Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1993 r/;—i í''I. ■ 10. NORRÆNA KVIKMYNDAHATIÐIN Draumóramaðurinn Rolandsen og Elísa, dóttir faktorsins, eru aðalpersónurnar í norsku myndinni Loftskeytamaanin- um, sem byggð er á skáldsögu eftir Knud Hamsun. 24. - 27. mars í Reykjavík DAGSKRÁ FÖSTUDAGINN 26. MARS (Innan sviga eru stuttmyndir þær sem sýndar eru á undan aðalmyndunum) Kl. 15.00: Englagarðurinn. Kl. 15.15: Sódóma Reykjavík (It Takes All Kinds -2. hluti). Kl. 17.00: Loftskeytamaðurinn/Tele- grafisten. Kl. 17.00: Brunnurinn/Kaivo (Örbylgju- ofninn/Microwave). Kl. 17.15: Leiðsögumaðurinn/Vejvis- eren. Kl. 19.00: Sárar ástir/Kærlighedens smerte. Kl. 19.00: Sofie (100 metra skrið- sund/100 meter fri). Kl. 19.15: Handfylli af tíma/En h?ndful tid. Kl. 21.00: Freud flytur að heiman/Fre- ud flyttar hemifr?n (Pönnukökusag- an/Sagan om pannkakan). Kl. 22.00: Týndi sonurinn/Tuhlaajapo- ika (Meanwhile Elsewhere). Kl. 23.00: Eðli glæpsins/Element of Crime. Loftskeytamaðurinn Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarson Leikstjóri Erik Gustavson. Handritshöfundur Lars Saalbye Christensen, byggt á skáldsög- unni Draumóramaðurinn eftir Knud Hamsun. Aðalleikendur Björn Floberg, Marie Richard- son, Jarl Kulle, Ole Ernst, Bjöm Sundquist. Noregur. í smábæ í Noregi er loftskeyta- maðurinn Rolandsen (Floberg) þungamiðja atburðanna. Enda er maðurinn vel máli farinn, ljóðelsk- ur, söngglaður, höggþungur ef svo ber undir og fæst við uppfinningar í frístundum. Gefur skrattann í allt. Og konur hænast að Rolandsen, hann lifir eins og hani í hænsna- búi. Þær falla fyrir honum umvörp- um, jafnvel prestsfrúin lætur freist- ast af þessum herðabreiða og sól- bakaða draumóramanni. Holdið veikt í norska gróandanum. En sú sem hann þráir er þó í að því er virðist í óyfírstíganlegri fjarlægð. Því hún er Elísa (Richardson), dótt- ir Macks, almættisins í þorpinu og er hann búinn að gefa dóttur sína dönskum skipstjóra til að tryggja sjálfan sig í sessi. En Rolandsen er maður úrræðagóður. Þessi snotra mynd minnir nú- tímamanninn á dagdrauma um lottóvinning eða eitthvað álíka gott. Hún þykir sjálfsagt bamaleg en er engu að síður heilsteypt í einfald- leikanum og þeir eru ágætir sögu- menn leikstjórinn Gustavsen og handritshöfundurinn Christensen. Þeir leggja áhersluna á skopið (sem er heldur óvenjulegt í verkum þess- arar hátíðar) og er myndin ágæt- lega heppnuð gamanmynd. Per- sónusköpunin er glögg og koma ólíkar manngerðir við sögu. Hinn óviðráðanlegi loftskeytamaður er burðarásinn og er í góðum höndum Bjöms Flobergs. Engu síðri er þorpseigandinn Mack sem sænski stórleikarinn Karl Julle holdi klæðir af list. Þetta er kjörið hlutverk fyr- ir húmoristann Julle sem sér skop- legu hliðarnar á faktornum og fær- ir hann í hálfgerðan Bör Börssons- búning. Richardson skín eins og sól í heiði og á sinn þátt í að gera myndina að léttri og skemmtilegri upplifun í allri norrænu dauðans alvörunni miðri. Handfylli af tíma Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Handfylli af tíma („En hand- full af tid“). Sýnd í