Morgunblaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 KAMMERSVEIT REYKJAVÍKUR Tónlist Jón Ásgeirsson Kammersveit Reykjavíkur stóð fyrir tónleikum í Áskirkju sl. sunnu- dag. Á efnisskránni voru verk eftir Johann Sebastian Bach. Marta Halldórsdóttir söng í brúðkaups- kantötunni BWV 202 en einleikarar voru Joseph Ognibene, Berhard Wilkinson, Daði Kolbeinsson, Helga Ingólfsdóttir, Unnur María Ingólfs- dóttir og konsertmeistarinn Rut Ingólfsdóttir. Tónleikarnir hófust á Branden- borgarkonsert nr. 2 og það var fróð- legt að heyra Ognibene leika F- trompetröddina á horn, sem hann gerði með glæsibrag. Miðkaflinn er undrafagur og saminn fyrir flautu (Bemhard), óbó (Daði) og fiðlu (Unnur María), þríraddaður tón- vefnaður með continuo-rödd. Margt var fallega gert í þessum kafla en continuo-röddin var allt of sterk. í síðasta kaflann vantaði nokkuð á að tónstaðan væri nógu samvirk, Freyjugata. 2ja herb. íb. á 1. hæð ca 45 fm í tvíbhúsi. Góð lán áhv. frá Byggsj. 2,2 millj. Verð 3.950 þús. Gaukshólar. 2ja herb. fb. á 1. haeð 56 fm. Suðursv. Falleg samelgn. Verð 4,5 mlllj. Laus. Eyjabakki. 3ja herb. góð íb. á 3. hæð 78 fm. Þvherb. í íb. Áhv. góð lán frá Byggsj. 2,4 millj. 2 geymslur í sameign, sem er öll nýuppg. Verð 6,5 millj. Ásendi. 3ja herb. falleg íb. á 1. hæð 80 fm. Mikið endurn. Nýl. parket á gótfum. Bflskréttur, Verð 7,5 millj. Laus. Spóahólar. 4ra herb. íb. á 3. hæö 95 fm í þriggja hæða húsi. Þvherb. í íb. Verð 7,5 millj. Frostafold. 6-6 herb. glæsíí. íb. á 3. hæð 138 fm. 8ÍI- skýli. Góð ián áhv. V. 11,5 m. Hraunbær. 5 herb. falleg endaíb. á 3. hæð 138 fm. Áhv. húsbrlán ca 4,0 millj. Parket. Suðursv. Þvherb. i íb. FÉLAG HfASTEIGNASALA Gunnar Gunnarsson, lögg. fasteignasali, hs. 77410. þrátt fyrir frábæran leik einstakra flytjenda og kaflinn í heild var auk þess of mikið leikinn beint af aug- um. Marta G. Halldórsdóttir söng brúðkaupskantötuna Weichet nur, betrubte Schatten af öryggi og var Gavottan, síðasta arían, mjög skemmtilega flutt, enda er hún frá- bær tónsmíð. Tvíkonsertinn i d- moll er meðal bestu verka meistar- ans og er þá mikið sagt og líklega er largo-þátturinn (nr. 2) meðal þess fegursta sem fest hefur verið á nótnapappír. Verkið var að mörgu leyti vel leikið af Unni Maríu og Rut en þó hefði mátt dvelja við á einstaka stað í largo-kaflanum og „syngja." hann ögn hægar og særa hendingaskilin hér og þar, með fín- legu og vart merkjanlegu „rúbató". Lokaviðfangsefnið var fimmti Brandenborgar-konsertinn, og þar sá Helga Ingólfsdóttir um sembal- leikinn og var „sembalfantasían“ á 1. þættinum glæsilega leikin af henni. í hæga þættinum, sem er „tríósónata“, ritar Bach bæði fyrir sembalaóið sem continuo-rödd og sem sjálfstætt samleikshljóðfæri og var þessi fallegi kafli mjög vel flutt- ur, en með Helgu léku Bernhard og Rut. Lokakaflinn var hressilega og skemmtilega leikinn, með ekta „concerto grosso" stemmningu, sem var góður endir á ágætum tón- leikum Kammersveitar Reylq'avík- ur. Persónulegt augnablik „EKKI músík sem hefur verið