Morgunblaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1992 45 STAÐAN: Belgía ....4 Rúmenía ....3 Wales ....3 Tékkóslóvakía... ....2 Kýpur ....3 Færeyjar ....5 5. RIÐILL: 4 4 0 0 7 1 8 3 1 0 2 2 2 2 Moskva, Rússlandi: Rússland - ísland..................1:0 Sergei Juran (64.). 12.000 STAÐAN: Grikkland..........2 2 0 0 2: 0 4 Ungveijaland.......2 1 0 1 4: 2 2 Rússland...........1 1 0 0 1: 0 2 ísland............4 1 0 3 2: 4 2 Lúxemborg..........1 0 0 1 0: 3 0 Næstu leikir: 28. október: Rússland - Lúx- emborg, 11. nóvember: Grikkland - Ung- veijaland. 6. RIÐILL: París, Frakklandi: Frakkland - Austurriki.............2:0 Jean-Pierre Papin (8.), Eric Cantona (77.). 39.186. STAÐAN: Buúlgaria..........3 2 0 1 5: 2 4 Svíþjóð............2 2 0 0 3: 0 4 Frakkland....'.....2 1 0 1 2: 2 2 Austurríki.........1 0 0 1 0: 2 0 Finnland...........2 0 0 2 0: 4 0 Israel............0 0 0 0 0: 0 0 Vináttulandsleikur Dresden, Þýskaland: Þýskaland - Mexíkó.................1:1 Rudi Völler (58.) - Luis Roberto Alves (72.). 28.000. Ikvöld Handknattleikur 1. deild kvenna: Austurberg: Fylkir-Grótta..kl. 18:30 Valsheimilið: Valur - Selfoss..kl. 19 2. deild karla: Austurberg: Fylkir - Fjölnir...kl. 20 Seltj’nes: Grótta - KR......kl. 20 Varmá: UMFA-Ögri...............kl. 20 /mBnR FOLX ■ RUDI Völler kvaddi félaga sína í þýska landsliðinu með því að skora mark Þýskalands í jafnteflisleik, 1:1, gegn Mexíkó í Dresden. Það var hans 44. mark í 85 landsleikj- ) um. Mexíkó náði að jafna rétt eftir að Vðller hafði farið af leikvelli. Áhorfendur hylltur hann ákaft, ) enda hefur Völler verið geysilega vinsæll. Lothar Matthaus lék í gær í fyrsta sinn með landsliðinu í sjö mánuði. I FYRIR leikinn gaf Völler fé- lögum sínum síma og faxtæki til að þeir gætu haft samband við hann á ferðum landsliðsins. Einnig gaf hann þeim myndabók um Bandaríkin, en þar ver Þýskaland heimsmeistaratitil sinn 1994. H OLAF Thon lék í nýju hlut- verki með þýska liðinu, eða sem aftasti vamarleikmaður. Þá lék Stefan Effenberg sem leikstjóm- andi. ■ PÉTUR Mnrteinsson, leikmað- | ur U-21 árs landsliðsins sem lék með Leiftri á Ólafsfirði í 2. deild sl. sumar, verður áfram með liðinu ) næsta sumar. Frá þessu var gengið í gær. Faðir hans, Marteinn Geirs- son, bjálfar liðið áfram. ) H ÞÖRIR Bergsson var aðstoðar- maður Kjartan Mássonar, þjálfara Keflavíkurliðsins, sl. keppnis- tímanil, en ekki Sigurður Björg- vinsson eins og hefur komið fram. Sigurður verður aftur á móti að- stoðarmaður Kjartans næsta keppnistímabil. FELAGSLIF íþróttaskóli bama fþróttaskóli fyrir böm verður starfræktur I KR-heimilinu á laugardagsmorgnum f vet- ur. Kl. 10 fyrir þriggja og fjögurra ára börn og kl. 11 fyrir fimm og sex ára. Mark- mið skólans er að gefa bömum kost á fjöl- breyttu og vönduðu hreyfinámi þar sem þau fá svalað hreyfiþörf sinni í jákvaiðu og hlý- legu umhverfi. Yfimmsjón með skólanum hafa Janus Guðlaugsson fþróttakennari og námsstjóri f fþróttum og Jóhann Amarson fþróttakennari við Vesturbæjarskóla. Þeim til aðstoðar verður fagfólk frá KR. Skóla- gjald fyrir hvert tímabil, sem er tíu skipti, er kr. 3.500. Skráning hefst f félagsheimili KR við Frostaskjól t dag og stendur fram á föstudag, kl. 17 - 19. Fyrsti tfminn er á laugardaginn. Úr fréttatilkynningu. HANDKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ Stórieikur