Morgunblaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 41 HÆFILEIKAR Hætti í sundi og sneri sér að leiklist Greg Louganis segir að það hafi tekið sig 20 ár að ná verulegri leikm í sundíþróttinni og að hann búist við hinu sama í leiklistinni. Sundkappinn Greg Louganis sem hlaut gullverðlaun á Ólympíuleikunum 1984 og 1988 hefur nú snúið sér að leiklistinni. Fær hann góða dóma fyrir leik sinn sem Darius í leikritinu Jef- frey, sem sýnt er í litlu leikhúsi á Broadway. Leikritið fjallar um samband samkynhneigðra karla, eyðni og dauðann. Greg hefur verið í tengslum við eyðnisamtök undanfarin þijú ár eða eftir að vinur hans, dreyra- sjúklingurinn Ryan White, lést úr eyðni árið 1990. Þá segir Greg að leikritið hafa höfðað sérstaklega til hans vegna þess hversu mikið er fjallað um dauðann. Hann kveðst reyndar ekki vera vanur að íjalla um einkalíf sitt í viðtali, en segist hafa kynnst dauðastríði náið þegar faðir hans lést úr lungna- krabba fyrir nokkrum árum. „Hæfileikinn til að takast á við dauðann er stór hluti af Jeffrey," sagði hann í viðtali við tímaritið Sports Illustrated. Greg þykir hafa náð góðum tökum á túlk- un Dariusar. Hér er hann á æfingu. Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson MANNLIF Hæfileikastuðull 3,0 segir fyrrverandi keppinautur Vinur hans og keppinautur í sundíþróttinni, Kent Ferguson, segir í sama blaði að hann hafi verið svo heppinn að vera staddur í New York í viðskiptaerindum og því farið á leikritið. „Sú staðreynd, að Greg tekur áhættuna að leggja nafn sitt við leikritið sem fjallar um eins áríðandi efni og raun ber vitni er í sjálfu sér áhrifamikið. En það má ekki gleyma því að Greg lék hlutverk sitt frábærlega vel.“ Síðan klykkti hann út með: „Hæfileikastuðull 3,0, beint stökk, enginn gusugangur.“ — Það gæti víst ekki verið betra! Happdrætti bókaútgefenda Vinningsnúmer mánudagsins í happdrætti bókaútgefenda er 3324, þriðjudagsins 70297 og dagsins í dag 79904. Happ- drættisnúmerin eru á baksíðu íslenskra bókatíðinda. Vinn- ingshafi getur vitjað vinnings síns, bókaúttektar að andvirði 10 þúsund krónur, í næstu bókabúð. Litaglaðir pönkarar Ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á þessa þrjá pönkara í Kringlunni, þar sem þeir sátu í rólegheitum og voru að Iita jólamyndir í bækur sem þeim Röfðu verið gefnar. Er ekki annað að sjá en vel hafi tekist til hjá þeim. F.v. Þorsteinn Þor- steinsson, Helgi Sigurjónsson og Joseph George Adessa. Jólahlaðborð Hótel Borg 1590 í hádeginu. 2390 á kvöldin. BORDAPANTANIR í SÍMUM 11440 OG 11247 nvr og glæsilegur ilniur frá París First var fyrsti iimurmn frá Á. Arpels og er sivinsæll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.