Morgunblaðið - 15.10.1992, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 15.10.1992, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FTMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1992 35 af og leggja gott til allra, sem voru honum skyldir eða tengdir. Tengsl hans við yngstu kynslóð ljölskyld- unnar rofnuðu aldrei. Hann fylgdist með því hvað unga fólkið hafði fyr- ir stafni í námi og leik. Langafa á Fomhaga 17 er nú sárt saknað á mínum bæ. Pálmi var tvíkvæntur. Hann átti einn son, Pétur, fyrir hjónaband og þijár dætur, Elínu, Sólveigu og Helgu og soninn Áma Jón meðfyrri konu sinni Tómasínu Kristínu Áma- dóttur. Erfiður sjúkdómur lagði hana að velli langt um aldur fram, en bömin lifa öll föður sinn. Seinni kona Pálma, sem nú lifir mann sinn, er Ágústa Júlíusdóttir. Þau þjuggu sínu búi lengst af á Fomhaga 17. Síðustu árin var Pálmi heilsuveill og þá var Ágústa hans stoð og stytta. Hún hjúkraði honum líka af einstakri nærgætni og elsku síðustu vikumar á sjúkra- húsinu og létti honum stundimar meira en orð fá lýst. Ég færi Ágústu, bömum Pálma og öliu frændliði innilegar samúðar- kveðjur. Einar Sigurðsson. í dag verður til moldar borinn frá Dómkirkjunni í Reykjavík Pálmi Hannes Jónsson. Hann andaðist á Borgarspítalanum 3. þ.m. eftir nokkurra vikna sjúkrahúsvist. Pálmi var fæddur á Nautabúi í Lýtingsstaðahreppi 10. október 1902 og vantaði því aðeins 7 daga í nírætt er hann andaðist. Hann var sjöunda bam sæmdarhjónanna Sólveigar Eggertsdóttur og Jóns Péturssonar, en alls áttu þau 13 böm, sem öll komust til fullorðins- ára, að einu undanskildu, sem dó á sjötta ári. Vom systkinin glæsi- legt mannkostafólk eins og þau áttu kyn til og urðu kunnir og mætir þjóðfélagsþegnar. Sólveig og Jón vom bæði af kunnum ættum, hún í föðurætt komin af hinum ágætustu mönnum svo sem Skúla fógeta, Sveini Páls- syni og marga fleiri mætti þar til nefna, og auk þess af hinni al- kunnu Reykjahlíðarætt, en móður- ætt hennar var úr Ámessýslu og af góðu bergi. Jón var hins vegar af Valadalsætt, sem þekkt er fyrir fjölmargt, landsþekkt kjamafólk, sem frá henni er komið. Börn Jóns og Sólveigar vom þessi í aldursröð: Eggert Einar, athafnamaður í útgerð og fleiru, kvæntur Elínu Sigmundsdóttur, Pétur, gjaldkeri hjá Trygginga- stofnun ríkisins, tvíkvæntur, f.k. Þómnn Sigurhjartardóttir, s.k. Helga Moth (þýsk), Jón, bóndi á Hofi á Höfðaströnd, kvæntur Sig- urlínu Bjömsdóttur, Hólmfríður, húsfreyja á Akureyri, gift Axel Kristjánssyni, kaupmanni og ræðis- manni, Páll, dó fimm ára gamall, Jórunn, matráðskona á Vífilsstöð- um, Pálmi, sem hér er fjallað um, Steinunn húsfreyja á Akureyri, tví- burasystir Pálma, gift Sigurbimi Þorvaldssyni, bifreiðastjóra, Pálína, kaupkona á Akureyri og Reykjavík, Bjöm Axfjörð, bóndi á Felli í Sléttu- hlíð, kvæntur Sigurbjörgu Tómas- , dóttur, Ólafur, landbúnaðarráðu- nautur, Marbæli í Hofshreppi, kvæntur Ástu Jónsdóttir, Herdís, húsfreyja á Selfossi, gift Leó Áma- syni, og Stefán, kennari og búnað- ERFIDRYKKJUR Perlan á Öskjuhlíð mrrr* simí 620200 d&'ieytútyti'i, n 1&, Opið alla daga frá kl. 9- 22. arráðunautur, kvæntur Sesselju Jóhannsdóttur. Af þessum systk- inahópi er nú Herdís ein á lífi. Pálmi ólst upp hjá foreldrum sín- um á Nautabúi og hef ég oft heyrt til þess tekið hve mannvænlegur og þróttmikill systkinahópurinn þótti. Lætur að líkum að róstusamt hafí getað verið þar sem margir, hraustir strákar ærsluðust í þröng- um húsakynnum og hafi þá reynt mest á húsfreyju, en hún var hlý og mild og hafði yfir þeirri festu að ráða að úrskurðir hennar vom jafnan lög á heimilinu. Um ferm- ingaraldur kenndi Pálmi alvarlegr- ar slæmsku í mjöðm og varð af þeim sökum að dvelja árlangt á Sauðárkróki undir læknishendi. Var hann þar í skjóli föðurbróður síns og nafna, Pálma Péturssonar, kaupmanns. Fékk hann litla bót á meini sínu og má segja að það hafi angrað hann meira og minna alla ævi. Var hann síðan heima um nokkurt skeið hjá foreldrum