Morgunblaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 Heimsklúbbur Ingólfs Heimsjólin í Súlnasal Hótels Sögu ÞRIÐJA árið í röð heldur Heims- klúbbur Ingólfs Heimsjólin á Hótel Sögu föstudagskvöldið 17. desember. Þar hittast nýir og gamlir ferðafélagar með vinum sinum og rifja upp skemmtilegar minningar úr ferðinni um fjar- læg lönd, segir í frétt frá Heims- klúbbnum. Skemmtiatriði og myndasýning- ar verða í gangi allt kvöldið og m.a. kemur Hamrahlíðarkórinn í heimsókn og syngur jólalög frá ýmsum löndum. Sýndar verða myndir úr ferðum til Ítalíu, Kína, Malasíu, Taílandi og einnig úr nýaf- staðinni hnattreisu. Jólahlaðborðið býður upp á það besta í íslenskum jólahefðum með erlendu ívafi í mat og drykk. Tak- markið með Heimsjólunum er að kynna og viðhalda því besta í jóla- haldi með kristnum þjóðum heims- ins. ------♦ » ♦----- ■ YFIRKENNARI stærsta biblíu- skóla í Evrópu, Svante Rumar, mun heimsækja Orð Lífsins 17.-19. des- ember. Biblíuskól- inn Livets Ord Bi- belcenter er stað- settur í Uppsölum í Svíþjóð og hefur verið rekinn í 10 ár. Á þeim tíma hafa verið útskri- faðir tæplega 5.000 nemendur Svante Rumar Íiar af allnokkrir slendingar. Svante Rumar, yfir- kennari skólans, starfaði áður sem prestur í sænsku þjóðkirkjunni. Svante mun kenna í kvöldbiblíuskóla Orðs Lífsins föstudagskvöldið 17. desember og taka fyrir hvað orð Guðs segir um mannlega þjáningu. Sjúkdómar, fátækt og fjötrar, er þetta eitthvað serh Guð sendir eða er til lausn? Áhugavert efni sem mikill misskilningur hefur ríkt um. Svante kennir þetta efni á biblíuskól- anum í Svíþjóð. Námskeiðið hefst kl. 20 og er öllum opið og aðgangur ókeypis. Almennar samkomur með Svante Rumar verða á laugardags- kvöldið 18. desember kl. 20.30 og sunnudaginn 19. desember kl. 11. Allir eru velkomnir á Grensásveg 8, Reykjavík. Svante Rumar Máser bómullarpeysur Margir litir. Dömu- og herrastærðir. Verð m/rúllukraga kr. 3.150 Verö m/rúllukraga og rennilás kr. 3.520 Útsölustaðir Versl. Rafsjá, Bolungarvík Sporthlaðan, ísafirði Siglósport, Siglufirði Skfðaþj. Viðars, Akureyri Versl. Sún, Neskaupstað K-sport, Keflavík 5% staðgreiðsluafsláttur, | einnig af póstkröfum 1 greiddum innan 7 daga. wúTiLíFPmm GLÆSIBÆ • SÍMI812922 Byltir EES-samning- urinn fyrirkomulagi áfengissölu á Islandi? Verðútreikningur t—i Eldur- áfengis, tvö dæmi J l Kr. 5' ' '" '1 ^ X ■■ 4 3 Og loks virðisaukaskattur Skilagjald, föst upphæð Þá kemur áfengisskattur sem er nú kr. 58,10 á hverja alkóhólprósentu umfram 2,25% miðað við einn lítra Ofan á kostnaðarverðið leggst 45% álagning ÁTVR Kostnaðarverð er verð hverrar flösku áfengis sem komin er á lager ÁTVR 19,7% 70,6% r3,0% Eldur-ís vodka 2.330 4RQ n.t Virðisauka- 6,6% skattur, 24,5% 5,06 Skilagjaid 1.644,96 Áfengisskattur (58,10 kr. x (40-2,25%) x 0,751) 69,38 45%álagning 154,18 Kostnaðarverð St. Emilion rauðvín Kr. 1.260 OA7 7K Virðisauka- skattur, 24,5% 5,06 Skilagjald 446.64 Áfengisskattur (58,10 kr. x (12,5-2,25%) x 0,751) 173.65 45%álagning 387.65 Kostnaðarverð Áfengisverslun er rekin í því skyni að afla ríkissjóði tekna, eins og segir í lögum um ÁTVR. Ef kostnaðarverð rauðvínsins á skýr- ingarmyndinni er miðað við útsöluverð kemur í ljós að munurinn er rúm 225%. Verð vodkans hækkar um rúm 1.400%. lands segir að að hans mati skapi einkasala ríkisins á áfengi ekki samkeppnisstöðu sem samræmist ákvæðum EES-samningsins. Hann segir að til að eðlileg samkeppnis- staða