Háskóla- bíói. Leikstjóri: Martin Asp- haug. Handrit: Erik Borge. Aðalhlutverk: Espen Skjön- berg og Camilla Ström Hen- riksen. Noregur. Líkt og í Bömum náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson strýkur aðalpersónan í Handfylli af tíma eftir Martin Asphaug, af elliheimili og heldur á fomar slóðir ungdómsáranna. Þar á hann skuld að gjalda ástinni sinni sem lést þegar þau voru ung. Hann vill finna frið í sálinni eft- ir öll þessi ár og fyrirgefningu. Þetta er fyrsta leikna mynd Asphaugs í fullri lengd og hann byggir frásögnina að mestu á endurliti. Myndin hans er harka- leg, spennandi og áhrifarík í lýs- ingu sinni á sektarkennd, svipum fortíðar, söknuði, ást og dauða. Sögusviðið á einkar vel við en það er hið kalda og hrjóstruga fjallalandslag Noregs, sem kjörið er fyrir þá miskunnarlausu hörku er skýtur reglulega upp á yfir- "borðið. Á milli þess sem horfið er aft- ur til fortíðar segir frá vegferð gamla mannsins til ákvörðunar- staðarins, fjallakofans þar sem konan hans lét lífið fyrir 50 ámm. Rauði þráðurinn er falleg og tregablandin ástarsaga þeirra tveggja en Asphaug gefur ekk- ert eftir þegar kemur að lýsingu á sifjaspelli og ofbeldisfullum föður hennar, sem eltir þau um fjöll og firndindi. Það er ekki að sjá að hér sé byijandi að gera sína fyrstu mynd. Asphaug hverfur fram og aftur í tíma og tengir næsta óskeikull saman tvö ólík tímabil og tíðaranda. Myndataka Philip Oegard er einkar lífleg og per- sónur og leikendur falla vel inní söguna. Englaþátturinn (talsvert notað bragð) í lokin, þar sem bresku leikararnir Nigel Haw- thorne og Susannah York birtast sem englar, er óþarfa viðbót og lítt skiljanleg. Stóri feiti pabbi Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó: Leikstjóri Kjell-Ake Anders- son. Handrit Magnus Nilsson og Kjell-Ake Andersson. Aðal- leikendur Nick Böijlind, Rolf Lassgard, Ann Petrén, Yvonne Schaloske, Krister Henriksson, Lena Strömdahl, Gunilla Röör. Svíþjóð. Hlý en tregafull lýsing á ástúð- legu sambandi feðga í sólríkri sveitasælu er kjarninn í tilfinn- ingaríkri mynd eftir Kjell-Ake Anderson. Myndin gerist að sumri til í Svíþjóð. Heimilisfaðir, eigin- kona hans og sonur, reyna að njóta veðurblíðunnar en það geng- ur upp og ofan. Drengurinn, sem er á tólfta aldursári, sér ekki sól- ina fyrir föðurnum en hefur hom í síðu móður sinnar. Breyskleiki karls leynist fáum öðmm. Hinn stóri og feiti pabbi er nefnilega gallagripur. Örlagafyllibytta og flagari en hefur til að bera hríf- andi persónuleika flysjungsins, óstöðvandi kjaftagleði og smitandi sjálfumgleði sem heillar soninn og töfrar stútungskerlingar úr kjólgopunum. En þrátt fyrir óteljandi svikin loforð og lygar er samband feðg- anna afar elskulegt og er aðal- styrkur myndarinnar. Rolf Lass- gard leikur soninn einkar trúverð- uglega, þessi ungi leikari minnir ekki lítið á öllu frægari starfsbróð- ur sinn í henni Ameríku, stór- stjörnuna Mcaulay Cuikin og litlu síðri leikari. Með hlutverk móður- innar fer Ann Petrén og skilar vel konu. á barmi taugaáfalls, illa farinni af framhjáhaldi bónda síns og brennivínsslugsi. Og