Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 49
>ei tp.úoá .8i HUQAauiqoM aiQAjaviuoHO.M MÖRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1992 49 Svefnpokagisting í Leifsstöð Frá íslenskum ferðamanni: ÞAÐ ER ekki ofsögum sagt af okkur íslendingum. Fyrst byggj- um við eina þá glæsilegustu og vönduðustu flugstöðvarbyggingu sem sést hefur með ærinni fyrir- höfn og miklum tilkostnaði, síðan látum við það yfir okkur ganga að bakpokalið erlendra ferða- manna beinlínis hertaki flugstöð- ina að næturlagi. Öllum er ljóst að hvergi er leyft að gista í flug- stöðvarbyggingu, bæði hér sem annarsstaðar. Fyrir okkur íslenska ferðamenn og borgunarmenn byggingarinnar er þetta með öllu óviðunandi. Þegar gengið er um bygginguna er ekki þverfótað fyr- ir útlendingum sofandi í sófum, stólum og á gólfi. Hvergi annars- staðar í veröldinni upplifir maður aðstæður sem þessar. Ferðamennirnir hittast og ræða málin t.d. á tjaldstæðum og fljótt flýgur fiskisagan - að það sé gráupplagt að gista síðustu nótt- ina í flugstöðinni enda aðstæður betri en á nokkru tjaldstæði. Þeir geta og látið þess gétið í ferðabók- unum sem gefnar eru út í Þýska- landi og mikið lesnar af þeim sem hyggja á íslandsferð. Öryggisvörðurinn í flugstöðinni, sem rætt var við í hádegisfréttum Ríkisútvarpssins, hafði reynt að koma liðinu út án árangurs. í við- talinu kom fram að hjólreiðamenn- irnir ættu í erfiðleikum með að komast í tæka tíð væru þeir á næsta tjaldstæði eða svefnpoka- plássi í Keflavík. Hvergi erlendis er séð fyrir almenningssamgöng- um um miðjar nætur og notast þá fólk einfaldlega við leigubíla. Gerum ekki einföld mál flókin. Gisting er ekki leyfð í flugstöð- inni. Farþegar eru ekki skráðir inn fyrr en tveimur tímum fyrir brott- för og brottfararsalnum einfald- lega lokað þangað til. Fyrir ferða- mennina á hjólunum er lang hag- kvæmast og best að vera áfram á tjaldstæðinu sínu hvort sem það er nú í Reykjavík eða annarsstað- ar í námunda við flugvöllinn. Taka daginn fyrir brottför rólega og dvelja þar fram að kveldi og hjóla síðan í rólegheitunum suður til Keflavíkur, á besta tíma sólar- hringsins, njóta sólarupprásar og kyrrðar, verandi laus við nær alla bílaumferð - og sleppa þá meira segja við að borga tjaldstæðið næstu nótt. SIGRÚN GÍSLADÓTTIR, íslenskur ferðamaður Nýjar fatasendingar Glœsilegur haustfatnaður í góðum stœrðum. FATAPRÝÐI BORGARKRINGLUNNI, 1. HÆO, SÍMI 32347 STEINAR WAAGE r SKÓVERSLUN A Verð nú Ýmsir litir. Áður: 1.495,- Stæröin 25-35. Póstsendum samdægurs. VELVAKANDI KETTLINGAR TÆPLEGA 8 vikna gulbrön- dóttur högni leitar að eiganda. Hann er kassavaninn og heitir Guðlaugur, kallaður Gulli. Upplýsingar fást í síma 679810 eða 77895 eftir kl. 18. TVEIR loðnir persa-angóru- blendingar, annar fress en hinn læða, eru tilbúnir að yfír- gefa móður sína. Kettlingarnir eru 8 vikna gamlir. Nánari upplýsingar fást í síma 620118. REIÐHJÓLA- HJÁLMUR TAPAÐIST REIÐHJÓLAHJÁLMUR að Specializedgerð tapaðist í Flúðaseli 15. ágúst. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 77856. Fundar- laun. SNYRTI- TÖSKUR TVÆR snyrtitöskur fundust hjá Laugardalslauginni mið- vikudaginn 12. ágúst. Tösk- urnar innihalda ýmsar snyrtiv- örur og er önnur blá en hin rauðskræpótt. Finnandi er í síma 71929. KÖTTUR SNJÓHVÍT læða fæst gefins vegna flutnings. Hún er 8 mán- aða gömul og besta skinn að sögn eiganda. Upplýsingar fást hjá Ingu í síma 686765. BANGSAR BANGSAR tveir sem hafa orð- ið viðskila við eiganda sinn fundust á gluggasyllu á húsi í Reykjavík. Annar er dökk- brúnn api en hinn er brúnn bjamdýrsbangsi. Upplýsingar fást í síma 653425. DÝRAR SKÝRINGAR Andrés Ólafsson: ÉG VIL bera fram kvörtun vegna útgáfu Alþjóðamála- stofnunar Háskólans á skýr- ingarriti um EES-samninginn. Skýringarritið fæst aðeins inn- bundið og kostar 2.400 kr. í bókaverslunum Eymundsson- ar. Ég skora á útgefanda að gefa út skýringarnar í kilju- formi á viðráðanlegu verði. TÝNDUR KÖTTUR HÁLFSTÁLPAÐUR köttur, Sykurmoli að nafni, hvarf frá heimili sínu að Þingholtsstræti 35 sl. fimmtudag. Sykurmoli er hvítur með svörtum flekkj- um og hafði bláa ól með bjöllu um hálsinn þegar hann hvarf. Ef einhver þekkir til ferða kattarins er hann vinsamleg- ast beðinn um að hringja í síma 19109 eða 18732. Lóra týnd Hún Lóra, Hjallaseli 17, hefur verið týnd í rúma viku. Síðast sást til hennar í Kambaseli. Hún er þrílit, svört, brún og alveg hvít á maganum. Hún er ómerkt, afskap- lega blíð og góð. Þeir sem kynnu að hafa séð hana eða geta gefíð upplýsingar vinsamlega hringi í síma 74476. LEIÐRÉTTING Tónleikar á sunnudagskvöld í viðtali við Atla Ingólfsson tón- skáld í blaðinu í gær um afmælis- tónleika í Njarðvíkurkirkju voru tónleikamir sagðir vera á laugar- dagskvöld. Hið rétta er að tónleik- amir verða annað kvöld, sunnu- dagskvöld. Morgunblaðið biðst vel- virðingar á mistökunum. Vinningstötur laugardaginn r?)(í7) 15.ágúst1992 ^25X37) Qh) VINNINGAR | UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 | 1 6.661.447 2. AÍTséf 5 145.976 3. 4a(5 I 216 5.828 4. 3aí5 I 5.892 498 Heildarvinningsupphæö þessa viku: 11.584.391 kr. m upplvsingar:sImsvari91 -681511 lukkulIna991002 Domus Medica, Egilsgötu 3, sími 18519 Kringlunni, Kringlunni 8-12, simi 689212

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.