hugsa um hvort þau væru endilega svo tónlistarsögu- lega fræðandi, þannig að eitt verk væri frá þessum tima og annað frá öðrum o.s.frv. Tvö þessara verka höfum við spilað áður en verk Snitke heyrðum við fyrst í vetur.“ „Það kom svo í ljós að þessi efnisskrá samsvarar sér_ mjög vel,“ bætir Sigurður við. „í þess- um verkum er alvara lífsins svo sannarlega á ferðinni. Þetta eru dramatísk verk og mikið að ger- ast í þeim. í Debussy-sónötunni er til dæmis ákveðin dauðakennd enda er þetta eitt af hans síðustu verkum þegar hann finnur dauð- ann nálgast og auk þess skrifar hann þetta til minningar um konu sína sem þá var látin. í Sjostakó- vítsj er svo alltaf ákveðinn þrúg- andi tónn, hann hlífír manni alls ekki. Verk Snitke er í rauninni útvíkkun á þessari tilfínningu, þá er þessi vitund orðin ennþá þrosk- aðri. Scnitke er rússneskur og tónlist hans er mjög þjóðfélagsleg. Við sáum hann í Amsterdam í vetur og heyrðum hann tala um verkin sín og það gaf okkur mjög mikið. í verki Martinu eru tals- verð átök og mikið að gerast. Þjóðlagahefðin er rík í verkum hans og eins má fínna áhrif frá djassi en hann var mikill djassá- hugamaður." Þrátt fyrir verkefnavalið vilja þeir félagar ekki kannast við að þeir séu mjög alvarlega þenkjandi ungir menn. „Við erum voðalega léttúðugir," segja þeir kankvísir en auðvitað er þeim hjartans al- vara með tónlist sinni. „Ég held að í hverjum manni sé grunnþörf fyrir tónlist, að heyra hljóð hvem- ig sem þau eru. Það sem við eram að burðast við er að snerta þenn- an streng í fólki en leiðin að hon- um er stundum nokkuð flókin. Við viljum sýna fólki að við erum bara venjulegir menn að spila tón- list sem höfðartil allra, tónlist sem endurspeglar tilfínningar sem búa í okkur öllum. Frumatriðið er að reyna gleðja fólk, hvort sem spiluð er glaðleg eða sorgleg tónlist.“ gþg Færeyskar listakonur ________Myndlist_____________ Eiríkur Þorláksson íslenskir listunnendur eru fyrir löngu orðnir vanir því að hingað komi listsýningar frá fjarlægum heimshornum og öllum sviðum heimslistarinnar. Hins vegar hefur verið minna um að við hefðum tæki- færi til að kynnast því sem næstu nágrannar okkar hafa verið að gera á þessu sviði; sýning á færeyskri list, sem nú stendur yfír í Sverris- sal í Hafnarborg í Hafnarfírði, er því ánægjuleg heimsókn fyrir alla listunnendur. Hér er um að ræða sýningu á verkum eftir þijár færeyskar lista- konur, Astrid Andreasen, Guðrið Poulsen og Titu Vinther. Astrid sýnir textílverk, teikningar og ísaum, Guðrið sýnir keramík og Tita vefnað. Sameiginlegt viðfangs- efni þeirra er nærtækt fyrir eyja- skeggja um allan heim, en það er fyrst og fremst hafið, lífríki þess og furðuheimar. Þetta mun í fyrsta sinn sem þess- ar listakonur sýna verk sín hér á landi, en þær hafa allar unnið að list sinni um nokkurt skeið. Þær hófu sitt listnám í Færeyjum, en sóttu menntun sína ennfremur til Danmerkur, Finnlands, Svíþjóðar og jafnvel íslands, en Guðrið Pouls- en stundaði nám í keramíkdeild Myndlista- og handíðaskóla íslands um tveggja ára skeið. Þær hafa tekið þátt í sýningum í Færeyjum og á