Morgunblaðið - 18.09.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.09.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992 17 Úr forsal Rósagarðs. EGV — Rósagarður í Óðinsvéum. Leiga á þeim er frá 34 til 43 þús- und krónur á mánuði með hita og rafmagni, neyðarbjöllu í hverju her- bergi og innanhússtalkerfi í stofu og svefnherbergi sem er tengt við dagvakt. Úthlutun þessa leiguhús- næðis annast sveitarfélagið. í aðalbyggingunni er: 1) Þjónustumiðstöð, þar sem að- aláherslan er lögð á forvarnarstarf (plejehjemsforebyggende). Þar hafa einnig aðstöðu vinnuhópar sem eru í heimilishjálp og heimahjúkrun. 2) Hjúkrunarheimili, sem er tvær deildir með samtals 57 vistrými. Allir hafa sérherbergi. Forstöðu- konan sagði að á deildunum væri enginn mismunur hvað heilsufar vistmanna snerti. 3) Dagheimili fyrir um 20 manns á dag sem fá mat og alla þá þjón- ustu sem þeir þarfnast. 4) Dagvist, serii getur tekið á móti 60 manns yfir daginn. Þangað getur fólk utan hverfisins komið, svo og þeir sem eru á öðrum deild- um stofnunarinnar. 5) Sjúkraþjálfun og endurþjálfun sem stendur öllum tihboða. 6) Eldhús, sem framreiðir hátt á annað hundrað máltíðir á dag, og þaðan er einnig sendur matur til aldraðra sem búa í heimahúsum í nágrenninu. Nálægt eldhúsinu er veitingasal- ur með sjálfsafgreiðslu, ásamt sal sem fólk getur fengið til afnota fyrir veislur. Bókasafn og þjónusta frá banka einu sinni í viku var þarna einnig, svo og fótsnyrting, hár- greiðsla og verslun. Forstöðukonan, Anne-Grethe Sörensen, heldur um stjómartaumana á þessu öllu sem hér hefur verið upp talið og ber ábyrgð á að sú fjárhæð sem hefur verið áætluð til rekstursins dugi til. Hún hefur rekstrarfræðing sér til aðstoðar, sem m.a. reiknar út efnið í matinn með tilliti til þess að gæði og hollusta standist þær kröfur sem gerðar em. Sveitarfélög í Danmörku eru misjafnlega vel stödd fjárhagslega og þjónusta við aldraðra fer að sjálf- sögðu nokkuð eftir því. Ellilífeyri fá allir sem em 67 ára og eldri, án tillits til tekna, um 45 þúsund ísl. krónur á mánuði. Þeir sem sinna ræstingum og heimahjálp þurfa nú að hafa lokið eins árs námi, 'h ári í skóla og 'h ári í þjálfun á hjúkmn- arheimili fyrir aldraða. Hjúkrunarkonur fá starfsréttindi eftir 4 ára nánt. Þær þurfa ekki að hafa stúdentspróf. Þeir sem hafa vaxtatekjur greiða 60% af þeim á mánuði til sveitarfé- lagsins, svo að mann furðar ekki á því að nokkrar kröfur séu gerðar til umönnunar og hjúkrunar, þegar fólk þarf á því að halda. Starfsfólk úr heibrigðisstéttum og sérfræðingar í öldrunarfræðum koma saman á óteljandi ráðstefnum og bera saman bækur sínar í þeim tilgangi að auka andleg og líkamleg lífsgæði aldraðra. Eflaust hefur það áhrif á þróun þessara mála. í huga mínum skaut upp mynd frá heim- sókn minni á umönnunarheimili eitt í Kaupmannahöfn. í rúmgóðu herbergi sat stór og myndarleg öldmð kona í hjólastól og pijónaði. Andlitið var hmkkótt, en úr augunum skein mildi og hlýja. í kringum hana var mikið af munum og myndum frá fyrra heimili, sem gerði herbergið vinalegt. Við fætur gömlu konunnar lá falleg kisa sem teygði makindalega úr sér. Yfír báðum hvíldi heimilisleg ró og frið- ur. Höfundur er formaður Samatarfsnefndar félaga aldraðra l Reykjavík. Dagsbrún gefur Stígamót- um 500 þúsund krónur STJÓRN Verkamannafélagsins Dagsbrúar veitti Stígamótum, mið- stöð fyrir konur og börn sem orðið hafa fyrir kynferðislegu of- beldi, nýlega styrk að upphæð 500.000 krónur til starfseminnar. í frétt frá Stígamótum segir að ýmis önnur félög, féiagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar hafi styrkt starfsemi Stígamóta á árinu og sé framlag þeirra allra mikils metið. Ennfremur segir: „Opinberir aðilar, ríki og sveitarfélög, veita starfsemi Stígamóta verulega rekstrarstyrki, en án velvilja og fjárframlaga félaga, fyrirtækja og einstaklinga væri starfseminni afar þröngur stakkur skorinn. Öll þjónusta Stígamóta við þolendur kynferðislegs ofbeldis er þeim að kostnaðarlausu og til okkar leitar fólk hvaðanæva af landinu. Stíga- mót bjóða einnig faghópum, félög- um og einstaklingum upp á fræðslu um kynferðislegt ofbeldi og afleið- ingar þess. Fjöldi þeirra, sem leita þjónustu Stígamóta, hefur aldrei verið meiri en það sem af er þessu ári.“ Einhverfir sýna í Gerðubergi Þrír einhverfír lista- menn, þau Áslaug Gunnlaugsdóttir, Pétur Arnar Leifsson og Anna Borg Waltersdóttir, hafa opnað sýningu á verkum sínum í Gerðu- bergi. Þau hafa unnið að myndlist í lengri eða skemmri tíma og þróað sinn sérstaka stíl. Hér útskýrir Apna eitt verka sinna fyrir Vigdísi Finn- bogadóttur, forseta ís- lands, sem er verndari Umsjónarfélags ein- hverfra og var viðstödd opnun sýningarinnar. Nú hefur verð Macintosh LC 4/40 lækkað vegna hagstæðra samninga og nú kostar ódýrasta Macintosh-tölvan með litaskjá aðeins 119.900,- kr. Hún er með 12" litaskjá, 4 Mb vinnsluminni og 40 Mb harðdiski, innbyggðu m AppleTalk, m.a. til samnýtingar við Compaq Oeikpro lH6s 2Q (386SX 20; Macintosh Classic II NtC PowerMate SX 20(186SX 201 AST Premium II (Í86SX 20) IBM PS 2 iSSX (s86SX 16) ACER 1116SX (Í86SX 16) Compaq Deskpro 386N 20 (J86SX 16; IBM PS 2 55SX (J86SX 16) aðrar tölvur, möguleika á tengingu við Novell og Ethernet, 1,44 Mb drifi m.a. fyrir PC-diska, stýrikerfi 7 á íslensku, vandaðri íslenskri handbók o.m.fl. Auk þess má tengja allt að sjö SCSI-tæki við hana (s.s. aukaharð- disk, skanna eða geisladriO- Skv. samanburðarrannsókn Ingram Laboratories í Bandaríkjunum, er raunveruleg vinnslugeta Macintosh LC-tölva meiri en flestra 386 SX tölva. (Sjá súlurit t.v.) Greiöslu- kjiir til allt ab 18 mán. Macintosh-litatölvu 119.900,- Apple-umboðið Skipholti 21, sími (91) 624 800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.