Morgunblaðið - 18.09.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.09.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992 Róið og gert út á sömu mið - sjóndeildarhringinn eftir Skúla Alexandersson í Morgunblaðinu 10. júní sl. birt- ist grein undir nafninu „Að gera út á sjóndeildarhringinn" eftir prófess- or við Verslunarháskóla Noregs í Björgvin, Rögnvald Hannesson, og í Morgunblaðinu 17. júní kom svo önnur grein, sú hét „Róið á sömu mið“ og var höfundur hennar pró- fessor í fiskihagfræði við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands, Ragnar Árnason. Báðar voru greinarnar tilskrif til Kristins Péturssonar á Bakkafirði út af grein hans í Morgunblaðinu 23. apríl sl. Ég ætla ekki að blanda mér í deilur þessara greinarhöfunda við Kristinn Pétursson. Greinar og kenningar Kristins um ýmis málefni nú undanfarið hafa vakið mikla eft- irtekt. Þær hafa komið af stað nauð- synlegri umræðu um stjórn fisk- veiða. Slik umræða virðist þó ekki falla öllum jafn vel. Það voru tvö atriði úr greinum þeirra félaga, prófessoranna, sem sérstaklega vöktu athygli mína.: Komum fyrst að þætti Ragnars. Hann segir um grein Kristins: „Inn- tak greinar þessarar var að miklu leyti skammir um mig og aðra vís- indamenn.“ Það er fráleitt að Ragnar Árnason geti kallað sig vísindamann á þess- um vettvangi, um stjórn og skipu- þagningu fiskveiða á íslandsmiðum. Ég hrökk við þegar hann lyfti sér upp í þær hæðir. Það er nokkuð annað hvort menn hafa lært til þess að eiga möguleika á að starfa sem slíkir eða þeim áfanga er náð með vinnu og árangri. Menn kalla sig ekki skipstjóra fyrr en þeir stjórna skipi þótt þeir hafí próf upp á skip- stjórnarréttindi. Ragnar Árnason hefur aftur á móti verið kenningasmiður og stuðn- „Miðstýring og réttur ríkisvaldsins til að fylgja fram núverandi kvótakerfi í fiskveiðum er grundvöllur þeirrar stefnu. Gamla liðið í Sovétríkjunum sem nú andæfir var alið upp þar á bæ við innrætingu um hinn algilda sann- leika sem miðstýringin byggðist á.“ ingsmaður afmarkaðra kenninga um stjórn fiskveiða. Þar hefur hann beitt sér af miklum áhuga. Kenningar hans í þeim málum eru ekkert frek- ar vísindi en kenningar mínar sem falla ekki saman við hans. Hvorugur okkar getur kallað sig vísindamann á þessum vettvangi ef við viljum láta taka mark á okkur. Það er gagnrýnisverð málsmeð- ferð þegar hann eða aðrir reyna að setja vísindayfirbragð á kenningar sínar eða skoðanir með nafngiftum á sig sjálfa eða á annan sambærileg- an hátt. Þeirrí málsmeðferð hefur því mið- ur veríð beitt m.a. á þann máta að fræði Ragnurs o.fl. eru kennd við Háskóla Islands og bækur með kenn- ingum þeirra og skoðunum notaðar sem kennslugögn. Háskólastofnanir annast útgáfu a.m.k. sumra slíkra kennslugagna. Er ekki full ástæða til að vara við svona vinnubrögðum? Undir áhrifum af samanburðar- fræðum Rögnvaldar Hannessonar, sem ég kem að hér á eftir, rifja ég upp eftirfarandi um „vísindi". Sú var tíð að kennisetningar Karls Marx, aðlagaðar að alræði og miðstýringu, voru taldar vísindi. í háskólum nokk- Skúli Alexandersson urra þjóða var sú vísindagrein í há- vegum höfð. Öll mistök og afieiðing- ar stefnunnar voru réttlætt með „vísindalegum" útskýringum. Hin hroðalegustu mistök og afleiðingar þeirra yrðu öll bætt með smá breyt- ingum og tilfærslum innan alræðis- ins og miðstýringarinnar. Öll vitum við hver reynslan er af vísindalegri útfærslu þeirra kennisetninga. Sem betur fer er þetta ekki samanburðar- hæft