Morgunblaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 ÞÝSKUR HESTAMAÐUR MEÐ NÝSTÁRLEGA HUGMYND Dieter í ekilssæti með tvo af íslensku hestunum sínum fyrir kerrunni og sem sjá má er ekki farinn neinn hægagangur. Á hestavagni kringum landið Dieter Kolb t.h., ásamt vini sinum, Gunnlaugi Skúlasyni dýra- lækni í Laugarási, sem hefur aðstoðað hann við undirbúning hringferðarinnar. Hestar Val'dimar Kristinsson Þýskur tannlæknir, Dieter Kolb, hyggst fara á hestvagni hringveginn næsta sumar. Lagt verður upp frá Hellu á Rangár- völlum og endar ferðin þar með- an á landsmóti hestamanna stendur í byijun júlí. Ætlar hann sér fimm vikur í ferðina og ger- ir ráð fyrir að farnir verði að meðaltali 40 kilómetrar á dag. Var hann hér á landi fyrir skömmu til að kynna þessi áform á fundi í félagsheimili Fáks í Víðidal. Fyrir vagninum verða tveir hest- ar hveiju sinni en alls verða sex hross með í ferðinni. Til að byija með reiknar hann með að hvert hross fari tólf til sextán kílómetra fyrir vagninum á dag og kemur þá í ljós fyrstu dagana í hversu góðri þjálfun hestarnir eru. Þegar líður á ferðina telur hann að hestarnir geti auðveldlega farið 50 kílómetra á dag. „Vandamálið verður ekki hvort hestamir geti þetta, ég hef meiri áhyggjur af því hvort ég sjálf- ur haldi það út að sitja svo lengi í hestvagni," sagði Dieter og sló á létta strengi. Auk hans verða í ferð- inni þýskur jámingamaður sem einnig er góður ekill og hestamað- ur, þá verða félagar hans í hesta- mannafélaginu í Þýskalandi sem munu koma og dvelja með honum viku eða hálfan mánuð hver fyrir sig og fara með honum hluta af leiðinni. Með í ferðinni verður bíll og hestakerra sem hvíldarhestar verða fluttir á og þarf einn til að aka honum. Á vagninum verða allt- af tveir menn í senn því ef stoppað er þarf einn að standa framan við hestana. Þá sagði Dieter að ef ein- hveijir íslendingar hefðu áhuga væru þeim velkomnið að taka þátt í ferðinni hluta af leiðinni. Ekki er enn búið fá hesta í ferð- ina en Dieter sagði að reynt yrði fá lánaða hesta hjá bændum eða öðrum hestaeigendum sem áhuga hefðu á að fá hesta sína þjálfaða til aksturs. Þegar hestunum yrði skilað yrðu þeir vel þjálfaðir í kerrudrætti og sagðist Dieter vona að ferðin yrði til að vekja áhuga fyrir kerruakstri. Kostnaðinn af ferð Dieters mun hann greiða sjálfur að því leyti sem ekki fengjust styrktarðilar að. Flutt verður inn ný hestakerra fyrir ferð- ina og mun framleiðandi hennar leggja hana til en vonast er til að hægt verði að selja hana hérlendis að ferð Iokinni. Eimskip hefur tek- ið að sér flutning á kerrunni sem kemurtil landsins kringum 15. maí og vonast er til eins og áður segir að íslenskir hestamenn leggi til hestá en ef þeir fást ekki sagðist Dieter verða að kaupa þá en tók fram að helst vildi hann komast hjá því þar sem hann ætti svo marga fyrir í Þýskalandi. Hann sagði að það tæki hann um það bil viku að kenna hestunum að draga kerru. Best væri að fá tamda klárhesta um sjö vetra gamla í góðri þjálfun. Á fundinum voru þeir Kristinn Guðnason og Sveinn Jónsson sem báðir eru í fram- kvæmdanefnd landsmótsins. Krist- inn sem er formaður nefndarinnar sagði að þeir væru opnir fýrir þess- ari hugmynd og taldi líklegt að landsmótsnefndin myndi reyna að verða honum innanhandar með út- vegun hrossa. Sagði Kristinn að ekki væri ólíklegt að ferðin gæti nýst vel til kynningar á landsmót- inu. Dieter sagði á fundinum að ís- lenskir hestar hentuðu mjög vel fyrir kerrur sökum þess hversu taugasterkir þeir væru. Því til sönnunar sagði hann sögu af því þegar hann og sonur hans voru að æfa sig og hestana með