Morgunblaðið - 18.09.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.09.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992 Vatnsborð Indus hækkar stöðugt í Pakistan Heilsu Spasskis hrakar Tíundu ein- vígisskák- inni frestað EMS-kerfið átti að tryggja stöðugleika en er í upplausn Brottflutningur fólks af flj ótsbökkunum hafinn Sveti Stefan. Reuter. TÍUNDU einvígisskák þeirra Bobby Fischers og Borísar Spasskís var frestað í Sveti Stef- an á strönd Svartfjallalands í gær. Farið var að beiðni Spassk- ís um frestun eftir að læknar hans sögðu andlegri og líkam- legri heilsu heimsmeistarans fyrrverandi hafa hrakað. Svefnleysi og hár blóðþrýstingur hrellir hinn 55 ára gamla Spasskí. Hann á við blöðruhálskirtilsvanda að etja, á þess vegna erfitt með að einbeita sér að taflinu og gerir alvarleg mistök. Spasskí var í svitabaði í lok níundu skákarinnar við Fischer í fyrradag. Staða ein- vígisins er nú 4-2 Fischer í vil og þeir setjast væntanlega næst að tafli á morgun, laugardag. Multan í Pakistan. Reuter. EKKERT lát er á flóðunum í Pakistan sem kostað hafa nær 1.000 manns lífið, auk þess eru margir týndir. Herlið hefur flutt um milljón manna á brott frá hættusvæðum á láglendi í Punjab-fylki. Aukinn vöxtur í Indusfljóti, sunnar í landinu, olli því að fólk sem býr í þorpum í grennd við stórfljótið var flutt á brott síðdegis í gær. Um þijár milljónir manna eru heimilis- lausar vegna flóðanna. Flóðin eru talin hin verstu frá árinu 1921. Alls hafa um 5.000 þorp við árnar Jhelum og Chenab og við borgina Multan horfið undir vatn síðustu vikur. Verkfræðinga- sveitir nota jarðýtur til að hlaða upp varnargörðum á bökkum fljóta sem ógna nú fijósömum sléttum í mið- hluta landsins, einnig er sandpokum hlaðið upp. Sums staðar hafa menn rofið skörð í fljótsbakka til að minnka þrýstinginn á öfluga varn- argarða við mikilvæg akurlönd. Gríðarlegar monsúnrigningar hafa valdið vatnavöxtunum og víða hafa aurskriður valdið tjóni og mannskaða. Hætta er á að flókið kerfi af stíflum og orkuverum sem nefnt er Panjnad, á svæði þar sem fjögur stórfljót koma saman í mið- hluta Pakistans, verði fyrir tjóni og afleiðingarnar af því lítt fyrirsjáan- legar. Stíflurnar miðla vatni til áveitna í Punjab. Um 60% af útflutningstekjum Pakistana koma frá baðmullarsölu og talið er að allt að helmingur uppskerunnar á ekrunum hafi eyði- lagst í hamförunum, að sögn emb- ættismanna. -------♦------------ Reuter Mubarak hvetur Sýrlendinga til þolinmæði Hosni Mubarak (t.h.), forseti Egyptalands, ræddi við sýrlenskan starfsbróður sinn, Hafez al-Assad, á miðvikudag í Alexandríu. Egypski forsetinn hvatti Assad ákaft til að gæta þolinmæði í fjölþjóðaviðræðum sem nú fara fram í Washington um lausn á deilumálum ísraela við nágrannaríkin og Palestínumenn. Talið var að þokast hefði í samkomulagsátt undanfama daga í umræðum um Gólanhæðimar sýrlensku sem ísraelar hersitja. Síðdegis í gær sagði talsmaður viðræðunefndar Sýrlendinga á hinn bóginn að þær virtust ætla að enda í hnút. Kóreurík- in semja Embættismenn frá Norður- Kóreu og Suður-Kóreu undir- rituðu í gær tímamótasamn- inga þar sem kveðið er á um bætt og aukin samskipti ríkj- anna tveggja. Settar verða á laggirnar nefndir sem tryggja eiga auknar samgöngur, póst- þjónustu og fjarskipti milli ríkjanna, einnig ráðstafanir til að koma í veg fyrir átök vegna misskilnings. Tollar verða afn- umdir í verslunarviðskiptum. Frestað var að leysa alvarleg- asta ágreiningsefnið, kröfu S-Kóreumanna um að fá að kanna hvort norðanmenn séu að smíða kjarnorkusprengju. Rússar vilja af- borganafrest FULLTRÚI Rússlands hjá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) og Alþjóðabankanum, Konst- antín Kagalovskí, segir að stjóm Borís Jeltsíns reyni nú að fá 10 - 15 ára frest á greiðslu afborgana af erlend- um lánum ríkisins. Þau nema nú 84 milljörðum Bandaríkja- dóllara eða um 4.600 milljörð- um ÍSK, aðallega er um lánar- drottna á Vesturlöndum að ræða. Súdanar fá meiri aðstoð TALSMENN Sameinuðu þjóð- anna skýrðu frá því í gær að náðst hefði samkomulag við stjórn Súdans um að hjálpar- flug yrði aukið. Enn væri eftir að semja um leyfi til að fara landveg með mat um svæði þar sem stjórnarhermenn beij- ast við uppreisnarmenn. Jan