Morgunblaðið - 18.09.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.09.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992 eródýnststi, fraegindazéóllinrL Okkctr.'' Ást er. ISg$£ :cls ... að ráðast í að leysa hnútinn. TM Reg. U.S Pat Otf.—all rights reserved ® 1992 Los Angeles Times Syndicate í hvert skipti sem við förum út að ganga, líður mér eins og ég væri há og grönn ... Ég man alltaf hverju ég greiddi atkvæði gegn, en ekki hverju ég greiddi at- kvæði með ... BKEF TEL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Frjálsíþróttavöllur í Hafnarfírði Frá Haraldi Magnússyni: í framhaldi af sigri FH-inga í bikar- keppni Fijálsíþróttasambandsins fyrir mánuði hefur athyglin beinst að aðstöðuleysi hafnfirskra frjáls- íþróttamanna og umræður orðið manna á meðal í bænum um það mál. Hafnfirskir fijálsíþróttamenn töldu að næsta íþróttamannvirki í bænum yrði frjálsíþróttavöllur með hlaupa- og atrennubrautum úr gerviefni, eða lágmarks keppnisað- staða. Urðum við fijálsíþróttamenn þvi nokkuð óhressir þegar við frétt- um það á skotspónum að unnið væri að því að fá bæjaryfirvöld til að reisa fyrst skemmu yfir knatt- spyrnuvöll, fannst að nú væri gerð tilraun til að sniðganga okkur. Bikarlið FH í frjálsíþróttum vildi mótmæla þessum yfirgangi og koma á framfæri við yfirvöld bæjarins hvað væri að gerast bak við tjöldin, sýna fram á að for- gangsverkefnið upp á Kaplakrika væri ekki lengur í höndum bæjar- stjómarinnar eða aðalstjórnar FH, heldur vildu nokkrir útvaldir menn fá að ráða því hver forgangsverk- efnin væru. Þeir töldu sig hafna yfir samþykktir bæjarstjórnarinnar og aðalstjórnar FH. Frá Kristínu Alfreðsdóttur: Þann 29. júlí sl. komu hingað til lands 12 einstaklingar frá Litháen á vegum íslensku ríkisstjórnarinnar og dvöldu hér til 5. september. Haft var samband við íslensku Lionshreyfinguna og einnig Junior Uhamber ísland sem síðan skiptu þeim á milli sín og sáu um þá. Með þessu boði lögðu íslendingar sitt af mörkum til rekstraruppbygging- ar í Litháen þar sem þessu unga fólki var gefið tækifæri til að heim- sækja íslensk fyrirtæki og kynnast um leið vestrænum viðskiptahátt- um. Allt þetta fólk stefnir á eigin atvinnurekstur í komandi framtíð og heimsótti það tæplega 60 íslensk fyrirtæki. Nýr markhópur íslensku JC- Jafnvel þótt engar umræður eða fundir hafa verið boðaðir í háttvirtu bæjarráði eða aðalstjórn FH um breytingar á forgangsverkefnum, sem átti að vera varanlegur fijáls- íþróttavöllur, kemur annað í ljós þegar málin eru skoðuð betur. Sumir bæjarráðsmenn og aðal- stjórnarmenn FH höfðu ekki hug- mynd um hvað var að gerast í þess- um málum og vissu ekki um vænt- anlega fótboltaskemmu, sem á að sögn þessara manna að rísa næsta sumar. Þungaviktarmenn úr bæjar- stjórn og knattspyrnudeild FH hafa breitt forgangsröð verkefna án þess að nokkur tillaga hafi komið fram um það frá þeim sem málið varðar. Settu þeir sig skör hærra en kosnir fulltrúar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og aðalstjórn FH, hafa gengið yfir skriflega samn- inga bæjarins og aðalstjórnar FH um að forgangsverkefnið væri fijálsíþróttavöllur með gerviefni á hlaupa- og atrennubrautum. Átti að veija umtalsverðum fjárhæðum næstu tvö árin í hönnun á þessum velli áður en hafist væri handa um að ljúka honum. Stjórnarmenn í knattspyrnudeild FH fullyrða að fijálsíþróttaaðstaða í Hafnarfirði sé óþörf og því óþarfí hreyfingarinnar er „Ungt fólk í at- hafnalífinu" og var því kjörið tæki- færi að kynna tilgang og starfsemi hreyfíngarinnar fyrir Litháunum. Þann 26. ágúst sl. borðuðu þeir á Hard Rock Cafe í boði staðarins og Junior Chamber. Síðan voru þeir boðaðir á sérstakan kynningar- fund þar sem Junior Chamber ís- land og alþjóða JC-hreyfíngin var kynnt. Sérstök áhersla var lögð á þau tækifæri og þá reynslu sem einstaklingur fær út úr starfinu. Litháarnir voru ánægðir með heim- sóknina til íslands og fannst þeim íslendingar gestrisið og gefandi fólk. KRISTÍN ALFREÐSDÓTTIR fjölmiðlafulltrúi Junior Chamber, Islandi, Hesthömrum 8, Reykjavík. að hún væri forgangsverkefni. Nýta ætti fijálsíþróttaaðstöðu ann- arra byggðarlaga eins og verið hefur nú síðustu árin. Þessir sömu menn geta hins vegar ekki æft á sama velli og Haukar. Þeim fínnst nóg að lappa upp á fijálsíþróttaað- stöðuna upp á Kaplakrika. Hvað það þýðir vita þeir einir, þeir