Morgunblaðið - 15.10.1992, Side 24

Morgunblaðið - 15.10.1992, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1992 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1992 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guftmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Gengið og stöðug- leikinn Kröfur hafa komið fram um gengisfellingu krónunnar síðustu vikumar. Einkum eru það hagsmunaaðilar innan sjávarút- vegsins sem telja lækkun gengisins beztu leiðina til að ráða bót á halla- rekstri. Þessar kröfur hafa ekki hlotið stuðning ríkisstjómar eða Alþýðusambandsins og Vinnuveit- endasambandsins. Hvorki Þjóð- hagsstofnun né Seðlabanki telja efnahagslegar forsendur fyrir gengisfellingu. Stórkostlegasti ávinningur ís- lendinga í efnahagsmálum í marga áratugi er sigurinn yfir verðbólg- unni. Hann hlaust vegna samstoðu verkalýðshreyfíngarinnar og vinnuveitenda, sem leiddi til þjóð- arsáttar. Þjóðarsáttarsamningam- ir marka þáttaskil í efnahagsþróun í landinu og ástæðumar fyrir gerð þeirra vora að óðaverðbólgan var að kollsigla atvinnulífið jafnframt því að kaupmáttur rýrnaði. Víta- hringur víxlverkana verðlags og kaupgjalds skilaði engu en leiddi til veikburða stöðu atvinnuveganna og dró úr atvinnuöryggi. Árangur þjóðarsáttarsamning- anna í febrúar 1990 og endumýjun þeirra á síðasta vori kemur ljóslega fram í eftirfarandi umsögn Þjóð- hagsstofnunar í þjóðhagsáætlun fýrir 1993: „Á fyrstu átta mánuðum þessa árs mældist árshraði verðbólgunn- ar aðeins um 1% og horfur era á að verðbólgan verði 1,5% á árinu öllu. Þetta era lægstu verðbólgu- tölur sem hér hafa sést í áratugi og lægri en í flestum nálægum löndum.“ Stöðugleikinn í efnahagsmálum er að sjálfsögðu jafnmikilvægt markmið og verið hefur og menn geta ímyndað sér ástandið í land- inu ef stórfelldur aflaniðurskurður, úr 320 þúsund tonnum í 205 þús- und tonn, ásamt öðram áföllum hefði riðið yfír landsmenn í óða- verðbólgu. Hvorki atvinnulífið né launþegar hefðu þolað það og þjóð- félaginu hefði verið haldið gang- andi með enn meiri skuldasöfnun erlendis — við væram í svipaðri stöðu og Færeyingar. í kjarasamningunum frá því í apríl sl. segir í 12. grein: „Verði breyting á gengisvið- miðun íslenzku krónunnar er samningurinn uppsegjanlegur með eins mánaðar fyrirvara." Það er því augljóst að gengisfelling nú bryti gegn samningunum. Tals- menn gengisfellingar búast varla við því að hún gangi þegjandi og hljóðalaust fyrir sig. Hún kallar á nýja verðbólguöldu, víxlgengi verðlags og kaupgjalds með til- heyrandi verkföllum, vaxtahækk- unum, minnkandi spamaði og síð- ast en ekki sízt yrði hún alvarlegt sálrænt áfall, sem minnka myndi tiltrú á getu okkar til að reka skyn- samlega efnahagsstefnu. Við núverandi aðstæður ber að fagna því að ríkisstjóm Sjálfstæð- isflokks og Alþýðuflokks hyggst ekki hvika frá stefnu sinni í efna- hags- og peningamálum. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði m.a. í stefnuræðu sinni: „Ríkisstjómin setur sér það meginmarkmið að tryggja áfram- haldandi stöðugleika í verðlags- málum og koma á viðunandi jafn- vægi í viðskiptum við önnur lönd. Við höfum náð verulegum árangri í þessum efnum, árangri sem við megum alls ekki glata. Það er því mikið í húfí. Meginforsenda stöð- ugleikans er áframhaldandi stöð- ugt gengi íslenzku krónunnar. Til þess að treysta gengisfestu er nauðsynlegt að koma í veg fyrir óhóflegan halla á ríkisbúskapnum en hann mundi einnig gera að engu möguleikana á að styrkja stöðu atvinnulífsins með lækkun vaxta.