Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1993 35 Asta Þórðar- . dóttir — Minning Fædd 19. október 1921 Dáin 17. raars 1993 Tengdamóðir mín, Ásta Þórðar- dóttir, lést að kvöldi síðastliðins miðvikudags eftir tveggja sólar- hringa legu í Landspítalanum. Ekki var ég viðbúinn því að kveðjustund hennar væri svo nærri í þessari tilvist, enda var hún ætíð hin hressasta og aldrei í vandræðum með að fara allra sinna ferða. En enginn veit hvað bíður við næsta leiti nema Guð almáttugur. Þegar ég kom heim úr vinnu síð- astliðinn mánudag sat tengda- mamma í eldhúsi að spjalli við Þóru konu mína. Voru þær meðal annars að rifja upp gamla tíma og var af mörgu að taka. Hún var hýr og skrafhreifin að vanda og lék á als oddi, hafði meira að segja komið sjálf í strætó fyrr um daginn. Ekki var ég búinn að vera lengi inni þegar áfallið reið yfír. Var hún flutt á spítala og horfin yfir móðuna miklu tveimur sólarhringum síðar. Mikið má ég þakka fyrir að hafa kynnst svo góðri konu sem Ásta var. Strax við fyrstu kynni kom í ljós þetta hlýja og glaðværa við- mót, sem hafði svo mannbætandi áhrif á alla sem umgengust hana. Einhvem veginn kom alltaf fram hjá mér einhver léttur andi þegar ég hitti hana og var ég þá oft óspar á að slá á létta strengi. Var hún ávallt tilbúin að taka vel á móti glensi mínu, sem stundum mátti þó flokkast undir stríðni. Það var sama hvers var óskað, alltaf reyndi hún að uppfylla það. í raun varð ég að gæta mín, því að oft hafði ég gaman af að láta á það reyna hversu langt ég kæmist. Þetta hefði ég aldrei gert, nema af því hversu vel hún tók öllum mínum dyntum. Barnelsk var hún með eindæm- um, enda var hún í sérstöku uppá- haldi hjá öllum barnabömunum og alltaf tilbúin að gefa þeim tíma, bæði til að hlýða á frásagnir þeirra eða veita þeim ánægju með lestri, spilamennsku eða öðru sem börn hafa ánægju af. Gaman er að minnast þess sem tengdapabbi sagði, að stundum þegar hann kom heim í hádegismat og eitthvert barnabarnið var í um- sjá hennar var hann gjarnan spurð- ur hvort hann ætlaði ekki að fara að drífa sig í vinnuna svo að amma gæti haldið áfram þar sem frá var horfíð við skemmtan og leik. Þetta lýsir vel hversu vel þeim leið í nær- veru hennar. Ekki er öllum gefín sú gæfa að geta ósjálfrátt náð slíku sambandi við smáfólkið í þessum þeytingi sem tröllríður öllu í lífí fólks. Fyrir tæpum 12 árum byggðu þau hjónin Ásta og Jakob bústað á Brúarvöllum í Svínavatnshreppi í A-Húnavatnssýslu og tóku böm þeirra, Þóra, Þorsteinn, Óskar og Halldór, og tengdabörn virkan þátt í því starfi, enda allir áfjáðir í að skapa ánægjulega aðstöðu á þeim stað. Þar í sveit er Jakob fæddur og uppalinn, og ekki er langt þaðan á æskuslóðir Astu, en hún ólst upp á Ysta-Gili í Langadal, sem er nærri Blönduósi. Oft var farið þangað í vitjun, eins og ég kallaði það, og var greinilegt að Astu var það mik- ils virði hversu nærri hún var æsku- stöðvum sínum þegar dvalið var á Brúarvöllum. Margar eru þær stundirnar sem við áttum saman á þessum stað og á ég erfitt með að hugsa mér að þar eigi ég ekki lengur kost á að njóta glaðværðar og hlýju hennar á komandi árum. En eitt er víst að oft munu minningar um hana fljúga um huga minn, þegar staðið verður I við Svínavatn með veiðistöng