Morgunblaðið - 18.09.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.09.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992 Áform um að breikka skattstofn fyrirtækja og lækka tekjuskatt Frádráttur vegna arð- greiðslna úr 15% í 10% ÁFORMAÐ er í frumvarpi til fjárlaga 1993 að afnema heimild fyrirtækja til að leggja hlutaaf hagnaði fyrir skatta í fjárfestingar- sjóði. Áætlað er að þetta skili rikissjóði 200-250 milljónir króna. Þá er heimild til skattafrádráttar fyrirtækja vegna arðgreiðslna lækkuð úr 15% í 10% og heimildir til að færa risnu sem rekstrar- kostnað minkaðar. Að sögn Steingríms Ara Ara- sonar, aðstoðarmanns fjármála- ráðherra, er einnig fyrirhugað að þeir bílar sem skráðir eru í eigu fyrirtækja og þau fá endurgreidd- an virðisaukaskatt af fái sérstakar númeraplötur í öðrum lit en al- mennu númeraplötumar. Er til- gangurinn sá að koma í veg fyrir að slíkir bílar séu hafðir til einka- nota og þannig verði bæði dregið úr endurgreiðslu á virðisauka- skatti og aukið við tekjuskatt þar sem möguleikar á að færa kostnað vegna bfla á rekstur fyrirtækja. Er talið að þetta skili ríkissjóði um 50 milljónum króna í auknum tekjum. Steingrímur sagði í kjölfar þessa yrði haft eftirlit með að bfl- amir væra ekki misnotaðir en fyrst og fremst yrði treyst á að merkingarnar einar og sér veittu aðhald. Þá er fyrirhugað að afnema heimild fyrirtækja til að leggja hluta hagnaðar fyrir skatta í fjár- festingarsjóð. Samkvæmt núgild- andi skattalögum er fyrirtækjum heimilt að leggja 10% af hagnaði fyrir skatta í fjárfestingarsjóð og hefur það hlutfall farið lækkandi á undanfömum áram. Á þetta að skila ríkissjóði 200-250 milljónum króna. Einnig er áformað að minnka heimild til skattafrádrátt- ar vegna arðgreiðslna úr 15% í 10%. Er talið að það auki tekjur ríkissjóðs um 50-100 milljónir króna. Loks er áformað að herða regl- ur um gjaldfærslu risnu í rekstrar- kostnaði fyrirtækja. Steingrímur Ari sagði að ekki lægi fyrir í smá- atriðum hvemig þær reglur verða, og ekki hefur verið áætlað hvað tekjur ríkisins gætu aukist mikið vegna þess. VEÐUR VEÐURHORFURIOAG, 18.SEPTEMBER: YFIRUT: Um 500 km suðvestur af Reykjanesi er 977 mb iægð sem hreyfist vestur og síðar suður en 1.025 mb hæð yfir Norður-Grænlandi. SPA: Suðaustankaldi eða stinningskaldi með skúrum sunnanlands og vestan en nokkuð björtu veðri norðanlands fram eftir degi, síðan vax- andi austanátt og rigning um sunnanvert landið en þykknar smám sam- an upp um landið norðanvért. Hiti 9-15 stig, hlýjast norðanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Austan- og suðaustanátt á landinu, víða nokkuð hvasst. Skúrir sunnanlands, rigning norðanlands í fyrstu, en létt- ir svo til. Hiti á bilinu 6-14 stig, hlýjast norðanlands og vestan. HORFUR Á SUNNUDAG: Áframhaldandi suðaustlæg átt, fremur hæg í fyrstu en vaxandi er líður á daginn. Skúrir við suður- og suðausturströnd- ina, en þurrt og víða bjart veður norðan- og vestanlands. Hiti 5-12 stig. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 890600. Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað v ^ ý Skúrir Slydduél Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.. 10° Hitastig v Súld J = Þoka ^ VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 8 alskýjað Reykjavík 11 rigning Bergen 12 skýjað Helsinkl 12 rigning Kaupmannahðfn 16 léttskýjað Naresarssuaq 10 hátfskýjað Nuuk 1 vantar Ósló 16 léttskýjað Stokkhólmur 12 skýjað Pórshöfn 8 rigning Algarve 26 mistur Amsterdam 17 skýjað Barceiona 26 þokumoða Berlín vantar Chlcago 20 skýjað Feneyjar 25 þokumóða Frankfurt 19 heiðskírt Glasgow 14 mistur Hamborg 16 hálfskýjað London 21 mistur LosAngeles 18 léttskýjað Lúxemborg 20 léttskýjað Madríd 31 heiðskirt Malaga 26 mistur Mallorca 27 léttskýjað Montreal 21 mistur NewYork 21 mistur Orlando 24 léttskýjað Parls 25 léttskýjað Madelra 23 skýjað Róm vantar Vín 20 léttskýjað Washington 19 þokumóða Winnipeg 5 alskýjað Mikið framboð af fólki tii vinnu Selfossi. SLÁTRUN hófst á Suðurlandi í gær. Gert er ráð fyrir að slátrað verði að minnsta kosti 125 þúsund fjár á þessari sláturtíð í fimm sláturhúsum. 