Morgunblaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 42
42 I MORGUNBLABIB ÆXMMXUDAGUR -15.-OKTÓBER -1-992 - ffcimw * Ást er... 8-27 ... lík öldu sem verður ekki stöðvuð. TM Reg U.S Pat Off.—all righta reserved • 1992 Los Angeies Times Syndicate Jæja, vinur. Þetta er í 10. skiptið sem þú slærð blett- inn... BREF TEL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Barrtré: Islenskir þegn- ar af erlendum ættum Frá Helga Þórssyni: Nú nálgast sá árstími sem barr- trén verða ein um að halda grænum lit í náttúrunni. Kjarrið fellir lauf í haustvindinum og stendur eftir með berar greinar í dimmum litum, án glaðværðarinnar sem fylgir laufinu á sumrin. Síðustu vikur hefur verið mikil litadýrð í lyngi og kjarri, til- efni margra gönguferða og öku- ferða. En svo tekur við sá tími sem birta er minnst og margir nenna varla út að nauðsynjalausu. Þá vet- ur sem snjóar að ráði fyllast geilar í hraunum og móum þannig að lyng og kjarr fer á kaf, hvit auðnin verð- ur bæði kuldalegri og bjartari yfir að líta en brúnleitir móar og svart kjarr. Tré og lyng, þær tegundir sem ekki halda þeim mun fastar í dautt lauf, bera lauf frá því seint í maí eða júní þar til í október, í mesta lagi 5 mánuði á ári. Plöntumar lifa fyrir þann hluta ársins. Það á einn- ig við um margt áhugafólk um nátt- úru og útiveru. Ef það hleypir ekki í sig sérstakri hörku er biðin eftir næsta sumri svona: Fram undir ára- mót er haldið á sér hita við minning- ar sumarsins, síðan er beðið í fáein- ar vikur eftir að daginn fari að lengja svo merkjanlegt sé. Þá fer hestafólk og skíðafólk að stunda sín áhugamál. Tími hestamennskunnar nær fram á haust, skíðaiðkun lýkur eftir sumardaginn fyrsta. Þá taka við fjöruferðir í mánuð til þess að taka á móti vorboðunum, sjá far- fuglana koma. Við teljum gjaman að þeir lifi fyrir sumarið líka og séu að koma heim. Góð svæði í nágrenni Reykjavíkur til þess að viðra hesta og ganga á skíðum eru Heiðmörkin og skógrækt- arsvæðið við Rauðavatn. Gestrisni þessara svæða byggist meðal annars á því að þama era tré. Barrtrén eru skíða- og hestamenn gróðurríkisins. Þau lifa sínu græna lífi síðari hluta vetrar, þrátt fyrir kulda og snjó. Lauftrén híma ennþá og bíða þess að hlýni, þótt þau sýni að þau viti að dagurinn sé að verða lengri en nóttin. Barrtrén era ein um að halda grænum lit í náttúranni. En barrtrén virðast ekki í tísku. heyrst hefur til umsjónarmanna Ás- byrgis segja að þar standi til að útrýma barrtijám á nokkrum áram með því að höggva þau sem jólatré. Spurt hefur verið hvort barrtré eigi heima á Þingvöllum og í Rabbi Les- bókar Morgunblaðsins hinn 10. októ- ber var farið gagnrýnisorðum um gróðursetningu barrtrjáa í kjarr- lendi. Þá er fokið í flest skjól, meira að segja dálk hversdagslegrar skyn- semi í Morgunblaðinu, málsvara skógræktar. Barrtrén hafa sitt hlutverk á ís- landi, hlutverk sem aðrir eiga erfitt með að gegna Þau ljá vetrinum lit og skapa skjól á sumrin fyrir nálægan gróður sem getur þá dafnað betur, hvort sem það er mólendi eða kjarr. Benda má á sláandi dæmi um kjarr, þar sem barrtrjám hefur verið plantað inn á milli, bantrén vaxið upp úr birk- inu, en birkið síðan hækkað þegar skjól var komið af barrtijánum. Útlendingar koma vissulega ekki til íslands til þess að njóta barrtijáa í íslenskri náttúru. Þeir horfa hug- fangnir á auðnina í skamman tíma, brot úr sumri, fara aftur heim í skóg- Frá Jónasi Péturssyni: Ein af stóru minningunum úr bemsku minni og æsku. Ógnvaldur lá oft í lofti yfir æskufólkinu, berkl- amir eða „hvíti dauðinn" eins og oft var til orða tekið. Alda viðnáms fór um Eyjafjörðinn, fyrir 1920 og næstu ár eftir. Ákveðið að reisa heilsuhæli fyrir berklasjúklinga í Kristnesi. Staðurinn valinn í nánd við Reykjahúslaug til hitunar á hæl- inu. Fjársöfnun hafin hjá fólkinu. Hver einasti bær, hver einasti maður gaf af fremstu getu. Tvenn hjón í Hrafnagilshreppi gáfu hvort í sínu lagi stórfé til hælisins. Bæði höfðu þau misst einkasoninn af völdum hvíta dauðans. Á síðustu árum, er ég kem að Kristneshæli, finnst mér ég standa á helgri jörð. Ég minnist hins far- inn og hlýjuna og hafa farið svaðil- for um öræfin. En þessar þarfir ferðamannanna eru allt aðrar og öndverðar þörfum íslendinga