Morgunblaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 32
>2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 Sameiginlegiir nor- rænn menntamarkaður eftir. Ástandið er orðið það slæmt að velta má fyrir sér hvort háskólinn geti staðið undir'þeim væntingum og kröfum sem háskólar í hinum löndunum og erlendir stúdentar sem hingað sækja gera. Með niðurskurði ríkisstjórnarinnar er verið að skerða möguleika íslenskra stúdenta til að standa jafnfætis erlendum stúdent- um. Þessum áherslum verður ríkis- stjórnin að breyta. eftir Einar Gunnar Guðmundsson íslendingar hafa löngum haldið utan til að víkka sjóndeildarhringinn og mennta sig. Mjög margir hafa stundað háskólanám með frænd- þjóðum á Norðurlöndunum og er svo enn. Fjöldi þeirra vex væntanlega á .- komandi árum, því að næsta haust gengur í gildi samningur um sam- norrænan menntamarkað. Með til- komu samningsins fjölgar valkostum norrænna stúdenta til náms. Sagan í starfsáætlun Norrænu ráðherra- nefndarinnar sem gefin var út 10. mars 1988 var m.a. lögð áhersla á að koma á fót sameiginlegum nor- rænum menntamarkaði. Samstarfs- nefnd um norræna samvinnu á æðri menntastigum tók málið síðan til umfjöllunar. Eftir undirbúnings- vinnu sendi nefndin drög til mennta- stofnana á Norðurlöndum og óskaði eftir gagnrýni frá þeim. Samstarfs- > nefndinni barst fjöldi athugasemda og hún skilaði að lokum skýrslu til ráðherranefndarinnar í október 1990. Vorið 1993 var síðan ákveðið af menntamálaráðherrum Norður- landanna að menning, menntun og rannsóknir skyldu hafa forgang í norrænni samvinnu og skyldu út- gjöld til þeirra aukin úr þriðjungi ráðstöfunarfjár nefndarinnar í helm- ing. Hinn 19. júní 1993 hittist menntamálahópur Norrænu ráð- herranefndarinnar og. varð niður- staðan af þeim fundi sú að norræni menntamarkaðurinn yrði að reynd haustið 1994. Þessi niðurstaða var að lokum staðfest á fundi Ráðherra- nefndarinnar í Mariehavn 9. nóvem- ber sl. með smávægilegum breyting- um. Hvað er menntamarkaður? Markmiðið með sameiginlegum norrænum menntamarkaði er að opna landamæri í menntun á há- skólastigi og auka áhuga nemenda á norrænni menningu og norrænu samstarfi. Markaðurinn felur það í sér að hveijum nemanda verður gert kleift að velja menntastofnun óháð landi, þ.e.a.s. að stunda nám hvar sem er á Norðurlöndunum, en njóta þó sama réttar í námslandinu og í heimalandi sínu; t.d. Dani í tæknin- ámi mun engan forgang hafa fram yfir íslending í sama námi í Dan- mörku. Samkvæmt ákvörðun mennta- málaráðherra skal framkvæmdinni skipt í tvo áfanga. Fyrri áfanginn er aðlögunartími þar sem allir nem- endur hafa sama rétt í hinum mis- munandi löndum en skólarnir geta sjálfir takmarkað hversu mörgum nemendum þeir taka á móti erlendis frá. Hugmyndin er að námslandið borgi skólagjöld (ef einhver eru) og önnur gjöld tengd náminu en að heimaland nemanda sjái um að fjár- magna uppihald nemandans. Seinni áfanginn útilokar takmarkanir af hálfu skólanna, samhliða því að tek- ið verður upp greiðslukerfi þar sem heimaland nemandans fjármagnar náms hans erlendis að fullu, þ.e. að heimaland nemandans mun sjá um allan kostnað sem hlýst af því að senda nemandann út í nám; skóla- gjöld, bókakostnað, uppihald o.þ.h. Eins og áður sagði hefst aðlögunar- tíminn í september 1994. Samning- urinn skal endurskoðaður ekki seinna en 1. júlí 1996. Fjármögnun Ekki verður annað sagt en að ísland sé í frekar erfiðri aðstöðu ijár- hagslega hvað varðar lokaáfangann. Ráðherrar Norðurlandanna hafa hins vegar lagt mikla áherslu á að ísland verði þátttakandi í norræna menntamarkaðnum, án tillits til þess hvaðan fjármagnið kemur. Á fundi ráðherranna í Mariehavn 9. nóvem- ber sl. var það staðfest að ísland yrði undanþegið slíkum greiðslum. Islandi verður þannig gert kleift að taka þátt í þessu norræna samstarfi án þess að greiða fyrir það fullt gjald. Enn og aftur hagnast íslend- ingar á því að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi. ^ Þetta fyrirkomulag gefur íslensk- um námsmönnum verulega mikla valmöguleika á meðan á námi þeirra stendur, enda margt sem Norður- löndin hafa upp á að bjóða sem ekki gefst kostur á að læra hér. atttí *±k ■ * * sCfck • xp- Crtn >*±iC • ‘ ■m* 'm CÍIU xpt .. .