Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 39
;;--- 39 Friðrik Guðni Þór- leifsson — Minning Fæddur 5. júní 1944 Dáinn 31. júlí 1992 í dag er til moldar borinn vinur okkar og félagi Friðrik Guðni, sem andaðist af völdum sjúkdóms sem hann hafði átt í harðvítugri baráttu við undanfarin misseri. Leiðir okkar og Friðriks lágu fyrst saman í Menntaskólanum á Akureyri haustið 1960. Hópurinn sem hóf þá nám í 3. bekk kom víðs- vegar að af landinu. Þessir 3. bekk- ingar fóru ekki með veggjum. Fljót- lega urðu sumir einstaklingar í þeim i hópi meira og meira áberandi en aðrir. Það var ekki langt liðið á vetur þegar flestir vissu hver Frið- rik var. Bar þar margt að sama brunni. Honum var margt til lista lagt. Hann var tónlistarmaður af guðs náð og einstaklega hagur í meðferð íslenskrar tungu. Auk þess má segja að Friðrik hafi haft fágæt- lega gott vald á því að velta upp nýstárlegum sjónarhornum á því sem fyrir augu bar. Hann átti það til að tala um það hvunndagslega með hátíðlegum orðum eða afgreiða það sem maður átti að venjast að væri flókið eða hátíðlegt með einni setningu. Við þetta skemmtum við okkur oft, vinir Friðriks. Ýmsum eldri bekkingum þótti það jaðra við ofdramb þegar 3. bekkingar gerðu sig gildandi í fé- lagslífi skólans með því að leggja skólanum til hljómsveit og þá ekki af verri endanum. í þeirri hljóm- sveit (Busunum) spilaði Friðrik. Auk þess spilaði hann gjarnan und- ir söng ef einhverjir vildu syngja saman og það var mikið sungið í MA á þessum árum. Friðrik skrifaði og orti þegar í menntaskóla. Hann var ritstjóri skólablaðsins, Munins, og kom við sögu Gambra. Ef bók minninganna er flett frá þessum árum má víða sjá þess stað hversu Friðrik var virkur í félags- lífi skólans, m.a. hangir enn uppi á kennarastofu MA áskorun á kenn- ara að keppa við bekkinn í fótbolta, sem er sérstæð fyrir þær sakir að hún er innbrennd í skinn cg í löngu bundnu máli — eftir Friðrik. Þegar við gáfum út Karmínu í 6. bekk orti hann ásamt öðrum ferhenda vísu um alla sem þá útskrifuðust. Þegar við lítum til baka skynjum við vel gildi góðra minninga og hversu dýrmætt það er að hafa átt þennan góða dreng fyrir vin. Og það er ekki sársaukalaust að horf- ast í augu við það að nú er það of seint að taka aftur upp þráðinn sem tíminn og e.t.v. fjarlægðin hefur teygt of lengi. 1 Foreldrar Friðriks voru Þórleifur Bjarnason rithöfundur og Sigríður Hjartar kennari. Frá Akranesi lá leið Friðriks til Akureyrar í MA og þaðan til náms í Reykjavík. Síðan fór hann utan til frekara tónlistamáms m.a. í Vín. Þá hafði hann bundist eftirlifandi eiginkonu, Sigríði Sigurðardóttur, og stunduðu þau saman tónlist- arnám bæði hér og erlendis. Eftir heimkomuna starfaði Friðrik fyrst ■og fremst við tónlistarkennslu og söngstjórn, bæði í Reykjavík, á Hvolsvelli og víðar. Fyrir austan reistu þau sér fallegt hús, Kára- tanga, þar sem heita Hólmabæir, skammt austan við Hvolsvöll. Alla tíð var hann iðinn við ritstörf og ti gaf hann m.a. út fimm ljóðabækur og kom sú síðasta, Kór stundaglas- i anna, út í des. sl. Eftir að skóla- göngu okkar lauk fórum við öll hver í sína áttina en aldrei misstum við sjónar hvert af öðru og alltaf nutum við þess jafn vel að hitta Friðrik og Sigríði. Þau eignuðust eina dóttur, Hjálmfríði Þöll, sem nú er búsett í Reykjavík. Við sendum Sigríði, Hjálmfriði Þöll og öðmm ástvinum Friðriks okkar innilegustu samúðarkveðjur. Bergþóra Gísladóttir og Gunnar Eydal. Síðasta einkaviðtal okkar Frið- riks Guðna fór fram í síma. Eins og oft undanfarið var umræðuefnið skáldskapur. í þetta skipti var rætt um Heimsljós og við dáðumst bæði að snilld Laxness við að sýna þróun og þroska skáldsins Ólafs Kárason- ar. Friðrik nefndi að langt væri síð- an hann hefði lesið bókina, en fór síðan með glefsur úr flestum ljóðun- um, allt frá „Líneik veit ég langt af öðrum bera ...