Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1992 -i t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, TEITUR DANÍELSSON, Grímarsstöðum, Andakíl, lést að kvöldi 15. ágúst. Dóra Þórðardóttir og aðrir aðstandendur. t Ástkær kona mín og móðir, HELGA ALICE JÓHANNS, sem lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 12. ágúst sl., verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag, þriðjudaginn 18. ágúst, kl. 13.30. Haraldur Pálsson, Katrín Mist Haraldsdóttir. t Eiginmaður minn. VALDIMAR TÓMASSON fyrrverandi bifreiðastjóri, Kríuhólum 2, Reykjavik, lést í Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, laugardaginn 15. ágúst. Jarðarförin auglýst siðar. Fyrir mína hönd og barna okkar, Eva Andersen. t Föðurbróðir minn, SNORRI LÁRUSSON, sem lést á Hrafnistu 14. ágúst, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 21. ágúst kl. 13.30. Hörður Ingólfsson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA KRISTÍN SVEINBJÖRNSDÓTTIR frá ísafirði, Skjóli v/Kleppsveg, andaðist föstudaginn 14. ágúst síðastliðinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. 4 amesi — Kveðjuorð Sýn mér sólarfaðir, sjónir hærri en þessar, málið mitt er síðast miklar þig og blessar. Sýn mér sætt í anda sæla vini mína, blessun minna bama burtför mína krýna, Dæm svo mildan dauða, Drottinn þínu bami, eins og léttu laufi lyfti blær frá hjami eins og lítill lækur ljúki sínu hjali, þar sem lygn í leyni liggur marinn svali. (Matthías Jochumsson) Föstudaginn 14. ágúst sl. var til moldar börinn í Borgarnesi elsku- legur tengdafaðir minn, að lokinni langri og giftudrjúgri starfsævi. Mér er bæði ljúft og skylt að mæla eftir tengdaföður minn, sem frá fyrstu kynnum tók mér afar vel og sýndi mér alla þá hlýju og ást- úð, sem honum einum var lagið. Margs er að minnast og sakna eftir nærri 30 ára kynni og sam- veru. Að vísu er ég tæpast nógu gagnkunnug ætterni hans og upp- vexti til að ljalla þar um. Eg veit að hann fæddist á Búðum á Snæ- fellsnesi 6. septemer 1912. Foreldr- ar hans voru hjónin Páll Pétursson og Guðveig Guðmundsdóttir. Fárra ára gamall fluttist hann með þeim í Borgames, en foreldramir slitu samvistir upp úr því. Barnungur fylgdi hann föður sínum, er m.a. stundaði vegavinnu á sumrum, og má nærri geta hvort ungum dreng hefur ekki einhvern tíma verið of- boðið, eins og kjör og aðbúnaður allur var á þeim tímum við slíka vinnu. Síðar komst hann í sveit, að Sól- heimatungu í Stafholtstungum. Þar var hann heimilisfastur, þó e.t.v. ekki samfellt, næstu æsku- og manndómsár sín og minntist oft þess heimilis og heimafólks þar með hlýhug og virðingu. { Sólheimatungu urðu líka fyrstu kynni hans og Jóhönnu Lánd, ungr- ar, færeyskrar stúlku frá Svíney í Færeyjum, sem freistað hafði gæf- unnar á íslandi. Hún réð sig fyrst í vist í Reykjavík og síðan sem kaupakona f sveit. Þar með voru örlög þeirra ráðin, þarna beið gæfa þessa unga fólks, sem ekki skildu upp frá því, fyrr en dauðinn batt um stund enda á ástúðlegt hjóna- band þeirra nú fyrir skemmstu. Það var hvorki efnilegt ná álit- legt að byija hjúskap eða búskap á þessum árum, milli 1930 og ’40, meðan kreppan stóð yfír á íslandi. Til þess þurfti hug og dug og vinnufúsar hendur, og þetta var fyrir hendi hjá tengdaforeldrum mínum, þótt ekki ættu þau margt veraldlegra auðæva. Ég veit að hugur Egils stóð til búskapar í sveit og er sannfærð um að hann hefði sómt sér vel í þeirri stöðu og sinnt henni af atorku og alúð eins og öllum sínum verkum. En það fór nú svo að þau fluttu í Borgarnes, leigðu sér fyrst, en fljót- lega keyptu þau lítið hús er kallað var Þorbergsbær, af gömlum hjón- um, Sigrúnu og Þorbergi, og fengu tvö börn Egils og Hönnu síðar nöfn þeirra hjóna. Egill stækkaði fljótlega bæinn þeirra og síðar byggði hann mynd- arlegt og stórt hús yfir þá viðbygg- ingu. Þess var líka þörf, því börnun- um fjölgaði með árunum og blessun fylgdi bami hvetju. Alls urðu börn þeirra 15, en tvö dóu mjög ung. Hanna átti líka dóttur fyrir hjóna- band, sem ólst upp í Færeyjum hjá systur hennar. Nærri má geta að stundum hafi verið erfítt að fæða og klæða allan hópinn, en hjónin voru dugleg og samhent, hjálpuðust að og eftir því sem börnin uxu úr grasi tóku þau líka sinn þátt í lífsbaráttunni. Það er ekki lítil lífsgæfa að skila samfélaginu svo stórum hópi hraustra og vel vinnandi einstak- linga, sem