“ Að sjálfsögðu er ekki hægt að þvertaka fyrir gengislækkun um alla framtíð, því afurðaverð á er- lendum mörkuðum og viðskipta- kjör geta breytzt snögglega til hins verra. Þær aðstæður era ekki fyrir hendi nú. Hins vegar er rík ástæða til þess að vinna að auknu frelsi í gjaldeyrisverzlun hér á landi í sam- ræmi við síaukna alþjóðlega sam- vinnu í viðskipta- og efnahagsmál- um, þótt hitt sé rétt að smæð markaðarins setur okkur skorður, eins og bent er á í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag, en þar er fjallað um þessi mál í Torginu. Forsætisráðherra vék einnig að þessum efnum $ stefnuræðu sinni og sagði: „Til þess að auka enn á trúverð- ugleika gengisstefnunnar er einnig þörf á ýmsum skipulagsbreyting- um í gengis- og gjaldeyrismálum og á fj ármagnsmarkaði. Þannig verður að auka áhrif markaðsafl- anna á gengi íslensku krónunnar og koma á gjaldeyrismarkaði. Slíkt þýðir þó alls ekki fráhvarf frá nú- verandi stefnu um stöðugleika í gengismálum. Hún verður áfram óbreytt . . .“ Hugmyndin um gjaldeyrismark- að virðist eiga vaxandi fylgi að fagna og sem dæmi má nefna að í umræðugrundvelli þeim sem Al- þýðubandalagið hefur lagt fram í efnahags- og atvinnumálum segir: „Jafnframt verði forsendur stöð- ugs gengis styrktar til lengri tíma litið með því að koma á fót gjald- eyrismarkaði þar sem breytingar á framboði og eftirspum eftir gjald- eyri hafa áhrif á gengi krónunnar og því þannig leyft að sveiflast innan vissra marka en Seðlabank- inn sjái til þess með stjórntækjum sínum að gengið haldist innan markanna." Slíkar hugleiðingar hefðu þótt mikil tíðindi úr herbúðum Alþýðu- bandalagsins fyrir nokkrum miss- erum og er ástæða til að fagna æ meiri skilningi þeirra og annarra vinstri manna á því hvemig her- fjötrar miðstýringar og þröngrar efnahagsstefnu drepa allt í dróma og draga úr framkvæði til fram- kvæmda. Sveigjanleiki innan kerf- isins er hins vegar ávallt hvetjandi. Hugarfarið helzt óbreytt Bam ornar sér við opinn eld í vetrarkuldanum i Moskvuborg og bíður þess að amman snúi aftur úr mjólkurbiðröðinni. eftir Valeríj Berkov Stórveldið Sovétríkin er liðið undir lok, hugtakið sovétþjóð heyrir einnig fortíðinni til. Við þessar aðstæður má raunar spyija, hvort það sé yfir- leitt réttmætt að tala um homo sovj- eticus eða sovétmanninn? Samkvæmt skilgreiningu er sovétmaður „íbúi Sovétríkjanna", „maður frá Sovétríkj- unum“, og það væri því í sjálfu sér alveg rökrétt að líta svo á, að fyrir- brigðið „homo sovjeticus“ væri þar með horfið af sjónarsviðinu í kjölfar þess að Sovétríkin hafa endanlega verið lögð niður. Sovétmennska enn allsráðandi Reyndin er þó öll önnur. Langvinn einræðisstjóm hefur náð að marka mjög svo djúp spor í þjóðarsálina, og enn eiga eftir að líða mörg ár þar til hið viðtekna sovéska hugarfar fer að láta undan síga fyrir nýjum hugs- unarhætti. Alltaf felst viss hætta í öllum vangaveltum um rótgróin þjóðar- einkenni. Ekki liggja fyrir neinar töl- fræðilegar staðreyndir þar að Iút- andi, og við manntal er til að mynda ekki unnt að gera neina skrá yfír persónuleg einkenni á borð við heið- arleika, vinnusemi, orðheldni, póli- tískan þroska manna o.s.frv. Sá sem því ætlar sér að fara að skrifa eitt- hvað um jafn viðkvæmt efni, á alltaf á hættu að vera annaðhvort sakaður um að vera að sverta allt um of eða þá að leitast við að mála allt rósrautt. Sé því farið út í að lýsa sérkenn- andi þáttum í sálarlífí „homo sovjetic- us“, verður vart hjá því komist að