Morgunblaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 PÁLL BANINE • SÖNGVARI Fór ekki í Tónabæ og átti ekki kærustu /* ^ g var náttúmlega voðalega þægt Eog gott barn, allavega við mömmu. Kannski var ég alger bestía útáv- ið. Maður gerði náttúralega allan fjandann af sér, en þar sem Bubbleflies er nú búin að 'fá á sig það orð að vera frekar óuppeldisvæn hljómsveit borgar sig ekki að segja of mikið. Hálfgert „virdó“ Fékk áhuga á tónlist Ég flutti til Hafnarfjarðar þegar ég var 16 ára og fór í Flensborg. Ég held að mennta- málaráðuneytið ætti að endurskipuleggja þann skóla frá grunni. Þetta er ferlega leiðin- legur skóli. Flestir vinir mínir fóra hinsvegar í MH og ég fór að hanga þar í Norðurkjallar- anum. Eg komst nú aldrei lengra inn í þann skóla en bara í félagslífið. En þá fór ég að hafa meiri áhuga á tón- list og fór að stunda tón- leika með hljómsveitum eins og Svarthvítum draumi, Ham og Mússol- íni. Ég hlustaði helst á svona „neðanjarðarrokk" eins og það hefur stundum verið kallað. I hljómsveit Þegar ég var fyrst beðin að syngja með þessari hljómsveit fannst mér þetta frekar leiðinleg hugmynd og sagði nei. Ég veit ekki hvar þeir fengu þá flugu í hausinn að ég væri einhver söngvari. Það má eiginlega segja að ég sé í þessu fyrir tilviljun. Á endan- um lét ég til leiðast og við gerðum eitt lag sem kom út á Núll og nix-disknum. Svo fíluð- um við þetta bara og ég var ekkert annað að gera og fannst fínt að prófa eitthvað nýtt. Síðan leiddi bara eitt af öðru. Kiddi í Hljómalind sá okkur á útgáfutónleikum fyrir Núllið og spurði okkur hvort við vildum ekki gefa út plötu og við vorum alveg til í það. Þá þurftum við að fara að spila á tónleikum og koma fram fyrir fólk. Nýtt og spennandi Þetta var alveg nýtt fyrir mér og fyrst fannst mér alveg' hræðilegt að koma fram. Ég var svo sem ekkert sérlega feiminn, en það var samt ferlega asna- legt- að standa frammi fyrir fullt af fólki og syngja, það er eiginlega svolítið skrítið. Eins þegar við vorum í Hemma Gunn um daginn. Það voru bara örfáar hræður á staðnum, en þú vissir að það voru fleiri þúsund manns sem sátu heima og horfðu á þig. Það virkaði afar einkenni- lega. En það gerir þetta líka svolítið spenn- andi að maður er alltaf að lenda í einhveiju sem er alveg nýtt og maður verður bara að bjarga sér út úr því. Ég lenti í því um dag- inn að þurfa að gefa eiginhandaráritanir og það var eiginlega ferlega vandræðalegt, en samt... það var eitthvað kikk í því. Mér væri svo sem alveg sama þó ég hefði aldrei þurft að skrifa eina einustu áritun, en þetta var ferlega furðuleg reynsla. Eða það að sitja hér og tala við bláókunnuga manneskju um æsku mína, vita það að þetta verður birt í einhverju blaði en gera það samt. TJ RNUR O TÓR ISKA Fyrri hluta unglingsáranna eyddi ég í að horfa út um gluggann í tímum og lesa bæk- ur með vinum mínum. Ég var ferlegur bóka- ormur, hafði rosalega gaman af að teikna en hafði t.d. engan áhuga á að stunda Tónabæ. Ég var mikið með eldri strákum sem voru ekki í neinni svöna toppbaráttu um töffarasætið. Eiginlega var ég hálfgert „virdó“ í skólanum; fór ekki í Tónabæ og átti ekki kærustu. Ég var mjög heppinn að því leyti að ég þurfti aldrei að hafa neina komplexa