Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 42
fólk í fréttum Hópurinn fyrir utan skóla sinn skömmu fyrir brottförina snemma í maí. HEIMSOKN Breiðhyltingar gerðu strand- högg í Nyköbing MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1992 I danskri sól. veittur. Bjöm Árnason kennari við Breiðholtsskóla sagði, að krakkarn- ir hefðu verið svo samstilltir og duglegir að þetta hafi komið til greina og svo vantaði oft hvatningu í dönskunámið. Voru mynduð tengsl við Ejegodsskóla í Nyköbing og nemendur valdir saman þar sem þeir yrðu hýstir í heimahúsum og svo öfugt er Danirnir kæmu hingáð til lands. Þótt styrkurinn hafi verið veittur var björninn ekki unninn, það þurfti að afla stórra upphæða og var hald- in tombóla, gefið út blað og seldur klósettpappír svo eitthvað sé nefnt. Á endanum þurfti hvert heimili ekki að greiða nema um 10.000 krónur á hvern haus. Það dreif margt á daga krakk- anna í Danmörku, hátíðahöld, heim- sókn til bæjarstjórans, kirkjuferð, skógarferð , skoðunarferðum og sérstökum íþróttadegi þar sem með- al annars var keppt í handknattleik og knattspyrnu. Sigruðu Breiðhylt- ingar vini sína stórt, 19-7 í hand- bolta og 10-0 í fótbolta. Heimsókn íslensku ungmenn- anna vakti talsverða athygli í Nyköbing og var greint frá hinum ýmsu uppákomum hópsins í bæjar- blöðum á meðan á heimsókninni stóð. KNATTSPYRNA Mínning íslensku stúlkunnar í kanadíska landsliðinu heiðruð KOnilllMGUR SVEIFLUNNAR ásamt fpíðu föruneyti föstudagskvöldið 2T. ágúst frá kl. 22 til 03 “" MIÐAVERÐ 850 KR. lofargóðu! Gunn Baldursson Memorial Soccer Tournament er knatt- spyrnumót kvenna sem haldið var í fimmta sinn í síðasta mánuði í Nova Scotia. Um 75 lið tóku þátt í mótinu, sem mun vera stærsta mót sinnar tegundar í Kanada. Mótið er kennt við Gunnhildi Sif Gylfadóttur, sem lést í bílslysi í Nova Scotia 26. nóvember 1987, á 21. aldursári. Gunnhildur var nemandi við Acadia-háskólann og lék sem fyrirliði með knattspymul- iði skólans. Hún náði svo langt í íþrótt sinni að hún var valin í lands- lið Kanada. Gunnhildur var auk þess ákaf- lega vinsæl meðal skólasystkina sinna, og skólayfirvalda. Ákvað Acadia-háskólinn og knattspyrnu- samband Nova Scotia fylkis að heiðra minningu hennar og halda knattspyrnumót kennt við hana árlega í 25 ár frá láti hennar. Gunnhildur var auk þess mikill tónlistarmaður og lék á 1. fiðlu með Sinfóníuhljómsveit æskunnar í Nova Scotia og þótti eiga mikla framtíð fyrir sér á tónlistarsviðinu. Gunnhildur fluttist með fjöl- skyldu sinni, Gylfa Baldurssyni talmeina- og heyrnarfræðingi, og Þuríði J. Jónsdóttur sálfræðingi, til Kanada þegar hún var átta ára gömul. Fjölskyldan flutti aftur til Islands þremur árum síðar og lék Gunnhildur knattspymu með Vík- ingi árin 1981-1984. Fimmtán ára hélt hún aftur til Kanada og hóf tveimur ámm síðar nám í læknis- fræði við Acadia-háskólann. Hún var á þriðja ári í námi er hún lést. Gunnhildur var kosin besti leik- Nú í vor fóru nemendur 9. bekkj- ar Breiðholtsskóla ásamt kennurum og skólastjóra í náms- og kynnisferð til Danmerkur, nánar tiltekið til Nyköbing. Tildrög ferðar- innar voru, að Breiðhyltingar urðu þess vísari að til væri' samnorrænn sjóður sem styrkti skólahópa til ferðalaga um Norðurlöndin. Var sótt um hann og í febrúar var hann h I j ó m s v e i t GEIRMUMRR Gunnhildur Gylfadóttir maður kvennaliðs Acadia-háskól- ans 1985-1987 og leiddi lið sitt til sigurs í keppni háskóla 1987. Hún var einnig leikmaóur með liði Nova Scotia fylkis og var valinn í kana- díska landsliðið 1987. Hún ætlaði að leika með landsliðinu á alþjóð- legu móti á Tævan seinna sama ár. Til að vera gjaldgeng í landslið- ið varð Gunnhildur að gerast kanadískur ríkisborgari og var hún einmitt að vinna að þeim málum er hún lenti í hörmulegu umferðar- slysi sem varð henni að aldurtila. í tengslum við minningarmótið um Gunnhildi hefur komið fram áhugi kanadískra kvennaknatt- spyrnuliða á að þreyta kappi við íslensk kvennalið, og hver veit nema systir Gunnhildar, Yrsa Þöll, sem leikur með 4. og 5. flokki Stjömunnar í Garðabæ, eigi eftir að leika á Gunn Baldursson Me- morial Soccer Tournament. Önnur systkini Gunnhildar eru Arngunn- ur Ýr, sem er myndlistarkona gift í San Francisco, Bryndís Halla sellóleikari og Baldur sálfræði- nemi. Gunnhildur var afburðanemandi og handhafi Clarke K. MacLeod- styrksins. Hún átti í vændum að hljóta annan styrk í minningu James Bayer, sem veittur er þeim nemanda sem skarar fram úr, bæði á íþróttasviðinu og í námi. Daginn eftir að Gunnhildur lést barst henni bréf þar sem tilkynnt var um að hún hefði verið tilnefnd sem Rhodes-styrkþegi, en Rhodes styrkurinn er ein mesta viðurkenn- ing sem veitt er háskólanemum í enskumælandi löndum. Fjöldi minningargreina birtust um Gunn- hildi Gylfadóttur í kanadískum dagblöðum og i einu þeirra, Hali- fax Herald, sagði: „Dauði hennar var ekki aðeins áfall fyrir Nova Scotia og kana- díska íþróttaheiminn, heldur ríkti sorg í háskólabænum. Þar var hún ekki eingöngu þekkt sem afburða- íþróttakona heldur einnig sem einn af bestu nemendum skólans. Svo hátt skrifuð var hún sem nemandi við Acadia að háskólinn ákvað fá- einum klukkustundum eftir slysið að stofna styrktarsjóð í hennar nafni.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.