því að keyra milli tijáa á miklum hraða þegar eitthvað fór úr böndunum og hestamir tveir sem voru fyrir kerrunni fóru sitt hvoru meginn við tréð og stöðvuðust mjög skyndi- lega og óþægilega. „Flestir hestar hefðu orðið vita bijálaðir við þetta en svo var ekki í þessu tilfelli því hestarnir stóðu grafkyrrir eins og ekkert hefði ískotíst og biðu bara eftir að þeir yrðu leystir," sagði þessi geðþekki þýski hestamaður sem er ákveðinn í að fara hringinn. ____________Brids________________ Umsjón Arnór Ragnarsson Bridsfélag Breiðfirðinga Fimmtudaginn 9. desember var spil- að eins kvölds jólakonfektstvímenn- ingur. 32 pör spiluðu tölvureiknaðan Mitchell með 15 umferðum og 2 spilum á milli para. Miðlungur var 420 og bestum árangri náðu: N/S Hjördís Eyþórsdóttir — Brynjar Valdimarsson 569 Lovísa Jóhannsdóttir - Erla Sigvaldadóttir 527 Sveinn R. Þorvaldsson - Páll Þór Bergsson 479 Rafn Thorarensen - Hafþór Kristjánsson 443 A/V HjörturCýrusson-DaðiBjömsson 536 Benedikt Helgason - Gylfi Jón Gylfason 474 HelgiNielsen-HreinnHreinsson 463 ÓskarÞráinsson-AgnarÖmArason 457 Fimmtudaginn 16. desember verður síðasta spilakvöld á þessu ári. Spilað verður síðasta jólakonfektsmótið með Mitchell-fyrirkomulagi. Spilamennska byijar kl. 19.30 og er spilað í húsi Bridssambandsins í Sigtúni 9. Vetrar-Mitchell BSÍ Föstudaginn 10; desember var spil- aður eins kvölds tölvureiknaður Mitch- ell með þátttöku 24 para. Spilaðar voru 10 umferðir með 3 spilum á milli para. Miðlungur var 270 og efstu pör voru: N/S Jón Þór Daníelsson - Þórður Sigfússon 312 Páll Þór Bergsson - Sveinn R. Þorvaldsson 310 SigrúnPétursdóttir-AldaHansen 295 A/V ÞráinnSigurðsson-HörðurPálsson 320 Hrafnhildur Skúladóttir - Jörandur Þórðarson 301 Gissur Ingólfsson - Guðrún Jóhannesdóttir 289 Síðasta spilakvöld fyrir jól verður næstkomandi föstudag 17. desember. Boðið verður upp á spilamennsku í Sigtúni dagana milli jóla og nýárs, 28., 29., og 30. desember og byijað verður kl. 19 alla dagana. Spilað verð- ur Mitchell og allir velkomnir. Bridsfélagið Muninn Sandgerði Spennandi fírmakeppni er lokið með sigri Tross í Sandgerði en lokastaðan varð þessi: Tros sf. Sandgerði 206 Verðzunin Sundið Sandgerði 190 Ösp GK Sandgerði 189 Veitingah. Við Tjörnina Rvík 188 Kjötsel Keflavík 188 Verzl. Aldan Sandgerði 187 Sl. miðvikudag var einnig spiiaður tvímenningur. Garðar og Eyþór hlutu 56, Randver og Svala 52 og Kallamir 48. I kvöld verður spiluð hraðsveitar- keppni með Monrad-fyrirkomulagi. Heitt á könnunni. Bridsfélag Suðurfjarða Fimm kvölda tvímenningskeppni Bridsfélags Suðurfjarða lauk 8. des. sl. Spilaður var barómeter og fjöldi para var 12. Efstir urðu: Magnús Valgeirsson - Óttar Ármannsson 82 JónasÓlafsson-ÓmarÁrmannsson 50 Guðmundur Þorsteinsson - Vignir Hjelm 31 HafþórGuðmundsson-ÆvarÁrmannsson 25 LúðvíkSverrisson-ýmsir(3) 23 Hið árlega jólamót Bridsfélags Suð- urfjarða verður haldið á Hótel Blá- felli, Breiðdalsvík, 2. jan. 1994. Mótið hefur verið vel sótt undanfarin fjögur ár af pörum alls staðar af Austurlandi. Lesum fyrir litlu lxirnin! Eínn og tveir inn komu þeir MYNDSKREYTT AF Þ.ÓRU SICURÐARDÓTTUR < Z G amla góba þulan í nýjum, glœsilegum búningi. Afar og ömmur, pabbar og 1 mömmur geta rifjab hana upp meb smáfólkinu og kennt því ab telja um leib. Á bak vib hús EFTIR ÁSLAUGUJÓNSDÓTTUR Sagan um Önnu sem sullar og bakar drullukökur er rímub. Litlu börnin læra vísurnar og skoba myndirnar af smádýrunum í garbinum aftur og aftur. Mál l|jl og menning LAUGAVECI 18, SÍMI (91) 24240 ár SÍÐUMÓLA 7-9, SÍMI (91) 688S77 * * * Einn og tveir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.