fara fyrst nokkrum orðum um efnið til skýringar og frekari glöggvunar. Þess ber þá fýrst að geta, að Sov- étríkin voru eins og kunnugt er harla sundurleitt samsafn ólíkra þjóða og þjóðarbrota, og hver þeirra ber í stór- um dráttum sin ákveðnu séreinkenni — óþarfí að taka það fram, að mikill munur er á Rússa frá Ivanovo og Úsbéka frá Samarkand; það er munur á Armena frá Spitak og Búijata frá Úlan-Úde. Landsmenn voru og fé- lagslega einkar ósamstæðir og sund- urleitir, þrátt fyrir allan áróðurinn var (og er raunar enn) greinileg stéttaskipting innan þjóðfélagsins og það í mjög verulegum mæli. I þessari grein er hins vegar ætlunin að fjalla að mestu um hina rússneskumælandi miðstétt — sem einnig mætti kalla hina snauðu miðstétt. Vitanlega er ógerlegt að draga nokkum veginn skarpa markalínu milli þess sem kallast mætti sérrúss- neskt og sérsovéskt í sálarlífí ein- hvers manns, og f sjálfu sér getur vart talist réttmætt að taka þá hlið málsins sérstaklega til skoðunar. í reynd var ekki til neinn Sovétmaður sem ekki var samtímis Rússi (eða þá Úkraínumaður, Georgíumaður, Tadsjíki o.s.frv.) — og allir Rússar, Aserar, Mordvínumenn, gyðingar o.s.frv. í sovéska ríkinu voru um leið líka Sovétmenn. Óhætt er að segja, að hugarfar Rússa hafi tekið miklum stakkaskipt- um frá því sem var fýrir byltinguna 1917; það hefur verið stórlega afsk- ræmt meðan ein ægilegasta tilraun mannkynssögunnar til þjóðfélags- legra umbreytinga stóð yfir. Núver- andi hugsunarháttur Rússa og sála- rástand þeirra virðist sprottin af sam- þættingu rússneskrar lyndiseinkunn- ar og grimmdarsögunnar. Það reynist því haldlítið núorðið að ætla sér að skýra dulúð rússnesks sálarlífs með því einu að vísa til verka þeirra Dostojevskíjs og Tolstojs. Þá vil ég og láta þess getið, að sú mynd sem dregin verður upp hér á efiir, getur naumast talist lofsverð fyrir okkur. Um langa hríð hef ég kveinkað mér við að hefjast handa við þessa ritsmíð mína, því hún hlýtur að vera þess eðlis að hún verði talin fela í sér eins konar þjóðar-uppljóstr- un og vissa hneigð til sjálfspyndinga. Hins vegar er það engum raunveru- lega til góðs að fara að fegra stað- reyndir, og okkur er það mikils virði, að utanaðkomandi öðlist skilning á okkur eins og við erum. Margt af því sem hér fer á eftir er skrifað með hryggum huga og heldur skömmustu- lega. En samt, tout comprendre, c’est tout pardonner, að skilja allt er að fyrirgefa allt. Almennt öryggisleysi Sá þáttur sem hvað mest ber á í fari sovétmanns og sem telja verður að flestir eigi sameiginlegan, er sú áleitna tilfínning að vera með öllu varnarlaus og búa við öryggisleysi. Þessi kennd varð til þegar á fyrstu valdadögum ráðstjómarinnar í kjölfar þeirra óteljandi lagabrota og réttarf- arsbrota sem framin voru. Þar ber að nefna hina hrottafengnu borgara- styijöld sem geisaði í landinu eftir byltinguna, svokallaða byltingardóm- stóla, almenna eignaupptöku, leyni- lögregluna tsjeka (síðar GPU, NKVD, MVD og nú síðast KGB), hinn raun- verulega harðneskjulega áratug frá 1930 og fram til 1940, þegar milljón- um manna, þeirra á meðal hinum bestu sonum og dætrum þjóðarinnar, var varpað í fangelsi eða þeir skotnir að undangengum hinum fáránlegustu dómsúrskurðum; réttarhöld yfír helstu forvígismönnum í menntastétt o.s.frv. Þetta ástand hafði það í för með sér, að landsmenn, og það hver og einn þeirra, mátti búast við því hvenær sem var, að hann eða hún hlyti ákæru fyrir hvað sem var og missti við það allt sitt, týndi jafnvel