í hendi og Langadalsíjallið hennar, eins og hún oftast sagði, blasir við I sjónum meðan beðið er eftir við- brögðuin úr vatninu við undirleik öldugjálfurs og fuglasöngs úti á vatni. Það er trú mín að tekið hafi ver- ið á móti tengdamóður minni með Guðs elsku og hlýju á nýjum slóð- um, þar sem leið okkar allra mun liggja. Mun guð veita tengdaföður mínum, Jakob Þorsteinssyni, og börnum þeirra styrk. Minningarnar um hana fylla sálu okkar friði. Friðrik Sveinn Kristinsson. Ég var á leið frá Blönduósi og datt í hug á heimleiðinni að koma við á Geithömrum hjá Guðrúnu og spjalla við hana dágóða stund. Er ég kom þar inn sagði hún mér frá því, að Jakob hefði verið að enda við að tala við sig og sagt sér að Ásta hefði veikst skyndilega daginn áður og tvísýnt væri með framhald- ið. Kvöldið eftir var hún öll. Ósjálf- rátt bregður manni við er dauðinn heggur svo skyndilega í raðir frændfólks og vina. Myndast þá ákveðið tóm í tilveruna um sinn þegar maður saknar góðs vinar og kunningja. Ásta Þórðardóttir, en svo hét hún fullu nafni, var frá Ysta-Gili í Langadal, fædd 19. október 1921. Foreldrar hennar voru Þórður Jó- sefsson og Kristín Þorfínnsdóttir sem þar bjuggu og jafnframt síð- ustu ábúendur þar áður en jörðin fór í eyði. Skjótt verður farið yfír sögu, því fyrst þekkti ég Ástu eftir að hún giftist föðurbróður mínum, Jakob Þorsteinssyni frá Geithömrum. Fluttust þau til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu allan sinn búskap, lengst af í Giljalandi 20, í rúmgóðri og notalegri íbúð. Fyrir rúmu ári minnkuðu þau við sig og fluttu að Sléttuvegi 13. Jakob starfaði sem leigubílstjóri alla tíð, en Ásta sinnti húsmóðurhlutverkinu og barnaupp- eldi og gerði það með mikilli reisn og myndarskap. Bömin urðu fjögur, en þau eru: Þóra, skrifstofustúlka, maki Friðrik Kristinsson; Þorsteinn Þröstur, prentari, maki Guðrún Óðinsdóttir; Óskar, við störf í Bandaríkjunum, maki Angela Jakobsson; og Hall- dór, bankastarfsmaður, maki Birna Guðjónsdóttir. Bamabarnabörnin eru orðin ellefu. Það var síðan fýrir rúmum tíu árum að fjölskyldan öll sameinaðist um að byggja sér vandað hús á eignarjörð sinni, Brúarvöllum í Svínadal. Eftir það breyttust mjög hagir Ástu og Jakobs til að vera meira í návist við átthagana. Hafa þau undanfarin sumur og haust oft dvalið þar langdvölum í ró og næði frá ys og þys borgarlífsins. Kynntist ég þá Ástu mikið, því þá vomm við orðin næstu nágrann- ar. Kom ég þá margoft til hennar í kaffísopa og eitt er víst að ekki var þagað á meðan. Ásta var fróð um marga hluti, var afar minnug á fólk, hafði mjög gaman af að segja frá, hvort heldur það vom ferðasögur, liðnir atburðir, kveð- skapur eða frá líðandi stund. Hóg- vær var hún mjög og gætti sín í orðavali að meiða engan. Hún kunni ógrynni af vísum og ýmsum kveð- skap. Hagorð var hún sjálf, en flík- aði því ekki mikið. Ásta hafði mjög gaman af að ferðast og hefur eftirtekt hennar verið mikil þar sem hún fór um, það heyrðist á frásögnum hennar. Saman hafa þau hjón ferðast mikið undanfarin tuttugu ár, til sólar- landa og í bændaferðir víða um Evrópu og haft af óblandna ánægju. Hún er góð „amma“, sagði Jakob eitt sinn við mig og það var örugg- lega satt. Hún átti gott með að tala við krakka og lék sér við