Morgunblaðið - 18.09.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.09.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992 HITTUMST OG RIFJUM UPP STEMMNIN ÚR KLÚBBNUM Á HÓTEL ÍSLANDI, FÖSTUD. 18.SEPT. MEÐ VILLA, SÆLA, DONNU SUMMER, VIGNISVEINS, VAN McCOY, K.C. & SUNSHINE BAND O.S.FRV. HÓTEL ÍSJM) in^oR\\R\^ Ofbeldi 1 fjölskyldum: p goðsagnir og staðreyndir o p s Málningar límband sem aldrei bregst J.S.Helgason DraghálsU S: 68 51 52 Gódandaginn! eftir Zuilmu Gabrielu Sigvrðardóttur Orðið fjölskylda tengja margir við öryggi, náin sambönd, ást, afslöppun og hlýju. Tilhneiging okkar til að líta á fjölskylduna jákvæðum augum verður oft til þess að okkur sést yfir að ofbeldi er líka algengt í fjöl- skyldum. Staðreyndin er sú að manni er hættara við að vera rassskelltur, hrint, sleginn, nauðgað, barinn til óbóta eða drepinn af fjölskyldumeð- limi en af ókunnugum. Þetta á jafnt við um fjölskyldur í vestrænum þjóð- félögum og annars staðar í heimin- um. Þegar Samtök um kvennaathvarf hófu starfsemi sína fyrir tíu árum og Kvennaathvarfið opnaði dyr sínar fyrir konum og börnum, sem þurfa að flýja frá heimilum sínum vegna ofbeldis, varð almenningur á Islandi í fyrsta skipti að viðurkenna að of- beldi væri til í íslenskum fjölskyld- um. Sú goðsögn hafði lengi lifað á milli manna að ofbeldi væri ekki til á íslenskum heimilum. Oft skapast goðsagnir í þjóðfélag- inu um tilvist, eða tilvistarleysi, mannlegra vandamála og orsakir þeirra. Þessar goðsagnir má rekja til fordóma, misskilnings og ósk- hyggju hjá almenningi. Goðsagnir af þessu tagi viðhaldast þegar ekki eru til uppýsingar, sem gætu varpað ljósi á sannleiksgildi þeirra. Goð- sagnirnar eru síðan álitnar stað- reyndir um lífið. Goðsagnir um að ofbeldið fyrir- finnist ekki í fjölskyldum geta haft áhrif á skynjanir manna á stærð og alvöru vandamálsins. Það bætir ekki úr skák þegar þessar goðsagnir hafa áhrif á ákvarðanir manna sem eru í valdastöðum og móta afstöðu og aðgerðir (eða aðgerðaleysi) dóms- valds, löggjafarvalds og fram- kvæmdavalds í málum eins og beit- ingu ofbeldis í fjölskyldum. Mik- ilvægt er að sérhver einstaklingur geri sér grein fyrir muninum á stað- reyndum og goðsögnum, þannig að viðbrögð hvers og eins við atburðum eins og ofbeldi í fjölskyldum séu ekki byggð á fölskum forsendum. Ein leið til að reyna að útrýma goðsögnum um að ofbeldi þekkist }Tt^\IN1^UREN1 á nýju húðlínunni og haustlítunum frá Yves Saint Laurent i dag frá kl. 12.00-18.00. Krlstin Einarsdóttlr, YSU lelðbelnandl, og Þórunn Jónsdóttlr. fórðunarfrœólngur. verða á staðnum. Teklð er vlð timapðntunum í slma 611330 ekki í fjölskyldum er að gera sér grein fyrir hveijar þær eru, safna upplýsingum sem geta varpað ljósi á sannleiksgildi þeirra og fræða síð- an sem flesta um það, sem reynist vera rétt, Til eru nokkrar goðsagnir sem algengar eru um ofbeldi í fjöl- skyldum. í þessari grein verður fjall- að um tvær þeirra, þær greindar og upplýsingar, sem hefur verið safnað við rannsóknir á ofbeldi í fjölskyld- um, munu sýna hversu mikill sann- leikur reynist vera í goðsögnunum. Goðsögnin um útbreiðslu Ofbeldi í