Morgunblaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1992 Fiðlusnillingurinn György Pauk með Sinfóníuhljómsveit Islands ÞAÐ ER óhætt að segja að ísland líti út eins og nafli alheimsins þessa dagana, listalífið svo stórbrotið að engn líkara er en að enn sé komin Listahátið í bæ. Það hefur liklega ekki farið fram hjá mörgum að Bolshoj/Kirov-ballettinn er staddur hér með sýningar á Svanavatninu og að Tatjana Nikolaeva, pianóvirtúósinn frá Rúss- landi, hélt tónleika hér i fyrrakvöld. Og til að setja punktinn yfir i-ið er hingað kominn György Pauk, ungverski fiðluleikarinn sem i dag er talinn meðal fremstu snillinga á sínu sviði í heiminum i dag. Pauk er einleikari á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands i kvöld, þar sem annar Ungveiji, Tamas Vetö, er stjórnandi. Á efnisskránni eru meðal annars verk eftir ungversk tónskáld, þá Zoltán Kodáiy og Béla Bartok, „Marosszekar dansarnir" eftir Kod- ály og „Fiðlukonsert nr. 2,“ eftir Bartók. Þeir tveir eru 20. aldar tón- skáld og segja má að þeir hafi rutt brautina fyrir önnur ungversk tón- skáld þessarar aldar — sem eru almennt ekki af verri endanum. Á sama hátt og bókmenntimar em arfleifð okkar, er tónlistin arfleifð Ungveija og þótt þeir hafí flúið land sitt í hópum undan kúgun ólíkra öfgaafla síðastliðna öld, yfír- gefa þeir ekki tónlistina. Hún iifir með þeim í útlegðinni, g'æðir efnis- skrár tónleika Vesturlanda lit þess- arar glaðværu en hingað til okuðu þjóðar. György Pauk fædddist í Ung- verjalandi, byijaði fímm ára að læra á fíðlu og eins og hann segir sjálf- ur, þá var hann svo lánsamur að hafa alltaf fyrirtaks kennara. Sjálf- ur Kolály var kennari Pauks á ungl- ingsámnum, auk Weiners og Zat- hureczkys. Sá síðastnefndi var list- rænn stjómandi Tónlistarakadem- íunnar í Búdapest. „Þetta voru allt frábærir listamenn," segir Pauk, „einkum Zathureczky, og ég tel það mikla gæfu að hafa orðið kennslu þeirra aðnjótandi. Kodály var snill- kwráiir míw Það er ekki á allra færi að elda ekta kínverskan mat Laugavegi 28b, sími 16513 FRÍ HFJMSENDINGAÞJÓNUSTA ef pantað er fyrir tvo eða fleiri alla daga vikunar frá kL 18.00. Þessi matargerð hefur þróast í gegnum aldaraðir, en varð fýrst kunn almenningi á norðururhveli jarðar upp úr 1800, þegar mikill Qöldi kínveija flutti frá Canton héraði í suðurkína til Ameríku og Evrópu og kynntu sína sérstöku matargerð. Hún vakti strax mikla hrifningu almennings fyrir fjölbreytileika og öðruvísi meðferð á hráeóii en við á vesturlöndum áttum að venjast. SjANGHÆ er sérhæft kínverskt veitingahús með afar fjölbreyttan matseðil þar sem verðinu er stillt í hóf. SJANGHÆ fær kínverska gestakokka í heimsókn með reglulegu millibili sem hver um sig kemur með spennandi nýjungar. HAUSTTILBOÐ:___________________________________ Fordrykkur: Mangó kokteill Forréttur: Maize súpa með skinku Aðalréttur: (5 litlir réttir): Fiskur í Hui-kuo sósu (sterkt), grísakjötsstrimlar m /Yu-hsinag sósu, súrsætt lambakjöt, nautakjöt í Luo-ko sósu, kínverkst grænmeti með ostru sósu. Eftirréttur: Szechuang möndlukaka með rjóma. Allt þetta aðeins kr. 1.690.