Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1993 31 Olafur Líndal Finn- bogason — Minning Fæddur 29. mars 1922 Dáinn 17. mars 1993 Við viljum minnast ástkærs afa okkar, Dalla, sem lést í hörmulegu slysi hinn 17. mars síðastliðinn er bát, sem hann var á, hvolfdi og tveir menn létu lífið. Sitjum við eftir harmi slegin og skiljum ekki tilganginn með þessu skyndilega fráhvarfi. Afi okkar var mjög glaðlyndur og hress að eðlisfari en hógvær þegar hann sjálfur átti í hlut. Þegar við komum í heimsókn var ávallt tekið vel á móti okkur og slegið á létta strengi. Eins var það er eitthvert okkar hringdi þá var svarið hjá hon- um ævinlega: Slökkvistöðin. Eða þegar við spurðum eftir ömmu þá var hún annað hvort á skíðum eða í veiðitúr að hans sögn. Sjómennskan var líf hans og yndi. Hann byrjaði snemma á unglingsár- um til sjós og stundaði sjóinn allt sitt líf. Fyrir tveimur árum hugðist hann hætta sjómennsku, en sjórinn togaði í hann, enda erfitt að sitja aðgerða- laus eftir að hafa unnið sleitulaust allt sitt líf. Afi okkar átti áhugamál fyrir utan sjómennskuna sem voru stangveiði og ijúpnaveiði og stundaði hann hvort tveggja þegar færi gafst. Við kveðjum nú okkar ástkæra afa og þökkum samverustundimar sem við fengum að njóta með honum. Það er okkar trú að nú sigli hann á sléttum sjó á öðrum miðum. Við biðj- um góðan Guð að geyma afa og styrkja ömmu í hennar miklu sorg. Og munum við varðveita minningu hans að eilífu í huga okkar. Þegar brotnar bylgjan þunga, brimið heyrist yfír §öll, • þegar hendir sorg við sjóinn, syrgir, tregar þjóðin öll, vertu ljós og leiðarstjama, lægðu storm og boðaföll, líknargjafínn þjáðra þjóða, þegar lokast sundin öll. (J. Magnússon) Hvíli ástkær afi okkar í friði. Friðrik, Karvel, Jóna, Jónína, Asa, Jóel, Olga og Ragnheiður. Mitt skip er lítið, en lögurinn stór og leymr þúsundum skeija, en granda skal hvorki sker né sjór því skipi er Jesú má veija. Minning Haraldur Sigurðsson Fæddur 8. janúar 1934 Dáinn 22. mars 1993 Okkur langar í örfáum orðum að minnast kærs tengdasonar og vinar. Ekki datt okkur í hug, síðast þegar við sáum Harald, kátan og hressan, að það væri svona stutt í lokadag- inn. Þessi flensa og slen var þá sá illvígi sjúkdómur sem fellir svo marga. Við viljum að leiðarlokum þakka Haraldi allt sem hann hefur gert fyrir okkur. Þegar eitthvað bjátaði á var hann alltaf boðinn og búinn til hjálpar, hann var vinur í raun og alls trausts verður. Sérstaklega vilj- um við minnast þess hversu góður og hjálpsamur hann var þegar tengdafaðir hans átti við sama sjúk- dóm að stríða. Hafþór á eflaust eftir að sakna Halla afa. En hann veit að hann fór upp í himininn til Jesú til að hjálpa honum að passa litlu börnin sem eru hjá honum. Elsku Gunna, Diddi, Árni, Kolla og Sigurður Baldur. Sorg ykkar og söknuður er mikill, við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur og hjálpa yfir erfitt tímabil sem nú fer í hönd. Okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þórunn, Murnma, Selma og Hafþór Örn. AMERÍSK