ekki síður þeim kulda sem sonurinn sýnir henni og áhorfandinn á erfitt með að kyngja, en drengnum ofbýður undirlægjuháttur móður sinnar. En það er þó Nick Böijlind í hlutverki hins brokkgenga föðurs sem heldur myndinni á lífi. Stór og vambmikill hentar hann einkar vel í hlutverkið og er leikari af guðsnáð. Það er hreint stór- skemmtilegt að fylgjast með hon- um í hæðum og lægðum þessa vandræðagrips sem honum tekst að glæða slíkum sjarma að áhorf- andanum þykir hegðun hans næstum fyrirgefanleg. Ef Börjlind nyti ekki við er hætt við að Minn feiti pabbi væri ekki svipur hjá sjón. Freud flytur að heunan Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Freud flytur að heiman („Fre- ud flyttar hemifran"). Sýnd í Háskólabíói. Leikstjóri: Sus- anne Bier. Handrit: Marianne Goldman. Aðalhlutverk: Gun- illa Röör, Ghita Nörby, Palle Granditsky, Jessica Zandén. Svíþjóð. Hún er ansi margbrotin gyð- ingafjölskyldan sem mynd Sus- anne Bier, Freud flytur að heim- an, ijallar um. Einkasonurinn er hommi sem býr með Mike í Miami. Eldri dóttirin sat í fang- elsi fyrir dópsmygl en er nú gift heittrúuðum gyðingi og býr í ísrael. Yngri dóttirin er 25 ára gömul, vill í örvæntingu losna við meydóm sinn og kallast Fre- ud - hún er í sálfræðinámi. Heimilisfaðirinn býr við ofríki húsmóðurinnar, sem Ghita Nörby leikur af snilld, en hún liggur á banasæng með ólækn- andi krabbamein. Fjölskyldan kemur saman á sextugsafmæli móðurinnar og koma þá eins og gefur að skilja ýmsar væringar upp á yfirborðið. Freud flytur að heiman - titillinn vísar til þess að yngsta dóttirin kveður loks heimili sitt - er heil- mikið fjölskyldudrama með harmrænu yfirbragði um fyrir- gefningu og sættir og skilning innan fjölskyldu þar sem hin sterka móðir hefur mótandi áhrif á allt í kringum sig. Ghita Nörby er frábær í vold- ugu hlutverkinu, köld og frá- hrindandi gagnvart börnunum sínum sem kannski má rekja til fortíðar hennar sem gyðings í ofsóknum nasismans. Nörby hefur verið ein af fremstu leikkonum Norðurlanda um margra ára skeið og túlkar hér eftirminnilega konu sem á ekki aðeins í sálarstríði heldur dauðastríði en skilur ekki við án þess að lýsa yfir ást til yngstu dótturinnar (o^g barnanna allra), sem hún aldrei gat orðað á með- an hún stjórnaði heimilinu. Það er atriði sem gleymist seint. Hliðarsögurnar um börnin þijú, sérstaklega er dvalið við kynduga þroskasögu þeirrar yngstu, falla í skuggann af sögu hennar. Helsti gallinn liggur í atriðum er lýsa samverustundum fjölskyldunnar en þau eru yfir- keyrð með uppgerðarlegum galsa þegar þau eiga að vera lífræn og eðlileg. Kór Langholtskirkju Syngur með Ensku kammersveitinni BUNDIÐ hefur verið fastmælum að Kór Langholtskirkju muni flytja H-Moll messuna eftir Jo- hann Sebastian Bach í menningar- miðstöðinni Barbican Center í Lundúnum á næsta ári ásamt Ensku kammersveitinni, sem er í flokki fremstu kammersveita heimsins um þessar mundir. Enska umboðsfyrirtækið Worldwide Artist hefur þegar hafið undirbúning fyrir tónleika kórsins í júní 1994, en fyrirtækið sér einnig um að skipuleggja tón- íeikaferð hans um