Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1993 Guðný Jóhanns- dóttir - Minning Fædd 15. júní 1916 Dáin 19. mars 1993 Nú þegar frekar ströngum vetri hallar og vorið nálgast með ört hækkandi sól, kveður þennan heim elskuleg móðursystir mín, Guðný Jóhannsdóttir, en hún andaðist 17. þ.m. af völdum heilablæðingar, er hún varð fyrir tíu dögum fyrr. Hafði hún átt við veikindi að stríða undan- farin ár. Guðný, sem var vestfirskrar ætt- ar og komin af kjammiklu bænda- og sjómannafólki, var fædd 15. júní 1916 að Auðkúlu í Amarfirði, sem liggur að Hrafnseyri utanvert. For- eldrar hennar vom hjónin Bjamey J. Friðriksdóttir, f. 8. júní 1876, d. 16. febrúar 1952, og Jóhánn Jónsson skipstjóri, f. 14. júlí 1877, d. 8. júlí 1921, sem lengst a_f bjuggu að Lónseyri í sömu sveit. Áttu þau hjónin níu böm sem öll komust til fullorðinsára, en ein systirin dó í blóma lífsins aðeins 19 ára. Að Guðnýju genginni em þijú þessara systkina á lífi, þau Jensína, Friðrik og Jónína, en látin eru Jón, Bjam- ey, Bjami, Guðmundur og Sigurleif- ur. Föður sinn misstu þau er yngsta bamið var rúmlega árs gamalt og það elsta á fímmtánda ári. Má geta sér til um, að á þeim tíma hefur verið erfitt fyrir ekkju að halda hópinn sinn með svo mörg böm, þegar félagsmálastofnanir nútím- ans vom óþekkt fyrirbæri. En með dugnaði og þrautseigju móðurinnar og sérstaklega elsta sonarins sem lengst var heima fór allt vel. í þess- ari fallegu og sögufrægu sveit, þar sem víðátta Amarfjarðar nýtur sín pH 4,5 húðsápan er framleidd úr völdum ofnæmisprófuðum efnum og hentar jafnt viðkvæmri húð ungabama sem þinni húð. Hugsaðu vel um húðina og notaðu pH 4,5 sápuna alltaf þegar þú þværð þér. pH 4,5 húðsápan vinnur gegn of háu sýrustigi húðarinnar. hvað best, uxu þau úr grasi og gengu í skóla, sem þá var með öðm sniði en nú á tímum. Erfitt var þá að bijótast til menntunar enda þótt hugur stæði til, svo sem margur hefur fengið að reyna. Guðný fluttist ung að ámm til Reykjavíkur, þar sem hún vann við ýmis störf. Þar kynntist hún eigin- manni sínum, Kristjáni Sigur- mundssyni forstjóra, f. 3. septem- ber 1905, frá Fossá á Barðaströnd. Eignuðust þau tvo syni, Snæbjöm, sem fæddur er 23. júlí 1939, eigin- kona Hulda Kristjánsdóttir og eiga þau tvö böm; og Smára sem fædd- ur er 26. maí 1947 og er kvæntur Bergljótu Davíðsdóttur og á hann fimm böm. Guðný og Kristján byggðu sér glæsilegt heimili að Kvisthaga 27, þar sem þau hafa búið lengst af sínum búskap. Var ávallt ánægju- legt að heimsækja þau, þar sem hlýlegt viðmót og gestrisni réð ríkj- um. Ekki var síður gaman að heyra um stórlaxana og fá veiðifréttir hjá húsbóndanum, sem var stórmeistari á sviði laxveiða, sem kunnugt er. Hafa synimir erft þennan hæfileika föðurins. Guðný sem ver glæsileg kona og vel gerð, var ekki bara húsmóðir, eins og gjaman er sagt nú til dags, heldur var bónda sínum dijúg við framleiðslu sælgætis í fyrirtæki þeirra Crystal, sem þau ráku um fjölda ára. Það verð ég að segja að mínu bömum þótti jólin og páskamir naumast komin, ef ekki var á boðstólum konfekt og páskaegg frá Crystal. Guðný lét sér annt um fjölskyldu sína og hlúði að henni eftir mætti. Nú er leiðir skilja um sinn, vil ég þakka henni og þeim hjónum, góð- vild liðinna ára. Veit ég að hún á góða heimkomu í þeim heimkynnum sem hún hverfur til. Votta ég eiginmanni hennar, bömum og öðrum aðstandendum innilega samúð mína. Blessuð sé minning hennar. Andrés Andrésson. Tign er yfir tindum og ró angandi vindum yfir skóg