“ aftur að „Þótt form þin hjúþi graflín, granna mynd ...“ Það var gamalkunnug kveðandi í rómnum þó röddin væri búin að missa sinn styrka hljóm. Um leið og ég dáðist enn einu sinni að andlegu atgervi mágs míns sem sat alblindur við hinn enda línunnar setti að mér ugg um líf hans og heilsu. Friðrik ætlaði sér snemma að verða skáld. Þegar ég fyrst sá hann, 17 ára menntaskólanema á Akur- eyri, bar hann teikn þess utan á sér. Hann rigsaði þá um bæinn hröðum og dálítið stífum skrefum með alpahúfu og trefil og dró þegar þess þurfti upp vekjaraklukku til að glöggva sig á tímanum. Eftir að hann fór að venja komur sínar til mín sem verðandi mágkonu reyndist hann óvenju vel lesinn unglingur og að auki vel að sér um bragarhætti, bæði forna og nýja. Okkur varð vel til vina þótt ég undr- aðist oft framferði þessa unga manns sem stundaði yrkingar, tón- listarflutning og félagsstörf á kostnað námsins. Löngu síðar skild- ist mér að allt var þetta hinn heppi- legasti undirbúningur undir ævi- starf hans. Við tóku frekari kynni af Friðrik á heimili foreldra hans, Sigríðar og Þórleifs, að Heiðarbraut 58 á Akra- nesi. Þar minnist ég sælla stunda í hópi bræðranna þriggja sem gjarn- an tóku lagið sér og öðrum til skemmtunar. Oft voru útsetningar fijálslegar og textum snarað eða Okkur langar hér að minnast í fáum orðum bekkjarsystur okkar, Unnar Maríu Ríkarðsdóttur sem lést af slysförum 2. ágúst sl. Unnur María kom í bekkinn okk- ar síðasta haust. Hún var á lokaár- inu á myndlistarbaut en tók bókleg- ar greinar með okkur. Það kunnu allir strax vel við Unni, annað var ekki hægt. Unnur virtist ekki eiga til illar hugsanir og aldrei sáum við hana í vondu skapi. Hún var alltaf brosandi og hafði gott lag á að sjá björtu hliðarnar. Það fór samt ekki mikið fyrir Unni, hún var ætíð svo hæg og róleg en þó var eins og undir niðri ólgaði einhver fjörkálfur. Þegar tók að vora fóru menn að ræða um sumarfríið og allt sem átti að gera þá. Það var augljóst að Unnur hlakkaði mikið til. Hún sagði okkur frá með eftirvæntingu að hún og Stebbi færu aftur upp á fjöll og myndu starfa sem landverð- ir Líklega hefðu fá störf hentað Unni betur. Hún var hið sannkall- aða náttúrubarn, elskaði landið, náttúruna og útivistir. En það var ekki bara sumarið sem hún horfði fram til. Hún hlakk- aði líka til að fara suður og hefja nám í nýjum skóla. Lífið beið henn- ar, að því er virtist, bjart og fagurt. En svo er hún hrifin frá okkur, skyndilega á voveiflegan hátt, ung stúlka í blóma lífsins sem átti svo margt ógert. Enginn skilur af hveiju og það er erfitt að sætta sig við það. Oft hefur verið sagt að þeir deyi ungir sem guðirnir elska og við verðum að trúa því að Unni hafi verið ætluð önnur störf á æðri stöðum. Um leið og við þökkum fyrir að þeir samdir upp á nýtt, og fór Frið- rik fyrir þeim bræðrum við þessa iðkan. Á þeim árum var gjallandi hlátur Friðriks oft síðasta kveðja