Morgunblaðið - 15.10.1992, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 15.10.1992, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1992 AuTnTru , •'; C1 Jgj 4 . ffV‘ "V:^rT f^r í ímÍTÍM y|ll§0^|SsSs 1 KAPPKLÆDD I KULDANUM Morgunblaðið/Rúnar Þór Þrotabú Striksins Bærinn mótmælir afstöðu skiptastjóra LÖGMAÐUR Akureyrarbæjar mótmælti afstöðu skiptastjóra þrota- bús skóverksmiðjunnar Striksins til kröfu bæjarins sem er vegna ábyrgða í vélum og tækjum verksmiðjunnar. Þorsteinn Hjaltason skiptastjóri þrotabúsins sagði að um væri að ræða kröfu upp á um 10 milljónir króna, en bærinn gekkst í ábyrgð fyrir fyrirtækið vegna vélakaupa er það var að hefja rekstur á sínum tíma. Fékk bærinn tryggingarrétt í vélum verksmiðjunnar, en trygging- arbréfí hafi ekki verið þinglýst og tilgreiningarskyldu hafði heldur ekki verið fullnægt. Skiptastjóri hafnaði því kröfu bæjarins og hefur lögfræðingur bæjarins mótmælt af- stöðu hans. Þorsteinn sagði að ef ekki næðist sátt í málinu myndi því væntanlega verið vísað til dómstóla til úrlausnar. Kröfur í þrotabúið nema um 124 milljónum króna og er íslandsbanki stærsti kröfuhafi með rúmlega 50 milljóna króna kröfu á hendur bú- ínu. Rólegt yfír atvinnu- lífí Þórshafnarbúa Þórshöfn. FREMUR rólegt hefur verið yfir atvinnulífinu hérna undanfarið. Um 10 manns eru á atvinnuleysis- skrá og eru það sjómenn, verka- fólk og vörubifreiðastjórar. Mikil bragarbót hefur orðið á götum þorpsins við það að Þórshafn- arhreppur lét steypa gangstéttar- kanta við götumar. Ekki verður þó gengið endanlega frá gangstéttun- Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri um sjálfum á þessu ári. Nýlokið er byggingu parhúss á vegum Þórshafnarhrepps og hafa íbúðirnar, sem eru almennar kaup- leiguíbúðir, þegar verið afhentar. Framundan er bygging á öðru par- húsi við sömu götu og mun það verða tilbúið á næsta ári. Lítil vinna hefur verið hjá fisk- vinnslufólki við Hraðfrystistöðina síðustu vikur en þó hefur fastráðið starfsfólk, um 20 manns, haft vinnu. Lítill afli hefur borist á land undan- Allt að ársbið eftir aðgerð- um í kiölfar niðurskurðar farið og hafa smábátaeigendur verið ósáttir við það fiskverð sem Hrað- frystihús Þórshafnar greiðir þeim. Þær deilur enduðu með því að nú selja nær allir trillukarlar aflann til Bakkafjarðar þar sem Útver hf. greiðir nokkuð hærra verð fyrir hann. Útver hf. sér um akstur á fískinum frá Þórshiöfn til Bakka- fjarðar og segir Kristinn Pétursson, framkvæmdastjóri Útvers hf., að „ÞETTA hefur vissulega verið erfitt, en það bendir allt til að við munum ná tilskyldum sparnaði á árinu,“ sagði Ingi Björnsson fram- kvæmdasljóri Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri. Biðlistar eftir aðgerðum hafa lengst verulega í kjölfar niðurskurðar og er ársbið eftir ákveðnum aðgerðum á bækl- unardeild sjúkrahússins. Sjúkrahúsinu var gert að spara í rekstri um 44 milljónir króna frá fyrra ári og sagði Ingi að samkvæmt átta mánaða uppgjöri sem nú lægi fyrir benti allt til að tilskyldum spamaði yrði náð á árinu. Samkvæmt uppgjörinu er rekstur sjúkrahússins réttum megin við strikið. Ingi sagði að vissulega hefði verið erfítt að ná þessum spamaði og fólk hafí fundið fyrir því að þjónusta sjúkrahússins hafí verið skert miðað við það sem áður var. „Það er alveg ljóst að við höfum fundið fyrir því í þjónustu spítalans að seglin hafa verið dregin saman og það kemur m.a. fram í því að biðlistar hafa lengst töluvert eftir aðgerðum," sagði Ingi. Hann sagði að biðlistar eftir ákveðnum aðgerðum á bæklunar- deild hafí lengst verulega og væri ársbið eða jafnvel meira eftir vissum aðgerðum á deildinni, sem vissulega væri bagalegt fyrir sjúklinga. Engar nýframkvæmdir voru við FSA á árinu og er það í fyrsta sinn sem svo er í langan tíma, en Ingi sagði að ekki hefði nægilegt fé feng- ist til að hægt hefði verið að fara út í nýframkvæmdir við sjúkrahúsið. Á síðasta ári var lokið við að taka í notkun það húsnæði sem byggt hafði verið og hefði allt nýframkvæmdafé undanfarinna ára farið til þess verk- efnis. Ingi sagði að nokkuð hefði verið unnið að viðhaldsverkefnum við sjúkrahúsið, eða fyrir 15 milljónir króna á árinu og væri