Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1992 23 Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, brá ekki út af vana sínum í opinberum heimsóknum um landið, og gróðursetti þrjú tré í Njarðvík, með aðstoð barnanna í leikskólanum Holti. Hálfar aldar afmælis Njarðvíkur minnst: Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Á afmælishátíð Njarðvíkur var forseta Islands og öðrum úr hópi hinna 1.100 gesta boðið að gæða sér á 7 fermetra stórri tertu. skólanum sýndu dansa undir stjórn Nielsar Söring. Að lokum var flutt lagið Njarðvík eftir Gunnar Þórðar- son sem sérstaklega var samið fyrir þetta tækifæri og á eftir var öllum boðið upp á heljarstóra ijóma- og marsipantertu. Tertan var liðlega 7 fermetarar og sá Valgeir Þorláksson bakarameistari um baksturinn. Hann sagði að 3 bakarar hefðu séð um baksturinn sem hefði með undirbún- ingi tekið um 35 tíma. I tertuna hefðu farið 70 lítrar af tjórna, 310 egg og 40 kíló af marsipani. Aldraðir sóttir heim Næst lá leið forsetans í íbúðir aldr- aðra við Ólafslund þar sem hún gaf sér góðan tíma til að ræða við aldr- aða Njarðvíkinga. Þaðan var haldið í Barnalund leikskólans Gimli þar sem forsetinn gróðursetti tré með hjálp bama. Síðan lá leiðin í skrúð- garðinn þar sem Kvenfélag Njarðvík- ur og Lionsklúbbur Njarðvíkur buðu forsetanum, gestum og bæjarbúum til grillveislu. Þar voru samankomnir á annað þúsund manns og þar var lagið tekið undir stjórn Guðmundar „Bróa“ Sigurðssonar íþróttakennara. Síðasta verk forsetans var síðan að gróðursetja tijáplöntur í Sólbrekku- skógi þar sem kveðjustundin fór fram en áður hafði Axel Jónson veitinga- maður borið fram heitt súkkulaði og ijómapönnukökur. Sólveig Þórðar- dóttir forseti bæjarstjórnar þakkaði heimsóknina fyrir hönd bæjarins og forsetinn þakkaði fyrir ógleymanleg- ar stundir. „Heimsóknin tókst frábærlega vel frá upphafi til enda og ég get fullyrt að allir hafi verið mjög ánægðir hvemig til tókst,“ sagði Kristján Pálsson bæjarstjóri. -BB Fjölmenn hátíðarhöld með þátttöku forseta Islands Njarðvík. „ÞESSI dagur hefur verið ákaflega ánægjulegur og við sem komum frá Bessastöðum höfum átt ógleymanlegar stundir með ykkur,“ sagði forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, þegar hún kvaddi Njarðvík- inga í Sólbrekkuskógi á laugardaginn eftir eins dags opinbera heim- sókn. Njarðvíkingar halda þessa dagana sumarhátíð í tilefni þess að í ár eru liðin 50 ár frá því að Njarðvík varð sjálfstætt sveitarfélag og var heimsókn forseta Islands fyrsti liður dagskrárinnar sem standa mun alla vikuna. Heimsókn forsetans hófst við leið- sögumerkið á Fitjum þar sem Sól- veig Þórðardóttir, forseti bæjar- stjómar, Kristján Pálsson, bæjar- stjóri, bæjarstjóm og ráðamenn bæj- arins tóku á móti forsetanum og fylgdarmanni hennar, Sigríði Hrafn- hildi Jónsdóttur, deildarsérfræðingi. Við Fitjar var fjöldi Njarðvíkinga ásamt gestum samankominn og að loknum leik Lúðrasveitar undir stjórn Haraldar Árna Haraldssonar var haldið til kirkjunnar í Ytri-Njarðvík og hlýtt á messu séra