þau Egill og Hanna hafa gert. Auk barnanna 13 eru bama- bömin nú á fjórða tuginn, stór og smá, og loks nokkur langafabörn. Það gera ekki aðrir betur eða ganga frá betra búi í þessum efnum. Tengdafaðir minn stundaði þá vinnu sem til féll og vann langan vinnudag, eins og hans kynslóð. Auk þess hafði hann alltaf skepn- ur, kindur og kýr, mest til þess að létta undir með heimilinu. Hann sinnti gegningunum fyrir og eftir venjulegan vinnudag, og dæmi nú hver fyrir sig hvert aukaálag það muni hafa verið. En tengdafaðir Hrefna Lárusdóttir Kvaran, Ragnar Kvaran, Anna Margrét Lárusdóttir, Jónas Hallgrímsson, Jón Lárusson, Sigríður Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURJÓN SIGURJÓNSSON, Nökkvavogi 31, andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, 10. ágúst. Jarðsett verður frá Áskirkju þann 24. ágúst kl. 13.30. Kristín Sigurjónsdóttir, Eirikur Albertsson, Sigrún Sigurjónsdóttir Borach, Just Borach, Brynhildur Sigurjónsdóttir, Sigurður H. Sigurðsson, Hrafnhildur Sigurjónsdóttir, Ágúst H. Sigurjónsson, Gunnar Sigurjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HALLA PÁLÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR, Bolungarvík, andaðist í Landspítalanum sunnudag- inn 16. ágúst. Jónatan Einarsson, Einar Jónatansson, Guðrún B. Magnúsdóttir, Ester Jónatansdóttir, Guðmundur Ólafsson, Kristján Jónatansson, Þorbjörg Magnúsdóttir, Elías Jónatansson, Kristfn G. Gunnarsdóttir, Heimir Salvar Jónatansson, Ósk I. Ebenesersdóttir og barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR MAGNÚSSON skipstjóri, Norðurvör 1, Grindavík, andaðist í Landspítalanum að kvöldi 16. ágúst. Þórlaug Ólafsdóttir, börn, tendabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRHILDUR ÞORGEIRSDÓTTIR, Háteigsvegi 25, Reykjavík, sem andaðist 15. ágúst í Hátúni 10B, verður jarðsungin frá Akur- eyjarkirkju, Vestur-Landeyjum, miðvikudaginn 19. ágústkl. 14.00. Markús Hjálmarsson, Þorgeir Markússon, Álfheiður Árnadóttir, Hjálmar Markússon, Ester J. Bjarnadóttir, Grétar Markússon, Sigurbjörg Ólafsdóttir, barnabörn og langömmubarn. + Faðir okkar, JÓN ÞÓRÐARSON frá Borgarholti, lést miðvikudaginn 12. ógúst. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 20. ágúst kl. 15.00. Anna Margrét Jónsdóttir, Magnús Þór Jónsson, Einar Már Jónsson og barnabörn. mimi var annáláður ijugnáðáfrháð- ur og hamhleypa til verka, enda stór, kraftalega vaxinn og sérstak- lega herðabreiður. Lengstan vinnu- dag átti hann hjá Kaupfélagi Borg- fírðinga, en þar vann hann yfír 40 ár, fyrst við almenna verkamanna- vinnu og síðar slátrun og kjöt- vinnslu. Þar var hann á réttri hillu, enda mjög verklaginn og vel virkur og algengt var að hann væri beðinn að úrbeina og salta kjöt utan síns vinnutíma, en hvorttveggja lék hon- um í höndum og nú muna margir og þakka góðu handtökin hans. Um sjötugt hætti hann störfum hjá KB, en sinnti um skepnur sínar nokkru lengur, eða meðan kraftar leyfðu. Á fullorðinsárum lærði hann á bfl og átti og ók sínum eigin bíl til æviloka. Það veitti honum og þeim hjónunum marga ánægju- stund, en hann var óþreytandi að gera Hönnu sinni allt til þægðar og þæginda. Víst var um það að hann vildi gera henni lífið eins ljúft og honum var unnt og mátti helst aldrei af henni sjá. Á síðustu árum ævinnar tók heilsunni að hraka, en samt hélt Egill ótrúlega vel reisn sinni og lík- amsburðum. Svo ótrúlegt sem það kann að virðast hélt hann sínu þykka, dökka hári nær hærulausu. Síðustu mánuði og vikur átti hann góða daga og gat notið lífsins betur en oft áður. Þess er gott að minn- ást nú. Að kvöldi dags hinn 31. júlí fékk hann síðan alvarlegt áfall sem rændi hann bæði máli og svo til öllum mætti. Við slíkar aðstæður er engum hægt að óska þess að lifa. Þá er.dauðinn líkn og lausn. Sú líkn veittist honum rétt eftir miðnætti hinn 7. ágúst sl. Ég bið tengdamóður minni og öllum stóra hópnum hennar, sem nú saknar vinar í stað, blessunar og huggunar. Við megum ekki gráta þann sem var gleði okkar, heldur þakka góðum Guði fyrir lífið hans og allt sem hann var okkur. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lðgðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Kristín. ERFIDRYKKJUR Perlan á Öskjuhlíð 'perun sími 620200 Blómastofa FriÖfinns Suðuiiandsbraut 10 108 Reykjavík. Sfmi 31099

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.