andar svo hljótt. Sðngfugl í birkinu blundar sjá, innan stundar sefur þó rótt. (Goethe, þýð. Helgi Hálfdanarson.) Undir tindum vestfirsku fjall- anna fæddist hún. Þeir em svo sannarlega tignarlegir ekki síður en Guðný Jóhannsdóttir sem nú er öll. í þessu ljóði Goethes í snilldar- legri þýðingu Helga Halfdanarson- HÉR OG NU —— sterkar eldhúsinnréttingar með hvítum sprautuðum hurðum, tilbúnar til afgreiðslu strax... Gásar Borgartúni 29, Reykjavík S: 627666 og 627667 • Fax: 627668 ar, er víst að ekki er skáldið að yrkja um vestfirsku fjöllin. Það er aðeins ég sem hef mætur á þessu ljóði og veit að nú sefur Guðný mín rótt. Guðný Jóhannsdóttir fyrrverandi tengdamóðir mín lést eftir stutta en snarpa legu í Borgarspítalanum 17. mars sl. Hún var fædd að að Auðkúlu við Arnarfjörð 15. júní 1916. Bærinn Auðkúla stendur við rætur Hrafnseyrarheiðarinnar og er því næsti bær við Hrafnseyri. Aðeins utar er Álftamýri og þar bjuggu forfeður okkar beggja. Amma mín Jakobína Ásgeirsdóttir sem fædd var á Álftamýri og Guðný voru þremenningar og þótti okkur báðum vænt um þann skyldleika. Að Auðkúlu ólst Guðný upp ásamt móður sinni Bjameyju Friðriksdótt- ur og systkinum. Faðir hennar Jó- hann Jónsson skipstjóri lést úr lungnabólgu aðeins 44 ára gamall og var Guðný þá aðeins á sjötta ári. Bjarney var dugnaðarkona sem hélt áfram búskap ásamt eldri bömunum. Foreldra sinna minntist Guðný ávallt með sérstakri hlýju og var hún stolt af sínum vest- fírska uppmna. Á unglingsámm hélt Guðný til ísafjarðar þar sem tvö eldri systkini hennar höfðu þá stofnað heimili. Eins og þá var títt réðu ungar stúlkur sig í vist og það gerði Guðný þar til hún fluttist til Reykjavíkur 18 ára gömul. Hún hóf þar störf hjá miklum ágætis- hjónum frú Margréti og Eyjólfí sem ráku veitingasölu í Oddfellowhús- inu við Vonarstræti. Frú Margrét mun hafa verið henni einstaklega góð og m.a. leigði hún henni her- bergi hjá sér. Guðný talaði ætíð um „frú Margréti“og bar mikia virðingu fyrir henni. Á þessu tímabili kynnist hún eftirlifandi eiginmanni sínum Krist- jáni Sigurmundssyni frá Fossá á Barðaströnd. Kristján, sem var 11 ámm eldri, var reyndur sölumaður sem hafði komið vel undir sig fót- unum með atorku og dugnaði. Síð- ar stofnaði hann sælgætisgerðina Crystal og hefur ávallt síðan verið kenndur við hana. Hann er einnig þekktur sem einn slyngnasti lax- veiðimaður landsins og enn stundar hann veiðar og fylgist vel með. Gmndarstígur 11 varð þeirra fyrsta heimili og þar fæddist eldri sonur þeirra, Snæbjöm, árið 1939. Hann er starfandi framkvæmda- stjóri eigin fyrirtækis og er kvænt- ur Huldu Kristinsdóttur sem starf- ar með manni sínum við rekstur- inn. Þau eiga saman tvö börn, Guðnýju Kristínu og Kristján. Yngri sonurinn Smári fæddist einn- ig á Grundarstígnum árið 1947. Hann starfar sem sjómaður og var kvæntur undirritaðri og eiga þau saman þijár dætur, þær Ernu, Silju og Ragnheiði. Smári átti fyrir hjónaband tvær aðrar dætur, þær Huldu Kristínu og Maríu. Árið 1952 byggja þau Kristján og Guðný sér hús að Kvisthaga 27 og hafa búið þar síðan. Guðný var mikil húsmóðir, einstaklega reglu- söm og þrifin. Heimilið á Kvisthag- anum ber þess' svo sannarlega merki þar sem allar innréttingar eru uppmnalegar eftir rúm 40 ár. Á Kvisthaganum leit ég Guðnýju fyrst augum fyrir rúmum 20 árum. Eg var feimin, ung og ómótuð. Viðmótinu gleymi ég aldrei. Frá fyrsta degi tók hún mér sem dóttur og mikið þótti mér undur gott að vera nálægt henni. Andrúmsloftið á