stærsta ein- staka verkefnið endurnýjun á bækl- unardeild. það fyrirkomulag verði á fyrst um sinn. - L.S. Félag skólastjóra og yfirkennara á Norðurlandi eystra Frekari skerðingu fjár til skólamála mótmælt _ Hótel ^%Harpa Nýr gistivalkostur áAkureyri Auk hagstæðs gistiverðs, njóta gestir okkar afsláttar á veitingahús- unum Bautanum og Smiðjunni. Fastagestum, fyrirtækjum og hóp- um er veittur sérafsláttur. Hótel Harpa Góð gisting á hóflegu verði í hjarta bæjarins. Sími 96-11400 Ath. að Hótel Harpa er ekki í símaskránni. FELAG skólastjóra og yfirkenn- ara á Norðurlandi eystra hefur mótmælt harðlega þeim hugmynd- um sem uppi eru um áframhald- andi skerðingu á fjármagni til skóla þegar sífellt eru gerðar meiri kröfur um að nýjum náms- þáttum verði gerð skil. Þetta kem- ur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi félagsins fyrir skömmu. „Fundurinn telur að með þessum aðgerðum sé markmiðum alls skóla- starfs í landinu stefnt í hættu. Fund- urinn krefst þess að þegar í stað verði snúið af þessari braut og fram- lög til kennslu- og uppeldismála í skólum landsins sé stórlega aukin,“ segir í ályktun félagsins. Þá beinir félagið þvi til stjómvalda að kostnaði af grunnskólahaldi í landinu verði ekki alfarið komið yfir á sveitarfélögin nema að undangeng- inni mjög ítarlegri umræðu allra er málið varðar og er í því sambandi sérstaklega bent á mikilvægi þess að kennarar og skólastjómendur ver- ið hafðir með í ráðum, enda séu þess- ar stéttir sérfróðar um skólamál. „Það má öllum vera ljóst að ástæðulaust er að flytja kostnað af grunnskólahaldi yfír á sveitarfélögin nema það hafí ótvírætt í för með sér bættan hag skólanna, betri þjónustu við nemendur og farsælla skólastarf. Því verður að tryggja sveitarfélögun- um nýja tekjustofna ef þau eiga að standa ein að grunnskólahaldinu í landinu og í því sambandi þarf sér- staklega að gæta hagsmuna lítilla sveitarfélaga og fámennra skóla.“ Þá ályktaði furidurinn einnig um samræmd próf og mótmælir harðlega vinnubrögðum eins og þeim er áttu sér stað þegar menntamálaráðuneyt- ið sendi frá sér boð um fjölgun sam- ræmdra prófa í júlí síðastliðinn. „Boð þessi komu u.þ.b. einum og hálfum mánuði eftir að grunnskólar áttu að vera búnir að ganga frá skóladagat- ali næsta skólaárs og ráðstafa próf- dögum.“ Þá beinir fundurinn því til menntamálaráðherra að í framhaldi af þessari ákvörðun standi ráðuneyt- ið fyrir almennri umræðu um til- gang, eðli, framkvæmd og túlkun samræmdra prófa og könnunarprófa f grunnskólum. Loks fagnar félagið stofnun ís- lenska menntanetsins og þeim já- kvæðu undirtektum sem stjómvöld hafa sýnt frumkvæði Péturs Þor- steinssonar skólastjóra á Kópaskeri. Margirmeð kvef og iðrakveisu UM 540 manns leituðu til Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri í síðasta mánuði vegna kvefpestar og iðra- kveisu. í skýrslu um smitsjúkdóma fyrir septembermánuð kemur fram að 433 voru skráðir með kvef, hálsbólgu eða vírus og greinilegt er að umgangspestir haustsins hafa skotið sér víða niður því rúmlega hundrað manns var skráð hjá læknum stöðvarinnar vegna iðrakveisu. 300 manna björgnn- aræfíng í Skagafírði LANDSBJÖRG, Landssamband björgunarsveita, býður öllum björgun- arsveitum á landinu til æfingar 16.-18. október. Þetta er fyrsta landsæf- ing Landsbjargar en um þessar mundir er eitt ár liðið frá stofnun samtakanna. Æfíngin er í umsjón Flugbjörgun- arsveitarinnar í Varmahlíð og Hjálp- arsveitar skáta Blönduósi og verður æfíngasvæðið fjallendið í Austur- Húnavatnssýslu og umhverfís Skagafjörð auk undirlendis á sömu slóðum. 300 björgunarsveitarmenn frá 30 sveitum hafa boðað þátttöku sína. Boðið verður upp á fjölbreytt verk- efni, s.s. leitarverkefni, viðbrögð við umferðarslysum og flugslysum, báta-, fjalla-, og vatnaverkefni. Einn- ig hefur þyrlubjörgunarsveit varnar- liðsins og Landhelgisgæslu verið boð- in þátttaka á æfingunni svo björgun- arsveitarmenn kynnist þeim mögu- leikum sem þyrlur veita. Vegfarendur í Skagafirðinum um helgina geta fylgst með björgunar- sveitunum að störfum við margvísleg verkefni. (Úr fréttatilkynningu) í 1 I í í í i <

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.