Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1992 Hver sjái um sorp hjá sér Frakkar hvöttu nágranna sína í gær til að sjá um eigið sorp, eftir að franskir tollverðir höfðu stöðvað tvo vöruflutn- ingabíla til viðbótar með spítal- asorp frá Þýskalancli. Franski umhverfisráðherrann sagði, að verslun með sorp væri ekki síður hættuleg en eiturlyfjavið- skipti. Að sögn tollvarða var búið um spítalasorpið eins og um heimilissorp væri að ræða. Bílamir voru stöðvaðir nálægt þýsku landamæraborginni Sa- arbrucken. Að minnsta kosti níu vöruflutningabílar með sprautur, blóðpoka og annað spítalasorp hafa verið stöðvað- ir í austurhluta Frakklands undanfarna viku. Þrír franskir kaupsýslumenn hafa verið kærðir fýrir að flytja ólöglega inn spítalasorp. Sprengja grandaði þremur Sprengja sem falin var í bréfpoka sprakk á hafnar- bakka í Karachi í Pakistan í gær og grandaði þremur her- mönnum úr sjóher Pakistans. Að sögn lögreglu slösuðust 43 til viðbótar, þar af níu alvar- Iega. Fimm manns hafa verið yfirheyrðir vegna sprengingar- innar. Verið er að rannsaka meðal annars, hvort sprengju- tilræðið tengist á einhvern hátt sameiginlegum tveggja daga flotaæfingum Bandaríkj- anna og Pakistans sem lauk um helgina. 17 hrefnur vantaði upp á kvóta Norskir hrefnuveiðimenn náðu 17 færri hrefnum en nam leyfilegum kvóta, sem var 110 dýr samkvæmt rannsóknará- ætluninni vegna vísindaveið- anna. Að sögn embættis- manna var ástæðan þó ekki sú að hrefnum hefði fækkað svo mjög í Norðaustur-Atl- antshafinu, heldur ollu slæmar gæftir og skyndileg ákvörðun Rússa um að heimila aðeins veiði á 15 dýrum, en ekki 40 undan Kolaskaga, eins og Norðmenn höfðu gert ráð fýr- ir. Engin sérstök ástæða var tilgreind fyrir breytingunni. Snúum aldrei aftur til fortíðar segir Gorbatsjov og telur valdarán efeki yfirvofandi nó Moskvu.JReuter. MIKHAÍL Gorbatsjov, fyrrver- andi forseti Sovétríkjanna, sagði á blaðamannafundi í Moskvu í gær, að hann hefði enga trú á að rússneskir harðlínukommún- istar eða aðrir öfgasinnar reyndu að ræna völdum á næstunni. Hins vegar séu hættuleg teikn á lofti í rússnesku efnahagslífi og gætu óvinsælar efnahagsaðgerðir stjórnvalda leitt til valdaránstil- rauna síðar. Gorbatsjov hélt blaðamanna- fundinn í stjómmálarannsókna- stofnun sinni og lét þar í ljós skoð- un sína á rússneskum stjómmálum en á morgun verður ár liðið frá því að harðlínukommúnistar reyndu valdarán í Sovétrílqunum fyrrver- andi. Hann var meðal annars spurð- ur um viðvaranir Andrejs Kozyrevs, utanríkisráðherra Rússlands, um að harðlínukommúnistar kynnu að reyna valdarán að nýju og hefja kommúnisma aftur til vegs og virð- ingar í Rússlandi, en taldi þær ekki eiga við rök að styðjast. „Ég tel að valdaránstilraunin verði ekki endurtekin. Aðeins fíflum eða hálf- vitum dytti í hug að reyna slíkt. ... Við getum ekki og munum aldrei snúa aftur til fortíðar," sagði hinn fyrrverandi forseti. Á fundinum gagnrýndi Gorbatsj- ov efnahagsaðgerðir Borísar Jelts- íns Rússlandsforseta og sagði þær vera alit of harkalegar og róttæk- ar. Ef stjómin mildaði þær ekki væri hætta á að skilyrði sköpuðust fyrir nýtt valdarán öfgaaflanna síð- ar. Ungur Moskvubúi leggur blóm að minnisvarða um þá, sem létust i valdaránstilraun harðlínukommúnista í Moskvu fyrir ári. Meðan á tilrauninni stóð hreiðruðu andstæðingar kommúnista um sig í göngunum undir minnisvarðanum. Gorbatsjov vísaði á bug staðhæf- ingum harðlínumannanna, sem eru nú fyrir rétti vegna valdaránstil- raunarinnar, þess efnis að hann hefði vitað um og fallist á fyrirætl- anir þeirra og kallaði þessar stað- hæfíngar lygi. „Þeir [harðlínumenn- imir] höfðu áttað sig á því að þeir áttu sér enga framtíð eins og hin pólitíska framvinda var orðin. Ákvarðanir þeirra stjórnuðust af þröngum hagsmunum þessa hóps eða tregðu við að gefa eftir þau embætti og völd, sem þeir höfðu,“ sagði Gorbatsjov. Mannskæðir bardagar halda áfram í Kabúl: Þúsundir afganskra flótta- manna stefna til Pakistan Islamabad, Jalalabad, Kabúl. Reuter. SKÆRULIÐAR náðu í gærmorgun á sitt vald rnikilvægri hæð nærri vamarmálaráðuneytinu I Kabúl, höfuðborg