lífínu. Hvers konar barátta gegn hin- um voiduga refsivendi ríkisins var fyrirfram dæmd til að mistakast. Allt þetta farg hefur svo leitt til svart- sýni, andlegrar uppgjafar og forlaga- trúar hjá öllum almenningi. Það mátti fótumtroða almenn, lögboðin mann- réttindi miskunnarlaust og hömlu- laust, og það átti ekki eingöngu við um alla alþýðu manna. Háttsettir menn í þjóðfélaginu hurfu í þá daga gjaman líka, oft eftir skamman starfsferil. Hvernig enduðu t.d. flokksbroddamir í heimaborg minni, St. Pétursborg? Þessir menn sem um hríð máttu teljast allt að því voldugir konungar: Zhdanow, Kozlov, Tol- stikov, Romanov, Zajkov, Solovjov og fleiri. Ekki ber þó að skilja orð mín þannig, að ég sakni þeirra, það væri öllu heldur þvert á móti, en samt sem áður. Einstrengingsleg valdstjórn yfír- valda og fýrirlitning þeirra á allri al- þýðu manna, á hinum nafnlausa manngrúa — þótt þau þættust raunar einmitt vera að vinna að hagsmunum þessa alþýðufólks og í nafni þessarar alþýðu — birtist einnig ljóslifandi á efnahagssviðinu. Líf manna var allt varðað ströngum reglum, fullt af boð- um og bönnum og fyrir hvers kyns yfírsjónir og hugsanleg brot gegn lögum og reglum, sem oft á tíðum voru hinn fáránlegasti samsetningur, gátu refsingar verið afar harðar og þeim hiklaust beitt. Ríkisvaldið eitt vissi, hvað alþýðunni var fyrir bestu og hvemig hag hennar var best borg- ið — og ríkisvaldið hafði alltaf, undan- tekningalaust, á réttu að standa. Þannig var það t.d. þegar bændum var allt í einu stranglega bannað að hafa kýr — en svo tveimur árum síð- ar voru þeir sömu bændur aftur á móti hvattir eindregið til að koma sér upp nautgripastofni, en svo nokkru síðar var slíkt athæfí aftur stranglega bannað o.s.frv., o.s.frv. Það var ekki til neins að ætla sér að bera fram kvartanir. Allt stjómsýslukerfíð var rækilega jámbent með persónulegum tengslum, innbyrðis kvöðum, gagn- kvæmum stuðningi, víðtækri spill- ingu, og síðast en ekki hvað síst með linnulausu, innantómu lýðskrumi. Það var gjörsamlega ósigrandi. Undirokun, kúgun og skortur Sovéskur þegn var ekki einvörð- ungu vanur því, að yfírvöld og leyni- lögregla þjösnuðust á honum að vild. Hann var — og er raunar enn þann dag í dag — alveg varnarlaus gagn- vart öllum þeim sem hann þarf eitt- hvað til að sækja á þessari eða þess- ari stundu, hvort sem það er um að ræða einhvern skriffínn í kerfínu á neðsta þrepi valdastigans eða bara einhveija önuglynda afgreiðslustúlku — svo alls ekki sé minnst á hina meiriháttar valdsmenn eins og lög- regluþjóna við umferðarstjóm eða starfsfólkið hjá tryggingastofnun rík- isins. Fái maður einn á’ann í kerfinu — fái t.d. ekki neina stöðuhækkun í starfí eða fái ekki að ferðast til út- landa, án þess að sú neitun sé rök- studd á nokkurn hátt — þá var ein- ungis tveggja kosta völ: Að rekja harma sína í viðurvist nánustu skyld- menna sinna og/eða vina frammi í eldhúsi — þó ekki fyrr en búið var að taka. símann úr sambandi svona til vonar og vara. Hinn kosturinn er að drekka sig útúrfullan. Reynslan þykir hafa sýnt, að besta lausnin sé þó að taka sambland af báðum þess- um kostum. Í marga áratugi var homo sovjetic- us ekki bara vamarlaus með öllu, heldur einnig ófijáls og öðrum háður. Enn þann dag í dag erum við ekki með öllu orðin fijáls og óháð. Ófrelsið var þá fyrst og fremst félagslegs og andlegs eðlis. Menn fengu ekki færi á að segja skoðun sína, gátu ekki gagnrýnt yfírvöld og forystumennina né andmælt því sem mönnum fannst vera rangt og