sínum uns hann hóf nám í Samvinnuskól- anum. Þar lauk hann námi eftir tvö ár en var síðan eitt ár í Verslunar- skóla íslands en réðst svo þaðan til starfa árið 1921 hjá Kveldúlfí hf. og varð það upphafið að hans ævistarfi, sem hann gegndi í fímm- tíu ár, lengst af skrifstofustjóri. Félagið var stórveldi á íslensku athafnasviði með mikil umsvif í togaraútgerð, fiskvinnslu, síldar- bræðslu og fleiru og hvfldi því á honum mikil ábyrgð. Hann var töluglöggur svo af bar og vel að sér í öllu því, sem að reiknings- haldi laut. Hann rækti störf sín af miklum dugnaði og trúmennsku og naut mikils trausts eigenda fyrir- tækisins. Þegar starfsemi Kveldúlfs lagð- ist niður lauk um leið starfi Pálma þar, eins og annarra starfsmanna félagsins. En eftir það vann hann um átta ára skeið hjá tollstjóraemb- ættinu í Reykjavík en hætti þar störfum 1979 fýrir aldurs sakir. í þessu. síðasta starfi sínu fékkst hann nokkuð við handskriftir og var mjög dáðst að hve fögur rit- hönd hans var, svo aldraðs manns. Pálmi var tvíkvæntur. Árið 1926 gekk hann að eiga Tómasínu Krist- ínu Árnadóttur bónda í Gerðakoti á Miðnesi Eiríkssonar, f. 17. maí 1899. Þeim varð fjögurra bama auðið, en þau eru: Elín, blaðamaður og rithöfundur, ógift, Sólveig, skrifstofustjóri, var gift Inhgólfi Páli Steinssyni, þau skildu en eiga tvö böm, Árni Jón, kennari, kvænt- ur Evu J. Júlíusdóttur, sálfræðingi, þau eru bamlaus og Helga, sviðs- stjóri, gift Helga Samúelssyni og eiga þau tvö börn. En áður en Pálmi kvæntist átti hann son með Þórunni Einarsdóttur, Pétur, við- skiptafræðing, sem kvæntur er El- ínu Bjarnadóttur og eiga þau átta böm. Seinni kona Pálma er Ágústa Júlíusdóttir frá Eyrarbakka, f. 1. september 1922, og lifir hún mann sinn. Þau eru barnlaus. Það varð fjölskyldunni þungt áfall er Tómasína veiktist skyndi- lega á besta aldri og varð upp frá því verulega lömuð og síðustu árin bundin hjólastól þar til yfir lauk. Hún naut jafnan í veikindum sínum einstakrar alúðar og umhyggju eig- inmanns síns og barnanna og bar ávallt böl sitt með ótrúlegu æðru- leysi og reisn. Hún andaðist 10. júH 1953. Ágústa og Pálmi giftust árið 1961. Reyndist hún honum hin ágætasta kona í hvívetna þótt ald- ursmunur væri nokkur og sýndi honum frábæra umhyggju ekki síst þegar aldurinn færðist yfír hann. Einn er sá þáttur í ævi Pálma, sem ekki verður framhjá gengið, en var honum ætíð hjartfólgið hugðarefni, en það er hesta- mennskan. Sem Skagfírðingur ólst hann að sjálfsögðu upp við dálæti á hestum og var Jón, faðir hans, annálaður hestamaður og átti með- al annars gæðinginn Stíganda, sem var eiganda sínum einkar kær og var landsfrægur á sínum tíma. Bræður Pálma voru einnig miklir hestamenn og komu sumir mjög við sögu hrossaræktar í landinu þar sem Eggert stofnaði hrossarækt- arbú að Kirkjubæ á Rangárvöllum, sem Stefán stjómaði síðan. Er Kirkjubæjarstofninn nú talinn vera eitt besta hestakyn landsins. Pálmi mun lengst af hafa átt góða reið- hesta og unað sér í tómstundum sínum við umönnun þeirra og að fá sér reiðsprett. Hygg ég að með hestunum hafi hann átt einhverjar sínar sælustu stundir og entist hon- um áhuginn á þeim meðan heilsan leyfði. Hann var félagi í Hesta- mannafélaginu Fáki og kjörinn þar heiðursfélagi. Ég, sem þessar línur rita, átti því láni að fagna að kynnst Pálma og hitta hann alloft á lífsleiðinni þótt þau kynni væru ekki verulega náin, þar sem við bjuggum hvor á sínu landshorni. Ég kynntist honum fyrst er ég varð tengdasonur systur hans, Hólmfríðar, og urðu þau kynni strax til þess að ég fékk mætur á manninum. Varð mér fljótt ljóst að þar var maður, sem kunni glögg skil á mörgum sviðum; hvort sem um var að ræða við- skiptamál eða andleg viðfangsefni. Hann var alvörumaður en átti þó ekkert síður til glaðværð og gam- ansemi þegar svo bar undir. Þegar hann á sumrum dvaldi á Hjalteyri vegna starfs síns hjá Kveldúlfi kom hann og fjölskylda hans stöku sinn- um á heimili okkar hjóna og þóttu þau