Magnúsar færði ÍR aðeins annað stigið Petr Baumruk jafnaði fyrir Hauka þegar aðeins fjórar sekúndur voru eftir „ÉG ER ósáttur við leik okkar en ánægður með jafnteflið. Við vorum lélegir þegar á heildina er litið, hlupum ekki aftur í vörnina og náðum aldrei al- mennilega tökum á leiknum," sagði Páll Ólafsson leikmaður Hauka, eftir að lið hans gerði jafntefli við ÍR, 26:26, í Haf nar- firði í gærkvöldi. „En þetta er auðvitað erfitt þegar mark- maðurinn [Magnús Sigmunds- sonj ver eins og hann gerði,“ bætti Páll við, en Magnús átti sannkallaðan stórleik í marki ÍR, varði alls 21 skot og þar af fjögur vítaköst. ÆT IR-ingar náðu fljótt undirtökunum í leiknum og má það helst þakka áðumefndum markmanni þeirra, sem varði tvö vítaköst í Stefán einni og sömu sókn- Eiríksson inni hjá Haukum á skrifar fyrstu mínútum leiksins. ÍR-ingar komust mest í þriggja marka forskot í fyrri hálfleik og höfðu tveggja marka forystu í leikhléi, 11:13. Haukar voru hótinu skárri í síðari hálfleik. Þeir náðu að jafna þegar tíu mínútur voru liðnar, og var leikurinn í jámum lengi vel áður en ÍR-ingar náðu aftur tveggja marka forskoti. Lokamínútan var dramatisk; Haukar vom einu marki undir og fengu vítak- ast þegar 46 sekúndur voru eftir, en Magnús Sigmundsson varði vítakast- ið frá Halldóri Ingólfssyni glæsilega. ÍR-ingar náðu ekki að nýta sér síð- ustu sókn sína til að tryggja sér sig- ur, Haukamenn komust í hraðaupp- hlaup, fengu dæmt aukakast og fjór- um sekúndum fyrir leikslok skoraði Petr Baummk jöfnunarmarkið nán- ast af línunni, og þannig lauk leikn- um. „Þetta var grátlegt því við þurftum' ekki að tapa þessu stigi," sagði Brynj- ar Kvaran þjálfari ÍR eftir leikinn og var allt annað en sáttur. Lið hans lék vel og sýndi að það er engin tilviljun að það er í toppbaráttunni í fyrstu deild. Magnús Sigmundsson átti stjörnuleik í markinu eins og áður hefur verið vikið að, og Ólafur Gylfa- son stóð sig vel í vöm og sókn. Petr Baumruk var frábær í sókninni hjá Haukum, skoraði ellefu mörk, og Páll Ólafsson var einnig dijúgur. „Spilum ekki sem lið“ Valur mátti þakka fyrir á ná jafn- tefli, 23:23, gegn Þór að Hlíðar- endanum í gærkvöldi. „Við eram ekki að spila sem lið, þetta em bara sex einstaklingar að leika sér bæði í vöm og sókn. Ráðaleysið var algert í sókninni því menn gera ekki það sem er lagt fyrir þá,“ sagði Geir Sveinsson, leikmaður Vals. Fyrri hálfleikur einkenndist af löngum og oft ráðalausum sóknum enda vom báðar vamir mjög grimm- ar. „Það er harka á línunni en ég ætla ekkert að kvarta yfir þvf, en sjá ekki ósköpin sem ganga á á línunni," sagði Geir. Síðari hálfleikur var svipaður nema harkan jókst er leið á leikinn og dóm- ararnir misstu tökin og harka hljóp í leikmenn. Valsmenn vom marki yfir þar til ein og hálf mínúta var eftir þegar Þórsarar ná að gera þrjú mörk í röð og ná eins marks forskoti en Jón Kristjánsson jafnaði úr vítak- asti þegar 20 sekúndur voru eftir. Guðmundur Hrafnkelsson mark- vörður var langbestur Valsmanna fyrir hlé en Dagur Sigurðsson og Jón Kristjánsson áttu góða kafla eftir hlé. Geir var öflugur í vörninni en vandlega gætt í sókninni. „Ég er ánægður með stigið en við vildum bæði og það hefðum við gert með eðlilegu jafnvægi í dómum því hlutdrægnin var mikil. Við gerðum mistök en færri en dómaramir. Um Stefán Stefánsson skrifar Morgunblaðifl/Þorkell