Morgunblaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDÁGUR 15. OKTÓBER 1992 io! Gestaleikur í Þjóðleikhúsinu Svanavatnið __________Ballett_____________ Qlafur Ólafsson Þjóðarballettinn í Pétursborg. Sólódansarar á frumsýningu: Nadezhda Pavlova, Lyubov Kunakova, Alexander Boga- tírjev, Denis Muruéf, Míkhaíl Tsívín. Kóreógrafía: Marius Petipa og Lev Ivanov. Tónlist: Pjotr I. Tsjajkovskíj. Stjórnandi: Viktor Korolkof. Ballettmeistari: Larissa Ivanovskaja. Leikmynd og búningar: Oleg. Aversjanof. Þjóðleikhúsið, 13. október 1992. Það voru góðir gestir á sviði Þjóðleikhússins á þriðjudagskvöld- ið. Sovéskir listdansarar með sjálft Svanavatnið. Það ber að þakka þetta framtak umboðsaðila og Þjóðleikhússins. Árið 1877 var Svanavatnið sýnt fyrst. Það var síðan árið 1895 sem Marius Petipa og Lev Ivanof gerðu þá gerð verksins sem allar götur síðan hefur heillað og töfrað. Tónlistin er meistaraverk og þó svo að dans- höfundar og stjómendur ballett- flokka víðs vegar um heim lagi kóreógrafíuna að þörfum dans- hópa sinna hafa nöfn Petipa og Ivanofs aldrei vikið úr sæti dans- höfunda. Svanavatnið hefur fyrir löngu hlotið sess sem einhver mesta perla klassíska ballettsins. Þetta er ævintýri um ástina og átök góðs og ills. Söguþráður verksins er rakinn í leikskrá: „Siegfried prins er að halda upp á tuttugu og eins árs afmæli sitt og móðir hans segir honum að kominn sé tími til að hann kvæn- ist. Hann kýs hins vegar að fara á veiðar. Þegar hann er einsamall á bökkum stöðuvatns sér hann svan sem fær á sig mennska mynd. Svanur þessi er Odette prinsessa í álögum en ekkert fær leyst hana nema sönn ást. Sieg- fried heitir prinsessunni ást sinni en Von Rothbart, galdramaðurinn grimmi, leikur á hann með því að láta dóttur sína dulbúast sem meysvan. Siegfried er harmi lost- inn, snýr aftur til vatnsins og bið- ur Odette að fyrirgefa sér. Ást Siegfrieds er svo máttug að hún frelsar Odette frá Rothbart og leysir hana úr álögum. Meysvan- irnir fá aftur sína mennsku mynd, en Odette og Siegfried ná saman og lifa hamingjusöm upp frá því.“ Klassíski ballettinn hefur frá því á síðustu öld staðið traustum fótum í Sovétríkjunum. „Rúss- neski skólinn" sameinaði þokkann og styrkinn og með aga og alúð hefur náðst þar standard í list- dansi sem hefur orðið öðrum að keppikefli og jafnan sett dansara frá Sovétríkjunum ofarlega á blað. Hefðin og virðingin fyrir listgrein- inni hefur gert dansarana að boð- berum menningar og lista og Bols- hoj- og Kírov-leikhúsin skipa í hugum dansunnenda svipaðan sess og Scala í hugum óperuunn- enda. Þess vegna gladdist mitt litla hjarta þegar fréttist að von væri á dönsurunum frá Bolshoj og Kírov til landsins. Reyndin er hins vegar sú að hvergi er minnst á þessi leikhús í kynningu í leikskrá Þjóðleikhússins, né koma þessi leikhús fyrir í kynningu á sjálfri uppsetningunni í leikskrá þeirri sem Þjóðarballettinn_ í Pétursborg seldi á sýningunni. í æviágripum sólódansaranna er hins vegar minnst á leikhúsin, enda hafa þessir frábæru sólódansarar starf- að við umrædd leikhús. Hér er Þjóðarballettinn í Pétursborg á ferð, ásamt sólódönsurunum frá Bolshoj og Kírov, en hvorki Bols- hoj- né Kírov-ballettinn. Ég vil ekki dæma um það hvort umboðs- aðilar sýningarinnar (TKO ísland) hafa selt sýninguna á fölskum forsendum, en sýningin stenst ekki þær væntingar sem gerðar eru til sýningar sem kynnt er und- ir nöfnum Bolshoj og Kírov (með stóru letri) og Þjóðarballettsins í Pétursborg (með litlu letri). í sýningum á Svanavatninu er það jafnan sami dansarinn sem dansar