Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 11
M0RGUN8LASIÐ FÖgTUDAGUB 26, MAJRZ 1993 ii UM HELGINA Gítar og- fiðla í Áskirkju Páll Eyjólfsson, gítarleikari og Laufey Sigurðardóttir, fiðluleikari, halda tónleika í Áskirkju, laugardag- inn 27. mars klukkan 17. Laufey og Páll hafa starfað sanvdU undanfarin ár og eru þetta þeirra fyrstu sameiginlegirt ónleikar í Reykjavík. Á efnisskránni eru verk eftir A. Corelli, N. Paganini, R.S. Brindle, G. Tartini. Laufey og Páll munu einnig frum- flytja verk eftir Þorkel Sigurbjörns- son, er hann samdi fyrir þau nú á dögunum. EPTA-tónleikar í Nor- húsinu Þórarinn Stef- ánsson, píanóleik- ari, heldur ein- leikstónleika á vegum EPTA (Evrópusambands píanókennara) í Norræna húsinu, mánudaginn 29. mars klukkan 20.30. Þórarinn er fæddur og uppalinn á Akureyri, þar sem hann hlaut fyrstu menntun sína í tónlist. Eftir stúd- entspróf frá Menntaskólanum á Akureyri stundaði hann framhalds- nám í píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan kennara- og einleikaraprófi vorið 1987. Þórarinn starfaði á tímabili sem dagskrárgerðarmaður á tónlistar- deild RÚV og hélt því starfí áfram að námi loknu, en hélt síðan til Hannover í Þýskalandi, þar sem hann sótti einkatíma hjá próf. Eriku Haase. Þórarinn starfar nú sem píanóleikari og kennari í Hannover. Á efnisskrá Þórarihs er fyrst Fantasía og Sónata í C-dúr K. 330 eftir Mozart, bá Ballado nr. 1 í g- moll oftír Chopíll. tCftir hlö frumflyt- ur hann „Three Sketches" (1993) eftir Óliver J. Kentish. Að lokum leikur Þórarinn Waldstein-sónötu Beethovens. Tónleikar þessir verða að venju endurteknir í lok vikunnar í Kirkju- \wo\\, Gavða.'bæ, \augavðagiM %. apríl klukkan 17. Þrennir vortónleikar á vegum Tónlistarskóla Kópavogs Þrennir vortónleikar verða á næstunni á vegum Tónlistarskóla Kópavogs; laugardaginn 27. mars klukkan 11 tónleikar blokkflautu- deildar, þar sem hópar koma fram. Þriðjudaginn 30. mars klukkan 20.30, vortónleikar þar sem leikið verður á ýmis hljóðfæri. Miðvikudag- innn 31. mars klukkan 18, tónleikar píanódeildar. Allir tónleikarnir verða haldnir í tónleikasal skólans, Hamra- borg 11. Aðgangur öllum heimill. Leiklist Geiri lygari Möguleikhúsið sýnir barnaleikrit- ið „Geiri lygari" í menningarmið- stöðinni Gerðubergi, laugardaginn 27. mars klukkan 15. Leikarar eru Alda Arnardóttir, Bjarni Ingvarsson, Pétur Eggertz, sönglög, Ingvi Þór Kormáksson, en leikstjóri er Bjarni Ingvarsson. Heima er best Leiksmiðjan LAB hefur unnið sér- staka leikdagskrá byggða á verkum Medúsuhópsins fyrir Menningarmið- stöðina Gerðuberg. Leiksmiðjan LAB leikur leikritið „Heima er best“, þriðja sýning er 29. mars og lokasýn- ing 1. apríl. Félagar í leiksmiðjunni eru Árni Pétur Guðjónsson, Rúnar Guð- brandsson, Björn Ingi Hilmarsson, Harpa Arnardóttir og Steipunn Ól- afsdóttir. Umsjón með dagskránni höfðu Árni Pétur Guðjónsson og Rúnar Guðbrandsson. Mvn d 1 i star s vn - íiíg í Gallerí 11 Ingibjörg Friðriksdóttir, opnar í dag fyrstu einkasýningu sína í Gall- erí 11. Ingibjörg er fædd árið 1956 í Reykjavík Ingibjörg sýnir þrykktar YiVJTi&r, \jOsmynciir og skuipVura ur jámi. Myndefnið er unnið út frá áhrifum frá gömlu verksmiðjuhverfi í Saar. Sýningin verður opnuð laugardag- inn 27. mars klukkan 14 og