þá. Barnabömum sínum reyndist hún betri en enginn. Ævi hvers og .eins er ekki ýkja löng í tilveranni, þó er það svo að einstaka manneskjur sem verða á vegi manns verða minnisstæðari en aðrar. Svo var um Ástu, það fylgdi henni ferskur blær og heiðarleiki. Við Nanna og fjölskylda okkar viljum að leiðarlokum þakka Ástu fyrir ánægjulegt nábýli undanfarin sumur og haust, um leið og við sendum Jakob frænda og fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Halldór Guðmundsson. Mig langar að minnast elskulegr- ar ömmu minnar sem andaðist hinn 17. mars síðastliðinn. Betri ömmu var ekki hægt að hugsa sér. Til ömmu var alltaf gott að leita alveg sama hvað bjátaði á, alltaf fann amma ráð við öllu. Þegar ég var yngri var ég svo lánsöm að vera oft í pössun hjá ömmu. Það voru góðar stundir sem við áttum saman og kenndi hún mér margt um lífið og tilvemna. Við höfðum báðar mikla ánægju af að spila og vom spilin mörg sem hún kenndi mér. Hún hafði mikið yndi af bókum og las hún mikið fyrir mig. Alltaf var jafn gott að koma í heimsókn til ömmu og afa, höfðu þau alltaf nógan tíma fyrir mig og fékk ég alltaf jafn hlýlegar og ynd- islegar móttökur. Amma sagði mér oft sögur úr sveitinni þar sem hún var uppalin og hafði ég mikla skemmtun og fróðleik af. Ógleymanleg verður mér stund sem við áttum saman fyrir síðustu jól þegar við bökuðum saman máls- háttarkökur og höfðum báðar gam- an _af. Ég kveð ástkæra ömmu mína og þakka af einlægni fyrir allt sem hún hefur gefið mér og mun ávallt búa innra með mér. Elsku afí, ég og Hildur systir biðjum góðan guð um að gefa þér styrk, því að við vitum að missirinn er mikill. Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir. Margs er að minnast margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir iiðna tíð. (V. Briem) Er leiðir skiljast stöldmm við gjaman við, minnumst, kveðjum og söknum. Enn stöndum við á slíkum vegamótum. Ásta hefur fyrirvara- laust verið kölluð til að ganga þá braut sem við öll að síðustu göngum. Eftir stöndum við hin full saknaðar og trega. Það er sem hluti af okkur sjálfum hverfi með því fólki sem frá fyrstu tíð hefur verið þáttur í tilvemnni og Ástu hef ég þekkt svo lengi sem ég man. Guðrún Ásta fæddist 19. október 1921 að Ysta-Gili í Langadal. Þar ólst hún upp og Langidalurinn var henni ætíð öðmm stöðum kærari. Foreldrar hennar voru hjónin Krist- ín Þorfinnsdóttir og Þórður Jósefs- son. Ásta var elst barna þeirra og eina dóttirin. Eftir lifa bræðumir Ingimar, Ragnar og Reynir, en einn drengur dó í bemsku. Ásta ólst upp við hin hefðbundnu sveitastörf. Á unglingsárunum fór hún gjarnan í kaupavinnu á sumrin og jafnan minntist hún þessara sumra og þess fólks er hún þá kynntist með ánægju. Leið hennar lá síðan í Kvenna- skólann á Blönduósi eins og margra annarra húnvetnskra yngismeyja. Þá vom tækifæri til náms færri en nú og vafalaust hefði Ásta kosið lengra bóklegt nám ef sá möguleiki hefði verið fyrir hendi. Hún var bókhneigð, fróðleiksfús og minnug. Árið 1949 hófu Ásta og Jakob, föðurbróðir minn, búskap og eftir það var ævinlega tilhlökkunarefni og tilbreyting í hversdagsleikanum þegar Ásta og Jakob komu norður á sumrin með krakkahópinn sinn. Ásta átti í ríkum mæli þá eiginleika sem gerðu hana vinsæla meðal