hellt í form. Heldur óregluleg og svolítið öðru vísi. Frek á athygli vona ég. Bæði þeirra sem spila og hlusta. Ég geng finnst mér nærri laginu án þess að glata því og geri ýmsa hluti sem ekki eru alls kostar venjulegir. Tegundin, nútima bíbopp eins og hér á þess- um diski, fusion, frídjass eða dixie- land, það skiptir þegar upp er staðið ekki höfuðmáli. Hitt finnst mér mikilvægast að tónlistin sé persónuleg, að menn hafi í upp- hafi eitthvað að segja og glutri því ekki á leiðinni. I djassi er lag- ið eins og vegvísir fyrir hljóm- sveit en tónlistin sjálf verður til á augnablikinu. Þegar menn spila.“ Sigurður Flosason höndlar svona öðru vísi augnablik ásamt einval- aliði hljóðfæraleikara á nýjum geisladiski. Sá heitir Gengið á lag- ið og hefur að geyma tónlist eftir Sigurð. Djasstónlist auðvitað. Sigurður er löngu landsþekktur af leik á saxófón, fyrst með Swing- bræðrum og Nýja kompaníinu og úr því með öllum sem nöfnum tjáir að nefna í íslenskum djassi og ýmsum útlendum tónlistarmönnum. Hann hefur verið seigur við spilamennsku Gengið á lagið heitir nýr geisla- diskur með djass- tónlist Signrðar Flosasonar á tónleikum heima og heiman og blásið inn á talsvert af plötum. Fram- haldsnám í tónlist stundaði hann í Bandaríkjunum, við Bloomington- háskóla í Indiana, og eftir það varði hann vetri í New York. Síðan eru fjögur ár og Sigurður rétt að segja orðinn þrítugur. Hann spennir greipar og ræskir sig áður en hann svarar þessari ein- földu spurningu: Hvað gerirðu núna? Svo kveðst hann kenna á nokkrum stöðum og spila á fleiri stöðum og garfa í tónleikahaldi. Hann er yfir- kennari Tónlistarskóla Félags ís- lenskra hljómlistarmanna og kennari bæði við Tónlistarskólar.n í Reykja- vík og Keflavík. Spilamennskuna stundar hann á leiksýningum, kon- sertum og dansleikjum. Frá Sinfó- níunni í Þjóðleikhúskjallarann með viðkomu í djassi. „En það er alveg ljóst hvað gengur fyrir. Ég valdi mér línu fyrir löngu og legg mest upp úr djassi þótt ég njóti þeirrar gæfu að hafa gaman af vinnu minni við kennsluna og í annars konar spila- mennsku. Annars lít ég svo á að allar tegund- ir tónlistar séu jafn réttháar og geti styrkt mann hver með annarri. Það er meinhollt að bregða sér stundum niður úr fílabeinstuminum - ekki síst fyrir fólk í klassískri tónlist. En í djassinum gildir þetta líka og ábyggi- lega í öllum greinum tónlistar. D- moll er jafnt d-moll í meðförum Bach, Rolling Stones og Charlie Parker þótt þeir nálgist hann býsna misjafn- lega. Frumþættir þessara tegunda tónlistar eru í senn ólíkir og furðu líkir og með því að kynnast þeim verklega ef svo má segja þéttist skilningur á faginu sem heild. Ég held til dæmis að það litla sem ég hef spilað af rokki og poppi hafi kennt mér ágæta lexíu. Þar er takt- urinn sterkt element og hljómar ein- faldir. Þó er ekkert einfalt að impró- vísera í svona tónlist fyrir þann sem er vanur öllum flækjum, kimum og krókum djassins. Hann stendur uppi strípaður í samhengi þríhljómsins. Karlakór Reykjavíkur _________Tónlist___________ Ragnar Björnsson Söngvar á aðventu var yfirskrift tónleika Karlakórsins í Hallgríms- kirkju sl. sunnudga og mánudag undir stjóm Friðriks S. Kristinssonar og með aðstoð Harðar Áskelssonar á orgelið, Signýjar Sæmundsdóttur, sóprans, Guðlaugs Viktorssonar, te- nórs, og Jóhanns Ara Lárussonar 11 ára. Tónleikamir skyldu hefjast kl. 20 á mánudagskvöldið, kl. 21 gátu tónleikamir loks hafist, þennan klukkutíma tóku starfsmenn Sjón- varpsins sér til að stilla strengi sína og að uppgötva að ein tökuvélin væri óþæg, einhver nefndi að allt sem vantaði væri rafhlaða, sem gleymst hefði. Öllu er hægt að fá mann til að trúa þegar um slík tækniundur sem sjónvarpstökuvél er að ræða. Maður hélt bara að tökumennimir hugsuðu eins og skátarnir — alltaf viðbúnir. Manni dettur í hug hvort sjónvarpið hefði fengið Berlínarfíl- harmoníuna til að bíða eftir sér í klukkutíma eða hvort fílharmonían hefði sagt, við byijum tónleikana kl. 20 og ef þið viljið taka þá upp þá verið tilbúnir 15 mín. fyrir kl. 20. Það eru atvinnumanna- (professi- onal-) vinnubrögð, hitt ekki. Ekki er auðvelt að ná upp stemmingu hjá áheyrendum eftir þessa klukkutíma bið, þó tókst kórnum það með einum besta söng sem ég hef heyrt frá honum. Að vísu er nær ómögulegt að dæma nokkuð nákvæmt í langri óman kirkjunnar, til þess þarf þurran hljómburð þar sem ekki er hægt að fela sig í þoku eftirhljómsins. En kórinn virðist nú nokkuð vel skipaður söngmönnum og sýndi oft fallegan söng. Að vísu á tenórinn til að vera dálítið sár og annar bassi hvarf nokk- uð, sem kannske var hljómburðinum að kenna. En fallegri stemmningu náði kórinn e.t.v. best í þeim verkefn- um þar sem einsöngvaramir komu til sögunnar og þar skal fyrst nefna Signýju sem skilaði sínum verkefnum mjög fallega. En hversvegna að syngja bjart-a-ri (en sólin)? Betra er að nota úrfellingarmerkið og syngja bjart-ar-(i’), laglínan verður bundnari og heilli. Því nefni ég þetta að mér finnst þessi árátta sé að verða tíska hjá söngvurum. Guðlaugur Viktorsson hefur athyglisverða rödd sem fróðlegt verður að fylgjast með og ekki var honum að kenna að Faðirvorið vildi riðlast svolítið í lokin, þar vantaði í slagtækni stjómand- ans. Við slíkan stíganda sem er í lok verksins verður stjórnandinn að hafa þor til að slá „í gegn“, að bijóta slag- ið um of upp býður hættunni heim. Einstakt og mjög fallegt var að heyra Jóhann Ara Lárusson, 11 ára, syngja tandurhreint lag C. Fransks, Panis Angelicus. Portamento og rubato eru atriði í tónlistarflutningi sem eru við- kvæm og vandmeðfarin og mér fannst ekki nást fyllilega í meðförum kórsins. Þetta kemur fyrst og fremst fram í hægum lögum sem, ef þetta næst eðlilega, gerir lögin óróleg áheyrnar. Þrátt fyrir klukkutíma-for- leikinn og smáaðfinnslur voru þetta hátíðlegir og ánægjulegir tónleikar. Herði tókst vitanlega að velja heppi- legar raddir orgelsins síns til stuðn- ings einsöngvumm og kór. FRETTIR FÉLAG eldri borgara í Hafnar- firði verður með jólafund í dag kl. 14 í nýju Skútunni. Jólahlað- borð, skemmtiatriði