fjölskyldum hefur alltaf verið mjög algengt þótt það hafí verið litið misjafnlega alvarlegum augum í gegnum tíðina. í fomöld þótti ekki sjálfsagður hlutur að ný- fætt barn fengi að lifa, faðir bams- ins ákvað hvort barnið fengi að halda lífi. Barnsdráp vom algeng langt fram eftir öldum og em útburðir dæmi um það. Börn vom drepin vegna þess að þau grétu of mikið, vegna þess að fjölskyldan var orðin alltof stór, eða vegna einhvers sem þótti vera galli eins og það að vera barn ógiftrar móður, vera tvíburi, stúlkubarn, eða hafa einhvern útlits- galla. Aðrar tegundir ofbeldis vom al- gengar lengi og þóttu sjálfsögð aga- og uppeldistæki, börn vom lamin með svipum, stöfum og prikum. Konur hafa líka verið kjörin fóm- arlömb heimilisofbeldis gegnum ald- irnar. Rómverskir eiginmenn höfðu lagalegan rétt til að beija konu og drepa konur sínar. Talið er að hug- takið „þumalputtaregla" megi rekja til þess að samkvæmt breskum lög- um var eiginmönnum heimilt að beija konur sínar með stöng, sem ekki væri breiðari en þumalputti eig- inmannsins. Sum fylki í Bandaríkj- unum hættu að viðurkenna „þumal- puttaregluna" seint á síðustu öld en eiginmönnum var þó heimilt að beita konur sínar meira ofbeldi en þeir máttu sýna á ókunnugri manneskju í slagsmálum á krá. Nú á dögum birta fjölmiðlar stundum fréttir um ofbeldi milli fjöl- skyldumeðlima, sem endar í hrotta- legum morðum. Slíkar fréttir verða til þess að minna almenning á að ofbeldi í fjölskyldum er til. Þrátt fyrir slíkar fréttir og þrátt fyrir að ofbeldi í fjölskyldum hafi verið til frá fornu fari er enn erfítt að sann- færa almenning um að ofbeldi á heimilum sé algengt. Einnig reynist erfitt að sannfæra stjórnmálamenn um umfang vandamálsins oj* er það sárt því þeir einir hafa völdin til að móta nýja stefnu og koma þessum fjölskyldum til hjálpar. Fáar þjóðir hafa staðið að vísindalegum athug- unum á tíðni ofbeldis gegn bömum eða konum. Engin ríkisstofnun á íslandi safnar upplýsingum um þessi mál á sama átt og t.a.m. Hagstofa íslands safnar ýmsum upplýsingum um hvem íslending. Ef tilvist laga, skipulegrar starfsemi og rekstur sérstakra ríkisstofnana sem sjá um afmarkaða málaflokka (sbr. lög um málefni fatlaðra, umhverfisráðu- neytið, Námsgagnastofnun, Verð- lagsstofnun) eru viðurkennd sem nothæfur mælikvarði á áhuga þjóðfélagsins á einstökum málefnum þá er óhætt að fullyrða að áhugi þjóðfélagsins á málum þeirra sem lifa við ofbeldi og afleiðingar þess er enginn. Klínískar athuganir, t.d. skýrslur frá slysadeildum, lögreglu, læknum, sálfræðingum, félagsráðgjöfum, lög- fræðingum og frá öðrum starfsstétt- um, sem fórnarlömb ofbeldisfjöl- skyldna leita til, svo og persónulegar lýsingar kvenna og bama, sem leita í kvennaathvörf og til annarra stuðn- ingsfélaga, eru þau gögn sem verður að notast við þegar reynt er að áætla tíðni ofbeldis í fjölskyldum. Athuganir á slíkum gögnum hafa sýnt að tíðni ofbeldis gegn bömum er há. í Bandaríkjunum hefur verið áætlað að árlega verði 1,5 milljónir barna fyrir líkamlegu ofbeldi frá foreldmm sínum sem leiðir til sjáan- legra áverka en allt að 3 milljónir barna verði fyrir alls konar ofbeldi sém ekki skilur eftir sig sýnileg merki. Þá er bömum t.d. hrint, þau em hrist, þau eru niðurlægð, þeim er ógnað með vopnum, þeim er hafn- að, þau em vanrækt og lenda í slys- um og þau verða fyrir munnlegu og andlegu ofbeldi af ýmsu tagi. Auk þess er talið að í Bandaríkjunum einum verði 6 milljónir barna vitni að stöðugu ofbeldi milli foreldra sinna. U.