Baldurs Rafns Sigurðssonar. Bæjarstjórnarfundur í fornu höfuðbóli Að messunni lokinni var haldið til Innri-Njarðvíkur þar sem byggðar- safnið er staðsett, það heitir Innri- Njarðvík og var höfuðból í aldir. Húsið komst í eigu bæjarins árið 1974 en þá hafði sama ætt búið þar í 308 ár. Á dagskrá var hátíðarfund- ur bæjarstjómar með forsetanum þar sem tvö mál voru á dagskrá, ákvörð- un um byggingu skólahúsnæðis í Innri-Njarðvík og uppbyggingu Stekkjakots á Fitjum, síðasta torf- bæjarins í byggð í Njarðvík ásamt vatnsbóli og vör. Því næst var hádeg- isverðarboð í safnaðarheimilinu í Innri-Njarðvík í boði bæjarstjómar. Á matseðlinum var blómkálssúpa, steiktur silungur ásamt spínatsósu og með kaffinu var borin fram ostas- kjóða. Veisluna sátu 50 manns sem var í umsjá systrafélagsins í hverf- inu. Að loknum hádegisverði skoðaði forsetinn kirkjuna sem er rösklega aldargömul, smíðuð úr steini og þyk- ir ákaflega faileg. Frá kirkjunni var haldið í leikskólann Holt þar sem forsetinn og börnin hjálpuðust að við að gróðursetja hinar þijár hefðbundu plöntur. Minnisvarði afhjúpaður Frá Innri-Njarðvík var síðan hald- ið að ráðhúsinu þar sem forsetinn afhjúpaði minnisvarða um endurreisn Njarðvíkurhrepps og fyrstu hrepps- nefnd hans. Við það tækifæri flutti Karvel Ögmundsson, heiðursborgari Njarðvíkur, ræðu en hann og Bjarni Einarsson eru nú einu eftirlifandi mennirnir úr fyrstu hreppsnefndinni. Minnisvarðann gerði Áki Gránz lista- maður í Njarðvík og var hann að öllu leyti smíðaður í Njarðvík. Frá ráðhúsinu var haldið í Gmnnskóla Njarðvíkur þar sem forsetinn opnaði ljósmynda-, málverka- og sögusýn- Bogadóttur, kirkjukór Ytri- og Innri- Njarðvíkurkirkju söng undir stjórn Gróu Hreinsdóttur og Steinars Guð- mundssonar og félagar úr Nýja dans- ingu þar sem 21 listamaður sýnir verk sín og verður sýningin opin alla vikuna. Þá tók við hátíðarsamkoma í íþróttamiðstöðinni þar sem um 1100 manns voru samankomin. Þar vom m.a. gesta þingmenn Reyknesinga og gestir frá vinabæjum Njarðvík- inga, Fitjum í Noregi og Pandmp í Danmörku. Við þetta tækifæri af- henti fyrrum alheimsfegurðardrottn- ing og Njarðvíkingurinn Guðrún Bjarnadóttir forsetanum gjöf frá bæjarbúum sem var merki bæjarins, en Guðrún er dóttir Bjarna Einars- sonar fyrmm hreppsnefndarmanns og fædd sama árið og Njarðvíkur- hreppur var endurreistur. Guðrún kom ásamt syni sínum, Sigmari, sem er 21. árs og er að ljúka herþjónustu úr franska hernum. Guðrún sagði í samtali við Morgunblaðið að Njarð- vík hefði mikið breyst frá því sem var þegar hún var að alast upp og greinilegt að hugarfarsbreyting hefði orðið hjá fólki varðandi umhverfi híbýla sinna. Sjö fermetra afmælisterta Sólveig Þórðardóttir forseti bæj- arstjórnar og forseti íslands ávörp- uðu gesti og Njarðvíkingum barst fjölda gjafa frá nágrannabæjum sín- um á Suðurnesjum. Á hátiðarsamko- munni skemmtu listamenn úr Njarð- vík. Söngvararnir Guðmundur Sig- urðsson og Helgi Maronsson sungu dúett við undirleik Geirþrúðar F.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.