Morgunblaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 Friðar- sveitir í tímahraki MARGT bendir nú til að ekki takist að mynda tíu þúsund manna friðargæslusveitir allra kynþátta til að hafa eftirlit með fyrstu fijálsu kosningunum í Suður-Afríku í apríl á næsta ári, að sögn eftirlitsmanna frá breska samveldinu. í ljósi þess hve undirbúningurinn væri skammt á veg kominn myndi því einungis gefast um sex vikna tími til að þjálfa friðar- gæsluliðanna, ef þeir ættu að vera tilbúnir fyrir kosningar. Því gæti svo farið að menn verði tilneyddir til að treysta á sveitir suður-afríska hersins og lögreglunnar til að tryggja ör- yggi í kringum kosningamar. Kafbátur tæmdur ÞÝSKI kafbáturinn U534, sem danskir aðilar björguðu af hafs- botni í Kattegat í ágúst, hefur nú verið tæmdur. Ýmsar sögu- sagnir um leynda fjársjóði nas- ista í bátnum hafa verið afsann- aðar, því ekkert slíkt hefur fundist. Björgunin hefur hins vegar kostað á milli 200 og 300 milljónir íslenskra króna. Arafat með efasemdir YASSER Arafat, leiðtogi Frels- issamtaka Palestínu, sagði í gær að trúverðugleiki friðarsam- komulagsins um Mið-Aust- urlönd væri í hættu ef ísralear drægju ekki sveitir sínar til baka frá Gazasvæðinu og borginni Jeríkó fyrir 13. apríl. Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísrales, hefur dregið í efa að ísraelum takist að ljúka brottflutningi heraflans fyrir þann tíma. Sprenging í London TALIÐ er að írski lýðveldisher- inn beri ábyrgð á sprengju sem sprakk á jámbrautarteinum vestur af London í gær. Olli þetta miklum töfum á lesta- rumferð frá borginni. Lögregla í Belfast á Norður-írlandi fann tæplega fimm hundmð kílóa sprengju í gær og náðist að aftengja hana áður en hún sprakk. Er talið að sprengjunni hafí verið beint að breskum hermönnum í borginni. Kona á áttræðisaldri fékk hjartaáfall og lést er lögregla tæmdi svæð- ið þar sem sprengjan fannst. Gore í Moskvu Reuter AL Var Gore varaforseti Bandaríkjanna (t.v.) kom í gær til Moskvu til viðræðna við rússneska ráðamenn. myndin tekin er Víktor Tsjemomýrdín forsætisráðherra tók á móti Gore við komuna til Moskvu. Hegðun ANC til skammar Höfðaborg. Reuter. F.W. DE Klerk, forseti Suður-Afr- íku, segir að liðsmenn Afríska þjóðarráðsins, ANC, hafi valdið gestgjöfunum í Osló miklum vanda með ónærgætni sinni er forsetinn og Nelson Mandela, leið- togi ANC, fengu friðarverðlaun Nóbels afhent fyrir skemmstu. „Þetta var meira en það, þetta voru vondir mannasiðir", sagði de Klerk. Forsetinn sagði í gær að hann hefði skammast sín fyrir hönd allra Suður-Afríkumanna er ANC-liðar hefðu hengt upp veggspjöld sín í salnum þar sem móttaka verðlaun- anna fór fram. Þeir hefðu verið beðn- ir um að taka spjöldin niður. Einnig hefði það verið smán er nokkrir tug- ir ANC-manna reyndu að yfírtaka skrúðgönguna sem efnt var til eftir athöfnina, þeir hefðu sönglað þar slagorð sín. „Mandela olli felmtri hjá gestgjöf- um okkar þegar hann notaði tæki- færið í sjónvarpsviðtali til að saka mig og félaga mína um að vera póli- tískir glæpamenn. Ég hef ekki áhuga á að níða niður einstaklinga, reynum að vera málefnalegir," sagði forset- inn. Kveður við nýjan