heimilinu og hlýleikinn sem ég mætti dró mig þangað eins og seg- ul að stáli. Guðný var mér einstak- lega góð og tók mig í læri. Hún kenndi mér að elda mat og allt sem viðkom heimilishaldi. Það er ekki að ófyrirsynju að nú sem fullorðin manneskja, hugsa ég um matinn hennar Guðnýjar sem minn „mömmumat". Hún var minn „prótókoll“. Hún var mín hjálpar- hella og kennari. Hún leiðbeindi mér þegar börnin fæddust. Hún gætti þeirra á meðan ég var í burtu. Hún var minn sálusorgari og klett- urinn sem ég gat alltaf treyst á. Guðný var falleg kona og yfir henni var mikil reisn. Hvar sem hún kom var tekið eftir henni. Glæsileikinn leyndi sér ekki og yfir henni var sérstakur heimskonubragur. En hún var líka stolt og lét ekki mis- bjóða sér. Þá kerrti hún hnakkann og svipurinn og augnaráðið hefði auðveldlega getað drepið fugl á flugi, hefði hún kært sig um. Vest- firska skapið hennar var stórt og báðar vorum við trúar uppruna okkar. Við vorum líkar og því sló oft í brýnu með okkur. Það gneist- aði frá okkur báðum og oft féllu stór orð. En oftar en ekki féllumst við fljótt í faðma og allt var gleymt. Dætrum mínum var hún einstök amma. Þær kölluðu haná „ömmu Gau“ og sóttu mikið til hennar. Þar fengu þær hlýjuna sem hún var svo rík að. Það var „amma Gau“ sem klippti langar táneglur, nuddaði kaldar fætur, bar smyrsl á smáar skeinur. Hjá ömmu voru rólegheitin og alltaf eitthvað gott í ísskápnum. Frá henni komu þær með poka fullan af því sem þeim þótti best. í litlar hendur læddi hún hundrað- köllum og fyrir þá átti að kaupa eitthvað sem mamma leyfði ekki hvunndags. Hún var vakin og sofin að hugsa um velferð þeirra. Barna- bömin vom hennar líf og fyrir þau lifði hún fyrst og síðast. Fyrir þá umhyggju sem hún sýndi bæði mér og dætmm mínum get ég aldrei fullþakkað. Ernu mína ól hún að mestu upp. Á Kvisthagan- um átti hún sitt herbergi og þegar leiðir okkar föður hennar skildu fluttist hún alfarið til ömmu sinnar. Þar tók Erna við af Guðnýju elsta bamabarninu sem einnig hafði átt sitt annað heimili þar. Báðar hafa þær sýnt ömmu sinni þakklæti sitt í verki nú síðustu ár og þá sérstak- lega Guðný sem er níu ámm eldri og þroskaðri. Þá hefur Hulda kona Snæbjarnar verið henni betri en enginn eftir að halla tók undan fæti hvað varðaði heilsu Guðnýjar minnar. Þær eru svo skrýtnar þessar mannlegu tilfinningar. Þegar ég og sonur hennar Smári skildum fyrir rúmum sex árum, langaði mig ekki að skilja við fjölskylduna. I raun gerði ég það aldrei. Mín leið til að deyfa sársaukann sem óhjá- kvæmilega gerir vart við sig við slíkar aðstæður var að halla aftur hurðinni í dyrunum sem ávallt höfðu staðið mér opnar. Ég held að í hjarta sínu hafi hún aldrei fyrirgefíð mér skilnaðinn. Hún hafði ákveðnar skoðanir á skyldum eiginkvenna; þær áttu að standa með sínum mönnum í gegnum þykkt og þunnt. I hennar huga voru það börnin sem töpuðu mestu við skilnað og konur áttu að hugsa um þau. Nú í seinni tíð átti ég orðið auð- veldara með að koma á Kvisthag- ann. Dætur mínar orðnar eldri og sjálfar tóku þær ákvörðun um hve- nær þær heimsóttu ömmu sína. Stundum ók ég þeim og leit þá inn. Það var engin breyting, alltaf fékk ég sömu hlýju móttökurnar hjá þeim báðum Guðnýju og Krist- jáni. Ég verð Guði ævinlega þakk- lát fyrir mínar tíðari heimsóknir, nú þegar ég kveð Guðnýju. Mér þótti afar vænt um hana og ég vissi að það var gagnkvæmt. I mínum huga var hún ódauðleg. Hún bara var - og mér fannst hún tilheyra tilverunni. Jú, víst vissi ég að einhverntíma kæmi að því að hún hyrfí á braut. Það var bara svo ijarlægt, þrátt fyrir slæma heilsu þá fór hún of snöggt. Eftir standa minningamar sem nú hellast yfír um mikilhæfa konu sem átti engan sinn líka. Þar bar hæst blíðuna, artarsemina og manngæskuna ásamt einstöku glaðlyndi. Oft bognaði hún en aldr- ei brotnaði Guðný. Hún hvarf okk- ur hljóðlega og átakalaust. Rétt eins og söngfuglinn í ljóði Goethes sem ég vitna til í upphafi. „Söng- fugl í birkinu blundar sjá, innan stundar sefur þú rótt.