Morgunblaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 45 HX Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.15 ATH.: í myndinni er hraöbroutaratriðið umtalaöa, sem bannað var í Bandaríkjunum. Pressure surrounds ttiem. FULLKOMIN ÁÆTI IIM Competrtion divides them. THE Talent unites tjhem. „The Program" f jallar um ástir, kynlíf, kröfur, heiður, svik, sigra, ósigra, eiturlyf. Svona er lífiö í háskólanum. BÍÓMYNDIR & MYNDBÖND Gerist áskrifendur að góðu blaði. Áskriftarsfmi 91 -81 12 80. Tímarit áhugafólks um kvikmyndir Saga Addamsættar- innar - 2. hluti Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabió - Saga bíó: Addams-fjölskyldugildin - Addams Family Values Leiksljóri Barry Sonnen- feld. Handrit Paul Rudnick. Aðalleikendur Anjelica Huston, Raul Julia, Christopher Lloyd, Joan Cusack, Peter MacNicol, Christina Ricci, Carol Kane. Banda- rísk. Paramount 1993. Framhaldsmyndir verða að vera gæddar end- urnýjuðum krafti og hug- myndum til að geta staðið sjálfstæðar og eiga tilveru- rétt. Þessu er sjaldnar þannig farið en hér hefur tekist betur til en endra- nær. Addams-fjölskyldu- gildin er mikið betri skemmtun en forverinn, þó það segi ekki mikið. Handritshöfundur kemur með nýtt blóð í slektið í orðsins fyllstu merkingu, strax á upphafsmínútun- um, er húsmóðurinni Morticiu (Anjelica Huston) og Gomez (Raul Julia), höfði þessa furðuslektis, fæðist sonur. í þökk allra nema eldri systkinanna tveggja. Þau byrja strax á að byrla litla bró banaráð, enda afbrigðilegur hugsun- arháttur eitt af gildum ætt- arinnar. Svo þeim er komið fyrir í sumarbúðum fyrir forréttindaböm. Barnapíur koma og fara uns Debbí (Joan Cusack) kemur til sögunnar, hún lætur sér ekki allt fyrir btjósti brenna, margfaldur mann- drápari með Addamsauðinn i huga og karlfuglinn Fest- er (Christopher Lloyd) í sigtinu. Það er léttara yfir fram- haldinu en frummyndinni. Bæði er húmorinn ekki al- veg jafn nístingsdökkur og eins er búið að færa sögu- sviðið talsvert útfyrir kast- alann, hinn skuggalega ívemstað Addamsanna, og kirkjugarðsatriðum fer fækkandi. Langbesti hluti myndarinnar gerist í sumarbúðunum og til efs að nokkru sinni hafi verið gert jafn „óforskammað" grín að þessum hornsteini amerísks barnauppeldis. Addamsgrislingamir passa vitaskuld hroðalega inn í þann hóp bama góðborgar- anna sem þar er að finna og samsafnast með smæl- ingjunum (negra-, indjána- og gyðingabörnum). Gefa snobbi, kynþáttahatri, uppaflónum og ýmsum öðr- um meinsemdum í banda- rískum samtíma langt nef í makalausu lokaatriði þar í búðunum. Annars þarf maður að stilla sig svolítið sérstak- lega inná skopskynið sem ræður hér ríkjum. Myndirn- ar, eins og teiknimyndasag- an og síðar sjónvarpsþætt- irnir, státa af einhveiju bil- aðasta og kaldhæðnisleg- asta skopskyni sem hugsast getur innan ramma vel- sæmisins, höfundunum er nánast ekkert heilagt. Fyrri myndin var of mikið þessu marki brennd, dimm og drungaleg, virkaði frá- hrindandi á marga þá sem lítið þekktu til þessarar kímnigáfu. Hér er grág- lettninni heldur í hóf stillt, Addams-fjölskyldugildin er alltaf háðsk, stundum bráð- skémmtileg og gott innlegg í jólamyndaflóruna. Allir leikamir fá vitaskuld svarta rós í hnappagatið þó sýnu stærsta þau Cusack sem drápskvendið og MacNicol, sem er yndislegur í hlut- verki mannlera í skátabún- ingi. Svisðmyndin er fag- mannleg og frumleg sem í fyrri myndinni og fyrst hún sló í gegn þá hlýtur þessi að gera það enn betur. Við getum því fastlega vænst þriðja kafla. PRINSAR í LA LAUN- RÁÐ Frábær grín- og ævintýra- mynd Sýnd kl. 5 og 7. Frönsk spennu- og grínmynd. Sýnd kl. 8.55 og11. B. i. 16 ára. James Caan Halle Berry Omar Epps Craíg Sheffer Kristy Swanson R m £ B ©G! \ím ■MBai SÍMI: 19000 TVO DAGA í VIÐBÓT í A-SAL PÍANÓ Sigurvegari Cannes-hátíðarinnar 1993 „Píanó, fimm stjömur af fjórum mögulegum." ★ ★ ★ ★ ★ G.