Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1993 33 Kveðja Egill Bjarnason Fæddur 20. febrúar 1915 Dáinn 7. mars 1993 Hún lést 17. mars. Guðný var fædd á Auðkúlu í Arnarfirði og ólst þar upp. Hún var dóttir Jóhanns Jónssonar, bónda og skipstjóra þar, og konu hans, Bjarneyjar Friðriksdóttur. Þau Jó- hann og Bjamey áttu níu böm og var Guðný þriðja yngst. Þegar i Guðný var fímm ára lést faðir henn- ar tæplega 44 ára gamall af völdum lungnabólgu. Þá var elsta barnið 14 ára og yngsta eins árs. Þetta voru erfiðir tímar, en ekkjan og bömin hennar voru dugleg og i hjálpuðust að við að vinna heimilinu sem mest þau máttu. Yngsta dóttir- in, Jónína, var tekin í fóstur til Gísla í Álftamýri og Guðnýjar konu hans. Þar fékk hún gott uppeldi. Guðmunda var um nokkurt skeið á Rafnseyri hjá séra Böðvari og konu hans. Áð öðru leyti vom börnin öll hjá móður sinni. Bjarney hafði verið í Reykjavík, áður en hún gifti sig að læra karl- mannafatasaum meðan unnusti hennar var á Sjómannaskóla þar. Nú kom sú kunnátta henni að góðu gagni. Hún saumaði allan fatnað á sig og börnin og tók einnig að sér saumaskap fyrir annað fólk í sveit- < inni. Börn hennar hafa sagt mér að oft hafi hún vakað fram á næt- ur við sauma. Stundum var hún \ svo þreytt í handleggjunum að hún fékk börnin til að klippa efnið þeg- ar hún var búin að kríta á það. ( Svona var lífsbaráttan hörð. Öll komust börnin upp og urðu hið mesta myndarfólk. Bjarney bjó á Auðkúlu til 1935 að hún fluttist til ísafjarðar. Börn hennar voru: Jón Ásbjörnsson, f. 1906, d. 1992. Hann var lengi yfirlögregluþjónn á ísafirði og síðar skattstjóri. Kona hans var Oktavía Gísladóttir hjúkr- unarkona. Jensína Sigurveig, f. 1907. Hún var gift Guðjóni E. Jóns- syni sem var bankastjóri á ísafirði. Bjarney Margét, f. 1909. Hún var gift Andrési Kristjánssyni. Þau bjuggu í Meðaldal í Dýrafírði. Seinni maður hennar var Brynjólf- ur Hannibalsson. Bjarni Jóhann, f. ; 1910,, d. 1970. Hann var lögreglu- maður, kaupmaður og síðar útsölu- stjóri ÁTVR á Siglufirði. Hann var ( kvæntur Guðlaugu Þorgilsdóttur. Guðmunda, f. 1912, d. 1931. Dó úr berklum á Vífilsstöðum. Friðrik ( Jón Ásgeirsson, f. 1913. Hann var fangavörður og lögregluþjónn á Eyrarakka og síðar starfsmaður Áburðarverksmiðjunnar. Hann var kvæntur Sólveigu Þorgilsdóttur. Guðný var næst í röðinni. Jónína Guðmunda, f. 1917. Hún er gift Páli Briem, fyrrverandi banka- stjóra. Sigurleifur Friðrik Guð- mundur, f. 1920, d. 1986. Járn- smíðameistari á ísafirði. Hann var kvæntur Ingu Straumland. Guðný var um tíma á ísafirði, en fór svo til Reykjavíkur og vann þar í Oddfellowhúsinu hjá Agli og Margréti sem ráku þar skemmti- stað. Hún giftist Kristjáni Sigur- ( mundssyni, forstjóra Sælgætis- gerðarinnar Crystal. Þau hafa lengi búið á Kvisthaga 27. Heimili þeirra ( hefur verið til fyrirmyndar, gest- risni mikil og snyrtimennska. Tvo syni eignuðust þau: Snæbjörn sem ( er verslunarmaður og er kvæntur Huldu Kristjánsdóttur, þau eiga tvö börn, Guðnýju Kristínu og Kristján Guðmund; yngri sonurinn heitir Smári, hann hefur unnið við versl- unarstörf og sjómennsku, var kvæntur Bergljótu Davíðsdóttur, þau skildu. Þau eiga þijár dætur: Ernu Sif, Ragnheiði Sif og Lilju Sif. Smári átti tvær dætur áður, Huldu og Maríu. Mikið yndi hafa Guðný og Krist- ján haft af bamabörnunum og litlu bömunum þeirra. Ég sem þetta rita hef þekkt Guðnýju í rúm 50 ár. Ég var gift bróður hennar og er systurdóttir Kristjáns, manns ( hennar. Oft hittumst við í gamla daga á Fossá á Barðaströnd á æskuheimili mínu. Þá kom hún | þangað í heimsókn með drengina sína. Það var oft gaman þar, margt