við íglenskan raunveruleika, „en til þess eru vítin að varast þau“. Þá kem ég að því sem mér finnst nokkuð vafasöm samlíking í grein Rögnvaldar Hannessonar. Það er í lokakaflanum. Þar segir:... í hin- um fyrrverandi Sovétríkjum hafa verið gerðar tilraunir til að selja land til einkaaðila, í því skyni að auka framleiðslu á landbúnaðarafurðum. Þetta hefur gengið misjafnlega vel, af ástæðum sem ekki eru með öllu ólíkar hugmyndum Kristins Péturs- sonar og ýmissa annarra um at- vinnuréttindi í fiskveiðum. Eftir her- ferð Stalíns á þriðja áratugnum var einkaeign á landi afnumin í Sovét- ríkjunum. Tvær kynslóðir fólks voru síðan aldar upp í Sovétríkjunum í þeirri trú, að einkaeign á landi væri einn af höfuðókostum skipulags, sem byggði á arðráni manna af manni og dæmt væri til að hrynja fyrr eða síðar. Ýmsir þeir sem keypt hafa land eftir að markaðsbúskapur og kapítaiismi hófu innreið sína í hin fyrrverandi Sovétríki hafa lent í þeim erfiðleikum, að verkalýður á samyrkjubúum hefur alls engan skilning á réttmæti slíks skipulags, en lítur á það sem stuld á sameigin- legri auðiind og ógnun við atvinnu- réttindi sín. Hinn 13. maí sl. birti brezka blaðið „Financial Times“ greinaflokk um efnahagshorfurnar í Rússlandi. Þar var viðtal við einn af hinum nýju einkabændum þar í landi. Hann plægði og sáði gras- fræi, og nú beita samyrkjubændur kúm sínum á land hans, sem þeir líta á sem sameiginlega auðlind. Skilti með textanum „Einkaeign" hafa í tvígang verið rifin niður og eyðilögð. Hann ætlar samt ekki að gefast upp og hefur leigt sér vopn- aða lögregluverði, sem nú eru til sölu eins og margt annað í hinum fyrrverandi Sovétríkjum, til að gæta landsins. Einnig er sagt frá konu, sem keypti land, og lenti í enn meiri erfiðleikum. Eftir að hún hafði byggt yfir sig og keypt nauðsynleg áhöld var brenndur ofan af henni bærinn." Rögnvaldur lætur hér að því liggja að skoðanir okkar sem falla saman við skoðanir Kristins Péturssonar um atvinnuréttindi í fiskveiðum hér við land seu ekki „með öllu“ ólíkar skoðunum þeirra sem halda uppi andófi gegn einkavæðingu landbún- aðar í áður Sovétríkjum. Rögnvaldur gengur hér nokkuð langt og reyndar að ystu mörkum til að leita samúðar til stuðnings sín- um kenningum. Hann reynir að gera okkur sem viljum leggja af miðstýr- ingu og fámenniseign í íslenskum sjávarútvegi að stuðningsmönnum gamla kerfisisn í Sovét. Það væri réttara fyrir Rögnvald að líta í eigin barm og gera sér grein fyrir því hve augljóslega samlíking hans á við hans stefnu og vinnubrögð. Miðstýr- ing og réttur ríkisvaldsins til að fylgja fram núverandi kvótakerfi í fiskveiðum er grundvöllur þeirrar stefnu. Gamla liðið í Sovétríkjunum sem nú andæfir var alið upp þar á bæ, við innrætingu um hinn algilda sannleika sem miðstýringin byggðist á. Miðstýring og tilskipanavald leiða jafnan til efnahags- og stjórnarfars- legra vandræða ef siíkum aðferðum er beitt svo árum skiptir. Þegar miðstýringarkerfi hefur verið beitt í nokkurn tíma og gallar þess farnir að segja til sín, verður tvennt áber- andi í þjóðfélagsumræðu. í fyrsta lagi verða gagnrýnisraddimar fleiri, sumar óvæntar, harðari og bein- skeyttari. í öðru lagi tekur sá hópur sem að miðstýringunni stendur upp á allskonar aðferðum til að veija kerfið. (Dæmi: Samyrkjubændur í fyrrum Sovétríkjum í grein Rögnv. Hannessonar.) Stuðningsfólk kerfisins er af ýms- um toga. T.d. það sem hefur eða gætir beinna fjárhagslegra hags- muna, einnig kenningasmiðirnir sem telja sig þurfa að veija heiður sinn. Stærsti hópurinn er sjálfsagt það fólk sem hefur trúað kenningunum vegna þess að það var allskonar ágætis fólk sem hélt kenningunum fram. Ragnar og Rögnvaldur eru ágætis menn. Of margir hafa trúað þeim. Það breytist nú óðfluga. Greinar þeirra sem hér hefur aðeins verið fjallað um bera þess glögg merki að trú þeirra sjálfra er að daprast. Efnistökin bera einkenni varnarbar- áttu. Vonandi hætta þeir að róa og gera út á sömu mið, sjóndeildar- hringinn. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður Alþýðubandalagsins og nú í stjórn Félags uní nýja sjávarútvegsstefnu. Þjófar og glæpamenn eftir Guðmund * Olafsson Fyrir skemmstu birtist grein í vikublaðinu Pressunni sem bar fyr- irsögnina: Stakk milljónum_ undan með „endurskipulagningu “. í undir- fyrirsögn er því haldið fram að eigið fé fyrirtækisins Hagvirki hf. hafi verið jákvætt um 100 milljónir í upphafi árs 1991 en sé nú neikvætt um 1.500 milljónir. Þessum fyrir- sögnum fylgir mynd af Jóhanni G. Bergþórssyni forstjóra. Af þessum fyrirsögnum mætti ætla að Jóhann þessi væri einhver magnaðasti þjófur Islandssögunnar. Þegar meðfylgjandi grein er lesin kemur hins vegar í ljós að með end- urskipulagningu á umræddur Jó- hann að hafa „'stungið undan“ 700 milljón króna skuldum, þ.e. tekið á sig 700 milljónir. Það er með öðrum orðum ekki einasta að maðurinn sé stórglæpamaður heldur virðist hann samkvæmt þessu einnig vera mikið geðbilaður. Sé lesið ögn lengra kem- ur í ljós að skuldir eru 1.500 milljón- ir króna en eignir 1.000 milljónir og er þá 1.500 milljóna neikvætt eigið fé í fyrirsögn dottið ofan í 500 millj- ónir og lesandinn er farinn að efast um eigin geðheilsu. Nú er það svo að vikuritið Pressan er almennt ekki talin vönduð heim- ild, einkum og sérílagi hvað snertir viðskiptalífið. Flest þjóðfélög virðast hafa að geyma einstaklinga sem þörf hafa fyrir blaðamennsku af því tagi sem þar er ástunduð. Af umfjöll- un blaðsins um atvinnulífið má ráð að þeim sem vegnar vel séu þjófar en hinir sem verða fyrir skakkaföll- um hljóti að vera glæpamenn. Mætti ætla að ekki þyrfti að leiðrétta rang- færslur og ósannindi fjölmiðils með jafnf rumstæð sjónarmið. Því miður virðist svo ekki vera. Hér á landi eru viðhorf af þessu tagi of út- breidd, ekki síst hjá stjórnmála- mönnum. Þess vegna er þessi grein skrifuð. Hin glæpsamlega endurskipulagning Haustið 1990 réðust verktakafyr- irtækin Hagvirki hf. og Hagvirki- Klettur hf. (áður Hraunvirki hf.) í endurskipulagningu í nánu samráði við sína helstu lánardrottna. Til- gangurinn var ekki síst að tryggja hag lánardrottna og koma í veg fyr- ir að íbúðakaupendur og aðrir verk- kaupar yrðu fyrir tjóni ef Hagvirki hf. lenti í erfiðleikum. Raunar stóðu þá fyrir dyrum virkjanaframkvæmd- ir og álversbygging og í alla staði betri tíð. Því er fjarstæða að tengja endurskipulagninguna undanskoti eigna (hvað þá skulda!). Helsti lánar- drottinn fyrirtækjanna, íslandsbanki hf., lét fara fram vandað mat á þeim eignatilfærslum sem áttu sér stað milli Hagvirkis og Hagvirkis-Kletts og komst að þeirri skjalfestu niður- stöðu að þær væru láriardrottnum Hagvirkis hf. heldur í hag ef eitt- hvað váeri,- enda hefði bankinn ekki tekið þátt í þeirri fjárhagslegu end- urskipulagningu sem í kjölfarið fylgdi hefði ekki allt verið með felldu. .Vorið 1991 virtust markmið skipulagsbreytinga ætla að skila árangri enda fyrirtækin þá aðilar að lægsta boði í Fljótsdalsvirkjun og komin í samstarf við erlend fyrir- tæki vegna fyrirhugaðra áíversfram- „Helsti lánardrottinn fyrirtækjanna, Islands- banki hf., lét fara fram vandað mat á þeim eignatilfærslum sem áttu sér stað milli Hag- virkis og Hagvirkis- Kletts og komst að þeirri skjalfestu niður- stöðu að þær væru lán- ardrottnum Hagvirkis hf. heldur í hag ef eitt- hvað væri, enda hefði bankinn ekki tekið þátt í þeirri fjárhagslegu endurskipulagningu sem í kjölfarið fylgdi hefði ekki allt verið með felldu.