Morgunblaðið - 18.09.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.09.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992 Fómarlambið hf. úrskurðað gjaldþrota Vanskil skatta talin 320 millj. FÓRNARLAMBIÐ hf., áður Hagvirki hf., var tekið til gjaldþrotaskipta í gær með úrskurði héraðsdóms Reykjaness að loknum málflutningi fyrir dóminum um gjaldþrotakröfu sýslumannsembættisins í Hafnar- firði fyrir hönd ríkissjóðs. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði hefur til inn- heimtu kröfu vegna 320 milljóna króna vanskila fyrirtækisins á skött- um, þar á meðal er 27,5 milljóna króna staðgreiðslufé vegna tímabils- ins janúar-júlí á þessu ári. Um 130 milljónir af kröfum ríkissjóðs eru vegna dráttarvaxta. Að sögn Árna Grétars Finnssonar hrl., lögmanns fyrirtækisins, hefur ekki verið ákveðið hvort úrskurðin- um verður skotið til Hæstaréttar. Slík kæra mundi þó ekki fresta gjald- þrotinu. Skiptastjóri þrotabúsins hefur verið ráðinn Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður. í úrskurði Gunnars Aðalsteinsson- ar héraðsdómara kemur fram að fyrir hönd Fórnarlambsins var þess krafist að gjaldþrotakröfu sýslu- manns yrði hrundið gegn því að hann fengi tryggingu á hendur fyrir- tækinu í kröfu þess á hendur ríkis- sjóði vegna annað hvort uppgjörs á vinnu við Flugstöð Leifs Eiríksson- ar, framkvæmdir í Helguvík eða hvorri tveggja kröfunni. Við þingfestingu gjaldþrotamáls- ins setti Fómarlambið fram kröfu um að kröfum fyrirtæksins gegn rík- issjóði upp á samtals um 536 milljón- ir króna vegna uppgjörs vegna Leifs- stöðvar, Helguvíkur og endur- greiðslu á söluskatti yrði skuldajafn- að við kröfu ríkissjóðs. Fyrirtækið rekur — eða hefur ákveðið að höfða — dómsmál gegn ríkissjóði vegna þessara uppgjöra. Sýsiumaðurinn mótmælti kröfunum þar sem þær væru seint fram komnar og órök- studdar enda ættu þær sér enga stoð. í niðurstöðum dómarans er fallist á gjaldþrotakröfuna enda telj- ist hún fullnægja þeim skilyrðum sem sett séu í gjaldþrotalögum; fyr- ir liggi árangurslaus aðfarargerð; ekki hafi verið boðnar fram trygg- ingar og ekki hafi því verið mót- mælt að skattakröfur sem séu í van- skilum hafi verið álagðar með réttum hætti af til þess bærum yfirvöldum. Breyttur vsk ræddur í borgarstjórn ---7------ Ráðstafanir ríkis- stjómarinnar harð- lega gagnrýndar ÁFORM ríkisstjómar um afnám endurgreiðslu vsk. á þjónustuliðum borgarinnar, svo sem sorphreinsun, ræstingu, snjómokstri, og þjón- ustu sérfræðinga, og fyrirætlanir um að hætta að endurgreiða inn- skatt, voru gagnrýnd harkalega á fundi borgarsljómar í gær. Tillögu Sigrúnar Magnúsdóttur um mótmæli var vísað til borgarráðs. Sigrún sagði að sú ákvörðun ríkis- sveitarfélaga skyldi háttað. stjómarinnar að hætta að endur- greiða innskatt myndi leiða til stór- hækkunar á hitunarkostnaði í borg- inni og væri hér um að ræða 500-600 milljóna króna viðbótar- skattlagningu á borgarbúa. Hún sagði hart að ríkisstjóm undir for- sæti sveitarstjómarmanns skyldi koma með svo íþyngjandi tillögur fram á sveitarfélög í landinu en hún sagðist telja að tillögumar myndu kosta 24 þúsund krónur á ári fyrir íjögurra manna fjölskyldu. Markús Öm Ántonsson borgar- stjóri sagði þá framkomu sem ríkis- stjómin hefði sýnt sveitarfélögum óþolandi. Hann sagði það engin vinnubrögð gagnvart sveitarfélögun- um að seilast í sjóði þeirra til að ná saman fjárlögum ríkisins og ganga þvert á þær grundvallarreglur sem menn hefðu mótað með sér og festar hefðu verið í lög um hvemig verka- skiptingu og tekjustofnum ríkis og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagði að sveitarstjómarmenn gætu ekki sætt sig við þessi vinnubrögð og þessu yrði mótmælt. Hann sagði að alvar- leg staða væri komin upp í samskipt- um ríkis og sveitarfélaga ef sveitar- stjómarmenn gætu ekki lengur treyst samningum sem þeir gerðu við ríkisvaldið. Þessar aðgerðir væru ívið verri en lögguskatturinn sem lagður var á fyrir ári þar sem sveitar- stjómarmenn hefðu mátt ætla að hahn stæði bara í eitt ár. Hann sagði að ríkisstjómin væri með þessum aðgerðum að stofna í hættu sam- vinnu sveitarfélaga og ríkisins meðal annars á sviði sameiningar sveitarfé- laga. Vilhjálmur lagði til að tillög- unni yrði vísað til borgarráðs þar sem hægt yrði að samþykkja tillögu sem borgarfulltrúar gætu allir staðið að um málið eftir að hafa kynnt sér það til hlítar. í dag EES ekki lokaáfanginn__________ EES verður ekki síðasti Evrópuá- fangi íslendinga, segir Teger Seidenfaden, forstjóri TV2 í Dan- mörku 12-13 Skákáhugi tekur kipp___________ Einvígi Fischers og Spasskís veld- ur því að vetrarstarf skákmanna byrjar með hvelli 32 Valur hársbreidd frá sigri Fasteignir Valur og Boavista gerðu jafntefli á Laugardalsvelli 47 Leiðari _______________________ Lítil samkeppni - hátt verðlag 24 Þátttakendur á Ólympíumóti fatlaðra komnir frá Barcelona Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Ólympíufaramir ásamt Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra. Fengu innilegar móttök- ur við komuna til landsins Keflavík. ÍSLENSKU ólympíufararnir sem stóðu sig svo vel á Ólympíumóti fatlaðra í Barcelona fengu innilegar móttökur þegar þeir komu til landsins í gær. