Morgunblaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C 286. tbl. 81.árg. MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bill Clinton um samkomulag Bandaríkjanna og EB um GATT Sögnlegnr signr hinnar frjálsu heimsverslunar Genf. Reuter. Þreyttir en ánægðir samningamenn MICKEY Kantor (t.h.), viðskiptafull- trúi Bandaríkjanna, og Sir Leon Brittan, fulltrúi Evrópubandalags- ins, á blaðamannafundi í Genf í gær. Kantor hrósaði Brittan, hann væri einstakur samningamaður og gáfumenni. Bretinn galt í sömu mynt, sagði að undanfarið ár hefði stundum kastast í kekki en það væru varla ýkjur að segja að samn- ingar hefðu vart tekist í tæka tíð ef ekki hefði komið til gagnkvæm virðing sem nú væri orðin vinátta. SAMNINGAMENN Bandaríkjanna og Evrópubandalagsins, EB, ruddu í gær úr vegi einni af síðustu hindrununum fyrir nýjum GATT-samningi um aukið frelsi í alþjóðaviðskiptum. Tókst það eftir stanslaus fundahöld í alla fyrrinótt og voru þeir Mickey Kantor, viðskiptafulltrúi Bandaríkjanna, og Sir Leon Brittan, viðskiptafull- trúi EB, þreyttir en afar ánségðir þegar þeir skýrðu frá niðurstöð- unni á fréttamannafundi í gærmorgun. Síðustu forvöð til að ljúka Úrúgvæ-lotu GATT-viðræðnanna höfðu verið ákveðin á miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins vestur í Washington. Sérfræðingar fjár- málastofnana segja, að þótt samningurinn taki ekki formlega gildi fyrr en um önnur áramót, muni hann strax hafa uppörvandi áhrif á öllum mörkuðum. Telja þeir, að á tíu árum muni heimsviðskiptin aukast um allt að 300 milljarða dollara. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði í gær að landsmenn sæju nú fram á „sögulegan sigur“ fijálsrar heimsverslunar en varaði við því að enn væri eftir að útkljá erfið deilu- mál. Peter Sutherland, fram- kvæmdastjóri GATT, sagði ánægju- legt að EB og Bandaríkin hefðu náð samkomulagi en hann kvaðst hafa lært það, að dag skyldi að kveldi lofa og því ætlaði hann að bíða með húrrahrópin þar til síðasti fulltrúi aðildarríkjanna 117 hefði undirritað samnihginn. Hann sagðist þó ekki sjá, að neitt ætti að geta komið í veg fyrir nýjan GATT-samning. 30% tollalækkun Almennt er miðað við, að tollar lækki um 30% að minnsta kosti. Þeir Brittan og Kantor náðu ekki samkomulagi um skiptingu tekna af kvikmyndum og hljóm- og mynd- böndum en ákváðu að láta það ekki standa í vegi fyrir nýjum samningi. Ekki er þó alveg Ijóst hvort EB hef- ur náð fram „undanþágu í menning- armálunum" eins og Frakkar halda fram. Bandaríkjamenn hafa samt gefið eftir á þessu sviði en EB hins vegar hvað varðaði styrki til fiug- vélaiðnaðarins. Norður-Irland Vladímír Zhírínovskíj kveðst reiðubúinn að vinna með hvaða flokki sem er Ógiiun víð hagsmuni Rússa kaliar á efnahagsþvinganir Kemur þróunarríkjunum vel GATT-samningurinn nýtur mikils stuðnings flestra þróunarríkja og kommúnistaríkjanna fyrrverandi enda opnast þeim með honum að- gangur að nýjum mörkuðum. Enn er eftir að semja um kröfur Indveija og Pakistana um aukinn markaðsað- gang fyrir vefnaðarvöru og kröfur S-Ameríkuríkja um aukinn aðgang fyrir landbúnaðarvöru og ávexti. Auk deilu Bandaríkjanna og EB var helst beðið eftir ákvörðun Japana og Suður-Kóreumanna um að binda enda á lokun hrísgijónamarkaðarins í löndunum. Suður-Kóreustjórn ákvað um síðustu helgi að opna hann og Morihiro Hosokawa, forsæt- isráðherra Japans, gerði það í gær. Sjá frétt á bls. 25 Reuter Segist fylgjandi heimkvaðningu rússneska hersins frá Eystrasaltsríkjunum