Morgunblaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1992 17 Þingmenn, þjóðar- atkvæði og EES eftir Bjöm Bjarnason Umræðurnar um stjómarskrána og samninginn um evrópska efna- hagssvæðið (EES) taka á sig ýms- ar myndir. Ein birtist í Morgun- blaðinu þriðjudaginn 13. október í grein eftir Onnu Sæbjörnsdóttur. í grein Önnu er tekið undir sjón- armið þess eina lögfræðings, Guð- mundar Alfreðssonar sem sett hef- ur fram þá skoðun í álitsgerð til Alþingis að breyta þurfí stjómar- skránni vegna aðildar íslands að EES. Sakar hún mig um að „hafna lýðræðislegum vinnubrögðum" með því að fallast ekki á viðhorf þessa lögfræðings og hafa í Morg- unblaðsgrein 2. september sl. minnt á þá staðreynd, að fyrir Alþingi liggja skrifleg álit fímm lögfræðinga, sem telja EES-samn- inginn ekki bijóta í bága við stjóm- arskrána; er þar annars vegar um sameiginlegt álit Qögurra manna nefndar að ræða og hins vegar Davíðs Þórs Björgvinssonar, dós- ents í lagadeild Háskóla íslands. Alþingi hefur einnig borist skrif- legt álit Bjöms Þ. Guðmundsson- ar, prófessors við lagadeildina, sem telur EES-samninginn hugsanlega bijóta í bága við stjómarskrána. Síðan grein mín birtist hinn 2. september hefur þingmönnum bor- ist skriflegt álit frá Hannesi Haf- stein, lögfræðingi, aðalsamninga- manni íslands í EES-viðræðunum og sendiherra íslands í Brussel, þar sem hann tekur af öll tvímæli og segir alls ekki brotið gegn stjómarskránni með EES-samn- ingnum. Fyrir þingmenn hafa þannig verið lagðar fímm lögfræðilegar greinargerðir um stjómarskrána og EES. í aðeins einni er EES- samningurinn talinn bijóta gegn stjómarskránni. Það er hvorki ólýðræðislegt né ómálefnalegt að benda á þessa staðreynd. Hitt er furðulegt, að grein Önnu Sæ- bjömsdóttur verður ekki skilin á annan veg en þann, að þingmönn- um beri að hafa að engu allar aðr- ar lögfræðilegar skoðanir en þær, sem em henni og öðmm andstæð- ingum EES að skapi. Þjóðaratkvæðagreiðsla í grein Önnu Sæbjömsdóttur segir: „í þeirri stöðu sem nú er komin upp virðist aðeins um eina lausn að ræða. Hún er sú að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um að- ild íslands að Evrópska efnahags- svæðinu." Telur höfundur, að með því sé unnt að forða þingmönnum frá því að bijóta stjómarskrána. Þessi ályktun Önnu er enn furðulegri en krafa hennar um að þingmenn taki aðeins mark á skrif- legu áliti þess eina lögfræðings, sem er hún er sammála. Anna virð- ist sætta sig betur við, að þjóðin framkvæmi stjómarskrárbrot með því að samþykkja aðild að EES en þingmenn geri það. Þjóðaratkvæðagreiðsla breytir alls engu um það, hvort stjómar- skráin er brotin eða ekki. At- kvæðagreiðslan er ekki annað en pólitísk leikflétta. Hún hefur ekk- ert stjómskipulegt gildi. Sumir vilja vísa málinu til þjóðarinnar, af því að treysta sér ekki sjálfír til að axla ábyrgð. Aðrir vilja kom- ast hjá því að taka afstöðu til ann- ars en þess, hvort efna eigi til þjóð- aratkvæðagreiðslu. JHar&tunftlaftift MasSubladá hvetjum degi! Umboð kjósenda Enn skal minnt á þá staðreynd, að EES-samningurinn er uppsegj- anlegur með eins árs fyrirvara. Með því að samþykkja samninginn em þingmenn ekki að binda þjóð- ina lengur en meirihluti er fyrir því á Alþingi, að ísland eigi aðild að samningnum. Þennan meiri- hluta velja kjósendur í kosningum og veita honum umboð til að fara með mál sín og gera samninga við önnur ríki. Fyrir síðustu Alþingis- kosningar lá ljóst fyrir, hvert stefndi í EES-viðræðunum og hver viiji flokkanna væri; aðeins Kvennalistinn lýsti afdráttarlausri andstöðu gegn EES. Kjósendur veittu þingmönnum þá umboð til að ganga frá EES-málinu á stjóm- skipulegan hátt. Að mínu áliti hafa þingmenn fengið haldgóðar lögfræðilegar ---------------------r- ....... „Þjóðaratkvæða- greiðsla breytir alls engu um það, hvort stjórnarskráin er brot- in eða ekki. Atkvæða- greiðslan er ekki annað en pólitísk leikflétta. Hún hefur ekkert stjórnskipulegt gildi.“ forsendur til' að taka afstöðu til þess, hvort EES-samningurinn bijóti í bága við stjórnarskrána eða ekki. Þingmenn hafa einnig ótví- rætt umboð kjósenda til að taka ákvörðun um aðild að EES. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. — Björn Bjarnason. OC ALFA-LAVAL A R I S L A N D I Fyrsta Alfa Laval skilvindan kom hingað 1927. Utvarpssendingar hófust hérlendis 1926. Tadcnii undnr sínstíma Við erum enn að stórauka þjónustu okkar við eigendur AJLFA-LAVAL mjaltavéla. Arið 1990 var þjónustubifireið ALFA-LAVAL tekin í notkun, og önnur bætist við á næstu dögum. Sérmenntaðir þjónustufulltrúar ALFA-LAVAL og JÖTUNS eru reiðubúnir til aðstoðar bvar sem er og hvenær sem er. Á síðari hluta þriðja áratugs þessarar aldar bárust hingað tvær tækni- nýjungar sem ollu straumhvörfum, hvor á sinn hátt. 1926 hófust hér útvarpssendingar og 1927 kom fyrsta ALFA-LAVAL skilvindan hingað dllands. Nær allir landsmenn njóta útvarps á einhvem hátt, og yfir 90% íslenskra bænda hafa kosið að vélvæða fjós sín með ALFA-LAVAL mjaltavélum. Slíkir em yfirburðir þeirra eftir 65 ára harða samkeppni. JÖTUNN bf er umboðsaðili fyrir ALFA-LAVAL mjaltavélar hérlendis og hefur aðlagað sig nútímanum með alhliða þjónustu við íslenska bændur á sviði mjólkurtækni. JJfeTORDRD lUtiðsotöfig HÖFÐABAKKA 9, 112 REYKJAVfK, SÍMI 634000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.