Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 26. MARZ 1993 Iþrótta- og tómstundaráð opnar fræðslumiðstöð Aðstaða í Iþrótta- höll bætt ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð, ITA, héfur látið gera aðstöðu í íþróttahöllinni til námskeiða- halds og fundahalda og var hún formlega tekin í notkun í vik- Um er að ræða tvær kennslu- stofur og kennaraherbergi á ann- arri hæð í norðurálmu hallarinnar og verður leitast við að hafa þetta húsnæði vel búið tækjum til nám- skeiðahalds og fundahalda fyrir minni hópa. Auk þess að vera félögum, klúbbum, ráðum og nefndum til reiðu er húsnæðið og búnaðurinn einnig liður í því að gera íþrótta- höllina betur úr garði fyrir ráð- stefnur og sýningar. Fræðsluefni Morgunblaðið/Rúnar Þór I fræðslumiðstöðinni Fræðslumiðstöð íþrótta- og tómstundaráðs var opnuð í vikunni í Iþróttahöllinni og þar voru m.a. fulltrúar ráðsins, forstöðumað- ur hallarinnar og íþróttafulltrúi Akureyrarbæjar. Þá er gert ráð fyrir að hvers konar fræðsluefni liggi frammi á fræðslumiðstöðinni og í því sam- bandi verður leitað til félaga og félagasamtaka um að þau sendi miðstöðinni gögn sem verða bæði til sýnis og afhendingar. Iþrótta- og tómstundaráð væntir þess að hér sé komið til móts við marga aðila sem sinna félagsmálum og geri þeim auð- veldara með framkvæmd nám- skeiða og hvers konar félagsmála- fræðslu. Sviptingar í gengis- málum í Evrópu rýrðu tekjur verulega Allsherj ar úttekt á rekstri íslensks skinnaiðnaðar eftir 95 milljóna tap TAP af rekstri íslensks skinnaiðnaðar á liðnu ári nam um 95 milljónum króna. Heildartekjur félagins voru á síðasta ári um 730 milljónir og voru heldur minni en árið á undan. Sviptingar í gengismálum í Evrópu rýrðu tekjur félagsins verulega. Þetta kom fram á aðalfundi íslensks skinnaiðnaðar sem haldinn var á Akureyri á miðvikudag. Á fundinum kom fram að hagn- aður fyrir afskriftir og fjármagns- kostnað var 93,1 milljón króna eða 12,8% af veltu. Afskriftir nám'u 54,2 milljónum króna og fjár- magnsgjöld voru 133,7 milljónir króna. Tap af rekstrinum nam 94,1 milljón króna. Tekjurýrnun Heildartekjur liðins árs námu 728,4 milljónum króna og höfðu dregist saman um tæp 4% frá ár- inu á undan. Sviptingar sem urðu í gengismálum Evrópulanda síðari Vegagerðin semur við Eystein Yngvason um ferjuflutninga í Eyjafirði Sæfarí siglir áfram til SAMNINGUR á milli Vegagerðar ríkisins og Eysteins Yngvason- ar um rekstur Grímseyjarferju var undirritaður i gær. Eysteinn mun notað skipið ms. Sæfara samkvæmt sérstökum leigusamn- ingi, en í tilboði hans var gert ráð fyrir að Árnes, sem áður var Breiðafjarðarferjan Baldur, yrði notað til siglinganna. Samn- ingstíminn er tvö ár og mun Eysteinn taka við 15. apríl næstkom- andi. Samningurinn gildir til 14. aprO árið 1995. í höfn „Við erum ánægðir með að samningar eru í höfn og vonum að hið sama gildi um heima- menn,“ sagði Björn Ólafsson yfír- verkfræðingur þjónustudeildar Vegagerðar ríkisins. „Við sömdum við Eystein Yngvason sem var lægstbjóðandi, en það er frávik í þeim samningum að því leyti að hann mun leigja Sæfara og nota hann í þessum rekstri, en um það höfðu komið fram mjög ákveðnar óskir heimamanna. Eftir að hafa skoðað þessi mál vei var ákveðið að fara þessa leið og við vonum að þjónusta verði góð, en við höf- um lagt mikla vinnu í þetta mál og skoðað marga fleti þess. Þetta varð niðurstaðan og við vonum að allir verði sáttir við hana.