mundu ekki mæla svo ef þeirra menn ættu í hlut. Hvað mundi knattspyrnu- deild FH segja ef ég mæti þörf þeirra á svipaðan hátt og þeir nú gera bak við tjöldin. Þeir ættu að nota sína visku til að byggja betur upp sína deild en láta ógert að rífa niður fyrir öðrum eins og þeir gera nú ljóst og leynt. Þegar þeir urðu uppvísir að þessu leynimakki voru þeir fljótir að segja að þetta væri sérverkefni sem kæmi engum við nema þeim. Þótt skem- man kosti að minnsta kosti 100-200 milljónir eru það litlir pen- ingar í augum þeirra en fijáls- íþróttavöllur kostar 40-60 milljónir, sem í augum sumra virðast vera alltof miklir peningar þegar frjáls- íþróttadeild FH á í hlut. Vonar undirritaður að íþrótta- fulltrúi Hafnarfjarðar, bæjarstjórn og aðalstjórn FH taki upp viðræður við fijáisiþróttadeild FH og láti málið ganga þá boðleið sem sam- þykkt var í fyrra, að fijálsíþrótta- völlur verði byggður í íþróttabæn- um Hafnarfirði. Vonar undirritaður jafnframt að fijálsíþróttadeild FH lúti sömu lög- um og aðrir þegnar þessa lands, að unnið sé á jafrnréttisgrundvelli, að allar íþróttagreinar fái að njóta sín í Hafnarfirði í náinni framtíð en verði ekki hunsaðar eða strikað- ar út eins og nú hefur verið reynt að gera. Mér er efst i huga að leita til bæjarbúa og fara í hús með undirskriftarlista um þetta mál. Byijað yrði á grunnskólum og framhaldsskólum Hafnarfjarðar. Það eru fyrst og fremst þeir krakk- ar og unglingar sem líða hvað mest vegna aðstöðuleysis í fijálsum íþróttum. Hvort við þurfum að grípa til slíkra örþrifaráða mun tíminn einn leiða í ljós. HARALDUR S. MAGNÚSSON Hverfisgötu 23c, Hafnarfirði. Tólf Litháar á íslandi Víkveiji skrifar Svo lærir lengi sem lifir, segir máltækið og eru það orð að sönnu. Nýlega lærði Víkveiji nauð- ugur viljugur enn eina aðferð hins opinbera hvernig það hefur úti allar kiær til þess að seilast í vasa borg- aranna. Víkveiji var erlendis um hríð, sem ferðamaður og hann keypti m.a. tvær peysur, ærið fyrir- ferðarmiklar, á meðan á för hans stóð, og greiddi fyrir með ferða- gjaldeyri sínum. Þar sem hann taldi þægilegra að troða nú ekki peysun- um plássfreku í ferðaskjatta sinn, valdi hann þann kostinn að senda sjálfum sér peysurnar í bögglapósti til íslands. Þegar Víkveiji fékk svo tilkynn- ingu um sendinguna frá Tollaf- greiðslunni í Ármúla 25, fór hann þegar til þess að vitja pakka síns. En hvílík bjartsýni. Hann var kraf- inn um tollskýrslu, honum gerð grein fyrir því að hann yrði að greiða tolla, virðisaukaskatt og Guð má vita hvað, af þessum „innflutn- ingi“ sínum. Víkveiji reyndi að benda afgreiðslumanninum á að hér væri um einfalda verslun ferða- manns að ræða, sem hefði kosið að nýta sér póstþjónustuna, í stað þess að bera sjálfur varninginn inn í landið. Þá hófst lexía ágætlega elskulegs starfsmanns, sem ugg- laust þarf oft að stilla skap sitt, þegar hann skýrir þolendum frá þeim óþolandi reglum sem honum ber að starfa eftir. xxx Reglan er þessi: Um leið og ferðamaður sem ferðast hefur til annars lands kemur til landsins aftur og er kominn í gegnum toll- gæsluhliðið í Leifsstöð, glatar hann rétti sínum sem ferðamaður og komi einhveijar pjönkur hans til landsins á eftir honum, svo sem í pósti, þá verður að greiða skatta og skyldur af vamingnum, eins og um innflutning væri að ræða. Það var því tilgangslaust með öllu að þrasa og þrefa um þetta fyrirkomulag við tollarann. Hann lýsti yfir samúð sinni og benti Vík- vetja á að honum bæri að snúa sér til fjármálaráðherra, vildi hann gagnrýna þetta fyrirkomulag, eða fá því breytt. Mikið rétt! En að lok- um mátti Víkveiji punga út óheyri- legri fjárhæð til þess að fá það sem hann hafði áður talið sína eign, peysurnar góðu, í sínar hendur. Raunar hefur Víkveiji velt því fyrir sér, frá því þetta var, og reiðin er hætt að krauma og sjóða í honum, hvort það væri ekki verðugt rann- sóknarefni að kanna hvort einhver tengsl eru á milli streitusjúkdóma og þess að menn þurfi mikið að sækja til stofnana sem þessarar. Víkveiji er þakklátur fyrir að það þarf hann ekki að gera og er reynd- ar sannfærður um að hann hefði engar taugar í slíkt! Jafnframt velti Víkveiji því fyrir sér hvort ekki væri líklegt að streitusjúkdómar væru algengari hjá starfsfólki stofnunar sem þessarar, en gengur og gerist almennt í þjóðfélaginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.