verður opin alla daga þar til 7. apríl, frá klukkan 14-18. Námsferill Ingibjargar; 1982-84, AOF Kaupmannahöfn, 1984-86 Myndlistarskóli Reykjavíkur, 1986-90 Myndlista og handíðaskóli íslands (Myndmótun), 1990-92 Hoc- hschule der Bildenden Kunste Saar, prófessor Wolgang Nesler. Margrét Magnúsdóttir sýnir í Gerðubergi Menningarmiðstöðin Gerðuberg opnar sýningu í Effínu, á verkum Margrétar Magnúsdóttur, mánudag- inn 29. mars klukkan 20. Þetta er önnur einkasýning Margrétar, en hún hefur einnig tekið þátt í samsýn- ingum bæði í Berlín og Reykjavík. Á sýningunni í Gerðubergi sýnir hún þrívíð myndverk úr ýmsum efnum. Margrét útskrifaðist úr Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1987 og hefur síðan stundað nám í Hoc- hschule der Kunste í Berlín, þar sem hún útskrifaðist nýlega sem Meist- erschulerin. Sýningunni lýkur 27. apríl. Sýningar í Gerðubergi eru opnar mánudaga til fimmtudaga klukkan 10-22, föstudaga klukkan 10-16 og iaugardaga klukkan 13-16, en á sunnudögum er lokað. Mál verkasýning Þorsteins Eggertssonar Núna um helráva MyULil' ílíöð- ver Sigurðs- son nýjan skyndibita- stað í Austur- stræti 6. Staðurinn nefnist Hjá Hlölla í til- efni af opn- un veitinga- staðarins mun Þorsteinn Eggerts- son, sýna nokkur málverk í neðri salnum. Þetta er fjórða einkasýning Þorsteins, en fram að þessu hefur hann aðeins sýnt verk sín einu sinni í Reykjavík, 1982, en auk þess hefur hann tekið þátt í samsýningum hér- lendis og erlendis. Hins vegar hafa myndir eftir hann birst í bókum, tímaritum og víðar gegnum árin. Verkin, sem eru flest ný af nálinni, verða til sölu. Þetta verður eina málverkasýningin sem nokkurntíma verður haldin í húsinu enda einungis sett upp í tilefni opnunarinnar. ræna Norrænn þemadagnr um vandamál karlmannsins í nútíma samfélagi Norræna húsið HALDINN verður norrænn þemadagur í fundarsal Norræna hússins um vanda karlmannsins í nútímasamfélagi, laugardaginn 27. mars. Dagskráin hefst klukkan 10 og þá mun félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, flytja ávarp og selja dagskrána. Tveir gestafyrirlestarar frá Dan- mörku og Svíþjóð halda fyrirlestra auk fyrirlesara frá íslandi. Ole Ved- felt, sálfræðingur frá Danmörku, fjallar um karlmanninn sem heil- steypta mannveru í ljósi sálgreining- ar. Stig Áhs frá Svíþjóð talar um jafnréttisumræðuna kosti hennar og galla fyrir karlmanninn. Ragnheiður Harðardóttir, félags- fræðingur, talar um hlutverk karl- mannsins á íslandi, Kirstin Didrik- sen, sendikennari í dönsku við Há- skóla íslands, átti frumkvæðið að þessum þemadegi og kemur inn á sjónarmið nokkurra karlmanna hvað snertir vinnu og fjölskyldulíf í fyrir- lestri sínum sem nefnist „Fædre og omsorg". Kristján Jóhann Jóhannsson, bók- menntafræðingur, fjallar um stöðu karlmannsins frá sjónarhóli bók- menntanna. Síðasti liður dagskrár- innar er sýning á sænsku kvikmynd- inni: Fáder, Söner, Álskare. Jafnréttisráð á Norðurlöndum hafa frá því um miðjan 9. áratug, gert margar rannsóknir á hlutverki karlmannsins í fjölskyldunni og á vinnumarkaði. Sálfræðingar hafa rannsakað þróunarferil karlmannsins og bókmenntamenn hafa rannsakað vanda hans í bókmenntum. Þannig hefur vandi nútímamannsins við að laga sig að breyttu kynjamunstri gegnt lykilhlutverki í rannsóknum