265 manns hafa verið ráðnir til sláturhúsanna á Suður- landi vegna sláturtíðarinnar. Að sögn forsvarsmanna slátur- húsanna gekk mjög vel að fá fólk til starfa og færri fengu en vildu. Sláturhús Sláturfélags Suðurlands er með stærstan hlut í sauðfjár- slátruninni. Þar gerðu menn ráð fyrir að slátra rífiega 50 þúsund ijár. Féð kemur að hluta úr Kjósar- sýslu og síðan ur Ámes- og Rang- árvallasýslu. Hjá SS voru 90 manns ráðnir til starfa. Þetta starfsfólk kemur af öllu Suðurlandi og for- svarsmenn sláturhússins höfðu úr nægum mannskap að velja. Hjá Höfn-Þríhymingi er slátrað í tveimur sláturhúsum, á Selfossi og í Þykkvabæ. Á Selfossi er gert ráð fyrir að slátra 15 þúsund fjár og ríflega 20 þúsundum í Þykkvabæ. Á Selfossi voru 35 ráðnir vegna sláturtíðarinnar og 40 í Þykkvabæ. Til Hafnar-Þrí- hymings kemur fé til slátrunar úr Ámessýslu, af Reykjanesi og úr Kjósarsýslu. Féð sem slátrað er í Þykkvabæ kemur úr Rangárvalla- sýslu. Hjá Sláturhúsi SS í Vík í Mýrdal er áformað að slátra um 20 þúsund fjár og þar hafa um 50 manns verið ráðnir til að vinna verkið. Svipuðum fjölda verður slátrað í sláturhúsi félagsins á Kirkjubæjar- klaustri, eða um 18 þúsund fjár. Enn sem fyrr er hressileikinn ráðandi í sláturtíðinni og fólkið keppist við vinnuna enda er gang- urinn góður og afköstin eftir því. Sig. Jóns. Felix verðlaunin Unnið af kappi við slátrun í Sláturhúsi SS á Selfossi. Um 125 þúsund fjár slátrað á Suðurlandi Tvær myndir valdar FRAMLAG íslands til evrópsku Felix-verðlaunanna verður í ár leikna kvikmyndin Svo á jörðu sem á himni eftir Kristínu Jóhannesdóttur og heimildarmyndin Verstöðin ísland - Ár í útgerð eftir Erlend Sveinsson. Að mati dómnefndar, sem skipuð var af samtökum kvikmyndagerðar- manna og í sátu Ari Kristinsson, Edda Þórarinsdóttir, Valdimar Leifs- son, Viðar Víkingsson og Þorgeir Gunnarsson, er Svo á jörðu sem á himni áhrifamikið verk sem fléttar saman séríslenskum efnivið og evr- ópskri sammannlegri skírskotun. Auk þess státi myndin af leiktúlkun, kvikmyndatöku og tónlist, sem lík- legt megi teljast að hljóti tilnefningar til Felix-verðlauna. ' Heimildarmyndin Verstöðin ísland - Ár í útgerð - dregur saman mikinn fróðleik um líf í útgerðarbæ og lýsir því á metnaðarfullan og hnitmiðaðan hátt, segir í áliti dómnefndar. Hilmar Örn Hilmarsson hlaut Fel- ix-verðlaunin fyrir tónlistina í Böm- um náttúrunnar árið 1991. Sigríður SVR 11.000 græn kort seld STRÆTISVAGNAR Reykjavíkur hafa selt 11.000 græn afsláttar- kort á þeim mánuði, sem þau hafa verið seld. Sveinn Andri Sveins- son, stjórnarformaður SVR, segir söluna framar björtustu vonum, gert hafi verið ráð fyrir sölu 5-6.000 korta. „Það var langtímamarkmið að selja 10.000 kort á mánuði,“ sagði Sveinn Andri við Morgunblaðið. Grænu kortin, sem gilda í mánuð, hafa verið á 2.000 kr. tilboðsverði en hækka nú í 2.900 kr. Að sögn Sveins Andra hafa SVR átt viðræður við Félagsstofnun stúdenta og ýmsa framhaldsskóla um afsláttarverð. Hagalín hlaut tilnefningu fyrir leik sinn í þeirri mynd eins og Helgi SKúlason og Tinna Gunnlaugsdóttir í myndinni I skugga hrafnsins árið 1988. Kvikmyndin Magnús eftir Þrá- in Bertelsson hlaut árið 1989 tilnefn- ingar sem besta evrópska kvikmynd- in sem og fyrir besta handritið. Afhending verðlaunanna fer fram í desember í Berlín. „Vann“ 580 millj. Er brella og vitleysa ÍSLENSK stúlka sem keypti lottómiða í Bandaríkjunum í sumar fékk sent bréf frá lóttóinu um að hún hefði unu- ið 10 millj. dollara eða 580 millj. kr. á miðann. Jafnframt var sagt að hún yrði að senda lóttóinu miðann fyrir 7. ágúst til að fá vinninginn. „Ég er á þeirri skoðun að þetta hafi verið auglýsingabrella og vit- leysa,“ sagði hún við Morgun- blaðið. Stúlkan fékk lögfræðing í New York til að kanna málið og segir hann búinn að gefa upp von um að hún fái krónu út úr þessu. Af smáa letrinu megi skilja að miðinn gefí henni að- eins kost á að vera áfram með í potti um þennan vinning. „Ég er búin að afskrifa þennan vinn- ing,“ segir stúlkan. „En ég eign- aðist allt í einu fjöldann af vin- um og kunningjum sem ég vissi vart að ég hefði þekkt áður.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.