“ kvæmda. Upp úr áramótum 1992 var orðið einsýnt að hið ólíklega hafði gerst, stórframkvæmdum sleg- ið á frest um ófyrirsjáanlega framtíð og djúp kreppa farin að gera vart við sig í efnahagslífinu. Þá, en ekki fyrr, var ástæða til þess að óttast um afdrif Hagvirkis hf. enda hafði Morgunblaðið viðtal við Jóhann G. Bergþórsson í apríl sl. þar sem hann lýsti hreinskilnislega vandamálum fyrirtækisins opinberlega. Þeir sem dylgja nú um óheiðarleika, undan- skot eða glæpsamlegt athæfi eru því annað hvort mannleysur eða kjánar eða hvoru tveggja. Guðmundur Ólafsson Þjófar og glæpamenn Hagvirki-Klettur hf. á uppruna sinn í byggingu Hrauneyjarfoss- virkjunar. Kostnaðaráætlun hennar var 4.7 milljarðar króna. Erlendir aðilar eða íslenskir leppar þeirra buðu lægst 6.7 milljarða í verkið en Hagvirki-Klettur hf. (þá Hraunvirki) bauð 2.7 milljarða og fékk verkið og lauk því með sóma. Þar með voru íslendingar lausir undan þeim nýlenduklafa að láta útlendinga byggja fyrir sig stórmannvirki á uppsprengdu verði. Ekki er vafi á að Hrauneyjarfossvirkjun á drýgstan þátt í að nú efast menn ekki lengur um að íslendingar geti tekist á hend- ur stórframkvæmdir sjálfir. Hag- virki hf., sem stofnað var í kjölfar virkjunarframkvæmda við Hrau- neyjafoss, hefur átt mikinn þátt í að nú eru flestar verklegar fram- kvæmdir boðnar út, skattgreiðend- um og öðrum verkkaupum til mikils hagræðis frá því sem áður var. Þrátt fyrir glæsilegan feril hafa fyrirtækin oftast átt í höggi við stjórnmálamenn og embættismenn sem margir eru helteknir öfugsnún- um viðhorfum gagnvart atvinnu- rekstri einstaklinga. Menn sem telja velgengni einkafyrirtækja jafngilda þjófnaði en væna stjórnendur þeirra um glæpastarfsemi þegar illá árar, hafa seilst ótrúlega langt til þess að koma höggi á fyrirtækið og er þar skemmst að minnast söluskatts- málsins alræmda. Þá var fyrirtækið ólöglega knúið til að greiða sölu- skatt sem það hafði ekki innheimt af ríkinu, skatt sem útlendingarnir sem unnu við hliðina á fyrirtækinu í Hrauneyjum þurftu ekki að greiða. Fórnarlamb hugleysis? Hagvirki hf. hefur þannig orðið fórnarlamb ákvarðana stjórnmála- manna með frumstætt og forneskju- legt viðhorf til atvinnulífs og einka- rekstrar. Þannig standa mál nú að ef Hagvirki hefur betur i þeim mál- um sem ágreiningur er um við ríkis- valdið, þá kemst það hjá gjaldþroti og á auk þess um 50 milljónir króna í eigið fé. Kröfur ríkisins eru sam- tals um 340 milljónir króna en kröf- ur fyrirtækisins á hendur ríkinu eru um 540 milljónir. Fórnarlambið hf., áður Hagvirki hf., hefur orðið fyrir barðinu á röngum ákvörðunum stjórnvalda sem útilokuðu skynsam- lega stjórnun fyrirtækisins. Þess er nú beðið hvort núverandi stjórnvöld treysta sér til að leiðrétta mistök fortíðar eða hvort Fórnarlambið hf. verði einnig fórnarlamb hugleysis nútíðar. Höfundur er hagfræðingur og fjármálastjóri Fórnarlambsins hf. I N æ Q i, ( « €

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.