skapist þurfi vínútflytjandi að hafa greiðari aðgang að mark- aðnum en einkasalan bjóði upp á. Til dæmis eigi útflytjándi að eiga tök á að stofna verslun með eigin framleiðslu ef svo ber undir. Einokun í smásölu Samkvæmt upplýsingum frá Brussel er einkareksturinn varinn í skjóli pöntunarkerfis ÁTVR, en ekki sé víst að það reynist nægileg röksemd, hægt sé að gera athuga- semdir við einokun í smásölu sem ekki samræmist hugmyndum EES um frelsi í viðskiptum. Sjónarmið ríkisins í heilbrigðis- og félagsmál- UPPI eru vangaveltur um lög- mæti þess að reka einkasölu á borð við Áfengis- og tóbaksversl- un ríkisins eftir gildistöku EES; samningsins um áramótin. í samningnum er sameiginleg yf- irlýsing ríkisstjórna Finnlands, íslands, Noregs og Svíþjóðar, sem segir að einkasala áfengis í fyrrgreindum ríkjum sé grund- völluð á sjónarmiðum er varða stefnu í heilbrigðis- og félags- málum. í lögum um áfengis- og tóbaksverslun hérlendis segir einnig að verslunin annist inn- flutning í því skyni að afla ríkis- sjóði tekna. Forsendur fyrir nú- verandi fyrirkomulagi ÁTVR eftir gildistöku EES-samnings- ins byggjast á 16. grein hans þar sem kveðið er á um að ríkis- einkasölufyrirtæki skuli rekin á þá lund að enginn greinarmunur sé gerður á ríkisborgurum aðild- arríkja EB og EFTA hvað snert- ir skilyrði til aðdráttar og mark- aðssetningar. Spurningin er sú hvort aðgangur að markaðinum sé frjáls því þótt heilbrigðissjón- armið séu höfð til grundvallar ríkiseinkasölu mega bönn og höft ekki leiða af sér mismunun milli samningsaðila, magntak- markanir á innflutningi eða duldar viðskiptahömlur. Sam- kvæmt upplýsingum sem fengn- ar voru í Brussel stríðir tilhögun ÁTVR gegn ákvæðum um frelsi í smásöluverslun. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er yfirlýstum markmið- um EES-samningsins stefnt í voða þegar litið er til 11. greinar hans þar sem segir að magntakmarkan- ir á innflutningi og ráðstafanir sem hafa samsvarandi áhrif séu bann- aðar. Að vísu segir í 13. grein að ákvæði 11. greinar komi ekki í veg fyrir að leggja megi á innflutning bönn sem réttlætast af heilsu manna. Yfírlýsing ríkisstjórnar ís- lands, sem gat um í inngangi, byggist til dæmis á einkasölu í skjóli heilsufars- og félagssjónarm- iða. En í grein 13 segir einnig að slík höft megi ekki leiða til gerræð- islegrar mismununar eða til þess að duldar hömlur séu lagðar á við- skipti milli samningsaðila. Óbein söluhindrun Höskuldur Jónsson forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis- ins segir að engum sé meinaður innflutningur á áfengi og því sé ekki verið að mismuna framleið- endum. Spumingin er hins vegar sú hvort ekki sé um viðskiptahöml- ur að ræða ef einungis sumar teg- undir eru skráðar hjá ÁTVR og hafðar til sýnis í hillum verslunar- innar. Að minnsta kosti má draga í efa að það skapi jafna samkeppn- ■ isstöðu milli framleiðenda. Hösk- uldur segir: „Við hindrum ekki inn- flutning en hins vegar má segja að við hindrum sölu með óbeinum hætti með því að skrá ekki allar tegundir sem til landsins koma og selja ( verslunum okkar.