Morgunblaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 29
 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1992 29 Ekki nýtt að fjármagna rekstur með Framkvæmdasjóði aldraðra - segir Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra SIGHVATUR Björgvinsson heUbrigðisráðherra mælti í gær fyrir lagafrumvarpi varðandi ráðstöfun á fé Framkvæmdasjóðs aldr- aðra. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að rýmkaðar verði heimildir sjóðsstjórnar til að ráðstafa tekjum sjóðsins til reksturs á stofnun aldraðra. Ráðherra segir að því fari fjarri að þetta sé ný hug- mynd. Fyrrum heilbrigðisráðherra hefði gert þetta. Og að áliti Ríkisendurskoðunar umfram það sem honum hefði verið heimilt. í framsöguræðu sinni fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra nr. 82/1989 með síðari breytingu 26. febrúar 1991, sagði heilbrigðisráð- herra Sighvatur Björgvinson að undanfarinn áratug hefði miklu fé verið veitt úr Framkvæmdasjóði aldraðra til að byggja stofnanir fyrir aldraða. Hins vegar væri því ekki að leyna að erfiðleikar við að reka þessar stofnanir hefðu farið sívaxandi. Á árinu 1991 hefði verið gerð sú breyting að heimilað hefði verið að fé Framkvæmda- sjóðs mætti nýta til að reka stofn- anir sem færu í rekstur á miðju ári. í ljósi þess samdráttar sem væri í útgjöldum til heilbrigðis- mála sýndist eðlilegt að rýmka þessa heimild og sömuleiðis fella niður skilyrði um að aldrei mætti verja nema tilteknum hluta sjóðs- ins til nánar tilgreindra verkefna. Heilbrigðisráðherra benti á að á vissum sviðum öldrunarmála væri ástandið víða um land orðið nokkuð gott, svo sem varðandi framboð á dvalarheimilum. Það væri ekki óskynsamlegt að veija fjármunum t.a.m. til að styðja sveitarfélög og heilsugæslustöðvar til að koma á fót og reka heima- þjónustu fyrir aldraða. Heilbrigðis- ráðherra lét þess getið að í trausti þess að þetta frumvarp yrði sam- þykkt, væri í frumvarpi til íj'árlaga 1993 gert ráð fyrir að 160 milljón- um af ráðstöfunarfé sjóðsins yrði varið til rekstrar á stofnunum aldr- aðra en áætlaðar telqur sjóðsins á næsta ári væru 420 milljónir króna. En sjóðnum er aflað tekna með sérstöku gjaldi eða nefskatti á alla skattgreiðendur undir 70 ára aldri. Sjóður gerður upptækur? Ýmsum þingmönnum þótti sú breyting sem frumvarp heilbrigð- isráðherra kveður á um vera vafa- söm, orka tvímælis eða jafnvel ámælis. Guðmundur Hallvarðs- son (S-Rv) kannaðist ekki við gott ástand í dvalarmálum aldraðra í Reykjavík. Svavar Gestsson (Ab- Rv) taldi að með frumvarpinu væri í raun verið að leggja sjóðinn niður, gera hann upptækan í ríkis- sjóð. Ef þetta frumvarp yrði sam- þykkt væri hægt að setja allt ráð- stöfunarfé sjóðsins í rekstur stofn- ana sem eðlilegra væri að fjár- magna með almennri skattheimtu. Svavar og fleiri þingmenn ræddu ýmsa þætti er varða líf og hag aldraðra. Matthías Bjarnason (S-Vf) gagnrýndi t.d. harðlega að mönnum væri við 67 ára aldur ætlað að leggja árar í bát og leggj- ast svo sjálfir í kör eða sjúkrarúm á framfæri hins opinbera. Guðrún Helgadóttir (Ab-Rv) saknaði stefnu í málefnum aldraðra. Marg- ir væru fullfærir til ýmissa starfa á áttræðisaldri og hún var mjög ásátt við að helstu byggingarfram- kvæmdir virtust víða vera „svo- kallaðar þjónustuíbúðir fyrir aldr- aða“. Hér væri oft um hreina blekkingarstarfsemi byggingar- verktaka um að ræða. Ólöglegt fordæmi? Sighvatur Björgvinson heil- brigðisráðherra taldi sér skylt að svara nokkrum þeim spumingum og gagnrýni sem að honum hafði verið beint. Hann vísaði því á bug að verið væri að opna fyrir það að allt fé Framkvæmdasjóðsins yrði tekið frá framkvæmdum og sett í rekstur. Það sem breyttist væri það að ekki yrðu lengur laga- fyrirmæli um hver mörkin skyldu vera. Að sjálfsögðu væri gert ráð fyrir því að ríkisstjórnin gerði grein fyrir því í fjárlögum hveiju sinni hvað hún hygðist nýta mikið fé sjóðsins í rekstur. Eins og hann hefði fyrr gert grein fyrir væri í frumvarpi til fjárlaga næsta árs gert ráð fyrir að nýta