þ.b. þriðjungur hjóna þar viðurkennir að hafa beitt eða hafa orðið fyrir ofbeldi frá maka sínum. Athuganir í Ástralíu, Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi og frá mörg- um öðmm þjóðum hafa sýnt hlut- fallslega líkar tölur miðað við íbúa- fjölda. Klínískar skýrslur og þær fáu rannsóknir sem gerðar hafa verið hér á íslandi benda til þess að tíðni ofbeldis í íslenskum fjölskyldum sé ekki minni en í áðurtöldum löndum miðað við íbúafjölda. Talið er að þúsundir einstaklingar lifi við ofbeldi á íslandi. Það er sennilegt að ályktanir um tíðni ofbeldis á heimilum sem dregn- ar eru út frá athugun á klínískum gögnum séu ekki með öllu réttar vegna þess að klínísk gögn segja eingöngu sögu þeirra sem leita að- stoðar. Viðtöl við konur, sem hafa lifað við ofbeldi heima fyrir, hafa sýnt að konurnar skammast sín fyr- ir ofbeldið sem þær verða fyrir, þær em fullar sektarkenndar og eiga mjög erfitt með að viðurkenna alla þætti ofbeldisins. Sennilegast er að vegna þess hversu erfítt konum reynist að viðurkenna opinberlega að þær búi við ofbeldi sé til fjöldi kvenna, sem ekki leitar aðstoðar og enginn viti um. Þetta gefur til kynna að þegar tíðni ofbeldis í fjölskyldum er metin út frá klínískum gögnum um þá sem leita aðstoðar þá er lík- legt að tíðnin sé vanmetin fremur en ofmetin, m.ö.o. er tíðni ofbeldis í fjölskyldum er sennilega hærri en við sjáum í þeim fáu og oft óná- kvæmum gögnum sem til eru. Því miður eru þessi gögn það eina sem hægt er að notast við um þessar mundir meðan að engin kerfisbundin og hlutlæg upplýsingasöfnun sem kannar raunverulega tíðni ofbeldis í ijölskyldum er í gangi. Goðsögnin um tengsl heimil- isofbeldis við geðsjúkdóma: „Þeir sem lifa í ofbeldis- fjölskyldum hljóta að vera geðsjúkir“ Ein leiðin til að viðhalda trúnni um að fjölskyldan sé griðastaður einstaklinga er að sannfærast um að ofbeldi í fjölskyldum sé óalgengt og fyrirfinnist þar að auki eingöngu í fj'ölskyldum, sem samanstandi af geðsjúkum einstaklingum. Þetta gefur hinum almenna manni þá fölsku öryggistilfinningu að fyrst hann veit að hann er ekki geðsjúkur og enginn í hans fjölskyldu er geð- sjúkur þá geti ofbeldi í hans fjöl- skyldu ekki verið til. Almenningur hugsar oft: „Ofbeldi í fjölskyldum er eitthvað sem hendir hina en ekki mína fjölskyldu". Staðreyndin er að eingöngu um 10% tilfella heimillsof- belda er hægt að rekja til geðsjúk- dóma í fjölskyldum. Það bætir lítið úr skák að stimpla þá einstaklinga sem beita fjölskyldu- meðlimi sína ofbeldi „sjúka" vegna þess að eina vísbendingin um að þeir séu sjúkir er einmitt sú að þeir beita ofbeldi, þ.e.a.s. ef ekki er vitað fyrirfram að einstaklingur lem'ur börn eða maka sinn til óbóta þá er í flestum tilfellum ómögulegt að sjá það á