Afganistans. Bardagar skæruliða og stjómarhermanna urðu mjög harðir kvöld- ið áður og flugskeytum rigndi yfir borgina með reglulegu millibili í gær. Afgönsk stjóravöld segja litlar líkur á að vopnahlé verði, til að hleypa útlendingum burtu, þar sem ekki megi treysta skæru- liðaleiðtoganum Gulbuddin Hekmatyar. Hundruðir borgara hafa látist í átökunum síðustu daga. Flóttafólk streymir í átt að Pakistan. Burhanuddin Rabbani forseti Afganistans boðaði ráð tíu íslamskra skæruliðaleiðtoga til fundar á sunnudag og hétu þeir að sögn ríkisútvarpsins í Kabúl að vinna bug á Hekmatyar og mönnum hans. Talsmaður for- setans sagði íslömsku stjómina hafa rekið Hekmatyar úr ráð- inu. Hann svaraði í útvarpi hreyfingar sinnar, Hezb-i-Isl- ami, með því að neita að viður- Þjóðhátíðardagur Liechtenstein: Furstinn mælir eindregið með aðild landsins að EES ZUrich. Frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara HANS ADAMII fursti í Liechten- stein mælti eindregið með aðild Liechtenstein að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) í hátíðarræðu á þjóðhátíð- ardegi dvergríkisins um helgina. íbúar ríkisins og ríkisstjóra eru ekki sannfærð um ágæti samn- * ingsins en furstinn sagði að aðild Iað honum væri mun betri kostur en aðild að Evrópubandalaginu (EB) eða einangrun rikisins í Evrópu. I Ríkisstjórn Liechtenstein hefur p' ekki tekið endanlega ákvörðun um EES öfg bíður niðurstöðu þjóðarát- Morgunbiaðsins. kvæðagreiðslunnar í Sviss sem verður haldin í fyrsta lagi 6. desember. Liec- htenstein og Sviss eru í tollabandalagi svo að hugsanleg aðild Sviss að EES og EB snertir Li- echtenstein beint. En furstinn vill ekki láta afstöðu Svisslendinga ráða stefnu þjóðar sinnar í Evrópumál- um. Hann segir íbúa Liechtenstein eiga þriggja kosta völ; aðild að EES, aðild að EB eða einangrun í Evrópu. Hann mælir með að þjóðin Hans Adam II fursti Þjóðhöfðinginn vill að Liechten- steinbúar sam- þykki EES án til- lits til afstöðu Sviss. gerist aðili að EES svo að hún verði ekki að sækja um aðild að EB nema hún sjái sér síðar hag í því. Hann sagði að einangrunarsteftia myndi stofna framtíð þjóðarinnar í hættu. kenna Rabbani sem forseta. Skæruliðar Hekmatyars hófu árásir á Kabúl fyrir tíu dögum og segir hann að þeim verði haldið áfram uns liðsveitir Úz- beka hverfi þaðan og sveitir kommúnista leggi niður vopn. Bardagar breiddust út á sunnu- dag og sprengjum beggja fylk- inga rigndi yfir borgina Herat í vesturhluta landsins. Þessi síðasta lota 14 ára borgarastríðs í Afganistan hef- ur kostað líf fjölda óbreyttra borgara. Spítali Rauða krossins í Kabúl einn sér hafði tekið við rúmlega 600 manns á föstudag eftir fimm daga átök og voru 85 þegar látnir. Skæruliðar Hekmatyars hafa boðið klukkutíma vopnahlé til að hleypa útlendingum flugleiðina frá Kabúl en stjómvöld viljatryggingu fyrir því að það haldi. Tugþúsund- ir manna reyna að flýja borgina. Margir sitja fastir rétt austan hennar en lestir vörubfla sem troðnir eru af flóttafólki streyma í norðurátt að landamærum Pa- kistan. ERLENT Svíþjóð: Fimm láta lífiðí flugslysi Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. FIMM manns létust er lítil tveggja hreyfla dönsk leign- flugvél brotlenti á vatninu Vanern í suðurhluta Svíþjóð- ar á sunnudag. Þrír menn komust lífs af en þeir sem létnst voru allir Danir. Flugvélin var af gerðinni Pi- per PA-31 Navajo og var á leið frá Hróarskeldu í Danmörku til bæjarins Karlstads, sem er á norðurströnd Vánem, þegar slysið varð. Svo virðist sem bil- un í eldsneytiskerfí vélarinnar hafi orðið til þess að flugmenn- imir urðu að nauðlenda á vatn- inu. í lendingunni opnuðust bakdyr vélarinnar og tókst þremur farþegum að komast út um hana og synda um tvö hundruð metra að nærliggjandi skeri, þar sem þeim var síðar bjargað. Farþegamir voru á leið á hestamannamót í Karl- stad og var haft eftir einum þeirra að slysið hefði borið brátt að. Flugstjórinn hefði í skynd- ingu gefið farþegunum skipun um að setja á sig björgunar- vesti en rétt á eftir hefði vélin skollið í vatnið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.