“ Eitthvað á þessa leið hugsa ég mér för hennar frá þjáningu sinni til þeirra sem á undan eru gengnir og taka vel á móti henni. Bergljót Davíðsdóttir. Kallið er komið og nú er hún Gauja frænka farin yfir móðuna miklu. Þrátt fyrir langvarandi veik- indi og endurteknar spítalalegur á liðnu ári, var Gauja ekki vön að tala mikið um eigið heilsufar, held- ur hafði hún stöðugt áhyggjur af heilsufari annarra. Mínar minningar af Gauju eru allar ánægjulegar. Henni kynntist ég fyrst í raun þegar ég fluttist frá Ameríku fyrir 12 árum til hennar ömmu Jensu, systur Gauju. Margir voru eftirmiðdagarnir þegar ég sat og hlustaði á hana segja sögur frá því að hún var ung fyrir vestan. Þetta vom oft sögur af ýmsum prakkarastrikum sem hún eða ein- hver úr hennar stóra systkinahópi hafði framkvæmt. Það var þá mikið hlegið og auðvelt að gleyma hvað tímanum leið. Ég leyfi mér að full- yrða að þau systkinin hafí verið óvenju náin og samrýnd. Erfítt er að koma orðum að öllu því sem streymir um hugann þegar hugsað er til Gauju. En hana mun ég alltaf sjá fyrir mér með bros á vör. Við vottum Kristjáni og fjöl- skyldu okkar innlegustu samúð og þökkum Gauju samfylgdina. Guð blessi minningu henanr. Bryndís og Ólafur Friðrik. Með örfáum orðum langar mig að minnast móðursystur minnar, Guðnýjar Jóhannsdóttur, eða Gauju, eins og við kölluðum hana. Hún var búin að þjást mikið sein- ustu mánuðina, en aldrei lét hún bugast. Fyrir nokkru síðan sagði Gauja mér að nú væri ekkert meira sem læknamir gætu fyrir hana gert. Þrátt fyrir það hélt hún reisn sinni, góða og hlýja skapinu ásamt fallega brosinu sem jafnan prýddi frítt and- lit hennar, hversu mikið sem á bját- aði. Gauja var svo einlæg og góð manneskja að öllum leið vel í návist hennar. Nýlega sat ég í eldhúsinu hjá henni á Kvisthaganum þegar hún var að raða í sig hinum margvíslegu lyfjum. Umræðuefnið var ekki veik- indi hennar sjálfrar, sem var þó greinilega sárþjáð, heldur áhyggjur hennar af veikindum annarra. Það lýsti Gauju vel„enda hefur líf henn- ar mótast af umhyggju fyrir fjöl- skyldu sinni og vinum og þeim sem minna máttu sín. Systkinin frá Auðkúlu voru eink- ar samhent og greinilegt’var að þau áttu sér dýrmætar minningar frá æskuárunum við Arnarfjörð, enda voru þær oft rifjaðar upp á sam- verustundum. Jensína, móðir mín, sér nú á eftir elskulegri systur sinni, en með þeim voru miklir kærleikar og náið samband. Gauju verður sárt saknað af öll- um þeim sem báru gæfu til að kynn- ast henni. Fyrir hönd fjölskyldu minnar vil ég þakka henni fyrir fjöl- margrar ljúfar minningar. Ég bið góðan Guð að styrkja Kristján, Bússa, Smára, Huldu og barnabörn- in í þeirra miklu sorg. Guðlaug Bryiýa Guðjónsdóttir. Elskuleg mágkona mín, Guðný Jóhannsdóttir, er látin. 7. mars fékk hún heilablóðfall og þurfti að gangast undir aðgerð. En eftir nokkra daga kom í Ijós að blæðing hafði komið aftur og hún lamast. Og þá varð ekki við neitt ráðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.