Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C 71.tbl. 81.árg. FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Misvísandi yfirlýsingar Rúslans Khasbúlatovs, forseta rússneska þingsins Kveðst vilja samstarfvið Borís Jeltsín Moskvu. Reuter. RÚSLAN Khasbúlatov, forseti rússneska þingsins, lýsti yfir í gær, að hann styddi ekki ákæru á hendur Borís Jeltsín forseta fyrir stjórnarskrárbrot en nokkru síðar réðst hann harkalega á utan- ríkisstefnu hans og stjórnarinnar og kallaði hana taglhnýting vest- rænna rílga. Hann bætti því svo við, að hann og þingið væru tilbú- in til samstarfs við Jeltsín ef hann viðurkenndi mistök sín. Fallist áfrið Sameinuðu þjóðunum. Reuter. LEIÐTOGAR múslima og Króata í Bosníu undirrituðu í gær samning um frið í landinu en hann kveður á um skiptingu þess milli þjóðarbrotanna og skipan bráðabirgðastj órnar. Höfðu múslimar áður hafn- að samkomulaginu en sam- þykki þeirra er mjög mikil- vægt vegna þess, að nú standa Bosníu-Serbar einir í vegi fyr- ir, að bundinn verði endi á blóðbaðið í landinu. Noregur EBkann- ar svikin Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. FULLTRÚAR Evrópubanda- lagsins, EB, hafa verið í Noregi til að kanna skjöl, sem hafa gert fiskútflytjendum kleift að selja erlendan fisk innan EB sem norskan. Kom þetta fram í blaðinu Verdens Gang í gær. Getur þetta mái leitt af sér gíf- urlegar tollsektir og takmark- anir við útflutningi norsks fisks til EB. Fyrr í mánuðinum komu tveir menn frá svokallaðri „svikadeild" EB til Óslóar til að skoða útflutn- ingsvottorðin og höfðu sjálfir í fórum sínum gögn um, að tölum um útflutning Norðmanna annars vegar og um innflutning til EB- ríkja bæri engan veginn saman. „Ef tollsvikin gagnvart Evrópu- bandalaginu eru jafn stórkostleg og blaðið heldur fram erum við í alvarlegum málum. Það er um sjálfa æruna að tefla og heldur óskemmtileg staða í þeim viðræð- um, sem standa fyrir dyrum um aðild okkar að EB,“ sagði Ketil Börde, fulltrúi norska utanríkis- ráðuneytisins, í viðtali við Verdens Gang í gær. „í hreinskilni sagt, ég styð ekki, að þingið ákæri Jeltsín fyrir stjóm- arskrárbrot. Slík ákæra hlýtur ávallt að vera síðasta úrræðið og á því á ekki að byrja,“ sagði Khasb- úlatov á fréttamannafundi í gær en í viðtali við rússneska sjónvarp- ið í gærkvöld réðst hann á utanrík- isstefnu Jeltsíns og sagði hana „al- gerlega undirgefna" stefnu vest- rænna ríkja. Sagði hann, að Rússar hefðu áhyggjur af hvað þeir nytu lítillar virðingar á alþjóðavettvangi. „Kannski verðum við að biðja um „bláhjálmana" (gæsluliða Sam- einuðu þjóðanna) til að koma á lög- um og reglu. Viljum við það?“ spurði Khasbúlatov. Khasbúlatov lauk síðan viðtalinu með því að lýsa yfir, að hann og þingið væru tilbúin til samstarfs við Jeltsín. „Ef hann ávarpar þing- ið og segir: Mér skjátlaðist. Við skulum sættast og mynda saman stjórn, sem fær að starfa í friði,“ þá munum við ná því samkomu- lagi, sem þjóðin væntir," sagði Khasbúlatov. Jeltsín flutti sjónvarpsávarp í gærkvöld og sagði, að kæmist full- trúaþingið, sem kemur saman í dag til að ræða ákæru á hendur honum, að „sögulega rangri“ niðurstöðu myndi það hafa hörmulegar afleið- ingar og Aleksíí II, patríark rúss- nesku rétttrúnaðarkirkjunnar, skoraði á Jeltsín og andstæðinga hans að semja sátt, annars væri hætta á borgarastyijöld í Rúss- landi. Reuter Hvert liggur leiðin? RÚSSNESKIR hermenn æfa gæsagang í Moskvu með rauðu stjörnuna í baksýn. Þrír æðstu yfirmenn öryggismála í Rússlandi vöruðu í gær herinn við að blanda sér í valdabaráttuna, sem nú á sér stað í landinu, og sögðu, að hann yrði að halda sig innan þess ramma, sem stjómarskráin markaði honum. Karpov, fyrrum heimsmeistari í skák, í samtali við Morgunblaðið Kasparov klúðraði málum Jan Timman segist reiðubúinn að tefla um heimsmeistaratitilinn „ÉG hef ekki fengið formlegt tilboð um þátttöku í einvígi um heimsmeistaratitilinn og hef því ekki mikið að segja á þessu stigi, þarf fyrst að fá pappírana í hendurnar,“ sagði Anatólíj Karpov, fyrrum heimsmeist- ari i skák í samtali við Morgunblaðið í gær. Alþjóðaskáksambandið (FIDE) hefur ákveðið að bjóða Karpov og Hollendingnum Jan Timman að tefla um titilinn eftir að hafa svipt Garrí Kasparov heimsmeistara og Englendinginn Nig- el Short réttinum til að tefla um hann. Karpov staðfesti að fulltrúar FIDE hefðu rætt við sig í síma um þátttöku í einvígi en vildi ekki segja hvemig hann hefði brugðist við. - En nú sagði Timman í samtali við Morgun- blaðið að hann væri fús til að tefla við þig og hann hefði gefið FIDE munnlegt svar um það. „Ja, þú færir mér fréttir og þakka þér fyrir það,“ sagði Karpov og hýrnaði yfír honum. „En ég vil helst ekki segja af eða á fyrr en ég fæ formlegt boð í hendur og sé hvað hangir á spýt- unni. Kasparov ber ábyrgð á klúðrinu. Hann vildi fá að ráða ferðinni, gerði tilraun til að taka ráðin af FIDE og viidi, að einvígið færi fram í Bandaríkjunum en það var engin trygg- ing fyrir verðlaunafénu. Hún fylgdi hins vegar tilboði Manchester," sagði Karpov. Tefla í London í september „Það gildir einu þó FIDE hafi svipt okkur rétti til að tefla um titilinn. Okkar einvígi fer fram í London í september," sagði Nigel Short í sam- tali við Morgunblaðið í gær. -Nú er Timman fús að tefla við Karpov og staðfestir það ekki klofning meðal skákmanna? „Jú, það viðurkenni ég, en þeim er guðvel- komið að tefla,“ sagði Short og hló við. „Verðið þið þá ekki illa settir eftir einvígið ef þið hafið ekki atvinnuskákmennina með ykk- ur. Hafið þið ekki málað ykkur út í horn? „Það er of snemmt að segja. Það er afar ólík- legt að sættir takist úr þessu milli okkar og FIDE. Það er hins vegar ásetningur okkar að he§a nýja heimsmeistarakeppni þegar einvíginu lýkur, án afskipta FIDE. Við munum bjóða til hennar öllum sem vilja,“ sagði Short. Sjá „Timman vill tefla við Karpov," á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.