hlutverk Odette og Odile, en hér var skemmtilega brugðið út af vananum og tækifæri gafst til að sjá tvo dansara í hlutverk- inu. Það reynir mikið á ljóðræna túlkun og styrk að dansa hlutverk svanaprinsessunnar Odette. Nadezhda Pavlova er listamaður sem hlotið hefur fjölda verðlauna. Hún skilaði hlutverkinu frábær- lega og heillaði áhorfendur. Tví- dansinn í öðrum þætti er hápunkt- ur hlutverksins og þó að túlkunin hafi kannski virkað dálítið mött, leyndist engum að hér er alheims- listamaður á ferð. Lyubov Kun- akova dansaði svarta svaninn Odile og var sem sköpuð fyrir það hlutverk. Hún dansaði af öryggi og snerpu. Hún geislaði á sviðinu og bar af hvað það varðar á sýn- ingunni. Alexander Bogatírjev var í hlutverki Siegfrieds prins. Hann hefur víða dansað hlutverkið og fengið lof fyrir. Kvendansari á táskóm er hjálparvana nema karl- dansarinn sé góður. Þó svo að nokkuð hafi skort á að sóló Boga- tírjevs og látbragð hafí virkað nægilega áhugaverð, voru tví- dansamir með Pavlovu og Kun- akovu ánægjulegustu atriði sýn- ingarinnar. Von Rothbart var dansaður af Míkhaíl Tsívín. Von Rothbart er fulltrúi hins illa og dimma í verkinu. Þessi hávaxni dansari hæfði hlutverkinu og skil- aði því vel, var ógnandi og byggði upp dramatíska spennu. Hann hafði góða yfirferð og svona eins og til að leggja áherslu á það (eða að gefa í skyn að svið Þjóðleik- hússins væri of lítið), dansaði hann inn í hliðartjöldin að óþörfu. í rússneskum útgáfum af Svanavatninu er hirðfífl snar þátt- ur í fyrsta og þriðja þætti. Hér dansaði Denis Muruéf hlutverkið. Hér er frábær dansari á ferð með mikinn stökkkraft, fími og lát- bragð sem hæfði. Fyrsti þátturinn hefði farið fyrir lítið ef hans hefði ekki notið við. Þrídansinn í fyrsta þætti var svo hratt leikinn (af snældu), að dansamir nutu sín ekki. Það var helst.karldansarinn sem náði að skila sínu vel. Um hópdansarana er það að segja að þeir ollu vonbrigðum. Þeir virtust áhugalausir og mikið vantaði á nákvæmni. Samtakamáttinn skorti og alltof mikið var af hik- andi aukasporum til að halda jafn- vægi, sem reyndar tókst ekki í öllum tilvikum. í öðrum þætti skipta beinar línur og samtaka hreyfíngar vemlegu máli, en finna mátti einmitt að þessum þáttum, þó svo að ljórði þátturinn hafí verið betri hvað þettá varðar. Þjóð- dansamir í þriðja þætti vöktu litla hrifningu. Þessi ummæli mín verð- ur að skoða í ljósi þeirra væntinga sem fréttatilkynningar umboðsað- iianna (TKO ísland) vöktu, en hópdansarnir vom hvorki frá Bols- hoj né Kírov. Vera má að svið Þjóðleikhússins sé í minnsta lagi fyrir sýninguna og að það hafi háð dönsuranum. Lýsing var líka af skornum skammti. Búningar hirðfólksins vom íburðarmiklir og gerðu sitt til að skapa fallega umgjörð. Það er fengur að fá listamennina til landsins. Móttökur leikhúsgesta hafa verið framar öllum vonum. Klassíski ballettinn á greinilega sína fylgjendur og segja má að íslendingar hafí verið í svelti í því stríði lengj. Ég óska leikhúsgest- um góðrar skemmtunar og vona að þeir hafi ekki keypt köttinn í sekknum. Parhús í Seljahverfi Til sölu 2ja herb. parhús í góðu standi. Þjónustuíbúð. Hús þetta tilheyrði dánarbúi og er laust strax. Upplýsingar gefur: Ingi Ingimundarson hrl., Hátúni 2B, s. 24753 og 666326. 011 Kfl 01 07fl LARUS Þl VALDIMARSS0N FRAMKVÆMDASTJOR! L I IOU"t I0/U KRISTINNSIGURJONSSON,HRL,loggilturfasteignasau Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Skammt frá rússneska sendiráðinu Ein af þessum vinsælu sérhæðum í gamla góða Vesturbænum. Nánar tiltekið efri hæð í þríbhúsi, 5 herb., 125 fm. Sérhiti. Sérinng. Gott geymsluris fylgir. Bílsk. Miðsvæðis í borginni Mjög góð 3ja herb. íb. rúmir 80 fm. Ágæt sameign, nýlega endur- bætt. Góður bílsk. fylgir. Tilboð óskast. Skammtfrá Menntaskólanum við Sund Steinhús ein hæð, 165 fm. Bílsk. 