einstaklingnum að hann sé sjúkur. Áhrif goðsagnarinnar um tengsl ofbeldis og geðsjúkdóma eru oft greinileg hjá fólki í starfsstéttum, sem hafa afskipti af heimilisofbeldi. Þegar kona kærir maka sinn vegna ofbeldis (það eru konur sem kæra karímenn í yfir 95% tilfella) og mak- inn er kallaður til viðtals þá reynist þeim, sem taka viðtalið við ofbeldis- manninn, oft erfitt að trúa frásögn- Zuilma Gabriela Sigurðardóttir „Mikilvægt er að sér- hver einstaklingnr geri sér grein fyrir munin- um á staðreyndum og goðsögnum, þannig að viðbrögð hvers og eins við atburðum eins og ofbeldi í fjölskyldum séu ekki byggð á fölsk- um forsendum“. um konunnar um ofbeldi. Þeim finnst ekkert benda til þess í fari eða hegðun mannsins í viðtalinu að hann sé geðsjúkur eða sé „þannig" að hann væri líklegur til að beita ofbeldi. Oftast koma ofbeldismenn mjög vel fyrir og sýna hversu skyns- amir, elskulegir, skemmtilegir, frið- elskandi, ástarþurfi og heiðarlegir þeir eru. Þetta er einmitt ein ástæð- an sem verður oft til þess að fjöl- skyldan sundrast ekki, þ.e.a.s. of- beldismaðurinn er líka sá sem veitir fórnarlömbum sínum styrk, ástarat- lot, skemmtilegar stundir og huggun inn á milli ofbeldisverka. Einstakl- ingar sem beita fjölskyldumeðlimi sína ofbeldi eru oftast ekki öðruvísi til fara og haga sér ekki öðruvísi í daglegu lífí en þeir sem ekki beita fjölskyldu sína ofbeldi. Starfsstéttir sem hafa afskipti af fjölskyldum sem lifa við ofbeldi verða að gera sér grein fyrir þessum stað- reyndum og verða að vera vakandi fyrir eigin fordómum og fyrir goð- sögninni um tengsl heimilisofbeldis og geðsjúkdóma þegar þeir reyna að meta sannleiksgildi í frásögnum fórnarlamba. Þetta er afar mikil- vægt vegna þess að mat starfs- manna á sannleiksgildi frásagna hefur úrslitaáhrif á það hvort fórn- arlömb fá aðstoð til að slíta sig frá ofbeldinu. Almenningnr verður líka að vera vakandi fyrir þeirri stað- reynd að ekki er hægt að sjá það utan á ofbeldismönnum hvort þeir beita ofbeldi eða ekki. Hver þjóðfé- lagsþegn getur komið í veg fyrir misþyrmingar, ógnanir og ofsa- hræðsla haldi áfram að viðgangast á heimilum. Ættingjar, vinir og ná- grannar og aðrir, sem eru í tengslum við fórnarlömbin, geta boðið fram hjálp sína (t.d. með því að ráðleggja fórnarlömbunum að leita hjálpar og vísa þeim á staði þar sem aðstoð er veitt) eða kallað á hjálp sjálfir (t.d. á lögreglu) ef þeir verða varir við ofbeldi eða ef grunsemdir vakna um að einstaklingur sé beittur ofbeldi á sínu heimili. Til þess að þetta geti orðið nauðsynlegt fyrir almenning að sætta sig við þá staðreynd að einstaklingur sem er indæll, elsku- legur, rólegur, góður við aðra, góður við böm annarra o.s.frv. getur líka verið sá sem beitir sína nánustu of- beldi. Ef grunur leikur á að svo sé þá má einstaklingur ekki láta goð- sögnina um tengsl ofbeldis og geð- sjúkdóma hindra hann í að bregðast rétt við og bjóða hugsanlegum fórn- arlömbum hjálparhönd eða kalla á aðra sem geta hjálpað. Höfundur er doktor í sálfræði og vinnur m.n. við að byggja upp barnastarfið í kvcnnaathvarfinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.