Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1992. 35 Verður Hannes stórmeistari í Hafnarfirði? Skák Margeir Pétursson HELMINGUR þátttakenda í landsliðsflokki á Skákþingi ís- lands 1992 er alþjóðlegir titilhaf- ar. Tveir stórmeistarar og fjórir alþjóðlegir meistarar tefla á mótinu, sem hófst í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði í gærkvöldi. Að þessu sinni er mótið í 4. styrkleikaflokki FIDE, og meðalstigin eru 2.346, sem þýðir að til að ná áfanga að al- þjóðlegum meistaratitli þarf sjö og hálfan vinning úr ellefu skák- um. Hannes Hlífar Stefánsson þarf að fá niu vinninga til að hækka upp í 2.500 Elo-skákstig, sem er síðasta skilyrðið sem hann þarf að uppfylla til að verða út- nefndur stórmeistari af Alþjóða- skáksambandinu. í Hafnarfírði starfar öflugt skák- félag sem hefur verið afar iðið við skákmótahald síðustu ár. Þar ber hæst Skákþing íslands 1988 og alþjóðlega mótið í Hafnarborg fyrr á þessu ári. Þar náði Hannes Hlífar einmitt mikilvægum áfanga að stór- meistaratitli. Samkvæmt lögum Skáksam- bandsins fá tveir efstu menn á mótinu sjálfkrafa sæti í landsliði íslands. Úrslit mótsins geta því haft mikil áhrif á það hvemig liðið verður skipað á Evrópumeistara- móti landsliða í Ungveijalandi í lok nóvember. í þeirri keppni er teflt á fjórum borðum og aðeins Ieyft að hafa einn varamann. Það eru því aðeins þrír stigahæstu skákmenn landsins sem eiga víst sæti í þeirri sveit. Töfluröð á Skákþinginu: 1. Jón Garðar Viðarsson 2.300 2. Sævar Bjarnason AM 2.310 3. Þröstur Ámason 2.295 4. Ámi k. Árnason 2.200 5. Helgi Ólafsson SM 2.495 6. Hannes Hlífar Stefánsson AM 2.445 7. Róbert Harðarson 2.345 8. Þröstur Þórhallsson AM 2.445 9. Bjöm Freyr Björnsson 2.270 10. Margeir Pétursson SM 22.565 11. Jón Ámi Jónsson 2.200 12. Haukur Angantýsson AM 2.285 Þeir Jón Garðar og Jón Árni eru frá Akureyri, en Bjöm Freyr er fulltrúi heimamanna. Mótinu lýkur laugardaginn 29. ágúst. Teflt er á hveijum degi frá kl. 17 til 23, nema hvað frí er laug- ardaginn 22. ágúst og föstudaginn 28. ágúst. Þess má væntað skák- skýringar verði a.m.k. um helgar. Skáksambandið mun birta nýjar fréttir af undirbúningi einvígis Fischers og Spasskys á mótsstað. Sigurður Daði Sigfússon, Reykjavíkurmeistari, hefur góða og gilda ástæðu fyrir því að vera ekki með á Skákþingi íslands. Sigurður heldur senn til Hollands þar sem hann tekur þátt í Evrópumeistara- móti unglinga. Áreynslulaus skákstíll Svo sem fram hefur komið hér í Mbl. tókst Anatólí Karpov sérlega vel upp á stórmótinu í Biel um dag- inn. Karpov virðist nú næsta örugg- ur með að endurheimta annað sæt- ið á alþjóðlega stigalistanum. Þeir einu sem gætu komið í veg fyrir það eru þeir Vassilí ívantsjúk og Bobby Fischer! Þegar og ef Fischer byijar aftur að tefla gilda þau stig sem hann hafði áður en hann féll út af list- anum. Þau voru 2.780, en á listan- um 1. júlí sl. var Kasparov með 2.790. Með því að bursta Spassky gæti Fischer jafnvel endurheimt sæti sitt sem stigahæsti skákmaður heims. Það duga þó engin vettlinga- tök, því Spassky hefur sjálfur dalað niður í 2.560 stig og er nú í 96-102. sæti á lista FIDE. Fischer yrði því að fá meira en 75% vinningshlut- fall í einvíginu til að hækka á stig- um. Skákin sem hér fer á eftir er býsna dæmigerð fyrir skákstíl Ana- tólí Karpovs. Það er allt annað en auðvelt að segja til um það hvar öflugasti skákmaður Frakka, hinn 19 ára gamli Lautier, lék tapleikn- um í þessari skák. Hann var lengst af hársbreidd frá því að jafna taflið. Krystaltær sigur sem byggist á ótrúlegum stöðuskilningi Karpovs og minnir á tvo aðra fyrrum heims- meistara, þá Smyslov og Capa- blanca. Um Smyslov var stundum sagt að öll uppskipti væru honum í hag og sama virðist gilda um Karpov í þessari skák. Drottninga- kaup í lokin verða svo banabiti Frakkans. Það er ekki að furða þótt Kasparov reyni alltaf að flækja taflið þegar hann mætir Karpov. Hvítt: Anatólí Karþov Svart: Joel Lautier Slavnesk vörn 1. d4 - d5 2. c4 - c6 3. Rc3 - Rf6 4. e3 - e6 5. Rf3 - Rbd7 6. Dc2 - Bd6 7. Be2 - 0-0 8. 