# # & * að verða nf cpinnV m M * Ul vvlllll■ m m : f * * . Láttu DHL sjá um .;,jF jpfiL jólasendíngar þínar . ■ til útlanda. w Sérstakt jólapakkatílboð! Hafðu samband í sima: womjowiDE bxpress 4 DHL Hraðflutningar hf. Skeifan 7, sími 689822, fax 689865 Örðugleikarnir Þegar hefur verið minnt á stærsta vandamálið, þ.e.a.s. hvernig á að fá nægilegt fjármagn. Áðurnefdar sér- reglur leysa það vandamál á meðan íslendingar fá sérstaka meðhöndlun í þessu samstarfí en það er allt und- ir velvilja nágrannaþjóðanna komið. Mikill munur er á aðstöðu í lönd- unum til að taka á móti erlendum stúdentum. Hér á landi reynist jafn- vel erfitt að útvéga öllum þeim stúd- entum húsnæði, sem hingað til lands koma, í gegnum norrænu nemenda- skiptaáætlunina NORDPLUS. Tungumálið er einnig þröskuldur fyrir erlenda stúdenta. Félagsleg réttindi nemenda eru einnig misjöfn á milli þjóðanna. Lánakerfi, heilbrigðiskerfí og hús- næðisaðstaða nemenda eru mismun- andi og eru það vandamál sem verð- ur á einhvern hátt að leysa í samein- ingu. íslendingar geta spurt sig hversu vel þeir eru í stakk búnir til að takast á við slíkt verkefni. Smæð landsins gerir okkur erfítt fyrir að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi því yfirleitt hefur það mikinn kostnað í för með sér en það ber að athuga að ávinningur af slíku samstarfi er ómetanlegur til fjár. Því má ekki gleyma að enda þótt kostnaður hljót- ist af því að senda nemendur til útlanda fást líka tekjUr við það að erlendir nemendur komi hingað til lands að læra. Alvarlegasta málið stendur þá eftir. Háskóli íslands hefur, í tíð rík- isstjórnar Davíðs Oddssonar, mátt þola verulegan niðurskurð sem bitn- Einar Gunnar Guðmundsson. „Heimaland nemand- ans mun sjá um allan kostnað sem hlýst af því að senda nemandann út í nám.“ að hefur á þeirri þjónustu sem há- skólinn hefur upp á að bjóða. Á sama tíma hafa háskólayfírvöld reynt að auka þjónustu skólans við nemendur sem augljóslega hefur ekki gengið Viðbrögð stúdenta Hér á undan hef ég rakið stað- reyndir aðdraganda norræna menntamarkaðarins. Markaðurinn er umfangsmikill og mikið starf enn óunnið. Á fundi norrænu stúdentasamtak- anna (Nordisk Ordforende Mode) í Reykjavík 12.-15. ágúst sl. sendu fulltrúar landanna frá sér ályktun til Norrænu ráðherranefndarinnar þar sem lýst var yfir áhuga og stuðn- ingi við norræna menntamarkaðinn með von um, að samstarf yfirvalda og stúdenta verði náið við fram- kvæmd hugmyndarinnar. Brýnt er að stúdentar hvarvetna á Norðurlöndunum öllum geri sér grein fyrir þeim möguleikum sem opnast með menntamarkaðnum. ís- lendingar hafa margt að sækja til Norðurlandanna og það er hlutverk okkar Islendinga að sjá til þess að stúdentar á Norðurlöndunum hafi eitthvað að sækja hingað til lands. Með því að kynnast öðrum þjóðum og menningu þeirra viðhöldum við og eflum menntunina. Norræn sam- vinna er af þeim sökum afar mikil- væg. Það er óskandi að allir komi auga á mikilvægi þess að íslendingar verði hluti af þessu norræna samstarfi sem á vonandi eftir að skila okkur huglægum og hlutlægum verðmæt- um í framtíðinni, bæði fyrir einstakl- inga og þjóðina í heild. Höfundur er formaður utanríkisnefndar SHI og situr í Stúdentaráði fyrir Röskvu. Desember er bjartur og hlýr Hljómplötur Guðni Einarsson Sigríður Beinteinsdóttir söng- kona hefur sent frá sér fyrstu sólóplötu sína. Hún sýnir þá dirfsku að gefa út jólaplötu en hljóðritanir af því tagi hafa sem skilja má skamman sölutíma ár hvert. Ekkert hefur verið sparað við gerð plötunnar og er því áræði Sigríðar þess meira sem vönduð vinnubrögð á borð við þau sem hér eru stunduð kosta sitt. Á Desember eru níu lög, fjögur gamalkunn, Litli trommuleikar- inn, Ó, helga nótt, Heims um ból og Ave Maria eftir Schubert. Fimm laganna hafa ekki heyrst áður, að minnsta kosti ekki með íslenskum texta. Mót Betlehem er eftir Rolf Lovland við nútíma- legan jólasálm þeirra Sigríðar og Kristjáns