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadótt- ir, Davíð Oddsson forsætisráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra voru á meðal fjölmargra sem tóku á móti ólympíuförunum í Leifsstöð i gær við stutta móttökuathöfn. Hlý orð voru höfð um frammistöðu íþróttamann- anna og trúlega yrði afrek þeirra seint jafnað eða slegið. Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri íþróttasambands fatlaðra og aðalfararstjóri hópsins, þakkaði hlýjar og góðar móttökur. Hann sagði að vissulega væri árangurinn góður, en á móti sem þessu skipti þó mestu máli að vera með. Alls hlutu íslensku keppendurnir 17 verðlaunapen- inga, þtjú gull, tvö silfur og tólf brons. Að Ólympíu- mótinu loknu eiga íslensku keppendurnir nú þijú heimsmet og þijú ólympíumet auk þ_ess sem þeir settu 34 ný íslandsmet í Barcelona. í stigakeppn- inni hafnaði ísland í 23. sæti af 55 löndum sem unnu til verðlauna en alls voru þátttakendur frá 84 þjóðlöndum. -BB Fjármagnstekjur gætu skert elli- og örorkulífeyri Iimlánsstofnanir séu upplýsingaskyldar í DRÖGUM að fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að fjármagnstekj- ur, sem ekki eru skattskyldar, skerði elli- og örorkulíféyri almanna- trygginga. Svo það sé framkvæmanlegt verður að leggja upplýsinga- skyldu á herðar innlánsstofnana og fjármálafyrirtælýa. Ekki liggur fyrir ákvörðun um þetta mál í stjórnarflokkunum en nokkur andstaða mun vera við það innan þeirra, einkum þó Sjálfstæðisflokks. Nú tengjast lífeyrisgreiðslur al- Til er lagafrumvarp um skattlagn- mannatrygginga launatekjum og ingu eigna og eignaskatta þar sem skattskyldum eignatekjum, svo sem húsaleigu, á þann hátt að bæturnar byija að skerðast við ákveðið tekju- mark. Hins vegar skerða aðrar eignatekjur sem ekki eru skattskyld- ar, svo sem vaxtatekjur, ekki lífeyr- inn. Nú er fyrirhugað að tengja líf- eyrisbætumar við heildartekjur bótaþega. m.a. er gert ráð fyrir að skattleggja fjármagnstekjur, en ekki er gert ráð fyrir að það frumvarp taki gildi sam- hliða fjárlagafrumvarpinu. Indriði H. Þorláksson, skrifstofustjóri fjár- málaráðuneytisins, sagði við Morg- unblaðið að heildartekjutenging líf- eyrisgreiðslna væri ekki háð því að- tekinn verði upp fjármagnstekju- skattur. Hins vegar væri hún háð því að komið verði jipp virkri fram- talsskyldu eigna og eignatekna, þ.e.a.s. að greiðendur slíkra tekna, innlánsstofnanir og fjármálastofn- anir, verði gerðir upplýsingaskyldir gagnvart skattyfirvöldum með hlið- stæðum reglum og nú gilda um aðr- ar stofnanir, fyrirtæki, félög og ein- staklinga. Indriði sagði aðspurður að í eigna- tekjutengingu við lífeyrisgreiðslur yrðu vaxtatekjur væntanlega miðað- ar við raunvexti, þ.e. vexti umfram verðbólgu, eins og gert er í frum- varpinu um skattlagningu eigna og eignatekna. Daglegt líf ► Engar verðhækkanir. Góð eftirspum eftir stærri eignum - Innanstokks og utan - Lagna- fréttír - Svæðisbundinn arkitekt- úr - Offramboð á herbergjum. ► Fjármál heimilisins - Af síma- dónum - Ferðamál í Afríku - Kúveitar biðja fyrir Bush - Flug- bangsar -Fom Willys-jeppi - við- gerðarþáttur SIS eykur hlutafé í Mikla- garði um 439 milljónir Á stjórnarfundi Sambands íslenskra samvinnufélaga í gær var ákveðið að auka hlutafé Sambandsins í Miklagarði hf. um 439 milljónir. Alls er fyrirhugað að auka hlutafé Miklagarðs um 600 millj- ónir króna. Sambandið mun leggja fram 439 milljónir króna. Þar af verður skuld Miklagarðs við Sam- bandið, sem nemur um 260 millj- ónum, breytt í hlutafé en afgang- urinn verður fjármagnaður með sölu eigna. Sigurður Markússon, stjórnarformaður Sambandsins, sagði að með þessu væri undir- strikað að Sambandið ætlaði ekki að taka lán til að standa undir hlutafjáraukningunni eins og það hefði stundum gert áður. Því sem á vantar á 600 milljón- imar á að safna hjá kaupfélögum og öðrum fyrirtækjum tengdum Sambandinu. „Ég held að þetta hljóti að tryggja framtíð Mikla- garðs, því þarna er um að ræða mjög stóra fjárhæð," sagði Sigurð- ur Markússon. Sambandið á 94% hlutafjár í Miklagarði hf. og er er nafnverð þess eignarhluta 506 milljónir króna en bókfært verð er 0 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.