o.fl. ITC-deildin Korpa heldur jóla- fund sinn í Hlégarði í kvöld ki. 20. Uppl. veitir Guðríður í s. 667797. ITC-deildin Fífa, Kópavogi heldur jólafund sinn í kvöld kl. 20.15 á Digranesvegi 12 og er hann öllum opinn. Uppl. gefa Hrönn s. 42991 og Guðlaug s. 41858. GJÁBAKKI, félagsheimili eldri borgara, Kópavogi. í dag er opið hús frá kl. 13. Sönghópur kemur í heimsókn. SILFURLÍNAN - sími 616262. Síma- og viðvikaþjónusta fyrir eldri borgara alla virka daga milli kl. 16 og 18. BÓKSALA Félags kaþólskra leikmanna er opin á Hávallagötu 14 kl. 17-18. BÚSTAÐASÓKN. Félagsstarf aldraðra í dag kl. 13. NESSÓKN. Kvenfélagið er með opið hús í dag kl. 13-17 í safnað- arheimilinu. Fótsnyrting og hár- greiðsla á sama tíma. Kóræfing litla kórsins í dag kl. 16.15. GRENSÁSSÓKN. Jólahádegis- verðarfundur aldraðra kl. 11. Helgistund, erindi og skugga- myndasýning, hádegisverður. KIRKJUSTARF ÁSKIRKJA. Samverustund fyrir foreldra ungra barna í dag kl. 10-12. 10-12 ára starf í safnað- arheimili í dag kl. 17. DÓMKIRKJAN: Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur frá kl. 12. Léttur hádegisverður á kirkjulofti á eftir. Opið hús í safnaðarheimili í dag kl. 13.30-16.30. HALLGRÍMSKIRKJA: Opið hús fyrir foreldra á morgun fimmtu- dag kl. 10-12. HÁTEIGSKIRKJA: Kvöld- og fyrirbænir í dag kl. 18. LANGHOLTSKIRKJA: For- eldramorgunn í dag kl. 10. Aftan- söngur kl. 18. NESKIRKJA: Orgelleikur í há- deginu k. 12.15-12.45 alla virka daga til 23. desember. Bæna- messa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJ ARN ARNESKIRK J A: Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, alt- arisganga, fyrirbænir. Léttur há- degisverður í safnaðarheimili. Opið hús kl. 17-18 til kyrrðar og íhugunar við kertaljós. ÁRBÆJARKIRKJA: Opið Hus í dag kl. 13.30. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 16. Starf fyrir 10-12 ára TTT í dag kl. 17. Mömmu- morgunn í fyrramálið kl. 10-12. BREIÐHOLTSKIRKJA: Kyrrð- arstund kl. 12 á hádegi. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Unglingastarf (Ten- Sing) í kvöld kl. 20. HJALLAKIRKJA: Opið hús fyrir eldra sóknarfólk kl. 14-17. KÁRSNESPRESTAKALL: Mömmumorgunn í dag kl. 9.30-12 í safnaðarheimilinu Borgum. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Kyrrðarstund kl. 12 á hádegi og léttur hádegisverður í safnaðarat- hvarfinu, Suðurgötu 11, að stund- inni lokinni. VEGURINN, kristið samfélag, Smiðjuvegi 5, Kópavogi: Biblíu- lestur sr. Halldórs S. Gröndal í dag kl. 18. SKIPIN REYKJAVÍKURHÖFN: í fyrra- dag fóru Kyndill, Europe Feder og Stapafell. Danski togarinn Ocean Tiger kom til viðgerða. í gær komu Laxfoss og Uranus að utan og Guðbjartur, Sólborg og Jón Baldvinsson komu til löndunar. Þá var áætlað að Reykjafoss og Engey færu út í gær._____________ H AFN ARFJ ARÐ ARHÖFN: í gærkvöld fór Hofsjökull á strönd- ina. Þá kemur Lagarfoss til Straumsvíkur fyrir hádegi í dag og danska flutningaskipið Helga- fell er væntanlegt til Ilafnarfjarð- ar í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.