0-0 — He8 9. Hdl - De7 10. h3 - b6 11. e4 — Rxe4 12. Rxe4 — dxe4 13. Dxe4 - Bb7 14. Bf4 - Had8 15. Bxd6 - Dxd6 16. Re5 — Rxe5 17. dxe5 — Dc7 Uppskipti á þremur léttum mönn- um virðast ekki hafa orðið hvíti til framdráttar. í næstu leikjum hótar svartur ávallt að jafna taflið endan- lega með c6-c5, en Karpov er reiðu- búinn til að gefa peð til að hindra það. 18. Bf3 - Ba8 19. Hxd8 - Hxd8 20. Hdl! - Hxdl+ 21. Bxdl - Dd8 22. Bf3 - Dd2 23. b3! - Dxa2 24. b4! Enn skiptir höf- uðmáli að loka biskupinn á a8 inni. Eftir 24. Dd4 - Da3 25. Dd8+ - Df8 26. Dc7 — c5 blasir jafnteflið við. 24. - Dal+ 25. Kh2 - Da6 26. Dd4! Aftur sneiðir Karpov hjá laglegri gildru unga Frakkans. Eftir 26. b5? — Dc8 27. bxc6 — h6 eru báðir hvítu mennimir bundnir við að valda peðið á c6. 26. — Dc8 27. c5 — bxc5 Það er heldur ekki nein endanleg lausn á vandamálum svarts að leika 27. — b5, eftir 28. Dd6 getur hann sig hvergi hrært og verður að bíða eftir árás hvíts á kóngsvæng. 28. Dxc5 — a6 29. De7 — g6 30. h4 - h5 31. Kg3! Svartur hefur slæman biskup og er veikur fyrir á svörtu reitunum. Umframpeð hans skiptir alls engu máli. Nú reynir Lautier enn að létta á stöðunni, en þótt hann sé peði yfír er biskupaendataflið gertapað á svart. Með drottningar á borðinu hefði verið hægt að veita meira viðnám. 31. - Db7? 32. Dxb7 - Bxb7 33. Kf4 - Kf8 34. Kg5 - Ke7 35. Be4 - Ba8 36. f3 - Bb7 37. g4 - Ba8 Eftir 37. — hxg4 38. fxg4 mynd- ar hvítur sér frípeð á h línunni. 38. gxh5 - gxh5 39. f4 - Bb7 40. Bf3 — Ba8 41. Bxh5 og Lauti- er gafst upp. UTIVIST Hallveigarstig I • sími 614330 Miðvikudagskvöldið 19. ágúst Kl. 20.00 Rökkurganga í Gálga- hrauni á Álftanesi. Brottför frá BSl. Helgarferðir 21 .-23. ógúst Kl. 20.00 Kerlingarfjöll. Glst í tjöldum. Verð 5.900/6.500. Kl. 20.00 Básar. Góð gistiað- staða í skálum og gönguferð fyrir alla. Sjáumst I Útivistarferð. Áhugafólk um hreyfingu og næringu. Ólafur Sæmundsson, næringar- fræðingur, kemur á fræðslufund í félagsheimili KR við Frostaskjól þriðjudaginn 18. ágúst kl. 20.30. Allir velkomnir. skokkhópur. FERÐAFELAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533 Helgarferðir 21.-23. ágúst: 1) Þórsmörk - gist f Skag- fjörðsskðla/Langadal. Gönguferðir um Mörkina. 2) Landmannalaugar - Eldgjá - Álftavatn. Gist í sæluhúsi F.(. í Landmanna- laugum og við Álftavatn. Hring- ferð um fjölbreytt og óvenjulegt svæði. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofunni, Mörkinni 6. Ferðafélag (slands. iMÞAUGL ÝSINC 3AR ÝMISLEGT FUNDIR - MANNFAGNAÐUR ATVINNUHÚSNÆÐI Gistihús Undirbúningsstofnfundur Þeir, sem vilja taka þátt í stofnun félags varðandi starfsemi gistihúsa á íslandi, vin- samlega láti vita í síma 612600 eða á fax 612636. Kínaklúbbur Unnar heldur kynningu á þriggja vikna ferð um Kína og Tíbet, sem farin verður á vegum sænskrar ferðaskrifstofu 23. október. Kynningin verður miðvikudaginn 19. ágúst kl. 20.30 í safnaðar- heimili Fríkirkjunnar, Laufásvegi 13. Sýndar verða skyggnur frá ferð klúbbsins til Kína í rnaí sl., Tai-chi (kínv. leikfimi) og kínv. dans. Ókeypis aðgangur. Upplýsingar um ferðina veitir Unnur Guð- jónsdóttir, ballettmeistari, sími 12596. Atvinnuhúsnæði óskast 150-200 fm húsnæði óskast í Kópavogi eða nágrenni fyrir þjónustufyrirtæki í rekstri. Snyrtilegt umhverfi og gott aðgengi æskilegt. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „S - 8214“. Endurmenntun, starfstengt nám, símenntun, tómstundanám og ýmis önnur fullorðinsfræðsla verður til umfjöllunar í sérblaði, sem fylgir Morgunblaðinu fimmtudaginn 3. september. Að læra meira er heiti blaðsins og verður leitast við að gera skil þeim fjölmörgu leiðum sem standa fólki opnar til að auka við þekkingu sína með lengra eða skemmra námi, námskeiðum, fjarnámi og fleiru. Þeim, sem áhuga hafa á að auglýsa í þessu blaði, er bent á auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 69 11 11. Síðustu forvöð til að panta auglýsingar í blaðið eru kl. 11.00 mánudaginn 31. ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.