óréttl- átt; menn fengu ekki að hafa sam- skipti við umheiminn, máttu ekki lesa þær bækur og sjá þær kvikmyndir sem hugurinn gimtist og annað því- umlíkt. Stóri bróðir sem sá alla og fylgdist grannt með öllum sá til þess á einkar áhrifamikinn hátt að þessum boðum og bönnum væri dyggilega framfylgt. Ekki voru höftin og ófrelsið minna á efnahagssviðinu. Þetta var samfé- lag þar sem ríkti stöðugur vöruskort- ur — og sumum hinna þýðingarmeiri lífsgæða var þar úthlutað ofan frá eins og t.d. íbúðum, hressingardvöl á heilsuhælum eða sumardvalarstöðum, síðar meir ferðum til útlanda, bifreið- um o.þ.h. Áratugum saman var þvi þannig varið, að menn gátu ekki keypt sér íbúð í Sovétríkjunum, þar sem það var einungis ríkið sem stóð fyrir íbúðabyggingum. Þessum íbúð- um „úthlutaði" svo stjóm fyrirtækis eða stofnunar. Heimilisfaðir með fjög- urra manna fjölskyldu sem neyddist til að búa í einu 15 m2 herbergi í sambýlisíbúð ásamt með þremur til fímm öðrum fjölskyldum, gat því orð- ið að sætta sig við að vera áfram á biðlista eftir stærri íbúð í ein 10-15 ár. Ef hann á hinn bóginn gerði ein- hvem uppsteyt gegn yfirmanni sínum eða þóknaðist honum ekki í einu og öllu — hvað þá ef hann lenti upp á kant við klúbbstjómina eða við hina allt yfírskyggjandi KGB-leyniþjón- ustu — þá var alltaf hægt að fínna einhvem trúverðugan fyrirslátt til þess að láta slíkan heimilisföður sitja á hakanum við úthlutun á íbúðum. Þeir sem úthlutuðu þessum lífsgæð- um höfðu völdin, þeir sem þurftu á þessum gæðum að halda — og það voru flestir — urðu því að gjöra svo vel að sýna hollustu sína, að minnsta kosti á yfirborðinu. Þetta félagslega, fjárhagslega og andlega helsi hafði eðlilega eins og við var að búast í för með sér mikinn tvískinnung í öllum hugsunarhætti og stuðlaði að pólitískum vanþroska almennings. Enn þann dag í dag er félagsleg fákænska áberandi í fari „homo sovjeticus" og kemur greini- lega í ljós í vissum skorti á jákvæðum og uppbyggilegum hugsunarhætti. í „klíkuskap", skorti á umburðarlyndi gagnvart skoðunum annarra og í fleiru áþekku. Efnalegt ósjálfstæði hefur leitt til þess, að menn gera helst ráð fyrir því að helstu nauðsynjar eigi að koma að ofan frá æðri stöðum, þ.e.a.s. að ríkisvaldinu beri skylda til að leysa málin varðandi nauðþurftir hvers ein- staklings. Jafnvel í því eymdarástandi sem núna ríkir í landinu, eru það enn ósköp fáir sem verða sér úti um ein- hveija aukavinnu til þess að afla meiri peninga handa sér og sínum. Langlundargeð og sókn í sökudólga Allt þetta fargan hefur mjög ýtt undir tvo aðra þætti í hugarheimi sovétmannsins. Annar þessara þátta er mikil þolinmæði og langlundargeð. Úr því að það hefur um svo langan aldur verið gjörsamlega tilgangslaust, já beinlínis hættulegt, að vera með mótlæti, þá er ekki annað að gera en að sætta sig bara við það sem maður þó hefur og láta sér lynda það sem að manni er rétt. Og þetta eru svo sem ekki nein rótgróin rússnesk skapgerðareinkenni eins og margir vestrænir ferðamenn þó álíta, þegar þeir sjá fólk standa sljótt og örþreytt í biðröðum klukkustundum saman í Rússlandi. Flest þetta fólk veit mæta- vel, að það er gjörsamlega gagns- laust að hafa uppi mótmæli, tilgangs- laust að sýna af sér ofsareiði, baða út öllum öngum eða láta óánægju sína og hneykslan í ljós á annan hátt. Okkur er það reyndar jafnlítið í blóð borið að húka í biðröð eins og t.d. íslendingum eða ítölum. Við erum bara tilneydd að gera það. Þar af leiðir, að okkur þykir skynsamlegast að spara kraftana. Hinn