góðir gestir. Ef ég ætti að lýsa Pálma eins og hann kom mér fyrir sjónir yrði það eitthvað á þessa leið, auk þess, sem ég hef áður á minnst: Hann var hár maður og grannvaxinn, kvikur í hreyfingum með svipmikið yfirbragð og haukfr- án augu. Yfir honum var ávallt mikil reisn, hann gekk teinréttur og fór ekki hjá því að persónan vakti athygli hvar sem hann fór. Skilst mér að þessi óvenjulega reisn hafi enst honum fram undir ævilok. Áður en ég lýk þessum línum vil ég minnast þess að tvíburasyst- ir Pálma, Steinunn, andaðist 23. apríl á þessu ári. Þau voru hvort öðru mjög kær og er það athyglis- vert að þau verða næstum því sam- ferða af þessum heimi komin fast að níræðu. Entust þau lengst systkinanna, þótt þau væru þau einu af hópnum, sem áttu við nokkra vanheilsu að stríða í æsku. Blessuð sé minning þeirra beggja. Við Sólveig sendum frú Ágústu, börnum Pálma og fjölskyldum þeirra hugheilar samúðarkveðjur. Gísli Konráðsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ÓSKARS ÞÓRARINSSONAR, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði. Katrín Gísladóttir, Haukur Helgason, Ásgerður Óskars og aðrir aðstandendur. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför LAUFEYJAR EINARSDÓTTUR. Þorsteinn Kárason, Diana Ragnarsdóttir, Margrét Káradóttir, Sigurbjörn Kárason, Lusille Kárason, Anna Hafsteinsdóttir, Hreinn Hjartarson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faöir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR INGIMUNDARSON fyrrverandi kaupmaður, Lynghaga 10, andaðist föstudaginn 9. október á öldrunardeild Landspítalans. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 16. október kl. 15.00. Katn'n R. Magnúsdóttir, Grétar Ó. Guðmundsson, Erla S. Kristjánsdóttir, Inga H. Guðmundsdóttir, Magnús Guðmundsson, Jón M. Björgvinsson, Signý Guðmundsdóttir, Hannes Björgvinsson og barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EYJÓLFUR JÓNSSON lögfrœðingur, Naustahlein 9, Garðabœ, lést í Landspítalanum sunnudaginn 11. október. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 16. október kl. 13:30. Guðrún Guðgeirsdóttir, Katrín Eyjólfsdóttir, Ármann Gunnlaugsson, Vigdís Eyjólfsdóttir, Guðjón Elíasson, Brynjólfur Eyjólfsson, Guðgeir Eyjólfsson, Kristfn Ingibjörg Geirsdóttir og barnabörn. + Faöir okkar og tengdafaðir, SIGURJÓN EIRÍKSSON fyrrv. eftirlitsmaður vitanna, Hlaðhömrum 2, dvalarheimili aldraðra, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju föstudaginn 16. október kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hlífarsjóð S(BS. Fyrir hönd aðstandenda, Helgi Sigurjónsson, Eiríkur Grétar Sigurjónsson, Jóna Þorvaldsdóttir. + Elskuleg frænka okkar, ELÍNBORG FINNBOGADÓTTIR fyrrverandi yfirmatráðskona Borgarspítalans í Reykjavík, sföast til heimilis á Háaleitisbraut 44, Reykjavfk, sem lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, aðfaranótt föstudagsins 9. októ- ber, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 16. októ- ber kl. 10.30. Aðstandendur. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AÐALHEIÐAR VALDIM ARSDÓTTUR frá Hellissandi, Reynimel 90. Jóhanna Elfasdóttir, Elsa J. Elíasdóttir, Rfn Elíasdóttir, Dagný Elíasdóttir, Valdimar Elíasson, Jón Steinn Elfasson, Björg Elíasdóttir, barnabörn og Kristján Alfonsson, Guðmundur Tómasson, Bjarni Egilsson, Ólafur B. Ólafsson, Guðrún Einarsdóttir, Laufey Eyjólfsdóttir, Róbert Óskarsson, barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð, hlýhug og vináttu við and- lát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og lang- afa, RUNÓLFS JÓNS SIGURÐSSONAR, Skjólbraut 1a, Kópavogi, fyrrverandi bónda í Húsavík, Strandasýslu, Stefanía Grfmsdóttir, Grímur S. Runólfsson, Katrfn Oddsdóttir, Sigfríður Runólfsdóttir, Guðjón Andrésson, Agnar H. Runólfsson, Óli S. Runólfsson, Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, Ragnheiður K. Runólfsdóttir, Lýður I. Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.