- á mann. ingur og átti því í meiri erfíðleikum með kennsluna. Hann hafði ótrú- lega greind og því áttum við nem- endur hans oftast í miklu basli með að skilja hann,“ segir Pauk og hlær um leið og hann hrisstir höfuðið. „Kodály kenndi mér í tvö ár og það var virkilega lærdómsríkt að kynn- ast viðhorfum hans. Tónlistin var allt. Annað skipti ekki máli og við höfðum gott af því að vera hjá honum, því allir hljóðfæraleikarar verða að tileinka sér mjög ákveðna afstöðu til vinnu sinnar. Zat- hureczky var aftur á móti besti kennari sem ég hef haft og eftir að ég flúði heimaland mitt um tví- tugt, var það fyrst og fremst kennsla hans sem varð mér veiga- mikið veganesti." Pauk flúði land sitt árið 1956, rétt eftir byltinguna. Fyrstu þijá mánuðina á eftir voru landamærin opin og þá yfírgaf stór hópur lista- manna Ungveijaland. „Við gerðum okkur grein fyrir því að verið var að loka landinu og ef við ætluðum okkur að ná langt, eða starfa að list okkar, þá yrðum við að flýja. Og það fór svo stór hópur af tónlist- armönnum á þessum mánuðum, að allt mitt líf hef ég hitt ungverska stjómendur og hljóðfæraleikara á tónleikaferðum mínum um heim- inn.“ Hann yfírgaf land sitt, skilríkja- laus og án prófskírteina; án sönnun- ar á því hver hann væri og án sönn- unar á því hvað hann gæti. „Ég byijaði á því að búa í París, síðan í Hollandi, en endaði í Bretlandi. Þá, eins og núna, var London mið- depill alls þess besta sem var að gerast í tónlistinni. Mér var sagt að framtíð mín ylti á því hvers kon- ar móttökur ég fengi þar. Og það var satt. Auk þess tók ég þátt i þremur tónlistarkeppnum og vann þær allar, svo að tiltölulega fljótlega eftir að ég kom vestur yfir, var ferill minn kominn á fljúgandi ferð.“ Þegar Pauk hafði dvalið í fímm ár í Bretlandi, fékk hann breskt ríkisfang og árið 1962 var hann ráðinn prófessor við Tónlistarhá- Búninga- teikningar í Islensku óperunni Sýning Helgu Rúnar Pálsdóttur, búningahönnuðar HELGA Rún Pálsdóttir, aðstoð- j arbúningahönnuður í sýningu íslensku óperunnar á Luciu di Lammermoor eftir Donizetti, | sýnir um þessar mundir búninga- teikningar á svölum óperunnar og á göngum. Búningar sem | Helga Rún hefur hannað, eru auk þess í glerskápum í anddyrinu. Helga Rún nam klæðskurð að | loknu stúdentsprófí við Iðnskólann í Reykjavík og starfaði við þá iðn í tvö ár. Síðan hélt hún til Kaup- mannahafnar til náms í fatahönnun við Columbine International Mode og Design skólann. í Kaupmanna- höfn lærði Helga einnig hattagerð hjá Inge Yxen. . Frá Danmörku var stefnan tekin til London, þar sem Helga lauk prófí í þrívíddarleikhúshönnun með búningahönnun sem aðalgrein frá Wimbledon School of Art síðastliðið sumar. Helga Rún hannaði búninga fyrir sýningu Þjóðleikhússins á Madame Butterfly árið 1991 og var búninga- , hönnuður í sýningu Wimbledon Theatre á „The Consul“ árið 1990. Einnig gerði hún hatta fyrir Kon- , unglega leikhúsið í Kaupmanna- höfn fyrir sýningar á Napoli og Comedia Ballet á þessu ári. , Á sýningu Helgu Rúnar eru eink- um vinnuteikningar úr nokkrum sýningum sem hún hefur unnið að, sem kynna nánar vinnubrögð bún- ingahönnuðar. Fréttatilkynning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.