tón í afstöðu Vesturlanda gagnvart Rússum Wörner viU að NATO sýni árvekni gagnvart Rússum ^ Kíev. París. Varsjá. London. Tókýó. Reuter. ÚKRAÍNSKIR menntamenn lýstu í gær vanþóknun sinni á uppgangi rússneskra þjóðernissinna og árangri þeirra í þingkosningunum i Rússlandi á sunnudag. Þeir sögðu að hér væri þó í raun um rök- ræna afleiðingu af aldalöngum tilraunum Rússa til að leggja undir sig eða drottna yfir nágrannaþjóðum. Úkraínumenn lýstu ótta við fram- af þráhyggju um að reisa rússneskt gang flokks þjóðemissinnans Vlad- ímírs Zhírínovskíjs, Fijálslynda lýð- ræðisflokksins, en hann hélt hug- myndinni um stækkun Rússlands á lofti í kosningabaráttunni. Fór því hrollur um Úkraínumenn er árangur flokksins varð ljós en þeir eru ný- sloppnir undan þriggja alda yfirráð- um Rússa. Rifjuðu menntamenn þess vegna upp hvert tímabilið af öðru í sögu Úkraínu sem einkennist af ofríki Rússa, allt frá „eilífðar“- innlimun árið 1654 ogtil nauðungar- flutninga Jósefs Stalíns, leiðtoga Kommúnistaflokks Rússlands, 1932-33. Úkraínumenn halda því fram að með flutningum 7,5 milljón- um mann hafí Stalín gert tilraun til að uppræta úkraínsku þjóðina í eitt skipti fyrir öll. „Öll saga Rússlands einkennist ofurveldi - þessar kosningar stað- festu raunveruleika rússnesks lýð- ræðis,“ sagði sagnfræðingurinn Viktor Koval við Reuters-fréttastof- una. „Öfgarnar hafa verið snar þátt- ur í lífi Rússa og þeir hafa enn ekki áttað sig á því að Úkraínumenn eru sérstök þjóð,“ bætti hann við. Pólverjar uggandi Pólskir stjórnmálamenn létu í ljós áhyggjur í gær með árangur komm- únista og þjóðernissinna í kosning- unum í Rússlandi. Andrzej Zakrzewski, stjómmálaráðgjafí Lechs Walesa, forseta sagði að úr- slitin myndu ýta undir hugmyndir um að endurvekja Sovétríkin. „Út- þenslustefna hefur orðið ofan á og ný hætta steðjar að Póllandi því þjóð- ernissinnar í Rússlandi geta aldrei orðið okkur Pólveijum vinsamlegir,“ sagði Zakrzewski. NATO haldi vöku sinni Douglas Hurd utanríkisráðherra Breta sagði úrslitin í Rússlandi og uppgang Zhírínovskíjs ógnvekjandi í samtali við útvarpsstöðina BBC í gær. „Yfírlýsingar þessa manns eru bæði ógnvekjandi og óásættanleg;- ar,“ sagði Hurd um Zhírínovskíj. Manfred Wörner, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), sagði í gær að bandalaginu bæri að halda hemaðarlegri vöku sinni vegna aukins stuðnings kommúnista og þjóðemissinna í Rússlandi. Hann sagði að út af fyrir sig þyrfti NATO ekki að breyta um stefnu í garð Rússlands en með áherslunni á árvekni gagnvart Rússum kveður við nýjan tón í yfirlýsingum banda- lagsins. Þú ert að missa af jólamyndatökunni U> O' a V VI Nú eru síðustu forvöð að panta jólamyndatökuna, við myndum til og með 21. des. og skilum öllum myndum og stækkunum fyrir jól. Jólakortaverðið hjá okkur er 55 % ódýrara, sjá könnun DV. 28. nóv. f okkar myndatökum er innifalið að allar myndir eru stækkaðar og fullunnar í stærðinni 13 x 18 xm að auki 2 stækkanir 20 x 25 cm og ein stækkun 30 x 40 cm í ramma Verð frá kr. 12.000,oo Ljósmyndastofan Myn sími: 65 42 07 Bama og fjölskyldu ljósm. sími 677 744 Ljósmyndastofa Kópavogs sím 4- 30 20 Zhírínovskíj og