Moskvu, Kiev, Bonn. Reuter. VLADÍMÍR Zhírínovskíj, leiðtogi þjóðernisöfgamanna, sem unnu sigur í þingkosningunum í Rússlandi á sunnudag, sagði á blaða- mannafundi í Moskvu í gær að hann væri reiðubúinn til sam- starfs með hvaða flokki sem væri. Hann lýsti og yfir því að hann væri tilbúinn til að vera í „ábyrgri stjórnarandstöðu“. Zhír- ínovskíj, sem einkum hefur vakið athygli fyrir öfgafullar yfirlýs- ingar, þótti koma fram af hógværð og yfirvegun er hann ræddi við erlenda blaðamenn og lagði áherslu á að hann væri miðjumað- ur í rússneskum stjórnmálum. Litlar breytingar höfðu orðið á fylgi landslista flokkanna í rússnesku þingkosningunum í gær- kvöldi en fyrstu tölur úr einmenningskjördæmum bentu til að óháðir frambjóðendur og umbótasinnar hlytu meirihluta atkvæða í þeim. Friður ínánd? Lundúnum. Rcuter. JOHN Major forsætisráðherra Bretlands og Albert Reynolds, forsætisráðherra Irlands hittast á fundi í dag til að leggja loka- hönd á friðaráætlun um Norður- írland sem vonast er til að geti leitt til friðar í landinu. Töluðu háttsettir breskir embættismenn um tímamót í viðræðunum. Embættismennirnir sögðu að for- sætisráðherrunum hefði tekist að yfirstíga stærstu hindranirnar er þeir ræddust við í síma í gær. Neit- uðu þeir hins vegar að gefa upp efnisatriði yfirlýsingarinnar, sem vonast er til að verði til þess að Irski lýðveldisherinn og öfgasinnað- ir mótmælendur leggi niður vopn. Zhírínovskíj kom sér hjá því að svara spurningum um kynþáttafor- dóma og gyðingahatur. Sagðist hann telja að Rússar ættu að halda áfram brottflutningi hermanna frá Eystrasaltslöndunum. Hins vegar ætti ekki að hika við að beita efna- hagsþvingunum, yrði gengið á rétt rússneska minnihlutans í ríkjunum þremur. Rússar ættu ekki að leiða hugann að innlimun fyrrverandi lýðvelda Sovétríkjanna nema ljóst væri að sjálfstæði þeirra leiddi af sér hörmungar og þau óskuðu að- stoðar. Zhírínovskíj kvaðst reiðubúinn til samvinnu með hvaða flokki sem væri og nefndi fyrst Konur Rúss- lands. Hvað núverandi stjórn varð- aði gæti hann ekki sætt sig við Jegor Gajdar, efnahagsmálaráð- herra, Andrej Kozyrev, utanríkis- ráðherra, og Anatólíj Tsjúbaís, ráð- herra einkavæðingar. Óháðir og umbótasinnar í meirihluta í gærkvöldi lágu tölur fyrir úr 83 af 225 einmenningskjördæmum og var yfir helmingur sigurvegar- anna óháður, 46 frambjóðendur. Af flokkunum hafði Valkostur Rússlands hlotið mest fylgi, 11 sæti, en Frjálslyndi lýðræðisflokk- urinn 4 og Bændaflokkurinn 8. Aðrir höfðu hlotið minna. I kosn- ingum til efri deildar þingsins, Sambandsráðsins, benti allt til þess að það yrðu fyrst og fremst ráða- menn héraðanna sem næðu kjöri. Kommúnistar lýstu í gær yfir sigri í kosningunum, spáðu sér 70-80 þingsætum af 450 í neðri deild, dúmunni. Athygli vakti að kommúnistar sögðu að til greina kæmi að styðja menn Zhírínovskíjs i einstökum málum en formlegt samstarf væri útilokað. Rússneskir gyðingar hafa lýst áhyggjum sínum vegna hylli Zhír- ínovskíjs en hann hefur lýst því yfir að hann vilji gera þá brott- ræka. Þá hefur ísraelsstjórn einnig lýst vanþóknun sinni á fylgi þjóð- ernissinna. Bauð Shimon Peres, utanríkisráðherra landsins öllum gyðingum að setjast að í ísrael, þar ættu þeir heima. Leoníd Kravt- sjúk, forseti Ukraínu, kvaðst sleg- inn vegna uppgangs þjóðernissinna og sagði hugmyndir þeirra geta orðið hættulegar ef þær hefðu áhrif á stefnu stjórnarinnar. Sjá fréttir á bls. 24 og miðopnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.