sjálfra. Vissulega era barrtré ekki nátt- úrulegur gróður á íslandi í þeim skilningi að hér hafa ekki verið barr- tré á sögulegum tíma nema síðustu tvo eða þijá mannsaldra. Það var ef til vill bara ein tilviljunin í náttúr- unni. Óþarfí er að líta á þá tilviljun sem helgidóm sem ekki megi raska. Margir góðir íslendingar eru fæddir í útlöndum eða eiga erlenda for- eldra, afa eða ömmur. Þeir sem komnir eru langt að setja nýstárleg- an og hressilegan svip á mannlífið. Enginn efast í alvöru um þegnrétt þeirra. Barrtré festa rætur og dafna vel á íslandi, rétt eins og þetta fólk. Þau hafa mikilsvert hlutverk á öllum tímum árs, stundum ein, stundum í félagi við annan gróður. Það þarf að stuðla að útbreiðslu þeirra áfram, viðurkenna hlutverk þeirra, fylgjast með árangrinum, en halda áfram að planta. HELGI ÞÓRSSON, Neðstaleiti 6, Reykjavík. sæla læknis, Jónasar Rafnars, sem lifði það að sjá í raun fegurra hvolf með nær fullum sigri yfir hvíta dauð- anum. Farsælu, traustu, áhugaríku starfsliði, sem ljúfu geði blandaði daglegu lífi. Enn man ég vígsludaginn í haust- veðri. Jónas Jónsson frá Hriflu fulltrúi ríkisstjómar flutti mikla ræðu. Ég man þessi orð, er hann lýsti sjón- hringnum sem knúði átakið: „Að baki býr mikil sorg. Óendanlegt haf af sorg,“ þessi setning segir í raun allt! Velferð byggða, þjóðar, er háð því að fólkið slíti aldrei söguþráðinn. Á tuttugustu öld er Kristneshæli mesta og giftusamasta afrek í ís- lenskri byggð. JÓNAS PÉTURSSON fyrrv. alþingismaður. Lagarfelli 8, Fellabæ. Kristneshæli HOGNI HREKKVISI <5PEROC>RAU«SURlMM HANS FyCR EKKI GÖPAR A16TTÖKUR." Yíkveiji skrifar Mótmælum gegn fyrirætlun stjómvalda um að hætta að endurgreiða virðisaukaskatt af að- föngum til bókagerðar, hafa meðal annars fylgt þau rök, að íslenskan eigi sífellt meir undir högg að sækja gagnvart erlendum máláhrifum og bækur séu ein helsta forsenda þess að þjóðin haldi áfram að nota tungumálið. Víkveiji dagsins hefur raunar talið að stundum sé of mikið gert úr þeirri hættu sem steðji að ís- lenskunni, að minnsta kosti ef mál- far fjölmiðlafólks sé tekið til marks um hana. Um leið viðurkennir Vík- veiji að hann hlustar lítið á svokall- aða ljósvakamiðla nema á fréttatím- um og á morgnana áður en hann fer til vinnu en hann hefur ekki orðið var við annað en að þetta efni sé að jafnaði flutt á þokkalegri íslensku og sama megi segja um flest það sem’ birtist í dagblöðum. En nú hafa efasemdarfræ náð að sá sér í huga Víkverja. Hann hefur upp á síðkastið æ oftar heyrt hnökra á málfari starfsmanna Ijós- vakamiðlanna, vitlausar beygingar og aðrar málvillur. Og Víkveija rak í rogastans fyrir nokkrum dögum, þegar hann heyrði fréttaþulu Bylgj- unnar lesa frétt frá Bandaríkjunum. Þar kom við sögu bandaríska alrík- islögreglan, sem jafnan er skamm- stöfuð FBI. Þessa skammstöfun bar þulan fram: eff bé æ, þar sem æið var greinilega i borið fram á ensku. Gæti þetta verið merki um að hér- lendis sé að verða til einhver ís- lensk-enska? Víkveiji sér sig tilneyddan að andmæla slagorði Visa- íslands um að Visa sé allt sem þurfi á ferðalagi. Víkveiji var ný- lega á ferðalagi í Þýzkalandi, Sviss og á Ítalíu. Hann tók lítið af ferða- gjaldeyri með sér og hugðist treysta á Visa-kortið. Allt gekk það vel á Ítalíu og peningasjálfsalar, sem tóku á móti Visa-kortum voru á öðru hveiju götuhomi. í Sviss og Þýzkalandi var hins vegar alveg undir hælinn lagt hvort hægt var að taka út peninga á Visa-kort. í Sviss voru það nánast eingöngu bankar Schweizerische Bankverein, sem létu reiðufé af hendi fyrir Visa- kort og í Þýzkalandi voru það að- eins Deutsche Verkehrsbank og Citibank. Útibú hvorugs bankans eru á hveiju strái. Víkveiji þurfti einn sunnudag í Þýzkalandi nauðsynlega á reiðufé að halda og leitaði fyrst að Visa-vél í Freiburg. Þar í borg var engin Visa-vél, svo að ekið var áfram til Karlsruhe. Þar var einn Visa-sjálf- sali og hann bilaður. Sama var uppi á teningnum í Mannheim, en þar gafst Víkveiji upp á leitinni. Lærdómurinn, sem hann dró af þessu, er að Visa er ekki allt, sem þarf. Menn þurfa að hafa Evró-kort líka, ætli þeir að ferðast um Þýzka- land og Sviss, því að Evrókorta- sjálfsalar voru á hveiju strái.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.