dagsins, en hann skemmti sér gjaman við lestur fram á nætur. Friðrik aflaði sér prýðilegrar menntunar, fyrst með almennu kennaraprófi og réttindum til tón- menntakennslu og loks lauk hann B.A. gráðu í bókasafnsfræði og sögu frá Háskóla íslands. Líf sitt helgaði hann tónlist og skáldskap, þó áhugasvið hans næði til fjöl- margra annarra sviða, s.s. sagn- fræði og bókfræði. Hann mátti teljst alæta á bókmenntir, var hraðlæs og stálminnugur. Höfundarverk hans var einkum á sviði ljóðlistar, en hann reyndi sig einnig við smá- , sögur og leikrit. Friðrik var orðhag- ur svo af bar og tungumálið var honum vettvangur leiks. í daglegu tali kom þetta fram í orðaleikjum og viðsnúningum og var þá oft lítið skeytt um skilning viðmælandans! Eins var hann sagnamaður ágætur og svo sem títt er um ættmenni föður hans varð honum flest að sögu. Atvinnu sína hafði Friðrik lengst af af tónlistarkennslu, en fékkst einnig við kórstjórn og kom fram sem skemmtikraftur, og mátti m.a. heyra raddir þeirra hjóna í fágætum samhljómi Eddukórsins. Á síðustu árum lék Friðrik undir söng hjá dóttur sinni á skemmtistöðum og við ýmis hátíðleg tækifæri. í vetur, um það leyti sem sólar- gangur er stystur á íslandi, var Friðrik orðinn alblindur. Það var samt von mín að honum tækist að læra að lifa með blindunni því í hugskoti hans var heill heimur skáldskapar, takts og tóna sem aldrei yrði frá honum tekinn. Að auki logaði þar það ljós sem gjarn- an skín skærast í myrkrinu, ljós trúarinnar. Jafnframt var það vissa mín að Friðrik ætti sín bestu ljóð enn óort, ef honum entist líf og heilsa. Á námsárunum kynntist Friðrik konu sinni, Sigríði Sigurðardóttur, tónmenntakennara frá Steinmóð- arbæ í Vestur-Eyjafjallahreppi, og fylgdi hann henni fljótlega á heima- slóð þar sem þau reistu sér heimili að Káratanga. Árið 1969 fæddist þeim einkadóttirin Hjálmfríður Þöll hafa fengið að kynnast Unni, biðj- um við góðan Guð að varðveita hana. Elsku Stebbi, missirinn er mikill og söknuðurinn er sár en minningin um góða stúlku lifir. Við vottum ættingjum og vinum Unnar samúð okkar. Megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Bekkjarsystkini úr 3. B, Menntaskólanum á Akureyri. Sautjándi júní rann upp bjartur og fagur. Langþráðu marki var loksins náð, hvíta kollinum. Þetta var dagurinn okkar og ánægjan skein af öllum. Þennan dag datt engum í hug að rúmum mánuði síðar yrði skarð höggvið í hóp okk- ar. Unnur var góð stelpa, sannur vinur vina sinna og alltaf tilbúin til að hjálpa öðrum. Hún útskrifaðist af myndlistarbraut, en auk mynd- listarinnar eyddi hún miklum tíma við skátastörf. Hún var náttúruunn- andi og vann sem landvörður í Nýjadal í sumar ásamt unnusta sín- um. Það verður skrýtið þegar við hitt- umst aftur sem eins árs stúdentar, án Unnar. Elsku Stebbi og aðrir ástvinir, við vottum ykkur samúð okkar. Það var eitt kvöld að mér heyrðist hálfvegis barið, ég hlustaði um stund og tók af kertinu skarið. Eg kallaði fram og golan veitti mér svarið; hér kvaddi lífið sér dyra og nú er það farið. (Jón Helgason) Kveðja frá samstúdentum MA 1992. Unnur M. Ríkarðs- dóttir - Kveðjuorð sem verið hefur foreldrum sínum elskuleg dóttir og hefur tekið í arf tónlistarhæfileika foreldra sinna og fagra söngrödd móðurinnar. Sigríð- ur reyndist manni sínum fágætlega traustur lífsförunautur og annaðist hann til hinstu stundar af einstakri hollustu og