hinum norðurlöndunum, en þetta mun í fyrsta sinn sem þær sýna saman. Við fyrstu yfírsýn verður ekki annað sagt en að verk þeirra fari vel saman og styrki hvert annað, enda um tengd viðfangsefni að ræða — hina lífrænu undirstöðu lífsins í Færeyjum. Þegar sýning sem þessi er skoðuð vaknar ósjálf- rátt spurningin um hvers vegna ís- lenskir listamenn samtímans sýna svipuðum þáttum í tilveru íslend- inga svo lítinn áhuga sem raun ber vitni; hefur listin hér fjarlægst und- irstöðuna meira en góðu hófí gegn- ir? Hlutur hverrar listakonu fyrir sig er misstór í sýningunni, og byggir það að nokkru á þeim efnum sem þær vinna í. Guðrið Poulsen sýnir keramík og eru vinnubrögð hennar vönduð og heilsteypt, þannig að fátt kemur á óvart. Hin kuðung- slaga verk „Gágga“ (nr. 36) eru skemmtilega unnin, og „Flatoyggj- ar“ (nr. 10) er afar myndræn upp- setning; stöplarnir rísa upp líkt og tindar á hafsbotni, í öllum tilbrigð- um lita og áferðar. Tita Vinther sýnir hér vefnað sem hún hefur unnið úr færeyskri ull sem hún hefur sjálf spunnið og litað. í flestum verkunum vinnur hún út frá einum grunnlit, og fjöl- breytt blæbrigðin ráðast síðan af myndefninu. „Grönt hav“ (nr. 1) er gott dæmi um þetta, og „í byrj- anininni" (nr. 9) sýnir hversu vel hin næmu litbrigði geta tekið sig. út í þessu efni, sem venjulega er kennt við grófleika. „Taraskóð" (nr. 12) og „I sjónum“ (nr. 32) eru svo góð- ar tengingar við þema sýningarinn- ar. Astrid Andreasen á flest verk á sýningunni og sýnir m.a. nokkrar teikningar sem eru hluti af líffræði- verkefni þar sem hún hefur unnið að því að kortlegga allt botndýralíf í hafínu við Færeyjar. Listakonan hefur einnig ferðast til Galapagos- eyja og skoðað dýralíf þar, og þess- ar tvær námur eru grunnurinn að hinu fjölbreytta og ríkulega litaða dýralífí sem birtist í verkum henn- ar. Bjartir litir og skrautefni eru mikilvægur hluti af ísaumsverkum eins og „Galapagos" (nr. 13) og „Föroya banki“ (nr. 37), og má bæði njóta þessa ríkidæmis í ná- lægð, þar sem efnið og vinnubrögð- in vekja aðdáun, og í fjarlægð, þar sem myndbyggingin nýtur sín bet- ur. Astrid skilar einföldum verkum eins og „Fiskur“ (nr. 21) af jafnmik- illi nákvæmni og „Havið“ (nr. 30), sem er án efa eitt fjölbreyttasta verkið hér (jafnvel þó aðeins þrír hlutar af fimm séu til staðar, vænt- anlega vegna þrengsla). Hér er á ferðinni ríkuleg sýning sem vert er að benda fólki á að skoða, enda ekki á hveijum degi sem færeysk myndlist berst til okk- ar. Helsti ókostur hennar er að nokkuð kreppir að uppsetningu sýn- ingarinnar í þessum litla sal. Verk- in hefðu þurft talsvert meira rými til að njóta sín til fullnustu, án þess að skerða rými hvers annars. Þetta er sýning sem hefði átt fullt erindi í stærri sal Hafnarborgar, þar sem gestir hefðu átt mun betri aðgang að einstökum verkum hverrar lista- konu heldur en fæst í Sverrissal. Verkin hefðu staðið sig vel í slíkri uppsetningu. Sýning þeirra Astrid Andreasen, Guðrið Poulsen og Titu Vinther í Sverrissal Hafnar- borgar stendur til mánudagsins 24. ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.