til reksturs 160 milljónir króna af þeim 420 milljónum sem væmm áætlaðar tekjur sjóðsins. Ráðherra vildi benda á að það væri ekkert nýtt, menn vildu nýta fjármuni Framkvæmdasjóðs aldr- aðra í tilfallandi rekstur stofnana aldraðra. Fyrirrennari sinn í emb- ætti heilbrigðisráðherra, Guð- mundur Bjamason, hefði hinn 29. apríl 1991, tveimur dögum fyrir stjórnarskipti, ritað bréf til stað- festingar á samkomulagi sem hann hefði gert við þáverandi fjár- málaráðherra, Ólaf Ragnar Gríms- son. í bréfinu hefði verið svo mælt fyrir að 107 milljónir króna af fé Framkvæmdasjóðsins skyldu fluttar til Sjúkratrygginga til að greiða rekstrarkostnað. Þetta hefði verið tæplega þriðjungur af fé sjóðsins. Ríkisendurskoðun hefði af eigin fmmkvæði kannað þetta mál og komist að þeirri nið- urstöðu að þessi tilflutningur væri sagði það rétt að hann hefði ritað bréf 29. apríl 1991 til Sjúkratrygg- ingardeildar Tryggingarstofnunar ríkisins til að heimila að hluta af fé Framkvæmdasjóðs aldraðra mætti veija til reksturs stofnana. Eins og menn vissu þá greiddi þessi deild fyrir rekstur stofnana ** með daggjöldum. Nú upplýsti heil- brigðisráðherra að samkvæmt út- tekt Ríkisendurskoðunar hefði ekki öllum þessum fjármunum verið varið til reksturs nýrra stofn- ana. Fyrram heilbrigðisráðherra komu þessar upplýsingar mjög á óvart. Því fjölmargar stofnanir hefðu breytt um rekstarform. Ver- ið breytt úr dvalarheimilum í hjúkmnarstofnanir eins og hann hefði heimilað og það hefði þýtt aukin útgjöld fyrir þessar stofnan- ir. Guðmundur sagði það vera ^ hugsanlegt að einhveijir fjármunir hefðu farið til rekstur eldri stofn- ana og væri það miður ef það hefði gerst. Honum fannst þá þó ótrúlegt að svo mikið bæri á milli eins og heilbrigðisráðherra hefði nú greint frá. Sighvatur Björg- vinsson heilbrigðisráðherra sagði að bréf fyrirrennara síns hefði gert ráð fyrir 107 milljónum til greiða ótilgreindan rekstrarkostn- að vegna stofnana aldraðra. Með ítrasta góðvilja væri hægt að fínna verkefni fyrir 37 milljónir sem hægt væri að heimfæra undir lög- in. Guðmundur Bjamason sagðist vilja ítreka að það hefði verið eðli-4 legur farvegur fyrir þessa fjár- muni að þeir hefðu farið í gegnum Sjúkratryggingardeild en hann gæti ekki nú rætt þessar tölulegu upplýsingar Ríkisendurskoðunar. Vegna utandagskrámmræðu um málefni Kristnesspítala var þessari fyrstu umræðu um fmm- varp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra nr. 82/1989 með síðari breytingu 26. febrúar 1991 frestað. ekki í samræmi við lagaheimildir. Ríkisendurskoðun gerði ráð fyrir því að 70 milljónir af þessum íjár- munum færðust til baka frá Sjúkratryggingum til Fram- kvæmdasjóðsins þar sem laga- heimildir skorti þar til þess að fé væri greitt úr sjóðnum með þeim hætti sem fyrri ríkisstjóm hefði gert ráð fyrir. Ráðstöfun um 37 milljóna króna mætti rökstyðja með því að lögin heimiluðu að greiða fyrir rekstrarkostnað nýrra stofnana á því fjárlagaári sem þeim væri komið á fót. Guðmundur Bjarnason (F-Ne) fyrmm heilbrigðisráðherra veitt síðar í þessari umræðu andsvar við ræðu Sighvats Björgvinssonar heilbrigðisráðherra. Guðmundur MMfMSI Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra Lítíl nýting á dvalarrými og mik- ill kostnaður á Kristnesspítala FRAMTÍÐ Kristnesspítala var rædd utandagskrár í gær að beiðni Jóhannesar Geirs Sigurgeirssonar (F-Ne). Málshefjandi taldi að ver- ið væri að hætta rekstri spítalans í núverandi mynd. Sighvatur Björg- vinsson heilbrigðisráðherra sagði að ef tækist að ná kostnaði Krist- nesspítala niður undir það sem væri á öðrum sambærilegum stofnun- um gæti spítalinn starfað með óbreyttum hætti fyrir það fé sem væri inn á fjárlögum. Jóhannes Geir Sigurgeirsson (F-Ne) greindi frá ástæðum þess að hann hefði farið þess á leit að málefni Kristnesspítala væm rædd utan dagsskrár. Um mitt sumar hefðu borist fréttir um að í heil- brigðisráðuneytinu væri skoðað að loka spítalanum. Og í útvarpsfrétt- um 8. þessa mánaðar hefði komið fram að í