flokk- urinn eitt og hið sama Moskvu. Frá Lárusi Jóhannessyni, fréttarítara Morgunbiaðsins. ÞAÐ ER ekki flottræfilshættinum fyrir að fara í aðalstöðvum Frjáls- lynda lýðræðisflokksins í Moskvu. Þrátt fyrir að flokkurinn sé nú að öllum líkindum sá stærsti í landinu eru skrifstofurnar aðeins nokkur herbergi í gömlu, illa útlitandi húsi. Gengið er upp tröppur framhjá veggjum þöktum spjöldum af leiðtoga flokksins og sigurvegara kosning- anna Vladimír Volfovitsj Zhírínovskíj. Á hæðinni fyrir neðan aðalskrif- stofurnar er verslun með ýmsan varning sem er í uppáhaldi hjá ungu kynslóðinni svo sem leðurjakka og þungarokkstónlist. Inni verður fyrir mér ungur maður sem spyr mig erinda. Ekki þýðir að inna eftir leiðtoganum því Zhír- ínovskíj hafði ég séð bruna burt á leið minni að húsinu. 1 blárri Bens- bifreiðinni var hann einn aftur í en auk bílstjóra mátti grilla í þrekvaxinn lífvörð frammí. Á eftir kom svo al- þjóðleg hersing blaðamanna sem greinilega hafði beðið Zhírínovskíjs fyrir utan og hélt í humátt á eftir honum út strætið. Hvert var Vladimír Volfovitsj að fara? „Hann heldur alþjóðlegan blaðamannafund innan stundar“ var svarið. Mig langar að hitta skrifstofu- stjórann hér og leggja fyrir hann nokkrar spurningar? „Hann er úti en þú færð allt sem þú þarft er Vlad- imír Volfovitsj heldur sinn fund.“ Það er gestkvæmt á skrifstofunum en við öllum spurningum fæst sama svarið: „Vladímír Volfovitsj getur svarað þessari spumingu. Drífðu þig á blaðamannafundinn og hittu næsta forseta Rússlands," heyrist í ungri konu. Það hvarflar að mér að Zhír- ínovskíj sé flokkurinn og öfugt. Hver getur nefnt fimm af forystumönnum Fijálslynda lýðræðisflokksins í Rúss- landi? Á Radison Slavjanskaja hótelinu þar sem blaðamannafundur Zhír- ínovskíjs er haldinn er ijölmenni enda maðurinn sá frægasti í heimi þessa dagana. Hjá honum sitja nokkrir forystumenn flokksins sem flestir viðstaddir eru að sjá í fyrsta skipti. Zhírínovskíj stígur í pontu og hefur framsögu. Hann ítrekar skuldbind- ingu sína við lýðræðið. Allt er í sátta- tón, Borís Jeltsín er forseti sem velur ríkisstjórn. Það mun ekki standa á Zhírínovskíj að taka þátt í henni sé það vilji forsetans, verði hann í stjómarandstöðu mun hann virða allar leikreglur lýðræðisins. Hann fagnar samþykkt nýrrar stjómar- skrár, nú hafi Rússar loks vikið sér undan oki kommúnisma, ekki svo að skilja að hann útiloki samstarf við þá, „Ég útiloka ekki samstarf við neinn“. Önnur ríki geta verið alveg róleg, útþenslustefna er ekki á dag- skrá. Þó er á Zhírínovskíj að skilja að mörg fyrrum • lýðveldi Sovétríkj- anna muni vilja inngöngu á ný. Hann bendir einnig á að stöðva þurfi um- skipti hergagnaiðnaðarins til borg- aralegra þarfa um tíma. Um gyð- ingahatur er það að segja að slíkt eru bara hugarórar blaðamanna, á lista flokksins vítt og breitt um land- ið sé fólk af mismunandi uppruna. Um hugsanlegt forsetaframboð á næsta ári tekur Zhírínovskíj fram að það sé undir forseta landsins kom- ið hvenær kosið sé, jafnvel ekki fyrr en 1995. Hann fer þó ekki dult með að hann hyggist bjóða sig fram og að sigurinn sé vís.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.