Róbert Rafnsson ÍR-ingur sækir að marki Hauka í gærkvöldi. miðjan seinni hálfleik þegar við vor- um tveimur mörkum undir var ég hræddur um að þetta myndi springa en með því að lemja hópinn saman og nýta færin og bæta vömina hafð- ist þetta. Við komum suður til á ná í bæði stigin og þó að Val sé spáð titli og okkur falli var enginn munur á þessum blessuðum liðum,“ sagði Hermann Karlsson sem varði frábær- lega. Jóhann Samúelsson var ágætur í sókninni og Finnur Jóhannsson í vöminni. Blrglr tryggöl Vfklngi sigur tíu sek. fyrir leikslok Þetta er frábær sigur eftir gríðar-' lega baráttu. Handboltinn var kannski ekki fallegur fyrir áhorfend- ur en það skiptir ekki RáSigfúsi máh í svona sigri. Við G. Gunnarssyni byijuðum mun betur ÍEyjum en gerðum eins og venjulega, missum niður þá forystu. En við náðum að komast inn í leikinn aftur bæði af eigin getu og klaufamistökum Eyja- manna og sigra í leik sem gat endað á hvorn veginn sem var,“ sagði Gunn- ar Gunnarsson, þjálfari Víkinga eftir eins marks sigur á ÍBV 19:20 í Eyj- um. Leikurinn fór rólega af stað og um miðjan fyrri hálfleik vom Víkingar einu marki yfír 5:6. Þá fór lið ÍBV í gang og lék eins og það best getur og náði fjögurra marka forskoti und- ir lok hálfleiksins. Gunnar Gunnars- son náði að klóra í bakkann fyrir Víkinga með vítakasti við lok leik- tfmans og því fóm Víkingar með þijú mörk á bakinu í stað fjögurra til leik- hlés. Eyjamenn náðu ekki að fylgja góð- um leikkafla eftir í síðari hálfleik. Ekki leið á löngu þangað til Víkingar vom búnir að jafna leikinn og þannig hélst leikurinn fram á síðustu sekúnd- umar. Eyjamenn komust yfir 19:18 en tvö síðustu mörkin voru Víkinga og það var línumaðurinn illviðráðan- legi Birgir Sigurðsson sem gerði sig- urmarkið þegar tíu sekúndur vom eftir. Á lokasekúndunum fengu Eyja- menn tvívegis færi á að jafna, skot Björgvins Rúnarssonar fór í stöngina og það þegar þijár sekúndur vom eftir stilltu Eyjamenn í aukakast fyr- ir Sigurð Gunnarsson sem skaut rétt framþjá. Lukkan var því Vfkings megin í leik sem var hörkuspennandi. Vamarleikur liðanna var lengst af góður. Erlingur Richardsson átti góð- an dag hjá IBV ásamt Sigmari Þresti sem lék frábærlega á köflum. Lið ÍBV sýndi það í þessum leik að liðið er á réttri leið þrátt fyrir tapið. Hjá Víkingum var Birgir Sigurðs- son potturinn og pannan í sókninni og Álexander Revine varði oft vel, sérstaklega úr opnum fæmm. Stórleikur Ingvars skóp sigur Stjömunnar Stórgóð markvarsla Ingvars Ragnarssonar réði úrslitum í leik Stjömunnar og Fram í gær- kvöldi. Ingvar varði UIIIHHBI 21 skot og hreinlega Eiðsson „lokaði“ Sfjörhu- skrifar markinu á mikilvæg- um augnablikum í síðari hálfleiknum. Hann átti stærst- an þátt f sex marka sigri Stjömunnar 28:22 í leik sem var í járnum allt þar til á lokamín. Ingvar skellti marki Stjömunnar í lás þegar staðan var 19:20 Fram í hag og á sjö mínútna kafla skomðu Garðbæingar fímm mörk án svars. Undir lokin reyndu gestimir örvænt- ingafullar tilraunir í vöminni, þær gáfust ekki vel og sigur Stjömunnar varð þvf stærri en efni stóðu til því leikurinn var hnífjafn frá fyrstu mín- útu. Leikmenn beggja liða börðust vel í vöminni en féllu oft f þá gryfju að nota sóknarleikinn til að hvíla sig. Af þeim sökum var sóknarleikur lið- anna oft ekki áferðafallegur, auk þess sem bæði lið nýttu illa