Morgunblaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 46
46 ■ SPÁNVERJR gerðu marka- laust jafntefli við Norður-íra í Belfast þrátt fyrir að vera einum leikmanni færri síðustu mínútumar þar sem Antonio Munoz var rekinn af leikvelli fyrir að rífa niður Mich- ael Hughes eftir að hann hafði sloppið innfyrir. Besta marktæki- færið í leiknum fékk Guillermo Amor er hann átti skot í stöng. ^ Tommy Wright, markvörður N- íra, varði vel og hældi Billy Bing- ham, þjálfari, honum eftir leikinn og sagði að þama væri kominn „nýr Pat Jennigs". ■ BILLY Bingham, landsliðs- þjálfari valdi Kingsley Black og Jimmy Quinn óvænt í byijunarliðið gegn Spánverjum. Þeir komu inn fyrir Jim Mailton og lan Dowie sem vom í byijunarliðinu í 3:0 sig- urleiknum geng Albaníu í síðasta leik. Það var því ekki búist við að Bingham myndi breyta sigurliði. ■ NORÐMENN fylgdu eftir sigr- um sínum á Hollendingum og San Marínó með því að gera jafntefli 1:1 við Englendinga á Wembley í gærkvöldi. David Platt náði for- ystunni fyrir England eftir auka- spymu Stuart Pearce en Kjetil Rekdal jafnaði skömmu síðar með skoti utan úr vítateigshorni. Norð- menn hafa ekki náð svona hag- stæðum úrslitum gegn Englend- ingum síðan þeir unnu 2:1 í undan- keppni HM í Osló fyrir 11 ámm. ■ PAUL Gascoigne var ákaft hylltur af stuðningsmönnum enska landsliðsins í gær en hann hafði ekki leikið með liðinu í 20 mánuði ~k venga meiðsla á hægra hné. Hann lék allan leikinn og þótti standa sig vel en fékk að sjá gula spjaldið. ■ TORE Pedersen, vamarmaður Norðmanna, meiddist á 21. mínútu og varð að fara af leikvelli - fékk höfuðhögg. ■ EGIL Olsen, þjálfari Norð- manna, var sáttur við annað stigið. „Við voram heppnir að ná jafntefli. Englendingar vom betri í kvöld. Möguleikar okkar á að komast í lokakeppni HM era enn til staðar. Það er gott að ná jafntefli á útvelli ef við sigram á heimavelli," sagði Olsen. ■ GRAHAM Taylor, þjálfari Englendinga, var ósáttur við úr- slitin. „Ég er ánægður með leikinn hjá okkur en ekki með úrslitin. Það era enn eftir níu leikir og ef við höldum áfram að leika eins og í kvöld ættum við að eiga góða mögu- leika á að komast til Bandaríkj- anna.“ ■ THOMAS HUssler, miðvallar- leikmaður Roma á Ítalíu og þýska landsliðsins, var í gær útnefndur knattspymumaður .ársins í Þýska- landi af íþróttafréttamönnum þar í landi. Hann hlaut einnig þetta sæmdarheiti 1989. ■ STEFANO Eranio, leikmaður AC Milan, tryggði ítölum annað stigið gegn Svisslendingum er hann jafnaði 2:2 á síðustu mínútu leiksins sem fram fór í Cagliari á Italíu. Christophe Ohrel og Step- hane Chapuisat komu Sviss í 2:0 en Roberto Baggio minnkaði mun- inn á 83. mínútu með skoti af 20 metra færi. ■ PAOLO Maldini, vamarmaður ítalska landsliðsins, meiddist á síð- ustu æfingunni fyrir leikinn gegn Sviss. Hann átti að taka stöðu Franco Baresi, sem nýlega ákvað að gefa ekki kost á sér framar í landsliðið. Marco Lanna, vamar- maður Sampdoria, tók stöðu Mald- * inis og lék annan landsleik sinn. ■ MARK Hughes, framheiji Manchester United, gerði fyrsta landsliðsmark sitt í tvö ár er hann gerði sigurmark Wales í 1:0 sigri gegn Kýpur í undankeppni HM í gær. Hann gerði markið á 51. mín- útu, en hafði þá leikið 15 landsleiki án þess að skora. MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1992 ...... ...................J| ..