England og Skotland. Jón Stefánsson, sfjórn- andi Kórs Langholtskirkju, segir að tónleikarnir í Barbican Center verði mikil viðurkenning fyrir kórinn. Jón segir þó að undirbúningur ferðarinnar hafi orðið lengri en áætl- að var. „Við vorum búin að áforma árum saman að fara í tónleikaferð til Bretlandseyja, en þær áætlanir hafa raskast tvívegis. Annars vegar vegna ferðar kórsins til ísrael fyrir nokkrum árum, og hins vegar vegna ferðar tii Finnlands í fyrra. Síðan var búið að ganga frá heimsókn til Bret- lands í júní næstkomandi. En þá kom í ljós að Sinfóníuhljómsveit Islands hugðist ieika á svipuðum tíma í Barbican Center og forráðarmönnum þar þótti ofgert að hafa tvær stórar, íslenskar tónlistaruppákomur svo nærri hvor annarri í tíma. Enn varð þvítöf." Úr þessari flækju greiddist þó. Vó þungt í því sambandi að kórinn hafði reynslu af því að ganga án fyrirvara inn í samstarf með hljóm- Jón Stefánsson sveit á staðnum frá ferð hans til ísra- els. „Við réðumst ekki á garðinn þar sem hann var lægstur,“ segir Jón, „o g óskuðum eftir að syngja í Barbic- an Center ásamt Ensku kammer- sveitinni („The English Chamber Orchestra"). Við sendum út nýlega upptöku með kórnum, og þeir leituðu síðan umsagnar hjá söngvaranum Michael Goldthorpe, sem hefur sung- ið nokkrum sinnum með kórnum og er mjög virtur í Englandi. Hann hlýt- ur að hafa mæit með okkur því fyrir tíu dögum síðan fengum við staðfest að tónleikarnir verði haldnir." Búið er að ákveða dagsetningu fyrir tónleikanna, og verða þeir 15. júní á næsta ári. Jón segir það spenn- andi að komast inn í sal Barbican Center og viðurkenning fólgin í því fyrir kórinn að véra álitinn þess verð- ugur að koma fram með hljómsveit- inni. „Einnig er hentugt að þurfa ekki að auglýsa okkur, því um leið og við syngjum með þessum aðilum á þessum stað, göngum við sjálf- krafa inn í kynningarkerfi þeirra og okkur er tryggð toppumfjöllun. Við þurfum eingöngu að syngja fallega. Tónleikarnir í Barbican Center verða lokatónleikar ferðarinnar, og sann- kallaður hápunktur ef allt fer að óskum.“ Að sögn Jóns mun kór Langholts- kirkju einnig flytja H-Moll messu Bachs í Langholtskirkju nú um páskahátíðina. Þýskaland Götuvísa gyð- ingsins gefin út BÓK Einars Heimissonar, Götuvisa gyðingsins, hefur verið gefin út í Þýskalandi af útgáfufyrirtækinu Forum Verlag í Leipzig. Á þýsku heitir bókin „Im Land des Wint- ers“. Bókin kom út hér á landi árið 1989. í tilkynningu frá Forum Verlag segir að fyrirtækið, sem stofnað var í kjölfar þess að hið alræðislega stjómkerfi Austur-Þýskaiands hmndi, hafi að markmiði að koma lýðræðislegum sjónarmiðum á fram- færi. Ekki síst er reynt að gagnrýna samtíðina og leggja ýmsum minni- hlutahópum lið. Bók Einars er sú sem forlagið legg- ur áherslu á á fyrri hluta þessa árs ásamt bók skáldkonunnar Joan Rileys „Waiting in the Twilight". Götuvísa gyðingsins fjallar um þá þýsku gyð- inga sem flúðu undan ofsóknum nas- ista til íslands. Segir að gyðingamir hafi rekist á kallt, fráhrindandi land þar sem útlendingahatur réð ríkjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.