Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1993 SUND Morgunblaðið/Kristinn Ragnheiður Runólfsdóttlr á bakkanum í gærkvöldi. Ragnheiður Runótfs- dóttir útí kuldanum RAGNHEIÐUR Runólfsdóttir, sem hafði sett stefnuna á Smáþjóðaleikana á Möltu og Evrópukeppnina í sumar, er ekki á meðal keppenda á ís- landsmótinu í sundi innan- húss, sem hófst í gærkvöldi. Hún sagðist hafa orðið að velja á milli keppni og þjálfara- starfsins, en krakkarnir hefðu forgang, sem þýddi að öll keppnisáform væru hrunin. Ragnheiður, sem er þjálfari og framkvæmdastjóri ÍA, sagði að stjóm deildarinnar hefði sett sér stól- inn fyrir dymar. Hún hefði viljað æfa og keppa áfram samhliða starf- inu, sem hefði átt að ganga með því að ráða annan aðstoðarþjálfara eins og verið hefði fyrir áramót. Stjórnin hefði ekki viljað það, en boðið henni að hafa þjálfaraskipti við aðstoðar- mann sinn og sjá eingöngu um yngri krakkana. Aðstoðarmaðurinn hefði ekki verið tilbúinn að taka við eldri hópnum og ekki hefði verið hægt að ganga að þessum kosti. Ragnheiður hefur náð lágmarki í 100 m og 200 m baksundi á Evrópu- mótinu í sumar, en sagði að eftir þetta væri óvíst um þátttöku, en ljóst væri að hún yrði ekki með á Smá- þjóðaleikunum. „Ég er svekkt og það er leiðinlegt hvernig mál hafa þró- ast, en ég vil ekki láta þetta bitna á krökkunum og held mínu striki með þá.“ Söngsveitin Fflharmónía flytur Árstíðiraar eftir J. Haydn í Langholtskirkju laugardaginn 27. mars 1993 kl. 16.00 og sunnudaginn 28. mars 1993 kl. 16.00. Einsöngvarar: Inga Backman, sópran. Gunnar Guðbjömsson, tenór. Bergþór Pálsson, baritón. Konsertmeistari: Szymon Kuran. Stjórnandi: Úlrik Ólason. Aðgöngumiðar í bókabúðinni Kiiju, Háaieitisbraut 58-60 og við innganginn í Langhoitskirkju. Morgunblaðið/Sverrir Víkingur meistari í eldri flokki Nýlokið er Islandsmóti í eldri flokki í handknattleik. Víkingar urðu íslandsmeistarar annað árið í röð. Víkingamir unnu alla leiki sína í mótinu. Fremri röð frá vinstri: Einar Jóhannesson, Eggert Guðmundsson, Kristján Sigmundsson, Stefán Halldórsson og Ásmundur Kristinsson. Efri röð frá vinstri: Páll Björgvinsson, fyrirliði, Viggó Sigurðsson, Steinar Birgis- son, Hafliði Kristinsson, Rósmundur Jónsson, Ámi Indriðason, Guðmundur Kristinsson og Óskar Þorsteinsson. Fjarver- andi voru Þorbergur Aðalsteinsson, Ólafur Jónsson og sr. Pálmi Matthíasson. 1t GÓDM FERMIii J Casio herra- og dömuúr -mikið úrval frá kr. 2.990 Supertech ferðatæki m/útvarpi og geislaspilara - glæsilegttæki á góðu verði Supertech Cr 28L útvarps- og vekjaraklukka kr. 2.990 Supertech CD 2000 heyrnatæki kr. 1.790 Philips HS 260 rakvél kr. 4.990 „ kr. 16.900 Philips hárblásarar- mikið úrval Philips hárliðunarjárn HP 4461 Philips Aq 5210 útvarps- frá kr. 1.690 kr. 1.690 og segulbandstæki kr. 7.490 Heimilistæki SÆTÚNI 8 • SÍMI: 69 15 15 • KRINGLUNNI • SÍMI: 69 15 20 og umboðsmenn um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.