þeirra sem kynntust henni. Hún var glaðlynd, spaugsöm, ljúf í viðmóti og umfram allt góðhjörtuð. Það voru ekki síst börn sem löðuðust að henni. Hún umgekkst þau sem jafningja og lét þau gjarnan hafa fmmkvæðið að samskiptunum. Það má með réttu segja að heim- ili þeirra Jakobs og Ástú í Reykja- vík hafí verið fjölskyldumiðstöð í höfuðstaðnum. Hjá þeim átti frænd- fólkið alltaf vísa gistingu ef á þurfti að halda. Þeir era ófáir sem nutu aðhlynningar Ástu eftir læknisað- gerðir og sjúkrahúsvist. Öllum þess- um sjúklingum sínum sinnti hún af slíkri kostgæfni að stundum varð tilefni til smástríðni og gamanyrða. Það voru ekki síst foreldrar mínir sem urðu þessarar umönnunar að- njótandi þegar með þurfti enda átti hún einlæga vináttu þeirra og þakk- læti. Enginn átti þó lengur húsaskjól undir þaki þeirra Jakobs og Ástu en ég sem bjó þar í fjóra vetur. Það var mér mikils virði, óframfæmum unglingi sem í fyrsta sinn kom til dvalar í höfuðborginni, að geta leit- að til þess fólks sem ég þekkti og treysti. Ég var frá upphafí sem ein af fjölskyldunni og hef verið það æ síðan. Ásta tilheyrði þeirri kynslóð kvenna sem var heima og gætti bús og bama. Börnum sínum gaf hún gott veganesti og Jakob reyndist hún tryggur lífsförunautur. Börn þeirra Jakobs em fjögur: Þóra, gift Friðriki Kristinssyni, Þorsteinn Þröstur, kona hans er Guðrún Óð- insdóttir, Óskar Matthías, hans kona er Angela Jakobsson, og Hall- dór, kvæntur Birnu Guðjónsdóttur. Bamabömin eru ellefu talsins. Svo barngóð sem Ásta var að eðlisfari gat ekki farið hjá því að hún yrði fyrirmyndaramma. Mörg barnabamanna hafa um lengri eða skemmri tíma verið í pössun hjá Ástu ömmu. Þau tóku við hana því ástfóstri og töldu sig hafa á henni þann einkarétt að Jakob afa var jafnvel bent á að leggja sig eða hafa sig til vinnu svo að hann yrði ekki til truflunar. Ásta naut sam- vistanna við barnabörnin og hjá henni hygg ég að þau hafi eignast þann fjársjóð sem mölur og ryð fá eigi grandað. Þegar börn Ástu og Jakobs uxu úr grasi tóku þau að ferðast og leiðir þeirra lágu víða. Ásta hafði mikið yndi af þessum ferðalögum. Hún hafði ágæta frásagnarhæfí- leika og rifjaði oft upp ferðalög þeirra hjóna*. Oft höfum við setið og spjallað um lönd og þjóðir eða önnur áhugamál og gjarnan farið í bókaskápinn í leit að frekari fróð- leik. Fyrir rúmum áratug hóf fjöl- skyldan að reisa sumarbústað norð- ur á Brúarvöllum. Eftir það gerðist Ástu og Jakob enn tíðfömlla norður en áður og dvöldu þar stundum nokkrar vikur í senn, ýmist tvö ein eða samtímis einhveiju bama sinna. Það var oft gestkvæmt á Brúarvöll- um. Það var bæði frændfólk og vin- ir úr nágrenninu og þeir sem áttu leið um landið sem þar knúðu dyra og þáðu veitingar. Jakob og Ásta heimsóttu einnig frændfólkið í Svínadalnum og margar stundir áttu þau og foreldrar mínir hvert í annars félagsskap í eldhúsinu heima á Geithömram. Þar var skrafað og skeggrætt, rifjaðir upp gamlir tímar, hlegið og galsast. Þessi litli hópur var tengdur sterk- um fjölskyldu- og vináttuböndum en nú hafa tvö stór skörð verið höggvin í hann með stuttu millibili. Fyrir rúmu ári gerðu Jakob og Ásta þá breytingu á högum sínum að þau seldu húsið sitt í Giljalandi 20, þar sem þau höfðu búið í tvo áratugi, og keyptu sér