“ Tilboð Eysteins, miðað við þá tilhögun ferða milli lands og eyja sem farið verður eftir, hljóðaði upp á 59,7 milljónir króna. Því til við- bótar bætist sá kostnaður sem hlýst af því að skipt er um feiju. Gert er ráð fyrir að leiga á Sæ- fara nemi um tíu milljónum króna á þessu tveggja ára tímabili eða um fímm milljónum á ári. Næst- lægsta tilboðið, sem var frá Smára Thorarenssen í Hrísey, var upp á 77,3 milljónir króna. Sæfari áfram „Aðalmálið í okkar huga var að að áfram yrði haldið að nota Sæfara til þessara siglinga og honum ekki skipt út fyrir eldra og verra skip. Að því leyti erum við ánægðir með þennan samn- ing,“ sagði Jónas Vigfússon, sveit- arstjóri í Hrísey. Heildarflutningamagn með feiju til og frá Grímsey og Hrísey hefur verið um sjö til átta þúsund tonn á ári og þá hafa á bilinu þijú til fjögur þúsund farþegar verið fluttir árlega milli lands og eyjanna. Löndun Morgunblaðið/Magnús J. Mikaelsson SÆFARI verður áfram notaður til ferjuflutninga á Eyjafirði og yfir því eru heimamenn í Hrísey og Grímsey ánægðir. Myndin var tekin í höflnni í Hrísey á dögunum þegar verið var að landa þar fiski frá Grímsey. Obókvartett leikur Veiðifélag Eyjafjarðar Forsaia veiðileyfa Umsóknareyðublöð fyrir veiðileyfi í Eyjafjarðará sumar- ið 1993 liggja frammi í versluninni Eyfjörð, Akureyri, útibúum Búnaðarbankans, Akureyri, og í versluninni Veiðimanninum, Hafnarstræti 5, Reykjavík. Umsóknir þurfa að berast stjórn veiðifélagsins fyrir 20. apríl nk. Stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár, Hvammi, Eyjafjarðarsveit, 601 Akureyri. á tvennum tónleikum ÓBÓKV ARTETT leikur á Húsavík og Akureyri um helgina, en hann er skipaður hljóðfæraleikurum í fremstu röð íslensk tónlist- arfólk er getið hefur sér gott orð á tónleikasviðinu. Kvartettinn er skipaður þeim Kristjáni Þ. Stephensen á óbó, Bryndísi Pálsdóttur á fiðlu, Ing- vari Jónassyni á víólu og Bryndísi Höllu Gylfadóttur á selló. Á efnisskránni verður óbókvart- ett K370 og tveir þættir úr skemmtitónlist eftir Mozart ásamt verkinu Aubade eftir Svíann Lars- Erik Larsson og fantasíu eftir Bretann Benjamín Britten. Tónleikamir í Húsavíkurkirkju verða kl. 17. á morgun, laugardag- inn 27. mars, en á sunnudaginn leikur kvartettinn í safnaðarheim- ili Akureyrarkirkju kl. 17. Grímsejrjar og Hrísejrjar hluta liðins árs rýrðu tekjur fyrir- tækisins verulega, en um 80% þeirra eru í ítölskum lírum og breskum pundum. Sala á helstu útflutningsvörum félagsins dróst saman í magni um 6,6%, en samdrátturinn var mestur á síðasta fjórðungi ársins, en hann má rekja til erfiðrar stöðu í helstu viðskiptalöndum félagsins. Á árinu náðist að hækka verð á flestum vöruflokkum í erlendri mynt. Hagræðing Unnið var að hagræðingu allra helstu rekstrarþátta fyrirtækisins og skilaði hún sér í lægri raun- kostnaði og betri gæðum fram- leiðsluvara. Óhagstæð þróun í gengis- og efnahagsmálum að undanförnu hefur leitt til þess að nú fer fram úttekt á allri starfsemi og fjárhagslegri uppbyggingu fyr- irtækisins. Úttektinni lýkur innan skamms en hún mun marka leiðir og nauðsynlegar aðgerðir til að treysta rekstrárgrundvöll fyrir- tækisins, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá íslenskum skinnaiðnaði. ♦ ♦ ♦ Inga Elín sýnir gler- listaverk INGA Elín Kristinsdóttir mynd- listarmaður opnar á morgun, laugardaginn 27. mars, sýningu í Gallerí AllraHanda í Grófar- gili. Þetta er fimmta einkasýn- ing Ingu Elínar. Á sýningunni verða myndverk unnin í gler, en Inga Elín hefur einkum starfað að glerlist á und- anförnum árum og einnig er þar að finna nytjahluti þar sem mynd- skreytingin er í fyrirrúmi. Hún stundaði nám við Myndlist- arskóla Reykjavíkur og Myndlista- og handíðaskóla íslands og var við framhaldsnám í Kaupmannahöfn með áherslu á keramik og glerlist. ♦ ♦ ♦ Diskósýn- ing í 1929 í KVÖLD verður diskósýningin Glimmer í skemmtistaðnum 1929 þar sem fram koma 16 hljóðfæraleikarar og söngvar- ar, en flest þekktustu lög svo- kallaðs diskótímabils eru í sýn- ingunni. Sýningin hefst kl. 23. » » Á laugardagskvöld verður skemmtun eingöngu ætluð konum, þar sem fram koma Berlindales, fimm ungir drengir í djarfari kant- inum. Almennur dansleikur hefst á miðnætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.