Morgunblaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1992 33 Hfrttz Aðalheiður Valdi- marsdóttir - Minning Laugardaginn 10. október var til moldar borin ástkær amma mín, Aðalheiður Valdimarsdóttir frá Hellissandi, sem féll svo skyndilega frá rétt rúmum mánuði eftir sjö- tugsafmæli sitt. Margs er að minnast er ég hugsa um horfna daga, hve gaman það var að koma í sveitina til ömmu á Sandi, en þar dvaldist ég nokkur sumur. Þegar ég var 12 ára gamall flutt- Minning Kristján Guðmunds- son vélsijóri Kveðja frá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. Sunnudaginn 11. þ.m. lést á fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar Kristján Guðmundsson vélstjóri, Vallargerði 4b, hér í bæ, eftir erfiða sjúkdómslegu. Kristján hóf ungur störf hjá Út- gerðarfélagi Akureyringa hf., hinn 30. mars 1951, eða 10 dögum eftir tvítugsafmæli sitt, á togaranum Kaldbak EA 1. Kristján var síðan svotil óslitið á skipum félagsins þar til 14. marz 1958 að hann kom í land og gerðist starfsmaður í frysti- húsi okkar og var hann starfsmaður þess þar til hann lést. Kristján var völundur til allra smíða og viðgerða og þekktur fyrir alúð sína og samviskusemi gagn- vart öllum verkum sínum. Við send- um eftirlifandi eiginkonu hans, Ástu Valhjálmsdóttur, stjúpbömum og ættingjum hugheilar samúðar- kveðjur er við með þessum línum viljum þakka góðum drengskapar- manni störf hans hjá okkur. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Fax ★ Fax FAXPAPPÍR frá USA Góöur og ódýr!! (245.- án/vsk. 30 m/ri.) Hann rennur 5) OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 • 105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 ist ég til Sauðárkróks ásamt for- eldrum mínum og bræðrum en þótt fjarlægðin lengdist var sambandið alltaf gott við ömmu. 17 ára gam- all lá leið mín suður í skóla og dvald- ist ég þá hjá ömmu. Alltaf stóð hún föst á sínu, aldr- ei skyldi ég fara ósaddur eða ótil- hafður í skólann því þar var á ferð sannkölluð snyrti- og myndarmann- eskja. Alltaf tók hún mér opnum örmum og seinna, þegar ég var kominn með mína fjölskyldu, var alltaf gaman að koma til ömmu. Skemmst er að minnast þess að ég og Krist- ín kona mín og sonur, Guðmundur, þá þriggja ára gamall, komum til ömmu. Hún lagði á borð kaffí, kleinur og fleiri krásir og aldrei hef ég séð 'son minn háma í sig íTéifi "kléinur og mikið hafði amma gaman af því og gleðisvipurinn sem færðist á andlit hennar þegar litli snáðinn renndi niður sinni áttundu kleinu og sagði þetta eru sko góðar klein- ur amma. Já, það var toppurinn á tilverunni hjá ömmu þegar allir gengu út sprengsaddir og ánægðir. Fyrir rétt rúmum mánuði komum við öll saman í sjötugsafmæli henn- ar, sem hún hélt fjölskyldu sinni og vinum. Mikið var gaman að hitta alla í ijölskyldunni sem maður hafði ekki séð í mörg ár og heyra allar góðu sögurnar þegar amma var ung og var að koma upp sínu heimili og börnum. Ekki grunaði mig þá að það yrði í hinsta sinn sem ég mundi sjá hana. Ég kveð elsku ömmu mína með söknuði í huga, en hugga mig við það að þegar' minn tími er allur býður hún mig velkominn með opn- um örmum. Tómas Guðmundsson og fjölskylda. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins míns, föður, tengdaföður og afa, GÚSTAFS LÁRUSSONAR fyrrverandi skólastjóra Gagnfræðaskólans á Isafirði. Kristjana Samúeisdóttir, Anna Lára Gústafsdóttir, Kristjana Samúelsdóttir, Eggert Samúelsson, Sigþór Samúelsson, Samúel Gústafsson, Steingrfmur Steingrimsson, Hulda Steingrfmsdóttir, Gústaf Steingrímsson, Kristjana Steingrímsdóttir. t Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengda- móðir og amma, INGIBJÖRG VÍDALÍN JÓNSDÓTTIR, áður Velli, Hvolhreppi, til heimilis á Hvammabraut 16, Hafnarfirði, sem andaðist 8. okt. 1992, verður jarð- sungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudag- inn 16. okt. 1992 kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Sjúkrahús Suðurlands, Selfossi. Ingvar Sigurðsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför GRÉTARS SVEINBERGSSONAR, Blönduósi. Guðrún Steingrfmsdóttir, Steingrímur Aibert Grétarsson, Esther Arnardóttir, Guðlaug Grétarsdóttir, Auður Sandra Grétarsdóttir, Grétar Bragi Steingrímsson og aðrir aðstandendur. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU JÓNSDÓTTUR, Dalbraut 27, Reykjavík. Magnús Guðmundsson, Áslaug Sigurbjörnsdóttir, Pétur Guðmundsson, Steinunn Olafsdóttir, Ragna Guðmundsdóttir Moyer, Anthony Moyer, Helga Júlíana Vilhelmsdóttir, Þorvar Hafsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. 2 Tveggja daga námskeið um fjármál einstaklinga Námskeiðin eru haldin íVÍB-stofunni, Ármúla 13a, 1. hæð. 6.900,- kr. Námsgögn innifalin 21. og22. októberkl. 20-23:00 22. og 23. október kl. 9-12:00 26. og27. októberkl. 20-23:00 28. og 29. októberkl. 20-23:00 - Ég hef unniö í bráöum 20 ár hjá sama fyrirtœki, ég hef ágœt laun en finnst samt að ég eigi ekki mikið. Hvernigget ég best aukiö eignimar og tryggt þannig öryggi og afkomu fjölskyldunnar? .Eí mio <úl trift aí ski b ! ipmiegir iippiDyggmgii eigna; Lögð er áhersla á: Markmiö í jjármálum, bœði til lengri og skemmri tíma, þar sem reynt er áb samrœma drauma og veruleikann; reglulega uppsetningu á eignum og skuldum meö tengingu vib rekstur heimilis; markvissa eignastýringu þarsem vegin ersaman áhætta ogávöxtun; reglubundinn samanburb á árangri ogsettum markmibum. Einstakt námskeib Jyrir einstaklinga sem vilja hnitmibába leibsögn vib hámörkun eigna sinna, á hvaba aldri sem er. Leibbeinendur eru Sigurbur B. Stefánsson, 21/22, 22/23 og 28/29 október ogMargrét Sveinsdóttir, 26/27 október. Þátttaka tilkynnist til afgreibslu VÍB, Ragnheibar M. Marteinsdóttur, í síma 91 - 68 15 30. VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Símsvari 68 16 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.