Hreinssonar. Eitt spor er seiðandi samba eftir Dag Kolsrud við texta rauðhærða rokkarans Eiríks Haukssonar, en hann hefur einnig þýtt Höldum heilög jól eftir þá Kolsrud og Black. Eitt spor snertir viðkvæma strengi líkt og saga H.C. Anders- en um Litlu stúlkuna með eldspýt- urnar. Jóladraumur eftir Kolsrud með texta Friðriks Sturlusonar er líklegur til að verða jólas- mellurinn í ár, lagið grípandi og ljóðið fjallar um löngun manna til að eiga gleðileg jól. Jól með þér er rómantískur jólatexti Kristjáns Hreinssonar við lag Friðriks Karlssonar gitarleikara. Þegar jafn þekkt jólalög og Heims um ból og Helga nótt eru hljóðrituð enn eina ferðina er hætt við að flutningurinn verði klisjukenndur. Sigríður fellur ekki í gamla frasa heldur tekst henni að bregða nýju ljósi á þessa þekktu jólasálma. Þykir mér út- færslan á Heims um ból einkar vel af hendi leyst. Helga nótt er einnig skemmtilega flutt. í báðum þessum sálmum koma við sögu söngvarar út kór Langholts- kirkju. Jon Kjell Seljeseth er upptöku- stjóri og sér um útsetningar ásamt Pétri Hjaltested og Dag Kolsrud, en sá síðastnefndi er höfundur þriggja laga. Útsetn- ingar eru þaulhugsaðar og smekklegar, án þess að vera of- hlaðnar. Við endurtekna hlustun kemur sífellt eitthvað á óvart, líkt og í útsetningunum séu faldir jólapakkar sem hlustandanum er ætlað að finna. Margir hljóðfæra- leikarar koma'við sögu og er þar valinn maður í hveiju rúmi. Kom heim Krossgötur gefa út þessa hljóm- plötu til fjáröflunar vegna heimilis fyrir vegvilltar stúlkur. Björgvin Halldórsson annaðist gerð plöt- unnar og er hann framleiðandi, upptökustjóri, helsti söngvari og leikur á gítar. Einnig syngja sitt lagið hvert Guðrún Gunnarsdóttir, Egill Ólafsson og Sigrún Hjálm- týsdóttir. Á plötunni eru 12 erlend lög og hefur Björgvin einkum leitað fanga vestur um haf í auðugan sjóð trúartónlistar sem þar er að finna. Lögin eru melódísk, hrífandi og ósjálfrátt fer hlustandinn að raula með eftir stutta hlustun. Mikil breidd er í flutningi og lagavali. Þarna gefur að heyra stílbrigði allt frá hefðbundnum negrakvartettum á borð við Gold- en Gate (Sendu nú vagninn þinn að sækja mig), tónlist 6. áratugar- ins og upphafs þess 7. þegar Pres- ley og Platters voru upp á sitt besta (Hann fylgir mér, i húsi herrans, Leið mig á veg). Þá verð- ur vart áhrifa sveitatónlistar (Sig- urstund, Viltu vekja sönginn minn). Fallegur flutningur Sigrún- ar Hjálmtýsdóttur á Faðir vor við lag Malotte er svo verðugur loka- Jakob í Sjöunda himni hannaði smekklegar umbúðir sem hafa bæði að geyma söngtexta og ítar- legar upplýsingar um þá sem unnu að gerð plötunnar. Desember Sigríðar Beinteins- dóttur er hvorki dimmur né kald- ur, heldur bjartur og hlýr. Eftir eigin reynslu að dæma höfðar þessi jólaplata bæði til táninga og þeirra sem farnir eru að grána í vöngum. Mér kæmi ekki á óvart þótt Desember ætti eftir að hljóma um ókomin jól, a.m.k. þangað til táningar nútímans taka að grána. tónn á þessari áheyrilegu plötu. Þórir Baldursson vann útsetn- ingar og leikur á hljómborð, Einar V. Scheving trommar, Þórður Ámason spilar á buzuki og strengjasveit Szymons Kurans ljær sinn þekka hljóm í nokkrum laganna. Er það kærkomin hvíld frá þeim vélvædda strengjaleik sem mest er stundaður á dægur- plötum nú um stundir. Jónas Friðrik Guðnason hefur þýtt flesta texta og ferst honum það vel úr hendi. Sum laganna voru til í eldri þýðingum sem margir þekkja og er alltaf álita- mál hversu viturlegt er að þýða sömu textana aftur og aftur. Jón Örn Marinósson og Sigurbjöm Sveinsson eru einnig tilgreindir textahöfundar. Umbúnaður og ytra útlit var hannað í Sjöunda himni og er út- gefendum til sóma. Textar og upplýsingar um flytjendur og ann- að sem lýtur að gerð plötunnar fylgja með á auðlæsilegu texta- blaði, það eina sem stakk í augun var að skammstöfun á nafni Sigur- bjöms Sveinssonar þýðanda er villandi. Þessi hljóðritun er fáguð og fagmannlega unnin, lögin grípandi og textarnir mannbætandi. Er það í góðu samræmi við göfugan til- gang útgáfunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.