þátturinn í hugarfari sovét- mannsins er „fómarlambs-hneigðin", það er að segja sovétmaðurinn lítur afar oft á sig sem fórnarlamb ein- hvers. Öll erum við svo sem fóm- arlömb sjötíu ára langrar óstjómar einræðisins, því verður ekki á móti mælt, en það er einkennandi fyrir ríkjandi viðhorf, að í daglegum sam- skiptum sín á milli Iq'ósa menn frem- ur að ausa úr skálum reiði sinnar yfír viðurstyggilegum lýðræðissinn- um eða þá á hinn bóginn yfír þessum fjandans lífseigu gamal-kommúnist- um, skriffínnum, Kákasusbúum, gyð- ingum, fólki frá Eystrasaltslöndunum eða þá yfír þeim óréttláta yfírmanni sem maður situr uppi með og annað í þeim dúr. Menn vilja fremur nöldra þannig í stað þess að hefjast sjálfír handa við að gera eitthvað til að bæta ástandið. Hnípin og vonsvikin þjóð Þessi þjóð sem frá aldaöðli hefur verið þekkt fyrir hreinskilni sína, alúð í viðmóti og gestrisni, er núna þreytt, tæp á taugum og vonsvikin. Og það er því miður ástæða til að tala um vissa tilhneigingu til ruddamennsku í framferði almennt, þó ekki megi skilja það á þann veg, að við séum orðin eins og glefsandi úlfar í sam- skiptum innbyrðis eða við útlendinga. Því fer fíarri. En því er þó ekki að neita, að við erum orðin rustalegri í viðmóti við náunga okkar. Óánægjan er oftast látin bitna á þeim sem eru einhvers staðar í nánd í það og það sinnið — samferðamaðurinn í strætis- vagninum, sá sem stendur fyrir fram- an mann í biðröðinni, nágranninn sem hefur stillt sjónvarpstækið of hátt o.s.frv. Yfirleitt má segja, að þjóðarvitund- in hafí verið nærð og henni viðhaldið á goðsögnum. Um margra ára skeið hefur þjóðin verið mótuð og alin upp í ýmiss konar goðsögnum: Að ríkj- andi þjóðskipulag væri hið einasta réttláta, að einkaeign væri meinsemd og að einungis sameign ætti rétt á sér, að bara fátæklingar gætu verið hinir sönnu forvígismenn réttrar hug- myndafræði, að Sovétmenn væru hin- ir kappsömustu lestrarhestar og menningarlegasta fólk í heimi o.s.frv. Og því er ekki að neita, að þessi al- menna forheimskun bar ávexti og þessir ávextir eru beizkir. Mitt í amstri og armæðu hversdagslífsins þar sem fólk eyðir óhemjulöngum tíma í að komast á og frá vinnustað í troðfullum strætisvögnum eða spor- vögnum, hímir í biðröð klukkustund- um saman, lætur svo líða úr sér fyr- ir framan sjónvarpsskjáinn, erþví enn þann dag í dag haldið blákalt fram, að í menningarlegu tilliti séum við miklu ríkari en Vesturlandabúar. Það gætir tvíhyggju í viðhorfum okkar til annarra þjóða. Annars vegar þjáist homo sovjeticus af minnimáttar- kennd, því þrátt fyrir allan áróðurinn var mjög mörgum fullljóst, að þær þjóðir sem „engdust undir hinu ómannúðlega oki auðvaldsins" voru auðugri og fijálsari. Hins vegar átti sá áróður sem sífellt magnaðist upp og grobbaði af raunverulegum afrek- um sovétþjóðfélagsins, greiðan að- gang að hugum og hjörtum verulega mikils hluta þjóðarinnar. Og það er í sjálfu sér bara eðlilegt, að fólk skuli vilja vera stolt af föðurlandi sínu. Úr því að við gátum ekki grobbað af því að vera fijáls og velefnuð, þá mátti þó alltaf nefna, að Júrí Gagar- in var fyrsti geimfarinn í veröldinni, að ballettinn okkar er alveg einstakur í sinni röð. En eitt veitir okkur óum- deilanlega ástæðu til að fyllast stolti, en það er sigurinn yfír Þýzkalandi nazismans. Og það er nú ekkert smá- ræði. Heilmikið hefur verið skrifað um fyrirbrigðið sovétmanninn — það efni er nánast óþijótandi. Margir skrif- finnar, bæði hérlendis og erlendis, nota nafngiftina „homo sovjeticus" sem hvert annað skammarheiti. Það sem fram hefur komið hér að framan í grein minni er heldur ekki neinn lofsöngur. í sjúku samfélagi getur á hinn bóginn ekki neinn heilbrigður hugsunarháttur verið ríkjandi. Eigi að lækna samfélagið, verður sjúk- dómsgreiningin að vera hlutlæg, sama hversu hryggileg hún kann að verða. Táknar það sem hér hefur verið sagt að framan, að al.lt í fari sovét- mannsins sé ljótt og forkastanlegt? Nei, því er engan veginn þannig var- ið. Hér hefur einungis verið fjallað um þá þætti í sálarlífi okkar sem sovézkt stjómarfar á sök á. Allt hið góða sem einkennir skapgerð svo margra af samborgurum mínum — eins og ósvikin föðurlandsást og rík tilfínning fyrir samfélagsheild allt að sjálfsfóm fyrir sameiginlegum mál- stað, áhugi á hinum eilífu viðfangs- efnum mannkynsins, hreinskilni, hóg- værð, gestrisni, höfðingsskapur — allir þessir eiginleikar em ennþá við lýði, þrátt fyrir hina opinberu hug- myndafræði sem ríkjandi var og ekki átti rætur sínar að rekja til þessara mannkosta. Við göngum núna í gegnum eitt versta tímabil í sögu okkar. Já, við emm snauð, örþreytt, og pólitískt vanþroska; höfum ekki lengur vanist því að þurfa fyrst og fremst að treysta á okkur sjálf. En stöðugt fleiri Rúss- ar gera sér orðið ljóst, að við emm að öðlast heilbrigði aftur eftir lang- varandi og alvarlegan sjúkdóm. Við verðum að hætta bæði að vanmeta okkur og ofmeta okkur sjálf. Við emm hvorki nein guðs-útvalda þjóð né heldur þjóð sem guð hefur snúið baki við í vandlætingu; við emm stór- brotin þjóð sem hefur hlotið einkar sorgleg örlög. Nú veitir söguleg þróun okkur tækifæri, og það tækifæri verð- um við að hagnýta. Við verðum að vinna — vinna af kappi, samvizkusamlega og sýna af- kastagetu. Það er okkar einasta bjargráð út úr ógöngunum. Valerjj Pavlovitsj Bérkov er fædduríSt. Pétursborgþar sem hann er og búsettur. Hann er prófessor í n orrænum fræðum við Háskólann í St Pétursborg og forstöðumaður Norrænu stofn unarinnar. Höfundur „íslenzk-rússneskrar orðabókar“ (1962), „Rússnesk-norskrar orðabókar yfir fleyg orð“ (1980), viðamikillar „Rússnesk-norskrar orðabókar" (19S7) og hefur skrifað Qölda greina og bóka um norræn fræði ogalmenn málvísindi. Hefur þýtt fagurbókmenntir á rússnesku, m.a. Njálssögu, verk eftirA. Kielland, S. Hoel, T. Vesaas, svo og eftirislenzka nútimahöfunda. Meðlimur Norsku vísinda- akademíunnar (frá 1988). Fischer klúðraði uim- inni stöðu í jafntefli Skák Karl Þorsteins ÓTRÚLEG handvömm Bobby Fischers varð til þess að honum mistókst að bæta einum sigri við í einvíginu gegn Boris Spasskij. Fischer var tveimur peðum yfir í drottningaenda- tafli en tefldi óvarlega og Spasskíj tókst að halda jafntefli eftir 84 leiki. Fischer hefur enn- þá sjö vinninga í einvíginu gegn þremur hjá Spasskíj. Sá telst sigurvegari í einvíginu sem fyrr sigrar i tiu skákum. Skákin í gær fylgdi lítt troðnum slóðum. Tefld var sikileyjarvörn og í þriðja leik breytti Spasskíj útaf sautjándu einvígisskákinni. Fischer tefldi framhaldið rólega en Spasskíj af miklum krafti og var fljótur að ýta peðunum áfram á kóngsvæng áður en hann hrók- eraði. í miðtaflinu urðu skemmti- legar sviptingar þar sem Fischer barðist með biskupaparinu auk þungu mannanna gegn riddara og biskup Spasskíjs. Færi Spasskíjs virtust síst lakari framan af uns hann framkvæmdi vanhugsaða riddaratilfæringu, sem bæði var tímafrek og veikti stöðu hans. Fischer valdi ekki skarpasta áframhaldið en hagnýtti sér slæm mistök Spasskíjs í 29. leik. Þá vann hann peð og annað skömmu síðar. Staðan virtist auðunninn en Spasskí barðist á hæl og hnakka og tókst að halda jafntefli eins og áður sagði. Tuttugasta skákin í einvíginu verður tefld í Belgrad í dag og þá stýrir Spasskíj hvftu mönnun- um. Hvítt: Bobby Fischer. Svart: Boris Spasskíj Sikileyjarvörn 1. e4 - c5, 2. Rc3 - Rc6, 3. Rge2 — e5 í sautjándu einvígisskákinni lék Spasskíj 3. e6 og áframhaldið var 4. g3 — d5, 5. exd5 — exd5, 6. Bg2. 