Eliasson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Mannréttinda- nefndar SÞ, sagði að aðstoð við fólk á afskekktum þurrka- svæðum væri enn til umræðu. Frjálslyndir vilja samstarf FRJÁLSLYNDIR jafnaðar- menn í Bretlandi vilja eiga viðræður við aðra stjómarand- stöðuflokka, þ. á m. Verka- mannaflokkinn, um leiðir til að binda enda á 13 ára sam- fellda stjórnarforystu íhalds- flokksins. Á ársþingi flokksins í Harrogate fékk formaðurinn, Paddy Ashdown, heimild til viðræðna en ekki til þess að mynda kosningabandalag. Fijálslyndir fengu 18% at- kvæða í síðustu kosningum en vegna kosningafyrirkomulags 'í landinu hlutu þeir aðeins 20 þingsæti. Rekstur SÞ til athugunar PAUL Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkj- anna, og Shijuro Ogata, er áður stjórnaði Þróunarbanka Japans, verða í forsvari hóþs sérfræðinga er eiga að finna leiðir til að losa samtök Sam- einuðu þjóðanna við skulda- baggann sem er að sliga þau. Aðrir í hópnum eru m.a. Pehr Gyllenhammar, fyrrverandi forstjóri Volvo, og Karl Otto Pöhl, áður stjómarformaður þýska seðlabankans. Banda- ríkjamenn hafa harðlega gagnrýnt bruðl og ofmönnun hjá stofnuninni þar sem æðstu embættismenn njóta hárra og skattfijálsra launa auk ýmissa annarra vildarkjara. Framtíð myntsamstarfs Evrópu- bandalagsríkjanna talin í hættu TILGANGURINN með Evrópska myntsamstarfinu, EMS (European Monetary System), sem hófst árið 1979, var að tryggja stöðugleika gjaldmiðla EB-ríkjanna. Fljótandi gengi hafði verið tekið upp hjá helstu gjaldmiðlum Evrópu 1973 en það kerfi leiddi til meiri gengis- sveiflna en menn höfðu búist við. EMS, sem kvað á um fast gengi mynta aðildarlandanna og sameiginlegt flot gagnvart öðrum myntum, fór frekar brösulega af stað. Þurfti oft að breyta hinni samræmdu gengisskráningu, innan Gengissamstarfs Evrópu - ERM (Exchange Rate Mechanism), þeirra mynta sem þátt tóku í EMS eða alls átta sinnum milli 1979 og 1983. Á síðari hluta níunda áratugarins komst hins vegar verulegur stöðugleiki á. Því var fyrst og fremst hinni ströngu peningalegu aðhaldsstefnu þýska seðlabankans (Bundesbank) að þakka og ERM varð fyrirmyndin að peningalegum samruna Evrópu- bandalagsríkjanna í eina mynt innan Myntbandalags Evrópu EMU (Economic and Monetary Union). Með Maastricht-sáttmálanum, sem undirritaður var í desember í fyrra, var samþykkt að stefna bæri að því að koma á EMU á tímabilinu 1997-1999. Seðlabankar þeirra ríkja sem þátt taka í Evrópska myntsamstarfinu skuldbinda sig til að halda gengi gjaldmiðils síns stöðugu innan ákveðinna ERM-marka sem í flest- um tilvikum leyfa 2,25% sveiflur gagnvart Evrópsku mynteiningunni (ECU). Heildarsvigrúmið er því 4,5%. Á þetta við um þýska markið, franska frankann, hollenska gyllinið, ítölsku líruna, dönsku krónuna, írska pundið og belgíska frankann. Þrír „veikir" gjaldmiðlar, sem nýlega fengu aðild að EMS, búa hins vegar tímabundið við víðari mörk eða 6%. Eru það breska pundið, portúgalski escúdóinn og spænski pesetinn. Grikkir einir EB-þjóða hafa ekki átt aðild að EMS. Reynt að tryggja stöðugleika Þá eru innan ERM einnig fast- ákveðin gengismörk einstaks gjaldmiðils gagnvart öllum öðrum EMS-gjaldmiðlum. Má innbyrðis gengi tveggja gjaldmiðla innan EMS ekki sveiflast um meira en 2,25%. Svigrúmið er samt mun þrengra en þessi tala segir til um því gjaldmið- ill verður jafnt að vera innan leyfi- legs ramma gagnvart ECU sem gagnvart öllum hinum gjaldmiðlun- um. í Maastricht var svo samþykkt Mikið hefur verið um að vera á gjaldeyrismörkuðum um allan heim þessa vikuna. Hér má sjá önnum kafna miðlara í verðbréfahöllinni í Frankfurt í gær. að þau lönd sem vildu taka þátt í myntbandalaginu, EMU, yrðu að virða 2,25% mörkin innan ERM í að minnsta kosti tvö ár að því tilskildu að það hefði ekki í för með sér mikla peningalega spennu. Samkvæmt núverandi reglum ERM verða seðlabankar að grípa í taumana ef gengi einnar myntar innan kerfisins gagnvart einhverri annarri mynt fer að nálgast leyfileg mörk. Ef til dæmis breska pundið lækkar gagnvart þýsku marki ber Englandsbanka að kaupa pund og þýska seðlabankanum að selja mörk. Ef þess háttar aðgerðir duga ekki til verða seðlabankar eða ríkisstjórn- ir að hækka vexti til að draga til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.