Morgunblaðið - 15.10.1992, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.10.1992, Qupperneq 4
MÖRGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1992 Umfaiigsmikið bruggmál i Grafarvogi upplýst Játuðu sölu á 600 lítrum af landa LÖGREGLAN í Grafarvogi upplýsti í gærdag umfangsmikið bruggmál í hverfinu. Tveir liðlega tvítugir menn voru handtekn- ir í tengslum við málið en þeir hafa játað framleiðslu á 550-600 lítrum af eimuðum landa sem þeir seldu að stórum hluta nemend- um í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Landinn var seldur í 1,5 lítra plastbrúsum og var styrkleiki hans 35-40%. Hver brúsi var seldur á 2.000 krónur. Ámi Þór Sigmundsson rann- sóknarlögreglumaður við lög- reglustöðina í Grafarvogi segir að bruggstarfsemin hafi farið fram í bflskúr við Hverafold og staðið yfír allt frá miðjum júlí sl. Menn- imir viðurkenndu að hafa eimað úr alls 2.200 lítrum af bruggi meðan á starfseminni stóð en í aðgerðum lögreglunnar í gærdag var lagt hald á fullkomin tæki til framleiðslunnar. Lögreglan hafði fylgst með bflskúrnum um tíma og er hún létJtil skarar skríða í gærdag var annar mannanna fyrst handtekinn en síðan hafín leit að hinum. Málið taldist að fullu upplýst um klukkan 23 um kvöldið. í máli Áma kemur fram að af þeim 550-600 lítmm af eimuðum landa sem mennimir framleiddu hafi þeir selt um 70-75% en notað afganginn í eigin þágu eða gefið vinum og kunningjum. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Tveggja hæða strætisvagn senn á götum Reykjavíkur Þessi tveggja hæða breski strætisvagn kom til landsins nú í vikunni, og verður hann notaður í tengslum við Bretlandskynningu í Borgarkringlunni sem hefst næstkomandi fimmtudag og standa mun í ellefu daga. Strætisvagninn á eflaust eftir að setja nokkurn svip á bæjarlífíð í Reykjavík á með- an á Bretlandskynningunni stendur, því hann mun flytja fólk til og frá Borgarkringlunni. VEÐURHORFUR 1DAG, 15. OKTÓBER YFIRLIT: Milli Islands og Grænlands er 1.042 mb hæðarsvæði sem þokast suður. Austur við Noreg er 998 mb lægð sem hreyfist suðaustur. 8PÁ: Hæg vestan- og norðvestan átt. Austanlands léttir til en norðvest- anlands verður skýjað með dálítiili súld, einkum við ströndina. Suðvestan- lands þykknar upp um hádegi með dálítilli súld á víð og dreif. Hiti 4-9 stig. Hætt við næturfrosti. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Fremur hæg norðan- og norðaustanátt, smá skúrir eða slydduél um norðan- og austanvert land- ið, en víða bjartviðri sunnan- og suðvestanlands. Hiti 2 til 6 stíg. HORFUR Á SUNNUDAG: Austan- og suðaustangola eða kaldi. Súld eða slydda sunnan- og austanlands, en úrkomulftið annars staðar. Hiti 3-5 stig. Nýir vefturfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.46, 12.46, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsfmi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. ▼ Heiðskírt / / / f f f f f Rigning Léttskýjað Hálfskýjað * f * * * * * / * * f * f * * * Slydda Snjókoma Skýjað Alskýjað V ^ V Skúrír Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V Súld = Þoka itig.. FÆRÐÁ VEGUM: (Kl.l7.30ígær) Greiðfært er á vegum á Suðurlandi og Vesturlandi, en hálka er á fjallveg- um á Vestfjörðum og Norðuriandi og Norðausturlandi og Austurlandi. Lokað er um Sprengisand og Kverkfjöll, Skagafjarðarleið, Eyjafjarðaleið og Dyngjufjalialeið. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti i síma 91-631500 og ígrænnilfnu 99-6315. Vegagerftin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 4 rigning og suld Reykjavík S þokumóða Bergen 8 hálfskýjað Helalnki 2 rigning og súld Kaupmannahöfn 8 aiskýjað Narssarssuaq 5 þokafgrennd Nuuk 8 rignlngáafð.klst. Osló 6 úrkoma i grennd Stokkhóimur 6 rignlng Þórahöfn vantar Aigarve 22 léttskýjað Amsterdam 12 atskýjað Barcelona 15 þokumóða Berlín 10 skýjað Chlcago 14 alskýjað Feneyjar vantar Frankfurt 10 léttskýjað Glasgow 8 hrigningá efö.kist. Hamborg 7 alskýjað London 12 alskýjað LosAngeles 19 alskýjað Lúxemborg vantar Madrfd 16 mistur Malaga 21 heiðskírt Mallorca 14 rigning Montreal 3 léttskýjað NewYork 12 léttskýjað Orlando 18 téttskýjað Perfs 12 léttskýjað Madelra 20 rignlng Róm vantsr Vfn 11 féttskýjað Washíngton 12 mistur Winnfpeg +6 skýjað Útboð verðtryggðra spariskírteina Heildarfjárhæð tekinna tilboða 329 millj. króna Meðalávöxtun 7,58% á 10 ára bréfum RÍKISSJÓÐUR tók í gær tilboð- um frá 18 aðilum í verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs að upp- hæð 329 miiyónir króna og var meðalávöxtun samþykktra til- boða 7,49% í spariskírteini til fimm ára og 7,58% í tíu ára bréf. Pétur Kristinsson, framkvæmda- stióri Þjónustumiðstöðvar ríkis- verðbréfa, segir niðurstöðu út- boðsins vel ásættanlega miðað við aðstæður og að ávöxtun væri svipuð vöxtum á sambærilegum verðbréfum á markaðnum. Seg- ist hann ekki reikna með að þessi sala myndi leiða til vaxtahækk- ana. Vextir á spariskirteinum rikissjóðs á eftirmarkaði Verð- bréfaþings íslands voru fyrir útboðið 7,39%. Um var að ræða fyrsta útboð sem haldið hefur verið á verðtryggðum spariskírteinum ríkissjóðs með til- boðsfyrirkomulagi en með því skuldbatt ríkissjóður sig til að taka tilboðum að fjárhæð 300 til 400 milljónir króna. Alls barst 31 gilt tilboð að upphæð 445 millj. kr. Mun fleiri tilboð bánist í spari- skírteini til tíu ára en í fimm ára bréf og var fjöldi samþykktra til- boða í þau 14 að upphæð 283 millj- ónir króna. Lægsta ávöxtun á spari- skírteinum til tíu ára var 7,50% en hæsta ávöxtun 7,65%. Aftur á móti voru aðeins tekin fjögur tilboð að upphæð 46 millj. kr. í spariskíreini til fimm ára og mun meiri munur á ávöxtun þeirra eða frá 7,10% til 7,60%. Sagðist Pétur reikna með að minni munur yrði á tilboðum þegar næsta útboð spariskírteina færi fram 11. nóvember ef marka mætti reynsluna af útboðum á ríkisbréfum sem hófust í júní sl. Sagði hann eðlilegt að vextir á spariskírteinum til tíu ára væru ívið hærri en á fimm ára bréfum. Það er yfirleitt svo að þegar keypt er til lengri tíma eru vextimir hærri, að sögn Péturs. „Tilboðin miðast við stofnlánamark- að, eða einskonar heildsölumarkað, og þeir aðilar sem á honum eru, einkum lífeyrissjóðir, em að fjár- festa til lengri tíma,“ sagði hann. Borgarráð Borgarsjóður kaupír lóð við Hverfisgötu BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt kaup borgarsjóðs á lóð- inni við Hverfisgötu 30, á lóð- armatsverði eða 9.439.000 krónur. Lóðin er í eigu Alþýðuhúss Reykjavíkur og er 517,1 fer- meter að stærð. Gert er ráð fyrir að 2.430.000 krónur greið- ist við undirritun kaupsamnings og 2 millj. hinn 1. febrúar 1993. Eftirstöðvar greiðast með skuldabréfi útgefnu af borgar- sjóði. ÍSÍ hættir viðskiptum sínum við Islandsbanka ÍÞRÓTTASAMBAND íslands hefur flutt viðskipti sín frá íslands- banka til Landsbanka fslands. Um bankareikning ÍSÍ fer öll velta sambandsins, sem er á bilinu 180—200 miHjónir kr. á ári, að sögn Friðjóns Friðjónssonar gjaldkera-ÍSÍ. ÍSÍ útdeilir tekjum af lottói til sérsambandanna og héraðssam- bandanna þannig að fjármunimir stöðvast ekki inni á bankareikningi sambandsins. Friðjón sagði að betri fyrirgreiðsla hefði boðist í Lands- bankanum og því hefðu viðskiptin verið færð þangað. Hann vildi ekki tjá sig frekar um þetta mál og sagði að það væri alvanalegt að félög eða fyrirtæki skiptu um viðskiptabanka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.