23,3 fm. Húsið er vel byggt og vel með farið. 5 svefnherb., 2 stofur með húsbherb., rúmg. skáli Sólverönd. Ræktuð lóð. Eignask. mögul. Hafnarfjörður - Reykjavík - eignaskipti Miðsvæðis í borginni óskast góð íb. eða litiö sérbýli. Skipti mögul. á mjög góðu einnrar hæðar einbhúsi 130 fm í Suðurbænum í Hafnar- firði. Bílsk. 36 fm fylgir. Úrvals íbúð í Nýja miðbænum Skammt frá Verslunarskólanum 4ra herb. endaíb. 104 fm í nýlegu stein- húsi. Góður bílsk. fylgir. Þetta er eign í sérfl. Mikil og góð langtímalán. Rétt við Heilsuverndarstöðina Mikið endurnýjuð 4ra herb. hæð í þríbhúsi. Laus fljótl. Tilboð óskast. ÁTMENNA FASTEIGHASAl AN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 • • • Fjöldi kaupenda á skrá. Margskonar eignaskipti. Opið á laugardaginn. Leikfélag Keflavíkur Hjónabönd frunisýnd Leikfélag Keflavíkur frumsýn- ir nýtt íslenskt leikrit, Hjóna- bönd, eftir keflviskan leikhús- fræðing, Huldu Ólafsdóttur, föstudaginn 16. október. Þrettán leikarar taka þátt í upp- setningu verksins. Æfíngar hófust í byijun september. Önnur sýning verður sunnudaginn 18. október. (Fréttatilkynning) Frá æfingu á leikritinu Hjónaböndnm. ELSA WAAGE Tónlist Jón Ásgeirsson Fyrstu ljóðatónleikarnir í Gerðubergi í ár vom haldnir sl. mánudag og kom þar fram Elsa Waage kontraalt-söngkona og Jónas Ingimundarson píanóleik- ari. Á efnisskránni voru söngverk eftir Hallgrím Helgason, Emil Thoroddsen, Sibelíus, Mahier og Weill. Tónleikamir hófust á fímm lög- um eftir Hallgrím Helgason. Haustkvöld, Ef engill ég væri, Gamlar vísur, Söknuður og Endur fyrir löngu, heita þessi ágætu lög, sem Elsa söng.mjög fallega, sér- staklega Gamlar vísur og gull- klassíska lagið Ef engill ég væri. Vöggukvæði og Komdu komdu kiðlingur eftir Emil Thoroddsen var mjög vel sungið en fímm lög eftir Sibelíus náði Elsa ekki fylli- lega að leika sér með, þrátt fyrir að hún hefur sterka tilfínningu fyrir því leikræna og mikið og stórt blæbrigðasvið. í lögum Mahlers bregður oft fyrir gamansemi, sem er mjög vandmeðfarin, eins og t.d. í Um schlimme Kinder og Hans und Grete og þar vantaði nokkuð á hjá Elsu, sem áreiðanlega lætur betur að túlka mikilfengleg skap- brigði en fínlega gamansemina hjá Mahler. Serenade, Ich ging mit Lust og Phantasie vom hins vegar mjög vel flutt. Tónleikunum lauk með fjóram lögum eftir Kurt Weill en sönglög hans standa mitt í millum dægur- laga og alvarlegra sönglaga, snjöll í gerð og bjóða upp á margvíslega túlkun, allt frá grófum talsöng upp í fullan sönghljóm. Elsa Wa- age söng þessi lög mjög vel, eink- anlega Lost in the Stars og Speak Low. Elsa Waage hefur mjög mikla og fagra rödd, bæði mikið tónsvið og styrkleikavídd, ‘sem ætti að gefa henni mikla möguleika sem dramatískri ópemsöngkonu. Þama er stórbrotið efni, sem þarf að þroskast í átökum við erfið verkefni, þar sem ýtmstu kröfur Elsa Waage söngkona. em gerðar til gæða og listfengi. Það merkir ekki að hún geti ekki fengist við það smágerða, eins og vel kom fram í Litfríð og Ijós- hærð, eftir Emil Thoroddsen. Jón- as Ingimundarson lék mjög vel eins og hann gerir manna best. Þá lék hann sér að ýmsum falieg- um blæbrigðum, sérstaklega í lög- um Mahlers, þar sem píanóundir- leikurinn er jafn samofinn textan- um og sönglínan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.