virðingu fyrir óskum hans. í Káratanga var oft glatt á hjalla. Þau hjónin veittu gestum og gang- andi af andlegum auði sínum og leikur og sönggleði réði ríkjum. Ljúfustu minningar mínar um Frið- rik eru þó tengdar hljóðlátari stund- um þegar maðurinn að baki hins glaða trúbadúrs kom í ljós: Hinn frændrækni maður sem ætíð leitaði eftir sambandi við ætt sína og upp- runa. Hugsjónamaðurinn sem dreymdi um jafnrétti og frið og bar lítilmagnann fyrir brjósti. Tilfinn- ingamaðurinn sem lét tilfinningar sínar í ljós jafnt í sorg og gleði og umbar tilfinningar annarra. Maður- inn sem hægt var að ræða við um hinstu rök tilverunnar og vissi að ekki var allt gefið í yfírborði hlut- anna. Fyrir þessar stundir þakka ég og harma jafnframt að þær urðu ekki fleiri. Friðrik var hluti af þeim stóra faðmi sem við mér tók ungri konu í fjölskyldu mannsins míns. Faðm- lag hans var enn þétt og hlýtt þeg- ar við kvöddumst á vordögum í Reykjavík með fyrirheit um að hitt- ast í júlíbyijun í Káratanga. Nú er lífi hans skyndilega lokið og söngur- inn þagnaður. Sár harmur er kveð- in að þeim mæðgum Sigríði og Þöll svo og sambýlismanni Þallar, Jóhanni. Systkini Friðriks, Þóra, Hörður og Björn, sjá nú á bak elsku- legum bróður, um leið og ótíma- bært skarð er rofið í frændgarð hans. Ollum þeim sem um sárt eiga að binda vegna fráfalls mágs míns sendi ég samúðarkveðjur og bið þess að þeir megi leita styrks í kærleikanum. Svanfríður Larsen. hæfileikaríkan og sem betur fer fyrir þá sem eftir lifa liggja eftir hann ótal sögur, ljóð, kvæði og fleira sem gleður mannsins hjarta. Að lokum langar mig að vitna í eftirfarandi -Ijóð eftir Friðrik. Er bitra sest í blæinn og blána af kulda stráin þig fer að nálgast nótt. Af þreytu þung er höndin og þrotin dægurstundin sem aldrei verður aftur sótt. Þú sérð að sortnar himinn, þú sérð að hverfur bláminn og allt er myrkurmótt, þú berð þín verk til viðar, þín vaka nemur staðar og svefn þér ber hin svarta nótt. Elsku Sigga, Þöll og Jóhann, Guð styrki ykkur í þeirri miklu sorg sem þið hafið orðið fyrir. Guð blessi minningu Friðriks Guðna Þórleifssonar. Þóra frænka, Hálsi. Bríldrykkjur (ilæsílug l:«iííi hladbítrð íailcgir salir og rnjög ;■ óo þjónusta. (. j )j)lýsmg,ar í síma 2 2$ 22 /* . FLUGLEIÐIR HÍTIL LIFTLIIill Mig langar hér í fáeinum orðum að minnast Friðriks frænda míns. Mér brá all ónotalega og gat ekki tára bundist þegar ég frétti að Frið- rik væri dáinn. Þetta var svo óvænt, eitthvað sem ég átti alls ekki von á. Friðrik var uppáhalds frændi minn og skipaði stóran sess í lífi mínu, alveg frá því ég var lítfl stelpa. Þær eru ekki ófáar ferðirnar sem ég hef farið Austur í Kára- tanga þar sem Friðrik var hrókur alls fagnaðar, spilaði og söng og gerði að gamni sínu, m.a. með sín- um víðfrægu viðsnúningum. Eftir að ég kynntist manni mín- um var ég ekki lengi að kynna hann fyrir Káratangafólkinu því ég vissi að honum myndi líka andrúms- loftið þar, enda urðu hann og Frið- rik góðir vinir. ekki bara skemmtilegan og góðan eiginmann og föður, heldur afburða BLOM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. bSÓífi)QÚ€)l Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími689070. HRINGDU OG FAÐU SENT EINTAK. Pöntunarlistinn kostar 250 kr. + póstburðargjald. PÖNTUNARLÍNA ' 91-653900 BÆJARHRAUN114 • 220 HAFNARFIRÐI R. LINDA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.