heilbrigðisráðuneytinu væru í athugun miklar breytingar í tengslum við rekstur Kristnesspít- ala og skipuð hefði verið sérstök nefnd í þessu skyni. í nefndinni ættu sæti fulltrúar ríkisspitala, full- trúar frá fjármálaráðuneyti og heil- brigðisráðuneyti, fulltrúar Akur- eyrarbæjar og fulltrúar Ríkisspítal- anna. Aðspurður í viðtali við frétta- mann hefði heilbrigðisráðherra ekki útlokað að rekstur Kristnesspítala yrði lagður niður í núverandi mynd. Jóhannes Geir benti einnig á að forsendur í frumvarpi til fjárlaga gerðu ráð fyrir 40 milljón króna niðurskurði til spítalans, þetta væri þriðjungur af rekstrarfénu. Þetta jafngilti þvi að hætta rekstri í nú- verandi mynd. Jóhannes minntist á skipan þeirr- ar nefndar sem heilbrigðisráðherra hefði greint frá. Nefndarmönnum væri ætlað að fara með nefndar- starfið sem hernaðarleyndamál. Nefndarmenn hefðu enn ekki feng- ið skipunarbréf en drög verið lesin fyrir þá á fyrsta nefndarfundi. Jó- hannes Geir krafðist þess að heil- brigðisráðherra gerði grein fyrir þessu skipunarbréfí. Málshefjandi lagði einnig í sinni ræðu ríka áherslu á mikilvægi þess hlutverks sem Kristnesspítali gengdi í heil- brigðisþjónustunni; umönnun aldr- aðra langlegusjúklinga og endur- hæfíng. Aðrir þingmenn sem tóku til máls lögðu einnig ríka áherslu á mikilvægi endurhæfingardeildar norðan heiða og vitnuðu m.a. til ákvarðana fyrri ráðherra og hinnar íslensku heilbrigðisáætlunar. Framtíð innan fjárlaga Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra sagði að stjómend- um Kristnesspítala hefði verið skýrt frá því með talsverðum fyrirvara að breytingar á rekstri spítalans væra fyrirhugaðar. Á síðasta ári hefði starfað nefnd sem var ætlað að skila tillögum um framtíð spítal- ans. Nefndin hefði skilað tillögum. Hún hefði lagt til að stofnað yrði til sjálfstæðs spítalareksturs um heilsugæslu og öldranarþjónustu á þessu svæði. Önnur tillaga nefndar- innar hefði gert ráð fyrir tilflutn- ingi og starfstengslum við Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri. Af þessum áformum hefði hefði ekki orðið. Heilbrigðisráðherra staðfesti að fmmvarp til fjárlaga næsta árs gerði ráð fyrir 40 milljóna króna lækkun á kostnaði vegna rekstrar Kristnesspítala. Samkvæmt upplýs- ingum heilbrigðisráðuneytisins væri rekstur Kristnesspítala nokkuð dýr; dýrari en annarra sambærilegra stofnanna. Það stafaði m.a. af kostnaði við starfsmannaíbúðir og einbýlishús á staðnum. Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra las skipunarbréf nefndar þeirrar sem nú er tekin til starfa og Jóhannes Geir hafði viljað fræðast nánar um. Þar kom fram að nefndinni er ætlað að gera tillög- ur um framtíð Kristnesspítala og verkefni nefndarinnar er að athuga möguleikana á að leggja starfsemi spítalans niður og vista sjúklinga á öðrum stofnunum norðanlands eða leita annarra leiða til að rekstur Kristnesspítala verði innan þess ramma sem fjárlagaframvarp árs- ins 1993 geri ráð fyrir. Jóhannes Geir Sigurgeirsson vom mikil vonbrigði í að heyra bréf ráðherra til nefndarmanna. Nefnd- inni væri auðheyrilega ætlað að útfæra hluti sem væm ósamrýman- legir hlutverki stofnunarinnar í dag. Sighvatur Björgvinsson heilbrigð- isráðherra skýrði frá því að Krist- nesspítali væri ekki fullnýttur í dag. Skráð rúm á spítalanum væra 53. Fyrstu sjö mánuði þessa árs hefði nýtingin verið 39,1 rúm, og árið áður hefði meðalnýtingin verið 37,5 rúm. Heilbrigðisráðherra ítrekaði að rekstarkostnaður Kristnesspítala væri mjög mikill. Ef tækist að ná kostnaði Kristnesspítala niður undir það sem væri á öðrum stofnunum, gæti spítalinn hæglega starfað með óbreyttum hætti, fyrir það fé sem væri inni á fjárlögum. * Fjöldi annarra þingmanna tók þátt í þessari utandagsskráram- ræðu: Tómas Ingi Olrich (S-Ne), Steingrímur J. Sigfússon (Ab-Ne), Margrét Ástgeirsdóttir (SK-Rv), Guðmundur Bjarnason (F-Ne), Sig- bjöm Gunnarssson (A-Ne), Lára Margrét Ragnarsdóttir (S-Rv) og Valgerður Sverrisdóttir (F-Ne).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.