—:——— KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Reut«r Baldur Bjarnason, sem kom inn á sem varamaður fyrir Amór Guðjohnsen, lengst til vinstri, í baráttu við Rússana Khleskov og Karpin. Vorum ansi aftar- lega í vöminni - sagði Ásgeir Elíasson landsliðsþjálfari eftirtapið Eg vonaðist til að við kæmumst aðeins meira fram en við gerð- um. Þetta gekk ágætlega að mörgu leyti en við voram ansi aftarlega í vöminni. Það þýddi allt of langa spretti fram, til að taka þátt í sókn- inni, og svo til baka til að vera með vöminni,“ sagði Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfari, eftir tapið í Moskvu. „Við voram inni í leiknum, þann- ig lagað, allt þar til markið kom. Það má ef til vill segja að við höfum verið tíu sentímetra frá jafntefli,“ sagði Ásgeir og brosti út í annað — og vísaði til skots Ragnars Mar- geirssonar snemma leiks, er knött- HANDBOLTI Málið leyst Hagsmunanefnd landsliðs: manna og stjóm HSÍ héldu fund í gær vegna þess máls sem fjallað hefur verið um að undanförnu, þ.e. skuld HSI við landsliðsmenn vegna vinn- utaps o.fl. Niðurstaða fundarins varð sú að allir leikmenn gefa kost á sér í þá leiki sem framundan era við Egypta. Stórn HSÍ mun á móti gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að greiða skuld- ina við leikmenn og standa von- ir til að aðgangseyrir að leikjun- um nú um helgina geti skilað talsverðu upp í þessa skuld og að áhangendur landsliðsins sýni nú stuðninginn í verki og fjöl- menni á leikina. Stjóm HSÍ greindi frá þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið til þess að gera upp þessa skuld og hvenær mætti vænta að því verði lokið. Einnig kom fram sú yfirlýsta stefna HSÍ að landsliðsmenn bíði ekki fjár- hagslegt tjón af því að leika fyrir íslands hönd í handknatt- leik og að nú mjög fljótlega verði lögð fram áætlun um hvemig staðið verði að landsliðsmálum fram yfir HM ’95. urinn small í stönginni. „Þeir sóttu að sjálfsögðu miklu meira en það vora ekki mörg hættuleg færi sem þeir sköpuðu sér. Við getum gleymt því í augnablikinu að komast á HM í Bandaríkjunum. Við munum taka hvern leik fyrir sig það sem eftir er og ef við náum sex stigum af- þeim átta sem eftir era í pottinum gætum við hugsanlega færst upp um einn styrkleikaflokk." Nú æfðu íslensku leikmennirnir ekkert á leikdag og ekkert daginn fyrir leik, er það ekki óvenjulegt? „Jú, það hefur alltaf lagst illa í mig að æfa ekki daginn fyrir leik. Það gerði það öll árin sem ég var SADYRIN, þjálfari Rússa var í sjöunda himni í leikslok. „Ég er reglulega ánægður með úr- slitin og leik minna manna í kvöld. Þeir gerðu nákvæmlega það sem fyrir þá var lagt. Urðu ekki óþolinmóðir þó svo þeim gengi erfiðlega að brjóta vörn Islendinga á bak aftur," sagði þjálfarinn. Eg neita því þó ekki að það hefði verið skemmtilegra að gera fleiri mörk, því það er jú það sem knattspyman snýst um. Þetta er fyrsti leikurinn sem þessir strákar leika saman og samæfíngin á eftir að vera betri. Við eigum Lúxem- borgara næst nú í október á heima- velli og auðvitað er það von okkar allra að við sigrum í riðlinum og komumst áfram. Ég er þó ekkert allt of bjartsýnn, riðillinn er enn galopinn og allir eiga möguleika á með fram. Ég ætlaði að vera með stutta æfingu, svona klukkustundar langa, daginn fyrir leik, en ferðirn- ar til og frá æfíngavevllinum tóku tvær klukkustundir og mér fannst það of langur tími þannig að ég sleppti henni.“ Hvað með framhaldið? „Ég er að gæla við að æfa einu sinni í viku í vetur, þó ekki væri nema bara til að hópurinn hittist. Síðan verðum við að stefna að því að fá einhveija leiki næsta vor og helst hefði ég kosið að við gætum æft einu sinni í viku næsta vor og sumar, en við verðum að sjá til hvort það tekst.“ að komast áfram en maður vonar bara það besta.