RÚM veldu AÐEINS ÞAÐ BESTA MEST SELDU RÚMDÝNURNAR í U.S.A. Marco, Langholtsvegi 111. Sími 680 690 húsgagnaverslun í dag fer fram jarðarför afa míns, hans Dalla, eins og hann var alltaf kallaður, sem lést af slysförum 17. mars. Þegar ég hugsa til baka fínnst mér óbærilegt að fá ekki að .hafa hann lengur hjá mér. Hann var svo ungur í anda, léttur og kátur. Alltaf var hann að spauga við okkur krakkana. Ef okkur vantaði eitthvað var hringt í afa og alltaf var svarið já. Hann keyrði okkur út og suður ef með þurfti. Afí hefði orðið 71 árs á morgun. Það er sárt að geta ekki farið niður á Suðurgötu og drukkið með honum afmæliskaffið eins og við vorum vön að gera á þeim degi. Ekki þekki ég neinn sem hugsaði eins vel um smáfuglana og afi gerði. Hann gaf þeim mörgum sinnum á dag alla tíð. Afí kom oft í heimsókn. Hann gekk einn hring í stofunni og var svo farinn. Svona var afí. Eg bið guð að styrkja ömmu í þessari miklu sorg. Hún er búin að missa svo mikið. Hún missti elsta son sinn, Gísla, og nokkrum mánuðum seinna dó sonur hans, Orri. En hún á góðar minningar um þá. Að leiðarlokum langar mig til að þakka afa mínum samfylgdina og þá hlýju sem hann veitti mér. Bless- uð sé minning hans. Auður Líndal. Mig langar til að kveðja elskulegan langafa minn, hann Dalla. Þegar ég var í pössun hjá langömmu og afi var heima leyfði hann mér að koma með sér í bíltúr. Fórum við þá oftast niður á bryggju og líka niður á Breið og skoðuðum við þar gamla báta og sagði hann mér hvað þeir hétu. Hann leyfði mér líka að vera hjá sér þegar hann var að vinna við að skera af netum. Langafi sagði mér og kenndi mér margt og hafði alltaf tíma til að tala við mig og hlusta á mig. Ég sakna hans mikið. Ég bið góðan Guð að geyma langafa minn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Saknaðarkveðja frá Gísla Líndal. PLASTCO (TjTjl$P*n - LOFTÞETT LAUSN - Teno spin er tákn fyrir gæði og endingu. Teno spin er loftþétt og verndar heyrúllurnar gegn veðri og vindum og tryggir því gæði töðunnar alla leið. Teno spin hefur plasthólk í miðri rúllu í staÖ pappahólks og er endurvinnanlegt Nú bjóðum við Teno spin heyrúlluplast á mjög hagstæðll verði! Leitið upplýsinga í tíma fyrir heyannir - það borgar sig. SÖLUAÐILAR TENO SPIN Á ÍSLANDI: UÐÁRKRÓKUR: F SKAGFIR0INGA ,™SA*IK:t|NoEY|NS KUREYRl: ORSHAMAR HVAMMSÞ KAUPFELA..... .V?HpNVEl’SlNSA-„ . kfe /;' ML BLONDUOS: . rOAr VELSMIÐJA HUNVETNINGA ‘ BORÐEYRh .... KAUPF. HRUTFIRÐINGA ..V BORGARNES: SSHÖFN: ;PF. LANGNESINGA 'NAFJÖRÐUR: VOPNFIRÐINGA ITAÐIR: HERAÐSBUA EGI KAU BREIÐDALSVÍK KAUPF. STQÐRRÐINGA REYKJAl PLAS' GA iUPF. BORGFIRÐINGA SELFOSS: KAUPF. ARNESINGA * , HVOLSVÖLLUR * KAUPF. RANG, ' AISLANDI: Sími: 67 00 90 PÁSKAHMA SmTVMS ■ STÓRK0STLE6T TILBOB Allt að helmings afsláttur á okkar frábæru skíðavörum - skíðafatnaði - úlpum - jogginggöllum - sundfatnaði og mörgu fleiru. Nú geta allir gert góð kaup hjá okkur. k atomic koflach SALOMaiM JVOSSIGNOl Sportval - Kringlan Sími 689520.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.