Ó. Pressan „Einn af gimsteinum kvikmyndasögunnar'* ★ ★ ★ ★ Ó.T. Rás 2 „Píanó er mögnuö mynd.“ ★ ★ ★ ★ B.J. Alþýðublaðið. Aðalhlutverk: Holly Hunter, Sam Neill og Harvey Keitel. Sýnd kl. 4.45, 6.50,9 og 11.10. SPILABORG Áhrifamikil og sterk mynd um undarlega atburði sem fara í gang eftir hroðalegt slys i fornum rústum Maja. Aðalhlutverk: Tommy Lee Jones og KotMeen Tumer. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. ÁREITNI/The Crush Vegna fjölda áskorana sýnum við þessa spennumynd í tvo daga. Sýnd kl. 5,7, 9 og 11. Ripoux Contre Ripoux Gamansöm sakamálamynd með Philippe Noiret (Cinema Pardiso) Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Einstök íslensk mynd sem allir verða að sjá. „Hrífandi, spennandi, erótísk.“ Alþýöublaöið. „...hans besta mynd til þessa cf ekki besta íslenska kvikmynd sem gerð hefur verið seinni árin.“ Morgunblaðið. „Sagan er cinföld, skemmtiieg og góður húmor í henni.“ Tíminn. ★ ★★’/a„MÖST“ Pressan. „Gunnlaugssons vág in i barndomslandet ár rakare án de flestas." Elisabet Sörensen, Svenska dagbladet. „Pojkdrömmar, ár en oerhört chármerande och kánslig film som jag tycker ár váldigt bra.“ Nils Peter Sundgren, Gomorgon TV. ★ ★ ★ ★ Sýnd í B-sal kl. 5,7,9 og 11. HIN HEIGUVÉ Trúarleg tónlist - Lofsöngvar - Gospel Sálmar á svörtum nótum • • • • Morgunblaðið/RAX James Olsen er einn þeirra sem syngja á nýrri hljóm plötu útgáfunnar Skálholts. Hljómplötur Guðni Einarsson Trúarleg tónlist — Lof- söngvar — Gospel er nafn á hljómplötu frá útgáfufé- lagi þjóðkirkjunnar, Skál- holti. Á plötunni eru tíu lög, öll við íslenska texta. Þeirra á meðal eru negra- sálmamir Himnafarið (Swing Low), Ó Guð, en sá morgunn (Oh Lord, What a Moming) auk Amazing Grace, sem birt- ist hér við frumsaminn texta, Ég trúi á ljós. Rut Reginalds hljóðritar hér öðra sinni lagið í bljúgri bæn, en fyrri útgáfa naut fádæma vinsæla í óska- Jagaþáttum. Þá er hér lag- ið Gef mér samband (Op- erator) sem varð þekkt í flutningi Manhattan Transfer. Jólasálmurinn Heims um ból fylgir í lok- in. Sálmar í stíl banda- rískra blökkumanna eru burðarefni plötunnar. Ne- grasálmar urðu til meðal fólks sem rifið var upp með rótum og flutt nauð- ugt í þrældóm. Sálmamir em sálartónlist, tilfínn- ingaríkt sambland trega og trúarfullvissu. Flutn- ingur þeirra krefst tilfinn- ingaríkrar innlifunar af hálfu flytjenda. Á þessari hljómplötu eru margir góðir sprettir. Að öðrum ólöstuðum þykja mér Rut Reginalds söngkona og Þórir Bald- ursson Hammondorgan- isti bera af og ljá flutn- ingnum þá áþreifanlegu tilfinningu sem tónlistin krefst. Mér er næst að halda að þau yrðu meðtek- in sem „systir" og „bróðir" í nær hvaða kirkju þel- dökkra sem er. James Ol- sen syngur einnig einsöng og stendur sig með prýði. Fimmtán manna kór ágætra söngvara syngur á plötunni og er auðheyrt að með lengra samstarfi og aukinni tilfinningasemi gæti þetta orðið fyrirtaks gospelkór á svörtum nót- um. Undirleik annast, auk Þóris, Magnús Kjartans- son, Finnbogi Kjartans- son, Ásgeir Óskarsson, Kristín Jóna Þorsteins- dóttir og Rúnar Georgs- son. Allt em þetta þaul- vanir hljóðfæraleikarar og leynir það sér ekki á plöt- unni. Umbúnaður plötunnar er óþarflega rýr. Ekki fylgja prentaðir textar og er það bagalegt, því textar trúarsöngva hljóta að skipta máli. Hvorki er get- ið höfunda laga né ljóða, stjórnanda upptöku, né hveijir komu að því verki, hvað þá hönnuðar um- búða. Magnús Kjartans- son mun hafa borið hitann og þungann af gerð þess- arar plötu, þótt þess sé hvergi getið. Magnús er hér í hlutverki frumheij- ans og ferst honum það vel úr hendi, enda vanur maður í guðspjallatónlist. Vonandi verður þetta framtak útgáfunnar Skál- holts til að bæta nýjum kafla í tónlistarlíf í kirkj- um landsins. Víst er að sálmasöngur að hætti blökkumanna gleður marga — og er það ekki fagnaðarerindi sem verið er að boða?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.