“ Sigurður Grétarsson Sigurður Grétarsson, fyrirliði ís- lenska landsliðsins, sagði alltaf erf- itt að veijast eins og liðið hefði lent í að gera í gær. „Sérstaklega þegar við eram að veijast inni í eigin víta- teig. Mér fannst við samt leika skynsamlega og vömin opnaðist lít- ið, og maður var farinn að gæla við annað stigið þegar markið kom. Þegar við „liggjum" svona aftarlega þarf að taka 50 til 60 metra spretti til að taka þátt í skyndisóknum og því voru menn orðnir. þreyttir í lok- in. Næst á dagskránni hjá okkur er Lúxemborg á útivelli næsta vor og vonandi verður annað upp á ten- ingnum þá, en menn skulu ekki gleyma því að það verður erfíður leikur, erfiðari en margir búast við,“ sagði Sigurður. ■ FIMM leikmenn Spartak Moskvu léku með Rússum og tveir fyrrum leikmenn liðsins; Igor Sha- límov, sem leikur nú með Inter og Vasílí Kulkov, sem leikur með Benfica. I SADYRIN undirbjó sig vel fyr- ir leikinn gegn íslandi. Hann kom til Reykjavíkur ásamt upptöku- manni, sem tók upp landsleik ís- lendinga gegn Grikkjum. Sadyrin kom einnig með CSKA Moskvu, þegar. félagið lék gegn Víkingum í Evrópukeppninni. ■ LEIKMENN beggja liða léku með vettlinga í kuldanum í Moskvu í gær. ■ SIGURJÓN Sigurðsson, lækn- ir íslenska liðsins og Þorsteinn Geirharðsson, nuddari, vora með kósakkahúfur sem búið var að næla í hermannamerki. Það vakti athygli að þeir og nokkrir varamenn ís- lenska liðsins vora með loðhúfur, en það var höfuðfat sem sást ekki á varamannabekk Rússa. ■ SIGURÐUR Grétarsson lék sautjánda leik sinn í HM í Moskvu, en Ásgeir Sigurvinsson hefur leik- ið flesta HM-leiki íslendinga, eða 20. Marteinn Geirsson og Atli Eðvaldsson koma næstir á blaði með nítján leiki. ■ ÍSLENSKA landsliðið hefur ekki náð að skora mark í HM- keppninni í 179 mín., eða síðan Hörður Magnússon skoraði sigur- mark Islands, 2:1, í Búdapest. ■ ÞAÐ var Úkraníumaðurinn Sergej Juran sem skoraði fyrsta mark Rússlands í heimsmeistara- keppninni, en Rússar léku sinn fyrsta HM-leik gegn íslendingum í Moskvu. ■ ÁTJÁN leikmenn hafa leikið fyrir ísland í undankeppni HM að þessu sinni. Þar af hafa þrír komið inná sem varamenn. ■ TVEIR leikmenn íslenska liðsins fengu að sjá gula spjaldið í gærkvöldi - Andri Marteinsson og Arnór Guðjohnsen. Fimm leik- menn höfðu fengið að sjá spjaldið áður í keppninni, þannig að sjö leik- menn era komnir á hættusvæði og fá leikbann ef þeir fá annað gult spjald. Leikmennirnir eru Andri, Arnór, Valur Valsson, Kristinn R. Jónsson, Baldur Bjarnason, Eyjólfur Sverrisson og Sigurður Grétarsson. ■ Dmítrí Karin, aðalmarkvörður Samveldisins í EM í Svíþjóð, sem er talinn einn besti markvörður heims, var varamarkvörður Rúss- lands í gærkvöldi. ■ FRAKKAR unnu sannfærandi sigur á Austurríkismönnum 2:0 í París og átti Eirc Cantona stór- leik. Jean-Pierre Papin gerði fyrra markið eftir frábæra sendingu Eric Cantona, sem gerði síðara markið sjálfur eftir fyrirgjöf. Sigur Frakka var síst of stór, þeir yfírspiluðu Austurrikismenn lengst af og gerðu reyndar þijú mörk til viðbót- ar sem vora dæmd af og eins mis- notaði Papin vítaspyrnu - skaut hátt yfír markið. ■ DANIR, sem era Evrópu- meistarar í knattspymu, hafa enn ekki náð að skora í undankeppni HM. í gær _gerðu þeir markalaust jafntefli við Ira í Kaupmannahöfn, en höfðu áður gert 0:0 jafntefli við Lettland og Litháen. írar vora betri í fyrri hálfleik en Danir í þeim seinni. Brian Laudrup var eini leikmaður Dana sem sýndi góðan leik. ■ RICHARD Möller Nielsen, þjálfari Dana, sagðist vera óánægð- ur með jafnteflið en bætti við: „Við eigum enn möguleika á að komast í lokakeppni HM.“ Jack Charlton, þjálfari Ira, var hins vegar ánægð- ur með sína menn. „Þetta var mjög erfíður leikur þar baráttan var aðal- lega á miðjunni.“ Reglulega ánægður - sagði Sadyrin, þjálfari Rússa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.