Morgunblaðið - 18.09.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.09.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992 15 Um réttar kenningar o g rangar eftír Krisljón Kolbeins í Morgunblaðinu hinn 8. þ.m. birtist grein eftir Óskar Þór Karls- son, sem er að mörgu leyti góð en þó er full ástæða til að gera athugasemd við nokkur atriði. Fullyrt er að fiskihagfræðingar hafí enga þekkingu á því sam- bandi sem ríkir á milli veiðisókn- ar, afla og þess arðs sem hægt er að hafa af veiðunum og á hvem hátt er hægt að hafa áhrif á stofn- stærð með breytingum á sókn. Forsendur þeirra eru taldar rangar eða aðeins hálfsannleikur. Hér er reitt til höggs og hreinlega gefíð í skyn að ofveiði sé ekki til sem slík heldur einvörðungu hugarfóst- ur fískifræðinga og hagfræðinga þar sem kjaminn í fískihagfræð- inni er einmitt áhrif veiðanna á afkomu afla og stofnstærð. Reynslan sýnir aftur á móti að með breytingum á sókn er hægt að hafa áhrif á stofnstærð, veiði- þol og arðsemi veiða. Nærtæk dæmi em veiðar á humri, rækju, skelfiski, síld og loðnu. Það sama á við um þorskinn en ekki hefír náðst samstaða um nauðsynlegar aðgerðir til að byggja upp stofninn fyrr en nú. Því hefír hingað tii verið borið við að þjóðarbúið þyldi ekki þá tekjuskerðingu sem um nokkurt skeið hlyti óhjákvæmilega að fylgja í kjölfar minni sóknar í þorskstofnin. Öllum ætti einnig að vera kunnugt um hvemig þorskafli á íslandsmiðum hefir stóraukist á sóknareiningu eftir tímabundna friðun, samanber við lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Kanadamenn og þjóðimar við Eystrasalt hafa ákveðið að grípa til róttækra aðgerða við friðun þorskstofna sinna og Rússar og Norðmenn gerðu slíkt hið sama vegna þorsksins í Barentshafí. Út frá aflatölum og aldursdreif- ingu aflans er hægt að áætla stærð einstakra árganga botnfíska. Þeg- ar þeirra hættir að gæta í veiðun- um liggur ljóst fyrir hvað þeir hafa gefíð af sér og hversu stórir þeir hafa verið upphaflega að gefnum ákveðnum náttúrlegum dánarstuðlum. Vegna þess hversu háir fiskveiðidánarstuðlarnir em hafa breyttar forsendur um nátt- úrulega dánarstuðla lítil áhrif á stofnstærðarútreikinga. Því meira sem veitt er af fjögurra og fímm ára físki úti fyrir Norðurlandi og Vestfjörðum þeim mun minna hlýtur að koma til hrygningar á vetrarvertíð við Suður- og Vestur- land. Þessar staðreyndir ættu að vera augljósar. Stór hrygningar- stofn ætti því að vera hagsmuna- mál Sunnlendinga og Vestlend- inga. Þrátt fyrir að þorskurinn sé dreifður um stórt hafsvæði hefír tekist með núveandi sókn, að veiða flesta árganga hans upp á fjórum til fimm ámm því hans gætir lítið í veiðinni fyrr en hann er fímm ára og er að mestu uppurinn tíu ára. Annað atriði sem full ástæða er til að gera athugsasemd við er mat á fæðuþörf þorsksins. Óskar Þór metur fæðuþörf botnfíska 6-7 falda þyngd þeirra og að 7-15% fæðuþarfar þorsksins séu minni bræður hans. Samkvæmt því ætti þqrskstofn sem væri í jafnstöðu um 2 milljónir tonna að éta á bil- inu 840 þúsund til 2,1 milljón tonna af þorski á ári. Slíkar full- yrðingar era ofar mannlegum skilningi en ef réttar væra, er allt hjal um aflatakmarkanir tómt hjóm og komin ný fískifræði til sögunnar. Deilur um það hvort kvótinn ætti að vera 10 þúsund tonnum meiri eða minni hljómuðu þá eins og brandari. Samspilið á milli sóknar, afla og afkomu er flókið en nú er kjör- Jð tækifæri til að fylgjast með því þar sem fundinn er nýr stofn, búri sem ekki hefír verið nýttur áður. Énn sem komið er, stunda fá skip veiðarnar, mokfíska og fá mjög gott verð fyrir aflann. Samkvæmt kenningum físki- hagfræðinnar er ákveðin sjávarr- enta bundin í búramiðum þar sem búraveiðar virðast arðsamari en aðrar veiðar. Nú má búst við að sókn í búra aukist. Gera má ráð fyrir að stofninn minnki og sömu- leiðis afli á sóknareiningu þegar sóknin er komin fram úr vissu marki. Of mikil einföldun er að halda fram að þessara áhrifa gæti strax og skipum ijölgar úr einu í tvo eins og sýnt er á teikningu í grein Óskars til skýringar kenn- „Samspilið á milli sókn- ar, afla og afkomu er flókið en nú er kjörið tækifæri til að fylgjast með því þar sem fund- inn er nýr stofn, búri sem ekki hefir verið nýttur áður.“ ingum Gordons. Hugsanlegt er þess vegna að hægt sé að halda með góðu móti úti tíu til fímmtán skipum á þessum miðum áður en samdráttar í afla verður vart. Óheft sókn mun þó óhjákvæmilega leiða til þess að afli hættir að aukast með auknum fjölda skipa þar sem afrakstursgetu stofnsins era takmörk sett og búraveiðar, sem nú virðast gróðavænlegar, verða ekki arðsamari en aðrar veiðar. Dæmi um slíkt eru því miður mýmörg í íslenskum sjávar- útvegi þar sem ákveðnum afla hefír verið skipt niður á það mörg skip og vinnslustöðvar að allt hangir á horriminni og þeim arði sem auðlindin hefði getað gefíð af sér með skynsamlegri nýtingu er sóað í óþarfa kostnað. Höfundur er viðskiptafræðingur. Kristjón Kolbeins M nnudag 12-16 EINS TÆKIFÆRI Allir fá gos og Marabou sœlgœti SÉRTILBOÐ: ■Vr;#; z AÐINNRETTINGUM OG FATASKÁPUM meo bœoi hvitlokkuoum og Fulingo huröum. meo bœói hvitlökkuöum og plasthuröum. . MOGNUÐ VERSLUN I MJODD Álfabakka 16 @ 670050 ■N* GILDIR EKKI A INNRETTINGUM OG HEIMILISTÆKJUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.