og umfjöllun um stöðu kynjanna á síðasta áratug, og má nefna í því sambandi að Félagsmálaráðherra skipaði nefnd vorið 1992 til þess að rannsaka breytt hlutverk karlmanns- ins í nútíma samfélagi. Líta skal á þetta frumkvæði í tengslum við ugg- vænlegar upplýsingar um mikinn fjölda karlmanna á aldrinum 15-25 ára sem hafa svipt sig lífi. Vandi karlmannsins hefur ekki áður verið beinlínis dreginn inn í umræðuna um vanda kynjanna. Þess vegna getur umræða um stöðu karl- mannsins í nútíma samfélagi út frá ýmsum sjónarhomum og í ýmsum löndum orðið til þess að skýra og miðla þeirri vitneskju til íslendinga, sem þegar liggur fyrir á hinum Norðurlöndunum. Þemadeginum lýkur með umræð- um. Gestafyrirles- ararnir tveir munu, sem upp- hitun fyrir um- ræðuna, koma með sín sjónarmið varðandi erindi íslendinganna. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Dagskrá: Klukkan 10. Félags- málaráðherra, Jóhanna Sigurðar- dóttir setur dagskrána. Klukkan 10.15. Ole Vedfelt: Det mandilige í manden - og det kvindelige. Manden som helt menneske. Klukkan 11. Ragnheiður Harðardóttir: Tanker um manderollen i Island. Klukkan 12. Hádegisverðarhlé. Klukkan 13. Kirstin Didriksen: Fædre og omsorg. Klukkan 13.45. Stig Áhs: Hvad kan manden fá ud af ligestillingssnak- ken? Klukkan 14.30. Kaffí. Klukkan 15. Kristján Jóhann Jónsson: Falske præmisser - mandeidentiet og sken- litteratur. Klukkan 15.45. Film: Eád- er, Söner, Álskare, klukkan 16.45. Umræða um erindin, spurningar og svör. Bílhræ á Galdraloftinu STÚDENT ALEIKHÚSIÐ frumsýnir í kvöld klukkan 21 á Galdra- loftinu í Hafnarstræti „absúrd“-verkið Bílakirkjugarðinn eftir Arrabal. 10 leikendur og þrír tónlistarmenn taka þátt í sýning- unni sem Jóni St. Kristjánssyni leikstýrir. Hönnun leikmyndar var í höndum Eyrúnar Sigurðardóttur, um Ijós sá Kári Gíslason og um búninga Sigríður Kristinsdóttir. Þrátt fyrir að verkið sé ekki trúarlegs eðils má segja að megin- efni þess sé píslarsagan. í bíla- kirkjugarði einum hefur fólk tekið sér bólfestu. Emmanú og vinir hans, sem þarna eru líka búsettir, spila tónlist fyrir fátæklingana til þess að létta þeim lífið. Stjórnvöld- um líkar það ekki alls kostar og eru því á höttunum eftir tónlistar- mönnunum. (Fréttatilkynning) Stúdentaleikhúsið sýnir Bíla- kirkjugarðinn. 1 LANDSNEFND ALÞJOÐA VERZLUNARRÁÐSINS Á ÍSLANDI HÁDEGISVERDARFUNDUR mánudaginn 29. mars í Grillinu Hótel Sögu SAMKEPPNISREGLUR EES Ahrif þeirra fyrir íslensk fyrirtæki DACSKRÁ: 12.00 Hádegisverður. 12.30 Aðalræðumaður fundaríns Teuvo Juurelo, ráðgjafi félags finnskra útflutningslyrirfækja í lögum og reglum Evrópubandalagsins (fyrirlesturinn er á ensku): • Samningar fyrirtækja um takmörkun á samkeppni. • Misnotkun markaðsráðandi aðstöðu. • Einokunarstaða og einkaréttur opinberra fyrirtækja. • Ganaur máls efgrunur leikur á broti gegn samkeppnisreglum. 13.00 Sérstakur gestur Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóri: • Helstu áhríf samkeppnisreglna EES fyrir íslenska löggjöfog opinberan rekstur. 13.15 Almennar umræður og fyrirspurnir. ALLIR VELKOMNIR Hádegisverður kr. 2.500,- (2.000,- fyrir landsnefndarfélagaj Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrirfram í síma 6766 66

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.