Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 32
Fjórir á sjúkrahús eftir harð- an árekstur FJÓRIR voru fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur á gatna- mótum Kaupvangsstrætis og Glerárgötu aðfaranótt sunnu- dagsins. Slysið varð skömmu eftir mið- nætti aðfaranótt sunnudags. Ann- arri bifreiðinni var ekið niður Kaup- vangsstræti og er, að sögn varð- stjóra • lögreglunnar, talið að ekið hafi verið á móti rauðu ljósi. Hinum bílnum var ekið suður Glerárgötu og skall bíllinn sem kom niður gilið hastarlega á honum. í hvorum bíl voru ökumaður og farþegi og voru allir fluttir á sjúkrahús, en að sögn varðstjóra voru meiðsl þeirra ekki talin alvarleg. Annar bíllinn er ónýt- ur eftir áreksturinn og hinn mikið skemmdur. Um helgina voru tveir sviptir ökuleyfi vegna hraðaksturs, en þeir mældust á 133 og 137 kílómetra hraða utan bæjarmarka, annar á Svalbarðsstrandarvegi og hinn á Ólafsfjarðarvegi. í Kaupmannahöfn FÆST ( BLAOASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG ÁRÁOHÚSTORGI Nýtt leikár Leikfélags Akureyrar hafið: Fyrsta verkefni vetrar- ins er Lína langsokkur STARFSMENN Leikfélags Akureyrar komu saman að loknu sum- arleyfi I gær og hófst þá samlestur á fyrsta verkefni leikársins, barnaleikritinu Línu langsokk eftir Astrid Lindgren í þýðingu Þórarins Eldjáms. Leiksljóri er Þráinn Karlsson. Næsta verkefni þar á eftir er gamanleikurinn „Útlendingurinn“ og eftir áramót mun félagið taka til sýninga óperettuna Leðurblökuna. Bryndís Petra Bragadóttir fer með hlutverk Línu í leikritinu, en aðrir leikarar eru Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir (Anna), Ingvar Már Gíslason (Tommi), Aðalsteinn Bergdal, Sigurþór Albert Heimis- son, Sunna Borg, Þórey Aðalr steinsdóttir, Sigurveig Jónsdóttir, Gestur Einar Jónasson, Eggert Kaaber, Jón Bjami Guðmundsson, Kristjana N. Jónsdóttir, Þráinn Karlsson og Hjörleifur Hjálmars- son. Auk þeirra munu nokkur börn og unglingar taka þátt í leiknum, en frumsýning er áætluð 9. október. Tónlistin er eftir Georg Riedel, leikmyndahönnuður er Hallmund- ur Kristinsson og Anna G. Torfa- dóttir hannar búninga, umsjón með tónlist hefur Michael Clarke, lýsingu annast Ingvar Bjömsson og sýningarstjóri er Hreinn Skag- fjörð. Næsta verkefni leikársins er gamanleikurinn „The Foreigner" eftir Larry Shue í þýðingu Böð- vars Guðmundssonar og leikstjórn Sunnu Borg. Verkið hefur verið sýnt 700 sinnum í New York og hvarvetna hlotið góða aðsókn þar sem það hefur verið tekið til sýn- inga. Það hefur verið sýnt í 14 leikhúsum á Norðurlöndunum og verður frumsýndur í fjórum leik- húsum til viðbótar í haust, í Sví- þjóð, Noregi, Danmörku og Finn- landi. Eftir áramót verður síðan tekist á við óperettuna Leðurblökuna Morgunblaðið/Rúnar Þór Barnaleikritið góðkunna um prakkarastelpuna Línu langsokk verð- ur fyrsta verkefni Leikfélags Akureyrar á nýbyijuðu leikári, en fyrsti samlestur á verkinu, sem frumsýnt verður í október, var í gær. eftir Johann Strauss yngri. Leik- stjóri verður Kolbrún Halldórs- dóttir og hljómsveitarstjóri Roar Kvam. Um 30 manns taka þátt í uppfærslu leikfélagsins á verkinu, bæði norðanmenn og sunnlenskir einsöngvarar. I haust bætast þrír leikarar í hóp fastráðinna starfsmanna LA, þau Bryndís Petra Bragadóttir, Aðalsteinn Bergdal og Sigurþór Albert Heimisson, en sem fyrr mun fjöldi leikara og annarra listamanna koma til liðs við leik- húsið. Leikhússtjóri L.A. er Signý Pálsdóttir. íslenskur skinnaiðnaður: Leður sútað úr um 10 þúsund selskinnum fyrir Grænlendinga GERT ER ráð fyrir að um næstu mánaðamót verði búið að súta um 10 þúsund selskinn hjá Islenskum skinnaiðnaði, en fyrirtækið gerði í vor samning við grænlenska fyrirtækið Great Greenland þar að lút- andi. Framleiðslan hefur gengið vel til þessa og þetta verkefni kemur sem- ágætis viðbót við aðra starfsemi fyrirtækisins. Bjami Jónasson framkvæmda- að súta seinni skammtinn um næstu stjóri íslensks skinnaiðnaðar sagði að í upphafi sumars hefði græn- lenska fyrirtækið sent um 5.000 selskinn til vinnslu hjá fyrirtækinu og verið væri að vinna við annan álíka stóran skammt þessa dagana. Reiknað væri með að lokið yrði við Innilegar þakkir fœri ég öllum þeim, sem sýndu mér vináttu og hlýhug með kveðjum og heim- sóknum á nírœðisafmœli mínu 12. ágúst sl. og bœttu með því enn einum heiðum sólskinsdegi í langa œfi. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. mánaðamót, ágúst-september, og mætti þá búast við þriðju sending- unni upp úr því. Gert væri ráð fyr- ir að á bilinu 10 til 20 þúsund sel- skinn yrðu sútuð hjá verksmiðjunni á þessu ári, en samkvæmt samningi við Great Greenland væri ráðgert að vinna á bilinu 20 til 40 þúsund selskinn árlega hjá verksmiðjunni á Akureyri. „Þetta hefur gengið vel, í stórum dráttum eins og við var búist og þetta verkefni fyrir grænlensku aðilana hefur komið sem viðbót við aðra starfsemi hjá okkur, þannig að við höfum getað nýtt bæði mann- skap og vélakost betur en ella,“ sagði Bjami. Great Greenland er í Julianehaab á vesturströnd Grænlands. Fyrir- tækið á mikið magn selskinna, en innan þess búa menn hvorki yfir þekkingu né vélakosti til að súta skinn. Gerðar verða flíkur úr sel- skinnunum, sem Grænlendingarnir hafa hug á að láta sauma fyrir sig í Póllandi og hefur fullt samráð náðst við umhverfisverndarsamtök um að trufla ekki þessa starfsemi, enda sé um að ræða hluta af menn- ingararfleifð Grænlendinga. Hjá íslenskum skinnaiðnaði er nú verið að vinna upp í gerðar pant- anir auk þess sem verið er að leggja lokahönd á undirbúning fyrir næsta sölutímabil. Nýir litir hafa verið þróaðir og sagði Bjarni að upp úr miðjum september væri ráðgert að hefja kynningu á þeim meðal um- boðsmanna fyrirtækisins og í fram- haldinu munu viðskiptavinir þess fá að kynnast þeim litum sem þró- aðir hafa verið fyrir næsta ár. María Pálsdóttir vann fyrstu ljósmyndamaraþonkeppnma hér á landi: „Mjög uppörvandi að sigra“ HÁSKÓUNN Á AKUREYRI Námskeið í íslensku Hóskólinn á Akureyri heldur 5 eininga námskeið í íslensku á haustmisseri, ef næg þáttfaka fæst. Kennt verður fram að jólum ó mónudags- og mið- vikudagskvöldum milli kl. 18.00-19.30 og er fyrsti kennsludagur miðviku- dagur 2. september. Umsjónarmaður námskeiðsins er Erlingur Sigurðarson, cand. mag. I námskeiðinu verður lögð áhersla á hagnýta málnotkun og er miðað við námsefni 1. órs í háskóla. Námskeiðið verður metið að fullu til eininga ef/þegar kennaradeild fer af stað við skólann en einskorðast ekki við væntanlega kennaranema. Væntanlegir þáttfakendur, sem skulu hafa stúdentspróf eða aðra sambæri- lega menntun, eru beðnir að innrita sig á skrifstofu Háskólans við Þing- vallastræti, kl. 9.00—12.00, fyrir 25. ágúst nk. eða hringja í síma 1-17-70 og fá sent umsóknareyðublað. Umsókninni skal fylgja venjulegt skólagjald, kr. 23.000, og veitir það einnig aðgang að öllum öðrum námskeiðum við skólann ó þessu skólaóri. Frekarí upplýsingar um námskeiðið veitir Kristján Kristjánsson í Háskólanum á Akureyri, sími 1-17-70. HáskðlílHI á Akureyri. „ÉG er í sæluvímu, þetta var mjög uppörvandi," sagði María Páls- dóttir sem hlaut aðalverðlaunin í fyrsta ljósmyndamaraþoni sem haldið hefur verið hér á landi, en það fór fram á Akureyri á laugar- dag. María verður 22 ára í desem- ber, en hún er frá Reykhúsum í Eyjafjarðarsveit. Þátttakendur í ljósmyndamaraþoninu voru 75 talsins. Fyrirkomulag keppninnar var með . þeim hætti að keppendur fengu við rásmark afhenta 12 mynda litfilmu og þrjú verkefni og á þriggja tíma fresti næstu tólf tímana urðu þeir að mæta á ýmsum stöðum víðs veg- ar um bæinn til að fá fleiri viðfangs- efni. Einungis mátti taka eina mynd af hveiju viðfangsefni. Keppendur voru á aldrinum 11 ára til 66 ára. „Ég fékk ljósmyndadellu þegar ég var í ijórða bekk í Menntaskólan- um á Akureyri og eftir stúdentspróf fór ég í lýðháskóla í Noregi þar sem ég var á ljósmyndabraut. Þar lærði ég grunninn í Ijósmynduninni og var á fullu að taka myndir, en svo datt þetta niður eftir að ég kom heim aftur, enda gengur maður ekki leng- Morgunblaðið/Rúnar Þór Þátttakendur í keppninni. Sigurvegarinn, María Pálsdóttir, er 5. frá hægri. ur að neinni aðstöðu til að stunda þetta,“ sagði María. Örn Ingi Gíslason hlaut verðlaun fyrir bestu mynd keppninnar, auk þess voru veitt verðlaun fyrir bestu mynd hvers verkefnis, en þau voru 12 talsins. Áhugaljósmyndaraklúbbur Akur- eyrar, ÁLKA hélt keppnina í sam- vinnu við Kodak-umboðið, Hans Pet: ersen og Pedrómyndir á Akureyri. 1 dómnefnd voru Hildur Petersen frá Kodak-umboðinu, Gunnar V. Andr- ésson ljósmyndari og Guðmundur Ármann myndlistarmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.