Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1993 19 Sólveig Arnarsdóttir valin besta leikkonan í Rúðuborg Kom mér algjörlega á óvart Morgunblaðið/Kristinn Verðlaunahafi Verðlaunin komu Sólveigu í opna skjöldu. SENNILEGA hefur það komið fæstum meira á óvart en Sólveigu Arnarsdóttur, menntaskólanema og leikkonu, að hún skyldi vera valin besta leikkona norræim- ar kvikmyndahátíðar á dögunum. Hún er nú í óða önn að undirbúa sig fyrir stúdentspróf í Menntaskólanum í Reykja- vík á vori komanda en að rúmu ári er stefnan sett á leiklistarskóla erlendis. Þess má geta að hinn kunni leikari Er- land Josephson var valinn besti karlleik- ari kvikmyndahátíðarinnar í Rúðuborg en eins og kunnugt er var Ingaló Ásdísar Thoroddsen valin besta kvikmynd hátíð- arinnar. Þá verðlaunuðu fjölmiðlar og almenningur sænsku kvikmyndina Hús englanna og yngri áhorfendur litháísku kvikmyndina Glataða soninn. „Ég er auðvitað mjög ánægð með þessa viðurkenningu og hún mun óneitanlega koma sér vel í framtíðinni," sagði Sólveig þegar slegið var á þráðinn til hennar í vikunni en framtíðarstarfið er að hennar sögn löngu ráðið. „Ég hef ætlað mér að fara út í leiklist- arnám alveg frá því að ég man fyrst eftir mér og hef frekar verið að styrkjast í þeirri ákvörðun heldur en hitt. Ég reikna með að fara í skóla úti og þá kemur mjög vel út að geta haft þetta á pappírum hjá sér,“ sagði hún. Stopult menntaskólanám Henni gefst þó lítill tími til að sinna leik- listinni um þessar mundir. „Ég hef eiginlega ekki tíma í neitt annað núna en að sitja á bókasafninu og lesa. Leiklistin hefur komið niður á námi hjá mér. Ég hef verið í Herra- nótt í þijú ár og yfirleitt verið að leika eitt- hvað þess á milli líka. Þess vegna hefur menntaskólanámið verið dálítið stopult og ég hef allan hug á að reyna að einbeita mér að því að klára þetta núna sæmilega,“ segir hún. Aðspurð um hvort togi frekar í hana kvik- myndir eða leikhús segir hún að draumurinn sé að geta sinnt hvoru tveggja. „Það eru spennandi hlutir að gerast í kvikmyndun hérna, margir nýir leikstjórar að koma og verið að gera margar myndir. Þannig væri mjög gaman að taka einhvem þátt í þeirri uppbyggingu en mig myndi líka langa til að leika í leikhúsi,“ segir Sólveig. Ný forsíða á tímaritinu Úlfljóti vakti litla hrifningu áskrifendanna Gamla forsíðan tekin aftur upp vegna mótmæla MÖRGUM áskrifendum Úlfljóts, tímarits laganema, brá í brún þegar ný forsíða var sett á blaðið í lok síðasta árs. Hefur forsíðumynd Örlygs Sigurðssonar listmálara verið notuð þau 45 ár sem tímaritið hefur komið út en mörgum var reyndar í nöp við hana í upphafi. Ritstjórn Úlfljóts hefur ákveðið að gamla forsíðan verði notuð á ný um sinn þar sem margir hafa mótmælt breytingunni. þótt álitleg. Hjörtur sagði að þó margir laganemar væru hrifnir af nýju forsíðunni væru hinir þó fleiri sem ekki væru hrifnir og hefði því verið ákveðið að taka gömlu fors- íðuna upp á ný. Hann sagðist vera að láta af ritstjón blaðsins og vissi því ekki hvort gamla forsíðan yrði notuð um ókomin ár. Gamlar deilur Hjörtur sagði að deilur um for- A síðasta án var skipt um fors- íðu á Úlfljóti, tímariti Orators, félags laganema við Háskóla ís- lands. Hjörtur Bragi Sverrisson, ritstjóri Úlfljóts, sagði að breyting- in hefði verið gerð þar sem marg- ir laganemar og velunnarar tíma- ritsins hefðu talið gömlu forsíðuna gamaldags og tíma til kominn að breyta til. Því hefði Hlynur Hall- dórsson laganemi gert tilbrigði við hina gömlu mynd og útkoman Gamla og nýja forsíðan BREYTINGIN á forsíðu Úlfljóts mæltist ekki vel fyrir og hefur sú gamla verið tekin upp á ný. síðu Úlfljóts væru ekki nýjar af nálinni. Forsíðan hefði verið um- deild frá stofnun tímaritsins 1947 og margir talið að hún hæfði ekki virðulegu lögfræðitímariti. Margra ára þijóska hefði hins vegar orðið til þess að forsíðan hefði náð að festast í sessi. Nú væri svo komið að nánast væri um ástarsam- band að ræða milli forsíðunnar og áskrifenda - ritstjórn tíma- ritsins hefði ekki talið sig eiga að gegna því hlutverki að að- skilja elskendur og því ákveðið að nota gömlu forsíðuna áfram um sinn. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut, Kopavogi, sfmi B71800 Opið sunnudaga kl. 14 - 18. MMC Colt EXE '91, rauður, 5 g., ek. 30 þ., samlitir stuðarar, hiti í sætum, rafm. í rúðum o.fl. V. 880 þús. Ford Bronco Eddie Bauer '87, blár, 5 g., ek. 52 þ. mílur. Álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. Topppeintak. V. 1090 þús., sk. á ód. Toyota Corolla 1600 XL 16v Liftback ’92, 5 g., ek. 20 þ., aflstýri, samlæsingar o.fl. V. 1030 þús., sk. á ód. Volvo 740 GL '87, gullsans, sjálfsk., ek. 113 þ. V. 950 þús., sk. á ód. Subaru 1800 GL Sedan 4x4 '87, rauður, sjálfsk., ek. 116 þ., álfelgur, sóllúga o.fl. V. 670 þús. Toyota Corolla XL '88, 5 dyra, blásans, 5 g., ek. 65 þ. Gott eintak. V. 540 þús. stgr. Mazda 626 GTi Coupé '88, rauður, 5 g., ek. 40 þ. á vél, álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 830 þús., sk. á ód. Daihatsu Feroza SX 4x4 '91, 5 g., ek. 11 þ. Veltigrind o.fl. Sem nýr V. 1.180 þ. Honda Civic GL ’86, sjálfsk., ek. aðeins Toyota 4 Runner V-6 ’91, rauður, sjálfsk., ek. 22 þ. Sóllúga, rafm. í rúðum, álfelgur, 33“ dekk o.fl. V. 2,4 millj. Toyota Tercel Station 4x4 '88, hvítur, 5 g., ek. 86 þ. Fallegur bíll. V. 680 þ. Sk. ód. Ódýrir bílar: Skoda Rabit '87, ek. 65 þ. Ágætur bíll. V. 75 þús. stgr. Seat Ibiza 1200 '86, 3 dyra, ek. 75 þ. V. 160 þús. stgr. V.W. bjalla '74. Þokkalegt eintak. V. 120 þús. Ford Escort cl ’86. Nýskoðaður '94, gott ástand. V. 240 þús. stgr. VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! MA LBjJ OM AIEM AiÐ AAOiFA þennan ódýra, góda og heimilislega mat? Lifur er ódýrt hráefni sem fæst allt áriö um kring. Það er tilvalið að lækka matarreikninginn með því að hafa rétti úr lifur á borðum minnst einu sinni í viku. Hér eru tvær góðar og einfaldar uppskriftir að ljúffengum og fljótlegum réttum úr lifúr. Gerið svo vel og verði ykkur að góðu. R B U 1 lifur, um 450 g 2 msk hveiti éba hálhveiti salt ogpipar 1- 11/2 dl mjótk 2 laukar, í sneiðum smjörlíki eða olía Hreinsið lifrina og hakkið. Blandið saman við hana hveiti, kryddi og mjólk. Athugið að deigið er mjög þunnt. I það er líka ágætt að bæta V2-1 dl af haframjöli. Brúnið laukinn létt í smjörlíki eða olíu og geymið hann. Bætið við feiti og setjið lifrardeigið á pönnuna með skeið. Steikið buffin fallega brún í 2-3 mín. hvorum megin. Leggið laukinn ofan á buffin og berið þau fram heit með kartöflum og soðnu grænmeti, og ef til vill með bræddu smjöri. Lifrarbuff er þægilegt að eiga í frystí og fljótlegt að hita það upp á pönnu eða í ofni. U R M E Ð 1 lambalifur, um 450 g 2 tsk hveiti 2 tsk sítrónusafi 2 msk sojasósa 1 eggjahvíta 1- 2 laukar, í sneiðum 2- 3 msk olía salt ogpipar 2 dl kjötsoð (af teningi) 3 hvítlauksrif söxuð smátt fínt maísmjöl (maisena) Blandið saman í skál hveiti, sítrónusafa, sojasósu og eggjahvítu. Hreinsið lifrina og skerið hana í þunnar sneiðar. Veltíð þeim upp úr blöndunni og látíð þær liggja í henni í 20 mínútur. Brúnið laukinn og hvít- laukinn létt á pönnu og geymið síðan. Steikið lifrina í 2-3 mín. hvorum megin, kryddið hana með saltí og pipar og takið hana af pönnunni. Hellið soðinu á pönnuna, H V I T bætið lauknum við og sjóðið í 3 mín. Þykkið soðið hæfilega með fínu maísmjöli hrærðu saman við kalt vatn og látið sjóða í 1-2 mín. Setjið lifrina út í sósuna og látíð hana sjóða með, en alls ekki lengur en nauðsynlegt er því að lifrin A U K á að vera mjúk og safarík. Berið réttinn fram með hrísgijónum og grænu salati. SAMSTARFSHÓPUR UM SÖLU LAMBAKJÖTS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.