yfír neinu ákveðnu. Ég var ekki í íþróttum og þurfti því ekki að vera neitt góður þar og ég þurfti heldur ekki að vera neinn æðislegur töffari því mér fannst það ekki vera neins virði. Þeir sem vildu endilega vera ofsalegir töffarar en höfðu það ekki af urðu auðvitað rosalega komplexeraðir. Ég held að það sé mjög algengt meðal unglinga. HVAR ERU ÞAU OG HVAÐERUÞAUAÐGERA Vala og Paul McCartney eftir tónleikana í Stokkhólmi. Hitti Paul McCartney og tók við hann viðtal að er víða sem íslendingar koma við sögu. Nýlega barst okkur frétt af því að Valgerður Rós Sigurðar- dóttir, sem er búsett í Floda í Svíþjóð, hefði hitt poppgoðið Paul McCartney og konu hans Lindu þegar þau voru á hljómleika- ferðalagi um Svíþjóð. Hér á eftir fer útdrátt- ur úr viðtali við Völu, eins og hún er köll- uð, sem birtist í Göteborgs Posten. Grænfriðungar í Svíþjóð era að taka upp á þeirri nýbreytni að bjóða unglingum vítt og breitt um landið að vera fréttaritara fyr- ir samtökin. Ælunin er að átta ungmenni um alla Svíþjóð fái að spreyta sig sem frétta- menn. Kennari Völu hvatti hana til að sækja um stöðuna og lét Vala til leiðast. Það er skemmst frá því að segja að henni var boðið að vera fyrsti unglingafréttaritari grænfriðunga í Svíþjóð og hlaut að launum ferð til Stokkhólms og tók sitt fyrsta viðtal við heimsfræga poppstjörnu. Vala hitti Paul og Lindu McCartney rétt áður en tónleikar þeirra hófust í Globen í Stokkhólmi. Það sem kom Völu hvað mest á óvart var hve eðlilegur Paul var. Henni voru úthlutaðar tíu mínútur til að taka viðtal- ið, en vegna þess hvað þau höfðu mikið að tala um varð sá tími nokkuð lengri. Bæði spurði Vala Paul ýmissa spurninga og eins sagði hann henni sína skoðun á umhverfis- málum og beindi því sérstaklega til ungs fólks að það ætti að vera gagnrýnið og halda áfram að beijast fyrir betra um- hverfí. Og það er einmitt það sem Vala kemur til með að gera semaritari fyrir Græn- friðunga. SKÓLAKEPPIMI TÓNABÆJAR Félagsmiðstöðin Tónabær hélt skólakeppni í lok október milli sex skóla. Kepp- endur voru frá Álftamýrarskóla, Austurbæjarskóla, Hlíðaskóla, Laugalækjar- skóla, Tjarnarskóla og Æfingaskóla KHÍ. Auk spumingakeppni var keppt í fótbolta og félagsvist og voru gefin stig fyrir hveija grein fyrir sig. Úrslitin urðu þau að Hlíðaskóli bar sig- ur úr býtum í félagsvistinni, Álftamýrar- skóli vann fótboltakeppnina og eftir jafna og tvísýna úrslitakeppni sigraði Laugalækj- arskóli Hlíðaskóla í spurningakeppninni. Þegar talin vora stig hvers skóla samanlögð kom í ljós að Hlíðaskóli hafði hlotið flest stig samanlögð. Þar með hafði lið Hlíða- skóla sigrað keppnina og hlotið titilinn Skólameistarar Tónabæjar 1993. Skólakeppni Tónabæjar er orðin árlegur viðburður í starfsemi Tónabæjar, en þetta er í þriðja sinn sem hún er haldin. Markmið keppninnar er að nemendur skólanna hitt- ist, kynnist, takist á í drengilegri keppni og hafi gaman af. Mikil spenna og áhugi var hjá unglingunum fyrir keppninni og tókst hún frábærlega vel. Skólakeppninni lauk föstudagskvöldið 29. október með meiri háttar balli, þar sem verðlaunaafhending fór fram fyrir troðfullu húsi af unglingum. 'ð x© • ipH 4-i '© U CU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.