4. Rd5 - Rge7, 5. Rec3 - Rxd5, 6. Rxd5 - Be7 Skákin hefur fylgt bókarfræðum hingað til en nú breytir Fischer útaf og velur biskupnum reit á g2 í stað þess að leika honum til c4. Spasskíj bregst við af hörku. 7. g3 - d6, 8. Bg2 - h5, 9. h4 - Be6, 10. d3 — Bxd5, 11. exd5 - Rb8, 12. f4 - Rd7, 13. 0-0 - g€, 14. Hbl - f5, 15. b4 - b6, 16. bxc5 — bxc5, 17. c4 — 0—0 Svartur þarf ekkert að óttast þeg- ar hér er komið sögu. 18. Da4 - Bf6, 19. Hb7 - Rb6, 20. Db5 - Hf7, 21. Hxf7 - Kxf7, 22. Bd2 - Hb8, 23. Dc6 - Rc8? Eðlilegra var að leika 23. Hc8. Eftir 24. Db7+ - Hc7, 25. Da6 - Dc8 er staðan í jafnvægi og 24. Db5 — Hb8 er einföld endurtekn- ing á stöðunni. 24. Hel - Re7, 25. Da4 - Dc7, 26. Kh2 Þessi kraftlausi leikur kom á óvart og olli vonbrigðum. Ekki verður betur séð en hvítur geti þvingað fram mjög vænlega stöðu eftir 26. Ba5! Áframhaldið virðist svo gott sem þvingað 26. Dc8, 27. fxe5 — Bxe5, 28. Hxe5! — dxe5, 29. d6 - Hbl+, 30. Kh2 - Hb2!, 31. dxe7 — Da8, 32. e8D — Dxe8 og nú getur hvítur valið á milli þess að leika 33. Dxe8+ eða 33. Da3 í báðum tilvikum með góða sigur- möguleika. 26. exf4, 27. Bxf4 - Be5, 28. He2 - Hb6, 29. Kh3 - Rg8? Ekki er gott að segja hvort Spasskíj hefur yfírsést næsti leikur hvíts eða einfaldlega vanmetið af- leiðingarnar. Hann hyggst koma riddara sínum fyrir á f6 þar sem hann stendur vel, en hvítur lumar á öflugum leik. Því hefði Spasskíj átt að reka drottninguna frá a4- reitnum með Hb4 annað hvort núna eða í síðustu leikjum. 30. Hxe5I - dxe5, 31. Bxe5 - De7 Eftir 31. Dxe5? 32. Dxa7+ fellur hrókurinn á b6 í næsta leik og svartur er einfaldlega tveimur peð- um undir og með gjörtapaða stöðu. 32. d6 - Hxd6, 33. Bxd6 - Dxd6 34. Bd5+ - Kf8, 35. Dxa7 - Re7, 36. Da8+ - Kg7, 37. Db7 - Kf8, 38. a4 - f4, 39. a5 - fxg3, 40. a6 - Df4, 41. Bf3 - Rf5 Spasskíj berst með kjafti og klóm. Hann getur ekki almennilegá stöðvað hvíta frípeðið á a-línunni og verður því að leita færa nærri hvíta kóngnum. Fischer teflir hins vegar af öryggi . 42. De4 - g2, 43. Dxf4 - glD, 44. Be4 - Dal, 45. a7! - Dxa7, 46. Bxf5 - gxf5, 47. Dxf5+ - Kg7, 48. Dg5+ Hvítur hefur gjöranna stöðu með tveimur peðum yfír. Hann þarf aðeins að gæta sín á þráskákar- hættu. Undir flestum kringum- stæðum hefði svarti liðstjórnand- inn gefíst upp, en Spasskíj kýs að tefla taflið til enda. Svo sannarlega rétt ákvörðun! 48. Kf8, 49. Dh6+ - Kg8, 50. Dxh5 - Dc7, 51. Dg6+ - Kh8, 52. Df6+ - Kg8, 53. De6+ - Kh8, 54. Dd5 - Df7, 55. Kg2 Drottninguna mátti hvítur vita- skuld ekki drepa því þá er svartur patt. 55. Dg6+, 56. Kh3 - Df7+, 57. De5+ - Kh7, 58. Kg4 - Dg6+, 59. Kf4 - Dh6+, 60. Kf3 - Dg6 61. De4 - Kh8 62. Ke2 - Dd6 63. De3 - Dh2+ 64. Kdl - Dhl+ 65. Kd2 - Dh2+ 66. Kc3 - Dxh4 67. d4 - Kh7 68. d5 - Df6 69. Kc2 - Dd6 70. Dg5 - Kh8 71. Kd2 - Db6 72. De5+ - Kg8 73. De8+ - Kg8 74. Db5 - Dc7 75. Kc2 - Kf8 76. Da6 - Dh2+ 77. Kb3 - Db8+ 78. Db5 - Dc7 79. Ka3 - Da7+ 80. Kb3 - Ke7 81. Kc2 - Kd8 82. Kd2 - Dc7 83. Da6 - Df4 84. Kc2 - De4+

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.