spjallað og gert sér til gamans. Það | er sárt að eiga ekki eftir að heyra fallega hláturinn hennar. Hún var svo glaðlynd hún Guðný að hún kom öllum í gott skap og alltaf var hún reiðubúin að hjálpa öðrum og ráðleggja fólki allt það sem til betri vegar leiddi. Kristján frændi minn hefur misst sinn góða lífsförunaut. Hann er nú á 88. aldursári. Hann hefur starfað mikið á sinni ævi. Hætti ekki atvinnurekstri sínum fyrr en fyrir einu ári. Hann á góð- ar minningar um konuna sína sem alltaf stóð við hlið hans trú og trygg. Guð blessi minningu hennar. Inga Straumland. Með örfáum orðum vil ég minn- ast frænku minnar, Guðnýjar Jó- hannsdóttur, sem í dag er til mold- ar borin. Guðný fæddist á Auðkúlu við Arnarfjörð og voru foreldrar hennar Bjarney Friðriksdóttir og Jóhann Jónsson skipstjóri. Hún upplifði tíma örra þjóðfé- lagslegra breytinga og tók þátt í þeim sem eiginkona, móðir og amma. Hlýhugur einkenndi hennar persónu og velvild til allra. Ég minnist hennar fyrst þegar ég var lítill drengur fyrir páska. Þá kom hún á heimili foreldra minna ásamt Kristjáni eftirlifandi manni sínum færandi hendi. Hún kom með páskaegg handa okkur systkinum frá sælgætisgerð þeirra hjóna. Þessi siður hélst í áraraðir og var orðinn fastur punktur í til- verunni sem við hlökkuðum ávallt til. Guðný átti við mikil veikindi að stríða til margra ára. Hún bar sig ávallt vél og var ætíð ánægjulegt að heimsækja þau hjón. Glaðværð einkenndi persónuleika hennar. Við systkinin sendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur til Krist- jáns, sona þeirra, tengdabarna og barnabama. Jóhann Briem. Tilfinningar mínar og hugsanir við fráfall þitt spanna minningar allt frá bamæsku. Minningar frá Flúðaskóla í Hmnamannahreppi, þar sem nokkrar ijölskyldur frá Reykjavík dvöldu á sumrin á stríðs- ámnum, koma upp í huga mér og þar ber hæst lífsgleði þína, skop- skyn og líkamlegt atgervi, að ógleymdri söngröddinni. Þú naust svo sannarlega vinsælda hjá okkur bömunum, eigi síður en þeim full- orðnu. Síðan liðu mörg ár, þar til þið hjónin tókuð mér opnum örmum á heimili ykkar í Hófgerðinu sem tengdadóttur. Sömu kostimir prýddu þig sem fyrr. Fljótlega skynjaði ég hinar djúpu og viðkvæmu tilfinningar þínar, sem ég hef ætíð fundið síðan og hafa litað persónuleika þinn alla tíð. Kærleikur minn og þakklæti til þín mun aldrei dvína. Guð geymi þig. Hittumst heil. Þín elskandi tengdadóttir, Anna V. Sigurjónsdóttir. Nýr Favorit Ekki bara betri, heldur 548 sinnum betri! Verð á Favorit LXi er aðeins kr. 598.000á götuna. Nú er hann kominn til landsins, hinn nýi Favorit. Eftir að Skoda verksmiðjurnár sameinuðust Volkswagen samsteypunni hafa þýskir taekni- og hugvitsmenn lagt nótt við dag. Útkoman er glæsilegur fimm dyra hlaðbakur, sem státar af 548 endurbótum, stórum sem smáum. Favorit er nú framleiddur samkvæmt kröfum og stöðlum Volkswagen, sem tryggja meiri gæði, aukið öryggi og betri endingu. Vélin er með hvarfakút og tölvustýrðri Bosch Motronic innspýtingu og kveikju, sem er viðhaldsfrí og dregur úr bensíneyðslu. í hurðum eru styrktarbitar, og innréttingar eru nýjar. Það sama gildir um bremsukerfið, rafkerfið og margt, margt fleira. Hinir fjölmörgu aðdáendur Favorit hafa því fengið 548 nýjar ástæður til þess að velja þennan vinsæla bíl. Og er þá ein ótalin: Nefnilega verðið! Nýr framhjóladrifinn Favorit LXi, 5 dyra og 5 gíra kostar kr. 598.000.- á götuna, og fæst í 9 spennandi og frískum litum. Komdu og reynsluaktu nýjum Favorit. Við höfum opið virka daga frá 9-18 og laugardaga frá 12-16. ÁFUIUllFfRDt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.