“ Samkvæmt upplýsingum frá við- skiptaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins er Ijóst að þegar samningurinn gengur í gildi verður að leggja af mismunandi verðlagningu ATVR á innlendum og erlendum bjór enda sé ríkinu óheimilt að mismuna framleiðendum. Ekki sé hins vegar hægt að halda því fram að fyrir- komulag áfengisviðskipta hérlendis leiði til óeðlilegra magntakmark- ana á innflutningi, þetta sé spum- ing um söluform. Þrýstingnr frá EB Gunnar Snorri Gunnarsson skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins segir að ef ÁTVR neitaði að hafa milligöngu um sölu á ákveðnum tegundum væri hægt að kæra fyrir Eftirlits- stofnun EFTA en á meðan svo sé ekki sé kærugrundvöllur ekki fyrir hendi. Gunnar Snorri tekur undir það að vissulega hafi verið dregið í efa að fyrirkomulag áfengisversl- unar hérlendis stjómaðist eingöngu af heilbrigðis- og félagssjónarmið- um. Hann bendir jafnframt á að meiri þrýstingur á að afnema ein- okun áfengissölu hafí komið frá Evrópubandalaginu og hafí það málefni ítrekað komið upp í aðildar- viðræðum Svíþjóðar, Noregs og Finnlands. Gunnar Snorri segir einnig að ekki sé fullreynt hvort einkasala ríkisins stangist á við ákvæði EES- samningsins. Hann viti til þess að lögmæti einkasölu hafi verið dregið í efa, til dæmis í Noregi. Ein leið til þess að láta reyna á það sé að vekja athygli Eftirlitsstofnunar EFTA. Gunnar Snorri sagðist vita tii þess að norskur þingmaður hygðist kæra áfengiseinkasölu í Noregi fyrir Eftirlitsstofnun strax á nýársdag. Sá er prófessor í Evr- ópurétti og líklegt að afgreiðsla máls hans hefði nokkurt fordæmis- gildi fyrir lönd þar sem áfengi er selt með sama hætti. Samkvæmt upplýsingum sem fengnar voru í Brussel þyrfti sá sem leggur fram kæru að hafa ein- hverra hagsmuna að gæta. Sem dæmi mætti nefna útflytjanda áfengis sem ekki fengi pláss fyrir vöru sína í hillum ÁTVR. Þótt hver sem er geti flutt inn í gegnum ÁTVR sé samt verið að mismuna framleiðendum vegna takmarkaðra möguleika á skrásetningu tegunda. Erfitt sé að koma nýjum tegundum að, ekki megi auglýsa áfengi hér- lendis og framleiðandi eigi því ekki greiðan aðgang að markaðinum. En samkvæmt markmiðum samn- ingsins ætti erlendur vínframleið- andi að geta opnað verslun hérlend- is. Vilhjálmur Egilsson fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs ís- um megi einmg naiaa í heiöri með ströngu eftirliti með sölustöðum. Auk þess megi halda sömu skatt- lagningu áfengra drykkja og nú tíðkast því skattlagning einstakra ríkja stendur utan samningsins. Sem stendur nemur áfengis- álagning ÁTVR 45%, við það bæt- ist áfengisskattur sem er 58,10 kr. á hvert alkóhólprósent. Auk þess bætast skilagjald og virðisauka- skattur á kostnaðarverð hverrar flösku og þarf einungis að tryggja að sama reiknilíkan gildi fyrir inn- lenda og erlenda framleiðslu til að halda EES-samninginn í heiðri. Framkvæmdastjóri Verslunar- ráðs, Vilhjálmur Egilsson, bendir einnig á að óvíst sé að ríkið sé réttur aðili til þess að sinna kröfum um aukna þjónustu á borð við auk- inn fjölda áfengisverslana. ÁTVR sé ef til vill ekki til þess fallin að reka slíkt þjónustunet. Eins og málum sé háttað komi vel til álita hjá Verslunarráðinu að leita álits Eftirlitsstofnunar EFTA eftir ára- mót á lögmæti fyrirkomulags áfengisviðskipta hérlendis. Björn Friðfinnsson sem starfar hjá Eftirlitsstofnun EFTA sagði í samtali við Morgunblaðið að ef kæra bærist myndi stofnunin skrifa íslenskum stjómvöldum og afla upplýsinga um tildrög hennar. Síð- an kvæði stofnunin upp úrskurð sem færi fyrir dómstól í Genf og væru íslensk stjórnvöld skuldbund- in til þess að breyta fyrirkomulagi áfengissölu hérlendis ef þess yrði krafíst í úrskurði dómstólsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.