breidd vallarins, hornin vora lítið notuð en mesta kappið lagt á að bijótast inn um miðjuna. Auk Ingvars átti Skúli Gunnsteins- son góðan dag hjá Stjömunni. Hann var í góðri gæslu Jón Orvars en nýtti tækifærin f sókninni vel þegar þau gáfust auk þess sem hann var hreyf- anlegur í vöminni. Stærsti höfuðverkur Fram var sóknarleikurinn en hann batnaði nokkuð með tilkomu Atla Hilmars- sonar í síðari hálfleiknum. Sigtryggur átti góðan leik í markinu í fyrri hálf- leik og Jason, Karl og Páll gerðu laglega hluti þó enginn þeirra sé far- inn að blómstra. Mikið munar um fjarvem Gunnars Andréssonar sem er meiddur í baki. Læknar vita ekki hvað hijá hann og allt er því á huldu með hvenær eða hvort hann leikur með liðinu í vetur að sögn Atla Hilm- arssonar þjálfara. „Við höfum verið óheppnir og gætum allt eins verið með sex stig í deildinni. Ég er ekki svartsýnn þrátt fyrir stöðuna en það er ljóst að við þurfum að bíta á jaxl- inn,“ sagði þjálfari Framliðsins sem er eitt á botninum og hefur ekki enn hlotið stig í deildinni. FH-ingar halda sínu striki FH-ingar deila efsta sætinu með Val eftir sigur á KA-mönnurh á Akureyri í gærkvöldi, 24:23. „Við ___________ vorum lélegir í fýrri hálfleik en í síðari Seynir hálfleik gekk mun skrifar°n betur °g það nægði til að tryggja okkur sigur," sagði Gunnar Beinteinsson, leikmaður FH. KA-menn mættu ákveðnir til leiks og höfðu undirtökin allan fyrri hálfleikinn og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 11:9. Vöm KA var n\jög sterk í fyrri hálfleik sem^ og markvarslan, en Iztoc Race varði tíu skot í fyrri hálfleik. í síðari hálfleik vom FH-ingar ákveðnari og náðu að jafna um miðjan hálfleikinn og í framhaldi af því tveggja marka forskoti. Á lokamínútunum var mikil spenna í loftinu er KA-menn minnkuðu mun- inn í eitt mark og áttu kost á því að jafna, en það gekk ekki upp og máttu þeir horfa á eftir báðum stig- unum til Hafnarfjarðar. Bestur KA-mann var Iztoc Race í markinu og einnig var vömin góð en sóknin var ómarkviss. Hjá FH- ingum var Sigurður Sveinsson best- ur og einnig átti Bergsveinn ágætan leik. " Stórsigur HK á Selfossi Góð markvarsla Magnúsar Inga Stefánssonar og ákveðinn vamarleikur HK liðsins sló Selfyss- inga útaf laginu og skapaði stórsigur Sigurður HK á Selfossi 24:31. skrifar Selfyssingar vom tveimur mörkum yf- ir í hálfleik og virtust hafa öll tök á leiknum en HK-menn komu tví- efldir til Ieiks í seinni hálfleik og gerðu strax fimm mörk í röð. Þessu forskoti náðu Selfyssingar aldrei að minnka heldur misstu HK-liðið-. í hraðaupphlaup og forskotið jókst. Það var eins og gott spil Selfýss- inganna úr fyrri hálfleiknum hyrfi þegar HK-liðið kom lengra út í vörninni. Það var eins og við mann- inn mælt að þegar Magnús tók að veija hvert skotið af öðm og hrað- aupphlaupin gengu upp þá blómstr- aði leikur HK-manna. „Þegar markvarslan er slök og vamarleikurinn líka þá er ekki hægt að vinna leik. Við fundum ekki svör við varnarleik þeirra núna og náðum ekki að skapa færi,“ sagði Einar Þorvarðarson þjálfari Selfossliðsins að leik loknum. „Það gekk allt upp hjá okkur í síðari hálfleik, bæði vamarleikur- inn, markvarslan og hraðupphlaup- in sem við náðum. Þessi leikur sýn- ir að við getum náð langt með góð- um leik,“ sagði Rúnar Einarsson fyrirliði HK-liðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.