íbúð fyrir aldraða. Þar hugðust þau eyða elli- árunum. Því miður átti Ásta allt of skamma viðdvöl þar. Sú mynd sem ég á í huga mér af Ástu í síð- asta sinn sem ég sá hana, rúmri viku fyrir andlát hennar, lýsir henni vel. Eins og oft áður kom ég til þeirra Jakobs á sunnudegi. Þegar ég fór fylgdi Ásta mér fram á stiga- pallinn til þess að horfa á eftir mér eins og vani hennar var. Þannig lét hún góðar óskir fylgja gestum sín- um úr hlaði. Við hlið hennar stóð lítill sonarsonur hennar sem var í heimsókn hjá ömmu og afa. Ekki óraði mig fyrir því að þetta yrði okkar hinsta kveðjustund. Ég votta Jakob, frænda mínum, og fjölskyldu hans mína dýpstu samúð og bið Guð að gefa þeim styrk í söknuði þeirra. Ástu kveð ég með virðingu og þökk. Minning hennar lifir og verð- ur mér alla tíð dýrmæt. Hún var góð kona. Kristín Á. Þorsteinsdóttir. Eftir því sem árin líða fjölgar óðum þeim vinum og ættingjum sem hverfa héðan úr heimi. Nú síð- ast er það góð vinkona, Ásta. Hug- urinn leitar til baka um nokkra áratugi. Ég er stödd á Hótel Blönduósi, ætla að fá far heim að Torfulæk með rútunni sem er á leið til Reykjavíkur. Til mín kemur ung og falleg stúlka, glaðleg í viðmóti, fáeinum árum eldri, og undrast ég að hún taki unglingsstelpuna tali, en þannig var Ásta. Aldrei neitt kynslóðabil. Ásta kunni vel að nota þær gjaf- ir sem lífið gaf henni. Hún fæddist og ólst upp í fögrum dal, átti góða foreldra og góða bræður. Á upp- vaxtarárum hennar var mikið af ungu fólki í Langadal og gott fé- lagslíf. Minntist hún þessara daga með glaðværð og hlýju og hélt tryggð við þetta fólk og dalinn sinn. Síðast er ég hitti Ástu hafði hún orð á því að gaman yrði að hittast við 100 ára afmæli Holtastaða- kirkju. Árin liðu og Ásta hélt áfram að fá góðar gjafir. Hún giftist góðum og traustum manni, eignaðist fjögur mannvænleg börn og síðast en ekki síst barnabömin sem dvöldust oft hjá henni og nutu mikils ástríkis hjá ömmu og afa. Eftir að við höfðum báðar stofn- að heimili myndaðist góður vinskap- ur milli heimilanna sem efldist meir og meir eftir því sem árin liðu og margar eru þær ánægjustundir sem við hjónin höfum átt með Ástu og Jakob, hvort heldur var á þeirra fallega heimili, sem bar vott um gestrisni, snyrtimennsku og hlýlegt viðmót, eða í sumarhúsinu þeirra á Brúarvöllum. Einnig var ánægju- legt að vera með þeim á ferðalögum utaiilands og innan. Ásta var vel gefin kona og hafði næmt auga fyrir því fagra í lífinu. Hún dáði fagurt landslag og unni fögrum ljóðum enda vel hagorð sjálf þótt hún flíkaði því lítið. Mig langar að setja hér með eina vísu eftir Ástu sem hún sendi mér eitt sinn er ég átti við vanheilsu að stríða. Eftir þungan vetur kemur vor sem vefur þig í hlýjum faðmi sínum þá lífið brosir léttast munu spor því Ijósið vakir æ í huga þínum. Góði Jakob. Það er þung raun fyrir þig og aðra ástvini að missa þessa góðu konu svo skyndilega, en aldrei er svo svart yfír sorgar- ranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú. Við hjónin sendum ykkur öllum innilegar samúðarkveðjur. Ásta mín, far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigrún Einarsdóttir. Sérfræðingar í blómaslii’cyliiiguin við öll ta’Lilæri Skólavöröustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.